Þjóðviljinn - 12.08.1983, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Qupperneq 9
Viðtal við Jón Þórodd Jónsson, verkfræðing hjá Pósti og síma fræðingur hjá Pósti og síma. Mynd: -eik. Fjarskipti eru dagleg brauð í lífi nútímamannsins og stöðugt fleygir þeirri tækni fram, sem gerir okkur kleift aðtaka við merkjasendingum heimshornanna á milli og snúa þeim yfir í skiljanleg tákn; orð, hljóð og myndir. Á síðustu árum hafa gervihnettir í auknum mæli verið nýttir til f jarskipta af ýmsu tagi og virðast möguleikar þeirra vera óþrjótandi. Hafa m.a. vaknað upp ýmsar vonir hér heima um „beint sjónvarp“, utan úr hinum stóra heimi, með notkun gervihnatta, auk allra annara möguleika sem opnast á sviði fjarskipta. Til að reifa þessi mál, sem mjög eruíbrennidepli,átti Þjóðviljinn viðtal við Jón Þórodd Jónsson, verkfræðing, hjá Pósti og síma. Gefum við honum orðið: FJARSKIPTI Allt stendur og fellur með FJARSKIPTUM „Ef við byrjum á því að gera okk- ur grein fyrir því um hvað málið snýst, þá eru fjarskiptagervihnett- irnir staðsettir í 36-40 þúsund km fjarlægð úti í geimnum á baug um- hverfis jörðu. Þeir ferðast með sama hraða í kringum jörðina, eins og jörðin í kringum sjálfa sig, og þar sem þeir eru staðsettir beint yfir miðbaugvirðast þeirávalltvera á sama stað. Þessir gervihnettir gera það kleiít að hægt er að halda stöðugu sambandi milli staða á jörðu niðri. Rétt er að gera sér grein fyrir því strax í upphafi að um tvennskonar gervihnetti er að ræða í fjarskiptum. Annars vegar er um að ræða hnetti sem annast flutning á fjarskiptum og hins veg- ar hnetti sem dreifa fjarskiptum til neytenda. Munurinn á flutnings- kerfi og dreifikerfi er sá að flutn- ingskerfið er lokað örbylgjukerfi ætlað þeim einum sem hafa borgað fyrir notkun á því, meðan dreifi- kerfi getur verið ótalmargt, svo sem strengjakerfi innanbæjar, eða sjónvarpssendir.1 Flutningskerfi - Hvereru algengustu flutnings- kerfí sem notuð eru? „Algengasta og stærsta flutning- skerfið er Intelsat-kerfið, sem er alþjóðlegt fyrirtæki og sameign alira þeirra landa sem nýta það. Hafa löndin skrifað undir sam- þykkt þess eðlis að Intelsat hafi einkarétt á öllum fjarskiptaflutn- ingi á milli landa. Annað flutning- skerfi er að komast í gagnið í Evr- ópu, svokallað Eutelsat-kefi og hafa verið gerðir samningar á þess vegum við Intelsat, um að mega reka flutningskerfi innan Evrópu." - v Hvar kemur OTS- gervihnötturinn inní myndina? „Fólk ruglar OTS- gervihnettinum oftast saman við breska gervihnöttinn sem svo er kallaður. OTS er tilraunahnöttur, sem Eutelsat sendi upp, til að rann- saka hvernig best væri að byggja upp kerfið og er hann að deyja út núna. Fyrsti eiginlegi gervihnöttur- inn í Eutelsat-kerfinu, ECS- hnötturinn, fór á loft í júní í fyrra og sá næsti á að komast upp í lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þessir hnettir verða hins vegar aldrei teknir í notkun, fyrr en báðir eru komnir á loft. því nauðsynlegt er að hafa varahnött, ef eitthvað fer úrskeiðis." - Er þetta hinn svokallaði „nor ski“ gervihnöttur? „Eutelsat hefur þegar gert samn- inga við ýmis lönd, um að nota þennan hnött fyrir sjónvarpssend- ingar, þar á meðal norðmenn. Löndin sem hafa gert þessa samn- inga hugsa sér fyrst og fremst að flytja sjónvarpsefni innanlands og dreifa því um kapalkerfi. Það er því fyrirsjáanlegt á næsta ári þegar þessir hnettir komast í gagnið að tæknilega séð er möguleiki að taka inn nokkrar rásir hérlendis, þó aldrei verði þær 22 eins og haldið hefur verið fram. Rásirnar gætu orðið 6-7, í hæsta lagi 8-10, en fjöldinn fer eftir því hversu góð móttökuloftnet yrðu notuð. Eut- elsat kerfið er fyrst og fremst flutningskerfi, þau nota minna afl en þurfa meiri búnað, s.s. stór loft- net, til þess að hægt sé að taka sæmilega á móti sjónvarpsmerkj- um.Þróunun er mjög ör í þeim mál- um og hugsanlegt er að fara niður í loftnet af stærðargráðunni 4-9 metrar í þvermál til að taka sæmi- lega á móti merkjasendingum og dreifa þeim inná kerfi, annaðhvort kapal, eða sjónvarpssendi eins og íslenska sjónvarpið notar í dag. Þetta yrði að öllu óbreyttu fyrsti Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.