Þjóðviljinn - 29.06.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Qupperneq 15
Miðvikudagur 29. júní 1983. . ÞJÓÐVILJINfM - SÍÐA 15 RUV6) 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.25 Leikfimi. 7.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð - Kristín Waage talar. Tón- leikar. 8.40 Tónbilið. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Stroku- drengurinn" eftir Astrid Lindgren Þýð- andi: Jónina Steinþórsdóttir. Gréta Ólals- dóttir ies (13). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.35 Sjávarútvegur og siglingar. Umsjón- armaður: Ingóifur Arnarson. 10.50 Söguspegill. Þáttur Haraldar Inga Har- aldssonar (RUVAK). 11.20 Norrænir vísnasöngvarar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Þýsk og rússnesk þjóðlög. 14.05 „Refurinn í hænsnakofanum1' eftir Ephraim Koshon í þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Róbert Arnfinnson les (4). 14.30 Miðdegistónleikar. Wilhelm Kemþff leikur á þíanó „Papillons" op. 2 eftir Roþert Schumann. 14.45 Nýtt undir nálinni Ólafur Þórðarson kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.20 Andartak. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.05 Þáttur um ferðamál í umsjá Birnu G. Bjarnleifsdóttur. 17.55 Snerting. Þáttur um málefni blindra og sjónskertra i ums|á Gisla og Arnþórs Helg- asona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Ámi Böðvarsson flytur þáttinn. Tón- leikar. 19.50 Við stokkinn. Sigrún Eldjám heldur áfram að segja hömunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Sagan: „Flambardssetrið" eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (8)-. 20.30 Ur bændaför til Kanada 1982-1. þátt- ur. Frá hátíðarhöldum við hús Stephans G. Stephanssonar Umsjónarmaður: Agnar Guðnason. 21.00 „Adam tautar í elli“, Ijóð eftlr Krist- mann Guðmundsson Höskuldur Skag- fjörð les. 21.10 Einsöngur: Elisabeth Schwarzkopf syngur lög eftir Schubert, Schumann og Hugo Wolf. Geoffrey Parsons og Gerald Moore leika á píanó. 21.40 Útvarpssagan: „Leyndarmál lögregl- umanns11 eftir Sigrúnu Schneider Olafur Byron Guðmundsson les (4). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnarssonar. 23.00 Afangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV « 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Myndir úr jarðfræði íslands 7. Frost og þiða Fræðslumyndaflokkur i tiu þáttum. Umsjónarmenn: Ari Trausti Guðmundsson og Halldór Kjartansson. Upptöku stjórnaði Sigurður Grímsson. 21.10 Dallas Bandariskur framhaldsflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 Úr safni Sjónvarpsins íslendingar í Kanada II Mikley - eyja Islendinganna í þessum þætti er svipast um á Mikley á Winnipegvatni siðsumars 1975 Útvarp kl. 17,05 Ferðamál Kl. 17,05 í dag flytur Birna G. Bjarnleifsdóttir þátt um ferðamál. Verður þar vikið að þeirri áráttu sumra íslendinga að stunda brenni- vínsdrykkju á ferðalögum með til- heyrandi flöskubrotum. Rætt verð- ur við Sigríði Fanneyju Ingimars- dóttur landvörð í Landmannalaug- um m.a. um umgengni íslenskra ferðamanna, en þar hafa tveir stað- ir einkum orðið illa úti, Landmanna- laugar og Þórsmörk. Talað verður við Maríu Rúriksdóttur, nýútskrifað- an viðskiþtafræðing, en prófritgerð hennar fjallaði um verðlagningu á gistingu í íslenskum hótelum og áh- rif hennar. Þá er rætt við sr. Lárus Halldórsson sóknarprest í Breiðholti um ferö safnaðarfólks hans um Borgarfjörð. Loks víkur Birna að gömlum draumi um upp- Pyggingu í Reykholti, sem um hefur verið rætt en lítt orðið úr fram- kvæmdum. Því ekki aö koma þar upp Snorrasafni, til dæmis? - mhg frá lesendum Þyrfti að lœra betur Lesandi skrifar: Einhver þrautleiðinlegasti langræpusmiður sem nú skrifar í íslensk blöð er Oddur nokkur Ólafsson. Nýlega skrifaði Guðrún Helga- dóttir, alþm. grein í Þjóðviljann þar sem hún ræðir um störf Al- þingis og þingfréttaritara. Oddi hefur orðið svo bumbult af þess- ari grein Guðrúnar að honum finnst hann þurfi að skrifa fram- haldsgrein í Tímann upp á 7 eða 8 dálka. Má Guðrún Helgadóttir þá hafa lítið að gera ef hún eyðir tíma í að svara þessu jarmi, enda mun hún erlendis og sér því lík- lega ekki þessar „leiðbeiningar". Ég þrælaðist nú í gegnum þessa langloku þótt ekki væri það nokkur leið nema með góðum hvíldum. Og eftir þann lestur sýnist mér, að það sem Oddur hafði raunverulega að segja, og einhverju máli skipti, hefði kom- ist fyrir í svo sem hálfum Tíma- dálki, og rúmið þó ætlað ríflegt. En það er þetta: Það er eðlilegt að þingfréttaritarar liti fréttir sín- ar af því að þingið er pólitískt og blöðin málgöngpólitískra flokka. Ég er alveg á öðru máli. Fréttir eiga ávallt að vera hlutlausar, jafnt þingfréttir sem aðrar. Fréttamenn eiga ekki að vera þjónar pólitískra flokka heldur er hlutverk þeirra að upplýsa les- endur á hlutlausan hátt. Peir fréttamenn, sem ekki geta greint þarna á milli, geta verið góðir flokksmenn en þeir eru slæmir fréttamenn. Hitt er svo annað mál, að fréttamaðurinn getur haft sínar persónulegu og pólist- ísku skoðanir á því, sem um er fjallað í fréttinni en þær vanga- veltur eiga ekki heima í sjálfri fréttafrásögninni. Gildi fréttar fyrir hinn almenna lesanda veltur beinlínis á því að fréttamannin- um séu þessi landamæri ljós og virði þau. Það á jafnt við um þingfréttir sem aðrar fréttir. a barnahorn héldu áfram allan daginn, þang- að til komið var kvöld. Um kvöldið sagði karlinn við Óla: „Ertu ekki orðinn svangur, strákur?“ „Jú,“ svaraði Óli. „En þú færð ekkert nema hafragraut og lýsi hjá mér“, sagði karlinn. „Mér er alveg sama, því ég er orðinn svo svangur“, sagði Öli. Pannig leið heil vika. Óli fór í skemmtiferðir með karlinum, át hafragraut og drakk lýsi og blés út. En þá fór Óli að hugsa til heimferðar. Hann kvaddi karl- inn í tunglinu, og þakkaði hon- um fyrir alla skemmtunina. Svo hélt hann af stað niður stigann. En á miðri leið kom óhapp fyrir, stiginn brotnaði af því að Óli greyið hrapaði og datt ofan á eitthvað mjúkt og byrjaði að renna á fleygiferð. Hann hafði verið svo heppinn að lenda á regnboganum og þannig brunaði hann á rassinum og fór að nudda hann. En hvað haldið þið, það vantaði botninn í buxurnar! Óli greip með báðum höndum fyrir rassinn, og þannig hljóp hann heim til mömmu sinnar, sem var alveg undrandi að sjá strákinn sinn svona stóran og sterkan. En Óli hafði lært eitt: að það borg- aði sig að borða hafragraut og taka inn lýsi. Óli og Tunglkarlinn Nú ætla ég að segja ykkur sögu um strák, sem heitir Óli. Hann var hræðilega óþekkur, hann vildi nefnilega aldrei taka. inn lýsi og borða hafragraut. Svo var það einn morguninn, að mamma hans kallaði á hann til að borða grautinn. Þá æpti hann: „Nei, nei, þann óþeverra ét ég aldrei.“ Og svo hljóp hann og hljóp langt burt frá mömmu sinni. Allt í einu sér hann voða stóran stiga sem náði langt up í loftið og hann byrjaði að klifra og hann klifraði og klifraði. Hvert haldið þið að stiginn hafi náð? Alla leið upp í tunglið. Þetta var nú spennandi. Óli fékk ofbirtu í augun, því að þarna virtist allt úr skínandi silfri. En allt í einu heyrðist hrópað: „Hvað ert þú að gera hér, strákur?“ Óli hrökk í kút, því að þetta var enginn annar en karlinn í tunglinu, sem stóð fyrir aftan hann. Óli stamaði: „Ég strauk frá henni mömmu minni, því að ég vil ekki borða hafragraut og taka inn lýsi.“ „Nú, þú ert þá svoleiðis,“ sagði karlinn, „þú ert líkalítillog visinn.“ Óli blóðroðnaði í framan. „Jæja, strákur, á ég að sýna þér hvernig ég bý? Þarna er nú höllin mín, hún er úr skínandi silfri. Þarna er garðurinn minn; þarna er gosbrunnurinn, hann er úr silfri og það er líka silfurvatn. Og þarna eru allir fuglarnir, svona fuglar eru ekki til á jörðinni.“ Óli varð mjög undrandi. Þeir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.