Þjóðviljinn - 29.06.1983, Síða 16

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Síða 16
DJÚÐVIUINN Miðvikudagur 29. júní 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Bygging hafnargarðs við álverið í Straumsvík Fyllt upp með kerbrotum Bannað að henda kerbrotum í sjóinn Við Álverið í Straumsvík er þessa dagana unnið af fullum krafti við gerð hafnargarðs þar sem megin uppistaða fyllingarinnar eru ker- brot með hraunkjarna í botni og varin stórgrýti. Eins og lesendur blaðsins etv. rekur minni til var los- un kerbrota frá Álverinu mjög til umræðu fyrir nokkrum árum því hættuleg úrgangsefni, ss. blásýra og flúor eru í þessum brotum og geta etv. valdið mengun. Þjóðviljinn grennslaðist nánar fyrir um þessar framkvæmdir hjá Pálma Stefánssyni, yfirmanni nýbyggingar- og tæknideildar ÍSAL, og kom fram hjá honum að ÍSAL hefði leyfi stjórnvalda til að farga kerbrotum sem fyllingu á strönd verksmiðjulóðarinnar. Væri hér um að ræða svokallaðar flæðigryfjur þar sem gerður væri fyrst garður út í sjóinn með hraunkjarna. Hann væri varinn fyrir brimi með stórgrýti en síðan væri fyllt í garðinn með kerbrotum. Ætti síðan sjór að geta leikið frítt um kerbrotin, án þess að þau skol- uðust til, og þannig skola úrgangs- efnunum út í hafið. Aðspurður um mengunarhættu kvað Páll hana hverfandi því flúorið væri óskað- legt þegar það læki út í sjóinn úr gryfjunum. Það gengi í fast efna- samband við sjó og væri þá hættu- laust meðan flúor í grunnvatni héldist uppleyst og gæti valdið mengun. Sagði Páll ennfremur að mælingar færu fram á flúormagni sjávar á vegum hins opinbera og bentu þær til þess að ekki væri hætta á ferðum. Ólafur Pétursson hjá Hollustu- vernd tjáði blaðinu að ÍSAL hefði leyfi stjórnvalda til að búa til nýja flæðigryfju sem síðar stæði til að nota sem viðlegukant. Kvað hann umsóknina vegna þessara fram- kvæmda vera frá 1980 og hefði leyfið verið veitt, þar sem ekkert það hefði komið fram varðandi gömlu gryfjurnar sem benti til þess að þetta væri ekki viðunandi. Varðandi mengunarmælingar sagði Ólafur að þar væri ekki um reglubundnar mælingar að ræða en þó virtist að ekki væri nein hætta á ferðum. Aðspurður um umræður um þetta mál fyrir nokkrum árum síðan sagði Ólafur að deilumálið þá hefði verið hvort þessum úrgangs- efnum væri hent beint í sjóinn eða ekki. Undirstrikaði hann að eini leyfilegi mátinn til þess að losna við þessi úrgangsefni væru flæðigryfjur og allt annað bryti í bága við lög. Magnús Jóhannesson hjá Sigl- ingamálastofnun kannaðist ekki við þetta mál og sagði að ef ekki væri verið að losa eða kasta úr- gangsefnum beint í sjó þá heyrði málið ekki undir hans stofnun. Ekki tókst að ná í fulltrúa Nátt- úruverndarráðs í gær til þess að heyra þeirra álit á málinu. -áþj. Viðamikil rannsókn vegna eldsvoð- ans 1 Gunnjóni GK 506 Allt óvisst „Rannsókninni er að okkar mati alls ekki lokið. Það liggur ekki fyrir hverjar voru orsakir brunans. Það hefur ekkert komið frain einnþá sem bendir til þess að í þessu skipi hafi verið annar búnaður eða aðrar aðstæður en almennt gcngur og gerist. Því er nauðsynlegt að grafast fyrir um orsök brunans“, sagði Magnús Jóhannesson hjá Siglingamálastofnun ríkisins í sam- tali við Þjóðviljann. Ákveðið hefur verið að halda áfram rannsókn um borð í Gunn- jóni þar sem skipið liggur í Njarðvíkurhöfn og kanna sérstak- lega þá þætti sem snerta rafkerfi skípsins. Við sjópróf í Keflavík sl. föstu- dag kom ekkert það fram sem get- ur skýrt upptök eldsins um borð í skipinu. Talið er mögulegt að hann hafi komið upp í stakkageymslu skipsins þar sem þurrktæki voru í gangi, en klefinn er á miðgangi skipsins þar sem skipverjarnir sem létust voru staddir. Ljóst er að eldurinn hefur magn- ast fljótt og mikill reykur breiddist út um skipið á örskotsstundu. Skipherrann á Þór Friðgeir Ólafs- son bar að miklar eiturgufur hefðu verið í skipinu sem mynduðust þeg- ar innréttingar úr gerviefnum brunnu, og torvelduðu þær mjög slökkvistarf, en alls tók rúman sól- arhring að ráða niðurlögum elds- S Kosningarnar á Italíu Kristilegir eru stærstir Kristilegir Demókratar (Dem- ocrazia Cristiana) eru ennþá stær- sti flokkurinn á Ítalíu eftir kosning- arnar um helgina. Flokkurinn tap- aði engu að síður miklu fylgi eða 5.4% og 37 þingsætum Flokkurinn er eftir sem áður fjölmennastur á þingi með 225 þingsæti. Kommúnistaflokkurinn er næst stærstur með 198 þingsæti en tap- aði hálfu prósenti og þremur þing- sætum. Sósíalistaflokkurinn fékk 11.4% og 73 þingsæti en var áður með 9.8% atkvæða. Það var Sósíal- istaflokkurinn sem knúði fram þessar kosningar og getur hrósað nokkrum sigri. Ennfremur gerðist það að flokkur Nýnasista vann ótr- úlegan kosningsigur, fékk 6.8% at- kvæða og 42 þingsæti. - óg. Óvörðum kerbrotum hefur verið ekið í fyllingu fyrir neðan Álverksmiðjuna í Straumsvík. Ekki verður séð að hér sé í einu og öllu fylgt þeim öryggisráðstöfunum sem kveðið er á um í lögum. Mynd - eik Islenskar sjávarafuröir eru í hœsta gœðaf lokki íslendingar keppa við aðrar fiskveiðiþjóðir á hörðustu samkeppnismörkuðum heims. Vel skipulögð markaðsstarfsemi og úrvalsgæði sjávarafurða okkar tryggir hátt verð sem er hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Með því að hugsa sífellt um gæði íslenskra sjávarafurða leggja sjómenn og starfsfólk i fiskvinnslu grundvöll að bættum lífskjörum íslendinga. Gott hráefni gerir fiskvinnslunni kleift að fram- leiða úrvals fiskafurðir, sem verða seldar á hæsta fáanlega verði víðsvegar um heirn. Sjávarútvegsráðuneytið Kynningarstörf fyrir bættum fiskgæðum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.