Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 1
OWÐVIUINN Blaðauki um viðhald steinhúsa fylgir Þjóðviljanum ídag. Sjá 9 W júli 1983 fimmtudagur 148. tölublað 48. árgangur Ræddu um framkvæmdir á Vellinum. George Bush varaforseti Bandaríkjanna gekk hinn glaðasti af fundi Steingríms Hermannssonar forsætisráð- herra í gærmorgun. Þeir ræddu meðal annars um Natóaðild ís- lands og framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli. Eftir það fór varaforsetinn í lax. (Ljósm. Leifur). Allir með Bush Enginn karlmaður við... - Það er enginn karlmaður við í utanríkisráðuneytinu, þeir eru allir með Bush, var svarið sem Þjóðvilj- inn fékk er spurt var eftir ráðu- neytisstjóranum í gær. Varaforset- inn var þá við laxveiðar í Þverá. Hallsteinn Sveinsson listasmiðurer áttræður í dag. Fyrsti hluti nýstárlegs afmælisviðtals við hann er í blaðinu í dag. „Ég er hrædd“ sagði Bjarnfríður Leósdóttirá mótmælafundinum í fyrradag, en svipmyndir frá aðgerðum eru í blaðinu. Hagfræðingur Vinnuveitendasambandsins: Ný gengisfelling er óhjákvæmileg! „Það er rétt að ég lýsti þeirri skoðun á sam- ráðsfundinum að gengi krónunnar væri ekki rétt skráð og óhjákvæmilegt væri að lækka það sem allra fyrst án þess að áhrifín yrðu bætt upp í kaupi“, sagði dr. Vilhjálmur Egilsson hag- fræðingur Vinnuveitendasambandsins í samtali við blaðið í gær. Þessi yfirlýsing vakti talsverða athygli á fundi þeim sem forsætis- ráðherra boðaði með samráðsaðil- um í Ráðherrabústaðnum sl. mánudag. Vilhjálmur sagðist í gær fyrst og fremst líta á viðskiptahall- ann í þessu sambandi, hann hefði verið 7-8% í fyrra og stefndi í 4- 5% af þjóðarframleiðslu í ár. „Þetta gengur ekki vegna þess að við getum ekki safnað meiri skuldum á þjóðarbúið. Ekki er nein von á aflaaukningu og ekkert er reynt til þess að draga úr halla á ríkissjóði. Af þessu samanlögðu fæ ég ekki séð að gengi fái staðist, og auðvitað er spurningin í mínum huga um að breyta hlutföllum milli launa innanlands og erlends verð- lags. Því er ekki að leyna.“ Eins og kunnugt er var gengis- felling ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar 14.6% er hún tók við, og þá var meðalhækkun er- lends gjaldeyris 17%. Það fylgdi með að genginu yrði haldið stöðugu út árið. Halli ríkis- sjóðs verður meiri en í stefndi þegar ríkisstjórnin tók við Hagfræðingur VSÍ sagði í gær að stjórnin hefði byrjað á því „að slaka út peningum", og jafnvel þó að niðurskurðaráform hennar yrðu að veruleika myndi hallinn á ríkis- sjóði verða meiri en í stefndi þegar hún tók við. Aðrar aðgerðir í að- haldsátt væru ekki í sjónmáli, og nú talað um að breyta lánskjaravísi- tölu og lækka vexti. Vilhjálmur lét þess getið að hagdeild VSf myndi birta spá um efnahagsframvinduna innan skamms. -ekh Flugstöðvamálið Hvaða utanríkisnefnd? Tveir þingflokkar útilokaðir frá upplýsingum Tveir þingflokkar sem kjörnir voru í síðustu kosning- um fengu ekki að njóta neinna upplýsinga eða annarra rétt- inda þegar flugstöðvarmálið var afgreitt á fundi utanríkis- nefndar í fyrradag. Þetta er vanvirða við lýðræðið segir Stefán Benediktsson í Bandalagi jafnaðarmanna í við- tali við Þjóðviljann í dag. Og Guðrún Agnarsdóttir Kvenna- lista segir það fráleitt að gera flugstöðvarbyggingu að for- gangsverkefni í núverandi efna- hagsástandi. Það vantar hefðir og reglur þarsem lögunum sleppir, þannig að menn geta bara stjórn- að eftir hendinni, sagði iögspakur þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Þjóðviljann. Um form- legu hliðina eru mjög deildar meiningar og einungis fáir eru reiðubúnir að verja þá stjórnar- háttu sem viðhafðir eru. Ragnar Arnalds þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins mótmælti af- greiðslu málsins á fundi utan- ríkisnefndar í fyrradag og fór fram á að annar fundur yrði boð- aður en enginn hljómgrunnur fékkst fyrir því í nefndinni. Um málefni utanríkisnefndar er fjall- að í blaðinu. -óg Sjá 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.