Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 20
20 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1983 Svipmyndir frá fjórðungsmóti Melgerðismelamótið er um garð gengið og flestir þeir er þar komu við sögu horfnir til sinna heima og hversdagslegu anna. En minningarnar um ^nægjulegt hestamannamót lifa áfram og ilja mönnum um hjartaræturnar og hvetja til enn frekari dáða á næstu mótum. Myndirnar segja sína sögu. Gunnar Egilsson Gengið vonum framar „Þetta hefur allt gengið vonum framar. Við settum okkur það markmið að dagskrá gæti gengið hnökralaust fyrir sig og hefur það náðst að mestu enda er svæðið gott og bíður uppá fádæma mikla möguleika“, sagði Gunnar Egilsson formaður framkvæmdanefndar á Melgerðismelum er Þjóðviljinn spjallaði stuttlega við hann á milli hlaupa í kappreiðum á sunnudeg- inum. - Hvernig hefur tölvan komið út? „Það er ótrúleg hagræðing af henni. Allar upplýsingar og úrslit liggja strax fyrir og hefur verið gaman að sjá knapa sem hafa verið aftarlega í þátttökuröðinni koma við í tjaldinu þar sem úrslitin birt- ast til þess að athuga hvernig þeir þurfa að haga keppninni til þess að hafa von um að komast í vinnings- sæti “. - Hafið þið riðið á vaðið með fleiri nýjungar á þessu móti? „Já, önnur nýjung er vinnu- aðstaða gæðingadómara. Þau mál hafa verið í miklum ólestri en með þessum dómhúsum hefur þeirra aðstaða batnað til stórra muna og ég efast ekki um að aðrir fylgja í fótspor okkar á þessu sviði.“ - Hvernig hefur þér fundist mótið vera? „Mér hefur fundist mjög ánægju- legt að sjá öil þessi glöðu andlit þessa sólardaga hér fyrir norðan. Og þó einhverjir hafi haft munn- herkju vegna kulda á föstudag og laugardag þá sýndist mér skína gleði og ánægja úr hverju andliti allan tímann.“ -áþj Myndir og texti: - áþj Gamalreyndir hestamenn bera saman bækur sínar meðan aðrir áhorfendur fylgjast af athygli með dómum í gæðingakeppninni. Vinningshafarnir í flokki klárhesta í gæðingakeppninni á Melgerðismelum. Fremst má sjá Gylfa Gunnarsson á hesti sínum Kristal sem sigraði örugglega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.