Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Lífið er abstrakt Afmœlisspjall við Hallstein Sveinsson áttræðan. I. hluti í dag er heiðursmaðurinn Hallsteinn Sveinsson áttræður. Fyrirtæpum aldartjórðungi rölti ungurog óframfærinn piltur heim að rauðmáluðu húsi, sem í opinberum plöggum hét Háaleitisvegur45, en húsráðandi nefndi Uppland. Pilturinn guggtaði þá við myndlistarnám og íbúi hússins var þekktur á meðal listamanna, sem einn traustasti rammasmiður í bænum, svo það var ekki í kot vísað. Nú er þetta sérkennilega hús á hæðinni löngu horfið og vegurinn hefur tekið á sig borgarsvip og heitir Háaleitisbraut, sem liggur í allt aðra átt en fyrrum. Á hinum grýtta mel, þar sem húsið stóð, er nú eggsléttur sparkvöllur umluktur byggingum fjölbýlishúsa og öðrum er hýsa hinar ýmsu þjónustugreinar í bland við dagblöðin, enda er gatan sú nefnd af gárungum Blaðsíðumúli. Fyrir frekum áratug flutti Hall- steinn upp í Borgarnes, þá er hann hafði gefið þeim sitt stóra safn myndverka, eitt hundrað að töiu og eyðir nú ellidögunum þar efra á Dvalarheimili aldraðra. Eigi alls fyrir löngu var Hallsteinn á ferð í bænum og staldraði þá ögn við hjá mér og spjölluðum við dálítið saman um lífshlaup hans. Árangur þeirrar viðstöðu mun birtast í tveimur hiutum, en hinn þriðji og síðasti greinir frá heimsókn minni í Borgarnes. Og þá kom biðill til hennar. - f>ú ert úr Döium vestur Hail- steinn? - Já, fæddur á Kolstöðum í Mið- dölum. Það var lítið kot, mesta rasskotið í sveitinni. Þar var mann- margt og þrengslin mikil. Vorum ellefu systkinin, sjö bræður og fjór- ar systur. Við erum bara tveir eftir karlarnir, Sigurður og ég, og þrjár kerlingar. Elsta systir okkar Þórdís er dáin. Mér eru minnisstæðar tvær gamlar konur, serr voru á Kolstöð- um og dóu þar. Önnur þeirra hét Sigríður Þórarinsdóttir og var blind. Móðir mín las alltaf húslest- ur og þegar hún las Passíusálmana, þá fór þessi blinda gamla kona ein- lægt með þá líka, kunni hvern ein- asta sálm. Á kvöldin þyrptumst við yngri krakkarnir að rúmstokknum hennar og aumingja kerlingin hún Sigga gamla sagði okkur sögur og ævintýri, var hafsjór af fróðleik. Hún endaði frásögn sína oftast þannig: „Og þá kom biðill til hennar." Svona var nú gamla baðstofu- lífið. Börnin hændust að gamla fólkinu, sem fræddi þau með sög- um og ævintýrum. Móðir mín hjúkraði þessum gömlu konum þar til yfir lauk og sýnir það hugarþeiið í garð samferðafólksins, sem minna mátti sín. Þetta var sam- vinna og samhjálp og þar með framkvæmdi móðir mín hinn rétta sósíalisma. Mér finnst gaman að rifja þetta upp vegna þess, að það hefur fylgt manni alla tíð og mótað að nokkru iífsskoðanirnar. Nú er þetta iöngu týnt og þarf hálærða Baðstofan. Á myndinni sést hvernig sperrurnar voru hafðar í toppinn, sem minnst er á ( spjallinu. / / ^ f / Hallsteinn Sveinsson Kolstaðir í Miðdölum fræðinga til þess að tjasla við sálar- tetrið í vitlausu mannfólki! Torfbœrinn. - Sigurður bróðir minn hefur verið að grafast fyrir um það, hver muni hafa verið upphafsmaður þess byggingalags, sem var á gamla torfbænum á Kolstöðum. Hann hefur smíðað líkan af bænum og þar sést, að sperrurnar voru bognar eða ávalar í toppinn. Venjulega voru þær bara í spíss, þ.e. topp- sperrur. Einnig voru svonefndar kálfasperrur, en það er yngri gerð. Þá voru efri endar sperruleggja skeyttir við stutt lárétt þvertré, sem kallað var kálfi og var þrælsterkt. Stundum var lagður ás ofan á miðja kálfa, til þess að fá þá í beina línu og einnig hallaði þá betur af miðjum mæni. Ásinn hét mæni- tróða. Bærinn hefur sennilega verið byggður í kringum 1880 og skar- súðin þá orðin algeng, sem Siggi „Annars er ég orðinn svo fjandi gleyminn.“ hafði einkum í huga. Þetta líkan er auðvitað ekki með þeim viðbygg- ingum sem voru, en Siggi hefur orðað þetta byggingalag við þá Hörð Ágústsson og Þór Magnús- son, þjóðminjavörð, og kannast þeir ekki við það. Merkilegt nokk. Ólíklegt er, að nokkur vitneskja fáist þar um héðan af, en væri fróð- legt ef einhver skyldi geta veitt hana. Við teljum, að þetta lag á sperrunum hafi verið bundið við mjög afmarkað svæði: í Miðdöl- um, Hörðudal, Haukadal og e.t.v. í Láxárdal. Eldavélin skrítið fýrverk. - Ykkur fannst koma eldavélar- innar mikill viðburður? - Jahá. Eldavélin var skrítið fýrverk í okkar augum. Það hefur líklega verið veturinn 1912, sem hún kom. Þá var gert gat í vegginn hið næsta öðrum gaflinum. Þetta voru gríðarlega þykkir veggir, einir Ungur og reffilegur Foreldrar Hallsteins: Helga Eysteinsdóttir og Sveinn Finnsson. þrir metrar. Þarna í veggnum var svo útbúið eldhús og þar var renni- bekknum einnig komið fyrir. Hlóðaeldhúsið stóð áfram og þar var soðið slátur og svona stærri soðningar. Eldsmatur var ein- göngu mór og sauðatað, kol þekkt- ust ekki. Taðið þótti betra, því mórinn fuðraði upp og þurfti mikið af honum. - Var ekki þröngt í eldhúsinu? - Ojú, en það varð að nýta pláss- ið. Ég held nú samt að þetta hafi hvergi verið gert nema á Kol- stöðum. Smíðar voru alltaf stundaðar heima. Finnur bróðir minn smíðaði rokka og fékkst við húsbyggingar. Eysteinn smíðaði líka rokka, en hann dó ungur. Við yngri strákarn- ir renndum pílárana í rokkhjólin. Rennibekkurinn er nú á Byggða- safni Dalamanna að Laugum í Sæ- lingsdal. Smiðja var á Kolstöðum og Finnur smíðaði m.a. skeifur. Ég varalltaf látinn halda löppunum á hestunum þegar járnað var. Steinhúsið. - Hvenær var steinhúsið byggt? - Ætli það hafi ekki verið 1914 eða ’15. Ánnars er ég orðinn svo fjandi gleyminn. En gamli bærinn var þá rifinn og eidavélin góða var brúkuð í nýja húsinu. Nú er það illa farið. Líklega hefur steypuefnið verið lélegt, trúlega leirborið. Treystu þessum ártölum var- lega, þar getur einhverju skakkað eins og vill verða þegar toppstykk- ið er orðið svikult. Eg hef þó alla tíð verið rýmilegur á tölur og braut marga tommustokka. En maður byrjaði snemma að tálga í spýtu og spekúleraði þá meira í forminu en millimetrum, enda rart að segja eins og karlinn: „Akkúrat er ekki til, en aftur nóg af hér um bil!“ Hjalti Jóhannsson „Svona var nú gamla baðstofulífí3“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.