Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1983 Heimsþing friðarafla til varnar friði og lífi Gegn kjamorkustyrjöld Haldið í Prag 21.—26. júní Dagana 21 .-26. júní sl. var haldiö í Prag Heimsþing friðarafla til verndar friöi og lífi, - gegn kjarnorkustyrjöld. Þátttakendur á þing- inu voru rétt innan við 3000 frá 132 þjóðlöndum; fulltrúar margvís- legra kynþátta og þjóðerna, með mismunandi viðhorf, trúarbrögð og stjórnmálaskoðanir. Þarna voru saman komnir fulltrúar 1843 landssamtaka, verkalýðsfélaga, friðarsamtaka, kvenna-, æskulýðs- og námsmannasamtaka, stjórnmálaflokka og kirkju- deilda. 108 alþjóðleg samtök óháð ríkisstjórnum áttu einnig full- trúa á þinginu, svo og 11 milliríkjasamtök. Um 20% þátttakenda voru frá sósíalísku löndunum, 40% frá þróuðum iðnaðarríkjum og 40% frá þriðja heiminum. Fjöldi þátt- takenda frá hverju landi var mjög misjafn: t.d. voru 54 fulltrúar frá Sovétríkjunum, Bandaríkjamenn voru 138, íslendingar 7, ísraels- menn 9, Bretar voru 113 og Indverjar 203. Því miður vantaði fulltrúa frá einu kjarnorkuveldanna, þ.e. Alþýðulýðveldinu Kína. Það var Heimsfriðarráðið sem hafði forgöngu um að Heimsþing þetta var haldið og í undirbúningsnefnd þingsins áttu sæti fulltrúar ýmissa aðila; landssamtaka, alþjóðlegra samtaka og trúarhópa. Má sem dæmi nefna Sameinuðu þjóðirnar, Rannsóknarstofnun Sameinuðu þjóðanna í afvopnunarmálum, Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin, Berlínarráðstefna evrópskra kaþólikka, Kristilegu friðarsamtökin, Alkirkjuráðið, Alþjóðasamtök kvenna fyrir frið og frelsi, Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðrar æsku, Alþjóðasamtök kennara, Alþjóðasamtök kristilegra félaga ungra kvenna, Alþjóða- samtök verkalýðsfélaga, o.fl. o.fl. Tilgangur þingsins var að vera vettvangur skoðanaskipta og hreinskilinna umræðna um friðar- mál á sem breiðustum grundvelli. Skipulagning umræðna miðaðist við þetta. Þingið starfaði fyrstu tvo dagana í 11 umræðuhópum, þar sem tekin voru fyrir mismundandi efnisþættir: 1. Hættan á kjarnorkustyrjöld, lífsógnin og leiðir til að koma í veg fyrir hana. 2. Öryggismál Evrópu og af- vopnunarmálin. 3. Vopnakapphlaupið; hvernig unnt er að stöðva það og snúa þróuninni við. 4. Skipti á hugmyndum og reynslu; friðarhreyfingarnar í stuðningi við afvopnun. 5. Hlutverk Sameinuðu þjóð- anna í friðar- og afvopnunar- málum. 6. Efnahagslegar afleiðingar víg- búnaðarkapphlaups og af- vopnunar. 7. Þróunarmál, vopnakapp- hlaupið og afvopnun, alþjóð- leg efnahagssamvinna. 8. Félagsleg, sálræn og siðferðis- leg áhrif vígbúnaðarkapp- hlaups, styrjalda og afvopn- unar. 9. Friðsamleg lausn deilumála. 10. Styrjaldarhætta og vandamál í Miðausturlöndum, Asíu, Af- ríku og Suður-Ameríku. 11. Friðarfræðsla og leiðir til að komast hjá styrjöld. Eftir hlé í einn dag, sem notaður var til vinnu og skoðunarferða þátttakenda til allra hluta Tékkó- slóvakíu, var þinginu skipt niður í 11 fag- og áhugamannahópa: - Konur - Æskufólk og námsmenn - Verkalýðsfélagar - Kennarar - Læknar - Rithöfundar og Iista- menn og aðrir sem starfa að menn- ingarmálum - Alþingismenn og aðrir kjörnir fulltrúar - Trúar- bragðahópar - Lögfræðingar- Vís- indamenn - Blaðamenn. Auk þessa voru haldnir ótal minni fundir ýmissa hópa meðan á þinghaldinu stóð. Má þar nefna fund um hvernig nýta mætti her- gagnaiðnaðinn til friðsamlegra nota; íþróttamenn voru með sér- stakan fund, svo og viðskiptamenn o.fl. hópar. Þávarsérstökkvenna- miðstöð starfandi meðan á þing- inu stóð. Meginumræða þingsins snerist um núverandi ástand í vígbún- aðarmálum, leiðir til að komast út úr vítahring vígbúnaðarkapp- hlaupsins og leiðir til að efla sam- stöðu og ekki síst samvinnu friðar- afla alls staðar í heiminum. Pólitísk umræða var fremur hjáróma á þessu þingi, enda gerir það ógnará- stand sem ríkir í vígbúnaðarmálum heimsins það að verkum, að hópar sem áhuga hafa á friðarmálum þjappa sér saman án tillits til stjórnmála eða trúarskoðana. Ekki var ætlunin að þingið sendi frá sér niðurstöður. En í lok þess var samþykkt ávarp, þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna ríkjandi á- stands. Lokaorð ávarpsins eru þessi: „Undirbúningur kjarnorkustyrj- aldar er hinn alvarlegasti glæpur gegn mannkyninu. En styrjöld er Fulltrúar íslands á þinginu: Frá vinstri Bergþóra Einarsdóttir, Eyjólfur Friðgeirsson, Björn Þorsteinsson, Haukur Már Haraldsson og Margrét Einarsdóttir. Frá friðargöngunni. Fyrir miðri mynd er ítalski þingmaðurinn Nono Pasti, fyrrum hershöfðingi NATÓ: Hann beitti sér mjög gegn evrópueld- flaugum NATÓ meðan hann var í embætti hershöfðingja, og eftir að hann fór á eftirlaun einhennti hann sér í friðarbaráttuna og hefur haft sig mikið í frammi við að benda á á ógn sem Evrópueldflaugarnar hafa í för með sér. Nino Pasti situr á ítalska þinginu sem utanflokkamaður. Yassir Arafat, leiðtogi Frelsisfylkingar Palestínuaraba heimsótti þingið eftirmiðdagsstund, daginn eftir að honum var vísað frá Sýrlandi. Hann flutti áhrifamikla ræðu og var fagnað gífurlega. Svipmynd frá mikilli friðargöngu, sem farin var í Prag. Sagt var að um 150 þúsund manns hefðu tekið þátt í henni og stóðu heimamenn á gangstéttum og fögnuðu göngumönnum, eða veifuðu frá gluggum sínum. ekki óhjákvæmileg. Það er enn ekki of seint að koma í veg fyrir kjarnorkuhelför. Bjargráðið er í höndum fólksins sjálfs, sérhvers karls og konu sem standa traustan vörð um friðinn. Friðarhreyfing fjöldans er sterkt afl, ákvarðandi í því ástandi sem nú ríkir í alþjóðamálum og getur haft áhrif á stefnumótun stjórnvalda í átt til friðar. Máttur þessarar breiðu og fjöl- þættu friðarhreyfingar er fólginn í hæfni hennar til að starfa saman. Hvað sem líður ágreiningi okkar um önnur málefni erum við sann- færð um að ekkert megi sundra okkur frammi fyrir sameiginlegu markmiði, - að bjarga friði og lífi; að koma í veg fyrir kjarnorkustyrj- öld. Við áköllum allt mannkyn: Leyfum ekki að árið 1983 verði upphaf nýrrar og hættulegrar hrinu í vígbúnaðarkapphlaupi og áframhaldandi mögnunar spennu. Einbeitum kröftum okkar að því að ná fram mikilvægustu kröfum allra þjóða heims: Höfnum nýjum eldflaugum í Evrópu! Við viljum raunhæfar samninga- viðræður um niðurskurð allra teg- unda kjarnorkuvopna í Evrópu! Frystum þegar í stað öll kjarn- orkuvopnabúr! Við höfnum kjarnorkuvopnum í vestri og austri; hvar sem er í heiminum! Stöðvum vígbúnaðarkapphlaup- ið, jafnt kjarnorkuvopna sem hefð- bundinna vopna! Við viljum kjarnorkuvopnalaus svæði! Við styðjum almenna og algera afvopnun! Friðsamlegar samningaviðræð- ur stjórnmálamanna; ekki hern- aðarspennu! Nýtum auðlindir heimsins í þágu friðar og lífs! Frið, frelsi, sjálfstæði og velferð öllum þjóðum til handa!“ Við, íslensku þátttekendurnir á þinginu í Prag, teljum einna athygl- isverðast af því sem þar kom fram, að menn eru almennt að átta sig á að ástandið í kjarnorkumálum er komið á mjög hættulegt stig. Þetta birtist m.a. í því, að hin ólíkustu samtök hafa tekið friðarbaráttuna á stefnuskrá sína. Má þar nefna verkalýðsfélög, trúardeildir, kvennahreyfingar, samtök vísinda- manna og kennara, lækna o.fl. Mjög athyglisvert er, að víðtæk samstaða virðist vera að skapast innan verkalýðsfélaga í hergagna- iðnaði um þá kröfu að þessum iðnaði verði breytt í iðnað í frið- samlegum tilgangi. Á þinginu komu fram mjög sterk rök fyrir því að burtséð frá öllu öðru yrði slík breyting til verulegrar atvinnu- aukningar, á meðan hergagna- iðnaðar er „dauður" iðnaður, sem í öllu tilliti er þjóðhagslega nei- kvæður. Fulltrúar íslands á Heimsþingi friðarafla til varnar friði og lífi, - gegn kjarnorkustyrjöld. Haukur Már Haraldsson, blaðamaður. Bergþóra Einarsdóttir, skrifstofustúlka. Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifræðingur. Margrét Einarsdóttir, kennari. Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.