Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 3
Framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun
Vörubílstjórar ugg
andi um slnn hag
Iðnaðarráðherra sent bréf um málið
„Við hér fyrir austan crum ákaf- un hafa tekið. Af 25 miljón kr.
lega óhressir ineð þá stefnu sem heimild hafa einungis fengist 2,5
framkvæmdir við Fljótsdalsvirkj- miljónir til framkvæmda inná heiði
Mænuskaddaðir eftir umferðarslys:
Aðeins einn
notaði bílbelti
„Ég get fullyrt að bílbelti hefðu
forðað flestu þessu fólki frá því að
hljóta svo mikinn skaða, en aðeins í
einu tilfelli hafði bílbelti verið not-
að - og þá rangt, þannig að það
hjálpaði ekki“, sagði Sigríður
Knútsdóttir, sem rannsakað hefur
mænuskaða af völdum bifreiða-
slysa hér á landi á árunum 1973-
1983. Hún lagði fram rannsókn
sína á umferðarslysaþingínu, sem
nýlega lauk í Reykjavík.
Sigrún tók fyrir skýrslur um þá
63 sjúklinga með mænuskaða, sem
komið höfðu til endurhæfingar og
meðferðar á Grensásdeild Borgar-
spítalans á þessu árabili. Ríflega
helmingur þessa fólks hafði hlotið
áverkann í umferðarslysi og þar af
80 prósent úti á þjóðvegum lands-
ins. Meðalaldur hópsins var lágur,
um 65 prósent voru undir 35 ára
aldri, en flestir á aldrinum 15-22
ára. Meðaltíminn á sjúkrahúsi
voru 10,3 mánuðir, en 2 dvöldu
lengur en tvö og hálft ár. Eftir
endurhaefinguna eru 46 af þessum
63 einstaklingum bundnir í hjóla-
stól, nota hækjur, spelkur eða önn-
ur hjálpartæki.
ast
Dregið í bílbeltahappdrættinu
Á umferðarslysaþinginu í
Reykjavík drógu fulltrúar allra
Norðurlanda í bílbeltahappdrætt-
inu. Vinningarnir og númerin fara
hér á eftir:
Tveir Atlas hjólbarðar 37416
Barnabílstóll frá Volvo 37417
Dvöl á Edduhóteli fyrir tvo í eina
nótt 23060
Bílbelti í aftursæti 4828
Bílapakkar frá tryggingafélögun-
um 21418, 26175, 28301 og 38406
Slökkvitæki ög Rauða krosspakkar
12673, 34535, 21040 og 36776.
ast
og ekki von á meiri pening að sögn
þeirra sem sjá um framkvæmdir.
Þá hafa ekki fengist neinir peningar
tii vegaframkvæmda í byggð og því
er hér um mikla breytingu á virkj-
unarframkvæmdunum að ræða“,
sagði Björn Pálsson vörubílstjóri á
Egilsstöðum í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
„Þetta kemur ansi harkalega nið-
ur á mönnum hérna", sagði Björn
ennfremur, „því við höfum reynt
að undirbúa okkur undir að geta
sinnt þessum störfum sjálfir, en
þurfa ekki að sækja vélakost útfyrir
svæðið. Við teljum í sjálfu sér eðli-
legt, að við tökum á okkur ein-
hvern hluta niðurskurðar opin-
berra framkvæmda í landinu, en
þetta er full mikið af því góða! Sér-
staklega þegar að því er gætt að
Austfirðingar hafa ekki haft feitan
gölt að flá, þegar um er að ræða
fjárfestingar hins opinbera til vega-
framkvæmda í fjórðungnum. Við
höfum sent iðnaðarráðherra og
þingmönnum Austurlands bréf um
málið og lýsum þar ástandinu og
biðjum um að staðið verði við fjár-
festingar. Væntum við okkur góðs
af iðnaðarráðherra og vil ég ekki
vanreysta honum fyrr en málið hef-
ur verið kannað til þrautar", sagði
Björn, en haft er eftir iðnaðarráð-
herra Sverri Hermannssyni í Tím-
anum 30.-31. júlí sl. að stækkun
Búrfellsvirkjunar sé brýn og „að
taka verði inn flöskuhálsinn sem er
að myndast við Sultartanga". Sagði
Björn að samþykkt alþingis lægi
fyrir því að Fljótsdalsvirkjun kæmi
næst á eftir Blöndu og tryði hann
því ekki að iðnaðarráðherra vildi
taka þessar framkvæmdar frá kjós-
endum sínum.
-áþj
Friðargangan 83:
Oskilamunir óskast sóttir
Friðargangan 83 heppnaðist fá-
dærna vel eins og landsmenn vita,
en þó eru einhverjir ögn fátækari á
eftir að efnislegum gæðum. Sumir
gleymdu úlpunni sinni í rútu, aðrir
vettling og enn aðrir misstu
eitthvað á göngunni. Á myndinni
getur að líta óskilamuni ýmsa, sem
starfsmenn göngunnar voru svo
hugulsamir að halda til haga.
Þeir sem kannast þarna við úlp-
una sína, trefilinn sinn eða annað
eða vita sig hafa tapað einhverju á
göngunni eru beðnir að snúa sér til
skrifstofu Samtaka herstöðvaand-
stæðinga að Frakkastíg 14. Hún er
opin á mánudögum rnilli 5 og 6 og á
fimmtudögum milli 3 og 4. Utan
þessa tíma má hafa samband við
starfsmann samtakanna, Guð-
mund Guðlaugsson í síma 79792 og
spyrjast fyrir.
ast
Föstudagúr 12.' ágúst 1983 ÞlÓÍ)VILJINN - SÍÐA 3
Atómstöðin kvikmynduð
Statísta vantar
Unnið er af kappi við kvikmynd-
un Atómstöðvarinnar, eftir skáld-
sögu Halldórs Laxness, um þessar
mundir og nk. sunnudag fara fram
upptökur á mótmælafundinum
mikla gegn byggingu „atomic stati-
on“ á Islandi. Það er kvikmyndafé-
lagið Óðinn sem stendur að gerð
myndarinnar og að sögn forráða-
manna þess vantar enn statista til
þess að vera með í þessari stóru
senu. Hér gefst kjörið tækifæri fyrir
alla þá sem lengi hefur dreymt um
að krjúpa að stalli Þalíu, og gerast
leikarar, til að spreyta sig. Þátttaka
tilkynnist til Óðinsmanna á Hverf-
isgötu 56, 2. hæð á laugardag, milli
kl. 14-17, eða í símum 23633 og
16444.
Á myndinni sést Þorsteinn Jóns-
son leikstjóri Atómstöðvarinnar í
þungum þönkum. Bakvið vélina
stendur Karl Óskarsson kvikmynd-
atökumaður og í bakgrunni má sjá
tvo aðstoðarmenn hans.
-áþj/Mynd: Leifur.
ítalskt herskip
í Sundahöfn
ítalska beitiskipið Caio Guilio
kom til Reykjavíkur í morgun og
mun vera hér í 4 daga. Skipið er
búið eidflaugum og þyrlum auk
þess sem eru um borð 150 sjó-
liðsforingjaefni úr ítalska flotanum
en herskipið er notað sem skóla-
skip á sumrin. Eru þá jafnan heim-
sóttar hafnir í Norður-Evrópu.
Skipið verður til sýnis fyrir almenn-
ing á sunnudag og mánudag frá kl.
15-17 þar í Sundahöfn.
Þeir sem vilja kynnast sjóliðsfor-
ingjaefnunum geta heilsað uppá þá
í veitingahúsinu Broadway milli
20-22 í kvöld að því er segir í frétt
frá vararæðismanni ítala.
Sápa sett í Geysi
Það er mikill áhugi á Geysi um Sápan gefur alltaf árangur en
þessar rnundir og verður honum misjafnlega fljótt því að hverinn
gefin sápa á laugardag klukkan 15, mikli hefur stríða lund og lætur
sagði Kjartan Lárusson hjá Ferðá- ekki með öllu segja sér fyrir verk-
skrifstofu ríkisins. um, sagði Kjartan ennfremur.