Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 7
fornkveðna: Ljúfur verður leiður
ef lengi situr annars fletum á.
Kúnst hinna stuttu eftirmiðdags-
heimsókna stundaði Sigurður og
þannig var það sem við þekktum
hann. fyrst í Vonarstræti síðan á
Bókhlöðustíg. Hann skaust innúr
dyrunum, þáði kaffisopa, fékk sér í
pípustertinn að reykja og spurði
nokkurra spurninga. Honum var
eiginlegt að tjá skoðanir sínar í
spurningum, enda þótt hann ætti
sannfæringu líka sem hann notaði
til að standa á en ekki til að veifa.
Það stafaði pínulítið hrekkvísum yl
frá persónu Sigurðar. hann var
góður sínum en væmnislaus öðling-
ur. Eftir að hann lauk við að skrifa
minningar sínar snéri hann sér
óskiptur að málverkinu. Hann var
maður sem lifði til síðustu stundar,
ræddi við mann þær máiverkasýn-
ingar sem opnar stóðu þá eða þá,
hafði þá einlægt meðferðis poka
með spurningarmerkjum, sá kann-
ski ljósmynd uppá vegg hjá manni,
stóð upp og skoðaði hana vand-
lega, kom svo í næstu heimsókn
með ljómandi haglega gert tilbrigði
í vatnslit og gaf manni. Ævinlega
lauk hann þessum heimsóknum
innan svosem 15 til 20 mínútna,
kvaddi þá ljúfur og brosandi. Sagði
eitthvað smáskrítið að skilnaði.
Undireins og hann var farinn gat
rnaður byrjað að láta sig hlakka til
næstu heimsóknar því einlægt
skildi hann eitthvað eftir. Altént
þetta bros sitt með ofurlítið kank-
vísu eða jafnvel hrekkjóttu uppliti.
Það bros verður lengi að deyja út
hér í okkar híbýlum. Fyrir það vild-
um við mega fá að þakka Sigurði
um leið og við sendum aðstandend-
um hans samúðarkveðjur.
Fjölskvldan á Bókhlöðustíg 6 B.
Eins og aðrir heimagangar á
Vesturbrún 4 kveð ég Sigurð með
þakklæti. Veit þó ekki hvað það er
að kveðja hann. Hann hefur að
vísu fylgt mér til dyra með sömu
orðum í tuttugu ár, en alltaf fór ég
þess fullviss, að hann yrði
óbreyttur þegar ég skilaði mér aft-
ur, hvort sem það var sama kvöld
eða árum síðar.
Engan hef ég þekkt, sem miðlaði
öryggiskennd í jafn ríkum mæli og
hann. Hann vjssi hvers virði endur-
tekningin er og hafði fullkomið
vald á henni, þannig að hún var
alltaf skemmtileg. Það er svo gott
að geta gengið að einhverju vísu.
EinS og barn, sem helst vill heyra
söguna sem það kann best, hlakk-
aði ég til leiksins með óbreyttu at-
riðunum. Alltaf heilsaði hann mér
með sömu kveðju: „Er það Guð-
rún sjálf?“; sama rólega fótatakið
innan úr teiknistofu, blýantar og
reiknistokkur í sloppvasanum,
glimt í auga og pípa í munnvikinu,
og alltaf var kveikjarinn týndur. í
hvert sinn sem ég hætti mér til að
skera maltbrauðið við óteljandi
kvöldverði, sagði hann: „Ljótt er
að sjá“, dró svo upp vasahnífinn og
snyrti rústirnar með fagmanns-
hendi. Svo lagði hann kapal og þá
bauðst maður til að hjálpa og fékk
alltaf sama svarið: Þegar við krakk-
arnir fórum á ball var okkur sagt að
koma heim pá den ene side av tre
og aka varlega en ekki djarflega.
Við vissum líka að ef nauðað var
nógu lengi gerði hann fyrir okkur
það, sem samkvæmt hefð var
fyndnast af öllu, og maður skellihló
í hvert sinn, - í tuttugu ár.
Ótal lítil atriði, sem voru horn-
steinn vellíðanar. Nú er endur-
tekningin góða orðin að minningu.
Og þær eru margar: Kvöldin, sem
hann sat við að koma manni í gegn-
um próf í stærðfræði. Og ekki bara
mér, heldur flestum vinkonum
dætra sinna og eflaust vinum
Nonna á undan okkur. Við vorum
þarna í flokkum, vinkonur Dóru,
og ekki einu sinni allar á sama ári, -
og þá voru eftir vinkonur Bauju og
Asdísar. Það var líka gaman að
reyna að syngja Schubert öll
saman, með Sigurð við hljóðfærið
syngjandi á milli þess sem hann
rýndi í nóturnar og kvartaði yfir því
að það væru alltof margir krossar,
og við yrðunt að fara hægar yfir
erfiðasta hjallann. Sú varð raunin,
þar sem flestar nótur voru á flatar-
Föstudagur 12. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
einingu var sungið hægast. Og
hann varð hálfbrokkgengur og
óviss til fótanna gæðingurinn í
Álfakónginum, - en það var svo
gaman!
Það var líka gaman að vera með
Sigurði uppi í Ljótalandi að huga
að risafurunum. og inni á öræfum
að hjálpa dægurflugu. sem hafði
tekið sér far með jeppanum. Mér
fannst ég alltaf örugg, ef hann var
nærri.
Aðrir munu segja frá Sigurði
sem athafnamanni, og er þar af
nógu að taka, en ég vil þakka öll
þessi Iitlu atvik, sent eru mér svo
kær, og voru ytra tákn þess, sem
ekki var haft orð á: umhyggju hans
fyrir öðrunt.
Guðrún Pétursdóttir.
Sigurður Thoroddsen fæddist
24. júlí 1902 á Bessastöðum á
Álftanesi. Hann lauk stúdentsprófi
1919 oglokaprófií byggingarverk-
fræði 1927. Hann starfaði hjá
Reykjavíkurhöfn og vita- og hafn-
armálastjóra til 1932 er hann setti á
stofn eigin verkfræðistofu sem ber
nafn hans síðan. Stofuna rak hann
einn til 1961, en með samstarfs-
mönnum sínum eftir það, og var
framkvæmdastjóri hennar til árs-
loka 1974, er hann dró sig í hlé frá
verkfræðistörfum.
Sigurður var einn brautryðjend-
anna í íslenskri verkfræðingastétt,
sérstaklega meðal ráðgjafaverk-
fræðinga, enda er verkfræðistofa
hans ein elsta verkfræðistofa lands-
ins, ef ekki sú elsta. Hygg ég að
hann hafi öðrum fremur mótað
störf ráðgjafaverkfræðinga hér á
landi eftir þeint sjónarmiðum sem
erlendis tíðkast um slík störf. Hann
var fyrsti formaður Félags ís-
lenskra ráðgjafaverkfræðinga, og
stofa hans mun hafa orðið fyrst ís-
lenskra fyrirtækja til að ganga í al-
þjóðasamband ráðgjafaverk-
fræðinga (FIDIC) og taka upp regl-
ur þess í samningum sínurn um
verkfræðiþjónustu. í reglum þessa
alþjóðasambands, sem orðnar eru
til fyrir langa þróun, er mikil
áhersla lögð á að ráðgjafaverk-
fræðingurinn sé óháður og óbund-
inn af öllum öðrum viðskiptahags-
ntunum en þeim sem snerta
ráðgjafaþjónustuna beint. Það
þykir t.d. ekki góð latína að hann
selji jafnframt vörur og efni til þess
mannvirkis sem hann á að hanna,
eða taki að sér smíði þess sem verk-
taki. Slík sjónarmið hygg ég að
mörgurn hér á landi hafi þótt nokk-
uð framandleg í fyrstu, þar sem al-
gengt var að innflytjendur efnis og
búnaðar til mannvirkja, eða verk-
takar, önnuðust jafnframt hönnun
mannvirkis, eða þá að hún var
unnin í aukavinnu af mönnum í
fullu starfi annarsstaðar. Viðhorfin
í þessu efni hafa mjög breyst á síð-
ari árum og ætla ég að Sigurður eigi
stóran þátt í þeirri breytingu; ekki
síst nteð fordæmi sínu, því sjálfur
fylgdi hann mjög fast fram reglunni
um að vera engum öðrum háður en
viðskiptavininum í öllu sínu
ráðgjafastarfi.
í starfi sínu sem ráðgjafaverk-
fræðingur hefur Sigurður Thor-
oddsen, ásamt samstarfsmönnum
sínum, fengist við ntargvísleg við-
fangsefni á sviði byggingarverk-
fræði. Ég mun hér aðeins fjalla um
störf hans að orkumálum, einkum
hönnun vatnsorkuvera og rann-
sóknir á vatnsorku.
Verkfræðistofa hans hefur hann-
að fjölmörg vatnsorkuver víðsveg-
ar um land, svo sem virkjun Eiða-
vatns 1935, Staðarár 1936, Foss-
vatns við Skutulsfjörð 1936, Göng-
uskarðsár 1947, Fossár í Ólafsvík
1951, Þverár við Hólmavík 1951,
Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu
(Laxá II) 1952, Skeiðsfoss 1953
(stækkun), Fossár í Hólshreppi
1956, Grímsár 1956, Laxár í S.
Þing. (Laxá III) 1970, Lagarfoss
1971, og í félagi við Harza Engine-
ering Co, virkjun Tungnaár við
Hrauneyjafoss og Þjórsár við Sult-
artanga. Ennfremur miðlunarvirki
við Mývatn 1961 og Þórisvatn
1971-72. Auk þessara mannvirkja,
sem hann hefur fullnaðarhannað,
hefur hann forhannað fjölmargar
virkjanir sem lið í rannsóknum á
í foreldrahúsum
vatnsorku landsins, svo sent virkj-
un Þjórsár við Urriðafoss, Hvítár
við Hestvatn, Tungufell, Sandár-
tungu og Ábóta; Blöndu við
Eiðsstaði, Héraðsvatna við Vill-
inganes, Jökulsár á Brú við Hafra-
hvamma og Brú og Jökulsár á
Fijótsdal. Sumar þessara virkjana
svo sem Blöndu og Jökuisár á
Fljótsdal, hafa nú undanfaríð verið
í fullnaðarhönnun á Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen; hin
síðasttalda í samvinnu við aðrar ís-
lenskar verkfræðistofur.
f þessa upptalningu vantar ýms-
ar stærstu virkjanir landsins, svo
sem Sogsvirkjanirnar og Búrfells-
virkjun. Þær voru hannaðar er-
Bókamaðurinn
lendis. Hefur það tíðkast fram á
síðustu ár að leita til útlanda með
hönnun meiriháttar virkjunar-
mannvirkja. Til þess lágu sumpart
góðar og gildar ástæður, einkum
fyrr meir, meðan innlenda verk-
fræðinga skorti mjög reynslu á
þessu sviði. Þó hygg ég að vanmet-
akennd smáþjóðarinnar hafi valdið
því að leitað var til útlanda oftar og
í ríkara mæli en brýna nauðsyn bar
til. Slíkt féll Sigurði Thoroddsen
þungt. Ekki fyrsta og fremst vegna
sjálfs sín eða stofu sinnar, heldur
vegna íslenskrar verkfræðinga-
stéttar, en hann hafði mikinn
metnað fyrir hennar hönd. Hygg
ég, að hann hafi talið það ekki
ómerkan þátt íslenskrar sjálf-
stæðisbaráttu, að íslenskir verk-
fræðingar hönnuðu íslensk mann-
virki. Var hann þó fullkomlega
raunsær og gerði sér ljósa grein
fyrir því, að oft er nauðsynlegt að
leita á erlend mið í þessum efnum.
Gerði hann það og óhikað sjálfur,
eða efndi til samstarfs við erlenda
verkfræðinga urn úrlausn flókinna
viðfangsefna hér heima, en ávallt
með því hugarfari að verða betur í
stakk búinn en áður til að leysa
svipuð verk af hendi án aðstoðar
síðar - til að læra og vaxa með
vandanunt, en ekki til að varpa frá
sér vanda og ábyrgð.
Á síðari árum hefur orðið gleði-
leg breyting í þessum efnum. Is-
lenskir verkfræðingar standa nú
fyrir hönnun hinna stærstu mann-
virkja hér, þar á meðal virkjana.
Margir eiga góðan þátt í því að
þessi breyting er á orðin, en ég
hygg að á engan sé hallað þótt stað-
hæft sé að Sigurður Thoroddsen
eigi þær einna drýgstan hlut nteð
fordæmi sínu, hvatningu og kjarki.
Við hönnun á vatnsorkuverum
leitaði Sigurður jafnan samstarfs
við hina færustu arkitekta í því
skyni að tryggja snyrtilegt útlit
mannvirkja og að þau féllu vel að
umhverfi sínu. Árangurinn hefur
orðið sá, að vatnsorkuver hér á
landi eru yfirleitt til fyrirmyndar
hvað þetta snertir, því aðrir hönn-
uðir, svo og-verkkaupar, hafa ekki
viljað láta sinn hlut eftir liggja í
þessu efni.
Sigurði ntun snemma hafa orðið
ljóst mikilvægi þess að geta byggt
hönnun vatnsorkuvera á traustum
upplýsingum um aðstæður á virkj-
unarstað, svo sem um jarðfræði,
vatnsrennsli, aurburð, ísmyndun
o.fl. Hann ntun sjálfur hafa þurft
að gera ýmsar þær mælingar og at-
huganir sem til þurfti fyrir sumar
fyrstu vatnsaflsstöðvarnar sem
hann hannaði, auk þess sem hann
ritaði um þær, m.a. íTímarit Verk-
fræðingafélagsins, þar sent hann
hvatti til að slíkar rannsóknir væru
gerðar nægjanlega snemma á fyrir-
huguðunt virkjunarstöðum, ekki
síst vatnamælingar, sem þurfa að
standa í alllangan tíma áður en þær
gefa nothæfa vitneskju, sem kunn-
ugt er. Hann fékk smíðaðan (á síð-
ari stríðsárum) hinn eina
straumhraðamæli sem ntér er
kunnugt um að hafi verið smíðaður
hér á landi. Hét sá ívar Jónsson,
kunnur hagleiksmaður og vinur
Sigurðar, er mælinn smíðaði. Þessi
mælir er nú á Þjóðminjasafninu.
Sigurður var þannig einn af upp-
hafsmönnum vatnsorkurannsókna
á íslandi.
Fljótlega eftir að Sigurður setti á
stofn verkfræðistofu sína hófst
samvinna hans og Jakobs Gísla-
sonar, sem þá veitti forstöðu Raf-
magnseftirliti ríkisins, við undir-
búning og hönnun vatnsaflsstöðva.
Rafmagnseftirlitið hafði þá þegar
með höndunt athuganir á virkjun-
armöguleikum víðsvegar um land
og leitaði mjög til Sigurðar unt hina
byggingarverkfræðilegu hliö
þeirra. Þetta samstarf, sem alla tíð
var með miklurn ágætum, efldist
mjög þegar embætti raforkuntála-
stjóra var sett á stofn í ársbyrjun
1947, og hefur haldist æ síðan við
það embætti og eins við Orkustofn-
un og Rafmagnsveitur ríkisins eftir
að embætti raforkumálastjóra var
lagt niður 1967. Var Sigurður og
stofa hans um langt skeið sá ráð-
gjafi seni þessir aðilar leituðu mest
til varðandi hönnun vatnsorku-
vera. Á síðari árunt hafa fleiri dug-
andi menn haslað sér völl á því
sviði, og hefur m.a. Orkustofnun
einnig leitað til þeirra. Ennþá er
samt Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen sá ráðgjafi hérlendis
sem mesta og lengsta reynslu hefur
í hönnun vatnsaflsstöðva, að öðr-
unt alveg ólöstuðum.
Sigurður mun snemma hafa farið
að reyna að gera sér heildarmynd
af vatnsorku íslands og hvernig
mætti virkja hana, sumpart að
eigin frumkvæði og áhuga, sum-
part að áeggjan Jakobs Gíslasonar,
raforkumálastjóra. Varði hann
miklum tíma utan síns venjulega
vinnutíma til þess af áhuga einum
saman. Varð Sigurður þannig
fyrstur til að gera heildaryfirlit yfir
vatnsorkuna er byggt væri á skil-
greindum virkjunarhugmyndum,
en áður hafði Jón Þorláksson,
landsverkfræðingur, sett frarn mat
á henni út frá ágiskunum um vatns-
rennsli og heildarfallhæðir er
virkja mætti í stærstu ánum. Enda
þótt rnargar þessara virkjunarhug-
mynda Sigurðar væru lauslegar þar
eð hann hafði einungis mjög ófull-
kornin gögn til að byggja á, t.d.
ekki önnur kort en herforingja-
ráðskortin. urðu sumar þeirra þó
síðar í megindráttum grundvöllur
virkjana er hafa verið reistar.
Hann birti drög aðþessuheildar-
yfirliti á móti norrænna raf-
fræðinga, sem haldið var í Reykja-
vík 1952, en mun ýtarlegra yfirlit
tíu árum síðar, á ráðstefnu Verk-
fræðingafélags íslands um orku-
lindir Islands og nýtingu þeirra,
sem haldin var 1962. Á þeim árum
sem síðan eru liðin hefur hann og
verkfræðistofa hans átt drjúgan
þátt í að fylla og bæta þá mynd sem
hann dró upp 1962, og hefur í því
efni veitt virkjunarrannsóknum
raforkumálastjóra og síðar Orku-
stofnunar ómetanlegt lið, en þær
hófust í núverandi formi á árunum
rétt fyrir 1960.
Auk þess sem nú hefur verið tal-
ið hefur Sigurður Thoroddsen haft
ýmis fleiri afskipti af íslenskum
orkumálum. Hann sat í milliþinga-
nefnd í raforkumálum 1944-45, en
hún undirbjó raforkulögin frá
1947; í raforkuráði 1947-49; í hita-
veitunefnd Reykjavíkur 1954-62;
ráðgjafanefnd í virkjunarmálum
1957-58; stjórn Landsvirkjunar
1965-69 og raforkunefnd 1971-75.
Sú nefnd lagði grunninn að þeirri
skipan sem nú er á orðin, að Lands-
virkjun annist vinnslu raforku um
allt land. Aðrir byggðu þar ofan á
síðar. Þá hefur Sigurður setið í
Landsnefnd íslands í Alþjóðlegu
orkumálráðstefnunni frá 1954 til
dauðadags og í Islandsdeild Al-
þjóðajarðgangasambandsins allt
frá 1974. Hann sat í Náttúruvernd-
arráði 1956-72 og var mikill áhuga-
maður uni náttúruvernd, en jafn-
framt raunsær. Mættu íslensk nátt-
úruverndarmál eignast sem llesta
liðsmenn sem hann.
Sigurður Thoroddsen var ekki
aðeins góður verkfræðingur. Hann
var einnig gæddur listrænum hæfi-
leikum og stundaði málaralist í
frístundum sínurn, ekki síst á
kreppuárunum fyrir stríð og eftir
að hann lét af verkfræðistörfum.
Hefur hann haldið margar mynd-
listarsýningar, bæði einn og með
öðrum.
Sigurður hafði ríka samúð með
þeim seni rninna mega sín í samfé-
laginu, og mun það hafa mótað
stjórnmálaskoðanir hans, en hann
hafði nokkur opinber afskipti af
stjórnmálum; sat m.a. á Alþingi
1942-46, sem landskjörinn þing-
maður fyrir Sósíalistaflokkinn.
Ég hef átt því láni að fagna að
eiga mikið og gott samstarf við Sig-
urð Thoroddsen allt frá því að ég
byrjaði að starfa við virkjunar-
rannsóknir og orkuntál fyrir um
það bil 25 árum. Nú, er leiðir
skilja, er ntér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa notið hans hollu ráða;
fyrir persónulega vinsemd og sant-
skipti sent aldrei bar skugga á en
voru krydduð hinni óviðjafnanlegu
kímnigáfu sem honum var svo ríku-
lega gefin og mótaði allan hans
persónuleika. Ég hefi fáa þekkt
Sjá næstu síðu