Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1983 BLAÐAUKI KÍSILRYKIÐ Framhald af bls. 9. blanda líprítsögnum saman viö sementiö og gaf það einnig góða raun. Rannsóknir með notkun kís- /ilryks gáfu það góða raun að nú er kísilryk frá Grundartanga notað í allt venjulegt sement á Islandi. Alvarlegasti veikleiki steypunn- ar er lágt togþol, en vegna þessa er henni hætt við sprungumyndun. Annar veikleiki er sá að steypan er vandasöm í framleiðslu þar sem hún er gerð með blöndun margra ólíkra efna sem hvert fyrir sig verð- ur að standast ákveðnar gæðakröf- ur auk þess sem eiginleikarnir eru algerlega háðir innbyrðis hlutföll- um milli efnanna. Ekki er heldur nóg að blöndun steyputakist vel, heldur verður bæði niðurlögn hennar og aðhlúun að vera í lagi til þess að endanleg gæði séu tryggð. Af þessu má ráða að margar or- sakir geta verið fyrir lélegri steypu og forsenda fullnægjandi árangurs er vandvirkni og þekking. Eftirlit með því að almenn steypugerð sé í lagi á byggingarfulltrúi að hafa. Þetta eftirlit hefur gengið mjög illa og því er syndgað mikið við steypu- gerð. Alvarlegustu atriðin eru: of lítið loftblendi í frostþolinni steypu, of blaut steypa, léleg niður- lögn í mót og lítil sem engin að- hlúun eftir að lagt hefur verið út.“ Opinberar byggingar vel úr garði gerðar „Þar sem almennilegt eftirlit hef- ur verið haft með steypugerð hefur steypan reynst vel. Má þar benda á virkjanir og nýrri brýr og hafnir. Alkalískemmdir eru ekki í þessum mannvirkjum enda sérstakíega að því gætt að slíkt geti ekki komið fram. Danir horfa nú upp á stór- kostlegar alkalískemmdir á flestum nýrri brúarmannvirkjum sínum, þótt þeir hafi vitað af hættunni í 30 ár. Varnir við alkalí- og frostskemmdum „Hjá Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins höfum við unnið upplýsingarrit um það hvernig menn eiga að verja hús sín steypu- skemmdum af völdum alkalíefna- hvarfa og frosts. Varðandi viðgerðir er ráð að loka láréttum flötum veggja. Þá er ráð að nota t.d. hatta, asfaltborna þéttidúka eða þéttar teigjanlegar málningar. Hættan við málningu á veggi er sú, að ef hún er of þétt getur hún lokað raka inni og aukið vandann. Á ó- málaða og lítt skemmda veggi má nota silan sem hrindir frá sér vatni þó án þess að loka raka inni í út- veggjum. Séu talsverðar skemmdir á veggjum verður að loka víðum sprungum, en síðan má silanúða eða nota opna málningu. Þá má einnig nota trefjaglersbent múr- einangrunarefni eða loftræsta klæðningu. Sama aðferð notast við miklar skemmdir á veggjum," sagði Hákon að endingu. -hól. Lögreglustöðin. Dæmi um mannvirki sem þarf að vernda sérstaklega fyrir hvers kyns steypu- skemmdum. Þegar hefur borið á frostskemmdum í byggingunni. Raðhús í Árbæjarhverfi. Það er orðið illa farið af alkalískemmdum. Til skamms tíma var haldið að alkalískemmdir kæmu aðeins fram á mannvirkjum sem stæðu við vatn eða sjó, s.s. virkjanir og bryggjur. Þegar íbúðarhús við Markarflöt í Garðabæ fannst með alkalískemmdir árið 1976 var það fyrsta íbúðarhúsið sem fannst með slíkar skemmdir svo óyggjandi væri. Eigum á lager og sérframleiðum eftir pöntunum Vatnsrör fyrir heitt og kalt vatn. Einnig í snióbræðslu og jarðvegskyndingu til útiræktunar. Útvegum samansuðu ef óskað er. Þaulvanur suðumaður. Snjóbræðslurör einnig til geislahitunar í gólfog jarðvegskyndingar til útiræktunar. w yijft) V ' y:-' PLASTMÓTUN Vf ii LÆK OLFUSI-Sími 994508 Saman soðin vatnsrör Samansuða á hitaþolnu plaströri með Polyúri- þan einangrun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.