Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1983 "-BLAÐAUKI Allt stendur og fellur... Framhald af bls.- 9. möguleikinn á sjónvarsmóttöku gegnum gervihnött hérlendis.“ - Hver er flutningsgeta þessara gerfihnatta? „Hver svona hnöttur í Intelsat/ Eutelsat-kerfunum hefur flutnings- getu sem samsvarar 24 myndrás- um.eneinungistvær þeirra eru nýttarþannig.Hinar eru notaðar til að flytja símrásir og eru 500 símrás- ir á hverri sjónvarpsrás, en það gera 11 þúsund símrásir, sem hver hnöttur flytur. Hægt er að gera tíðnisviðið sterkara með því t.d. að leigja tvær sjónvarpsrásir en senda bara eina mynd. Þá skila sjón- varpsmerkin sér betur og mynd- gæðin verða betri, því dreifikerfin skemma alltaf sjónvarpsmerkin eitthvað, og eftir því sem móttak- endur eru fleiri þarf sterkara loftnet.“ Dreifikerfi - Þú nefndir áðan sérstakt gervi- hnattakerfi til dreifingar. Hvernig standa þau mál? „Það er enginn gervihnöttur á lofti í dag sem eingöngu er ætlaður til dreifingar. Kanadamenn og Ind- verjar eru að þreifa sig áfram með þetta, sömuleiðis Bandaríkja- menn, en fyrstu hnettirnir sem lík- lega komast upp til þessara nota eru hinn margumræddi breski gervihnöttur, ásamt þýskum og frönskum hnöttum. Ef allar áætl- anir standast ætti það að verða árið 1986.“ - Verður mögulcgt fyrir okkur að nota þessa hnctti? „Þessir hnettir koma til með að dreifa yfir mjög takmarkað svæði. Bæði vegna þess að aflið er dýrt uti í geimnum, svo og til þess að trufla ekki tíðnisvið annara landa, en ým- is lönd vilja ekki láta senda sjón- varpsefni yfir landssvæði. Þar kem- ur til póiitík og margt annað. Af þessum þrem ímöttum kemur sá breski helst til greina, hvað varðar dreifingu á sjónvarpsefni beint hér- lendis og eru möguleikarnir til móttöku mestir á norð-austan verðu landinu. Annar möguleiki fyrir okkur er svo Nordsat gervi- hnötturinn ef hann verður að veru- leika einhverntíma í framtíðinni." - Hver er staðan í Nordsat mál- inu? „Það er verið að vinna í pappír- um og gera áætlanir. Nú mun vera Þrír áfangar í sögu fjarskipta á islandi. Efst gefur að líta gamla Landsímahúsið, sem reist var í upphafi aldarinnar, til að þjóna fjarskiptum þjóðarinnar. Á myndinni til hliðar eru símastúlkur við skiptiborð af gömlu gerðinni - er myndin frá því kringum 1950, en núna hefur sjálfvirknin tekið yfir þeirra starf, að mestu. Myndin hér fyrir ofan er nýjust af nálinni, af jarðstöðinni Skyggni sem gerbreytt hefur fjarskiptamálum hérlendis stðan hún kom til sögunnar. (Mynd: -eik). i Fjölbylgjuviðtæki með 12 bylgjulengdum og Digital tíðnimæli o.fl. o.fl. " Mjög vandað tæki frá Japan Vilberg og Þorsteinn, ákveðið að senda upp Tele-X gervihnöttinn, sem upphaflega var hannaður af Svíum í samstarfi við evrópsk samtök, og ætla Norð- menn að vera með í þeim fram- kvæmdum. Líklegt er talið að Finnar taki einnig þátt í uppsend- ingu Tele-X hnattarins og það er verið að athuga hvort hægt sé að breyta hönnun hans, þannig að sendingar nái einnig til íslands, en í upphafi var hnötturinn aðeins ætl- aður fyrir Skandinavíu. Hann var í upphafi hugsaður sem tilrauna- hnöttur og hönnun hans miðast við að Nordsat keypti hann, þegar sú áætlun kæmist útí lífið, og Svíar hafa reyndar lýst því yfir að notkun Tele-X í Nordsatáætluninni sé skil- yrði fyrir þátttöku af þeirra hálfu.“ „Það er venjulega talað um sjö ár. Þeir eru drifnir af sólarorku og hafa sólrafhlöður þær, sem hingað til hafa verið notaðar, ekki enst lengri tíma. Núna eru komnar nýj- ar sem eiga að endast betur en þær hafa ekki verið reyndar til þrautar. Annað atriði eru takmarkanir á eldsneyti sem notað er til að „skjóta“ hnetti á rétta braut, en á ferð sinni um geiminn rekur hann smátt og smátt nær jörðinni og þarf að leiðrétta stefnu hans annað slagið. Eldsneytisbirgðir til þess arna hafa einnig enst sjö ár. Þá má geta þess að sendiafl dreifihnatta þarf að vera mjög mikið, eða 200- 400 Wött, (það er aðeins 20 Wött í flutningshnöttunum) og í reynd hefur ekki verið til tækjabúnaður, nMfi: - Hvaða líkur eru á að Nordsat verði að veruleika? „Ég þori nú ekki að segja neitt ákveðið um það. Það er unnið í þessu máli af krafti og ef marka má skýrslur sem kollegar mínir, sem vinna við þetta, senda frá sér, er allt útlit á því að Normenn og Svíar ætli að keyra þetta í gegn, þannig að Nordsat verði að veruleika. Það sem mestu veldur þar um er að þessar þjóðir sjá það í hendi sér, að ef þær ætla að vera með í fjar- skiptum í framtíðinni, þá verða þær að leggja útí þann kostnað sem því er samfara. Því tel ég meiri líkur á því í dag, að Nordsat verði að veru- leika, en áður og frændþjóðum okkar á Norðurlöndum er umhug- að um að við íslendingar verðum með í þessu samstarfi, Það sem einnig vekur athygli, er að í þeim geisla sem dekka á ísland, er sömu- leiðis gert ráð fyrir þátttöku Færey- inga.“ - Hvað má lesa útúr því? „Það virðist benda til að hinar þjóðirnar trúi því að Danir verði með, þegar Nordsat verður að veruleika, líklega árið 1988, en þeir drógu sig útúr samstarfinu fyrir 2 árum síðan.“ - Hvenær gæti Nordsat komist í gagnið ef...? „Það eru nú ansi mörg „ef“ í þessu máli. Dragist ákvörðunar- taka ekki mikið lengur úr þessu, og það yrði ákveðið að hrinda Nord- sat í framkvæmd, þá gæti fyrsti hnötturinn líklega komist upp árið 1988 og sá næsti 1989. Það þýddi að hægt yrði að sjá sjónvarp strax árið 1988 og jafnvel fyrr, ef Tele-X sendir geisla til íslands, en þar yrði þá um tilraunasendingar að ræða.“ - Hvað kostar nú svona lagað? „Verðið liggur á bilinum 40-80 miljónir dollara fyrir hnött svo þetta yrði einhversstaðar á bilinu milli 80 og 160 miljónir dollara. Verðið fer dálítið eftir stærð og ekki síður því, hvort smíði hnatt- anna yrði boðin út og lægsta tilboði tekið, eða hvort sett yrðu ákveðin ákvæði um að vissir hlutar þeirra yrðu smíðaðir á Norðurlöndunum. Ef hið síðarnefnda yrði uppá, og þessar þjóðir sæu um t.d. 5% smíðinnar, þá bendir allt til að það bættist beint við kostnað. Þá er eftir að bæta við kostnaði við að koma gervihnetti á braut, en upp- skot með eldflaug nemur um 40 miljónum dollara, en hægt mun að minnka kostnað um helming ef geymskutla er notuð.“ - Hvað „lifa“ svona gervihnettir lengi? til að nota við þessar tíðnir, fyrr en nú. Sérstaklega hefur gengið illa að búa til lampa sem þola svona mikið afl. Eins og þetta er í dag, þá má segja að líf hvers hnattar sé dýrt, en framtíðarsýnin er sú að hægt verði að taka gervihnetti niður til viðgerðar og eldsneytisfyllingar með geimskutlunni, og senda þá síðan á braut á nýjan leik.“ Skyggnir - Ef við víkjum aðeins að jarðstöðinni Skyggni í lokin. Hvert er hlutverk hennar í þessu sam- hengi? „Skyggnir er eingöngu byggður til að taka á móti efni frá Intelsat- gervihnettinum, en móttökustöðv- ar af hans gerð getaaðeinsunn- ið á einum hnetti í einu. Stóra loft- netið á Skyggni er 32 m í þvermál og fara rúmlega 2/3 af allri símaum- ferð til og frá landinu í gegnum jarðstöðina. Núna eru fluttar ca. 100 símrásir gegnum Skyggni og vex flutningurinn hröðum skref- um. Samanborið við sæsímastreng- ina er þetta mikið magn, en þeir geta flutt 24 rásir, hvor um sig. Lætur nærri að um 80% símaum- ferðar okkar íslendinga fari í gegn- um jarðstöðina í dag og því er nauðsynlegt að hafa eitthvert vara- loftnet fyrir stóra skerminn.“ - Stendur til að reisa slíkt loftnet? „Reyndar var reist nýtt loftnet í vor við stöðina sem er 13 m í þver- mál og er það leigt Bandaríkja- mönnum, til að taka á móti efni fyrir kanann á Vellinum, en hann hefur leigt sig inná Intelsat-kerfið. Það er strax mikið öryggi að hafa þetta litla net. Ef eitthvað kæmi fyrir stóra netið, er hægt að fytja símaumferðina yfir á það litla og koma þannig í veg fyrir algert öng- þveiti, sem ella myndi skapast. Núna bíðum við spenntir eftir að sjá, hvernig þetta nýja loftnet stendur sig í íslenskri veðráttu, en það á að þola meiri vind en það gamla." - Varla dugir okkur Islendingum ein jarðstöð til langframa á þessum miklum fjarskiptatímum? „Það er náttúrulega ljóst að í næstu framtíð verður að færa út kvíarnar í þessum málum. Annað- hvort er að byggja nýja jarðstöð, t.d. í Eutelsat-kerfinu, eða leggja stóran og öflugan sæstreng, því nú- tíma þjóðfélag krefst þess að síma- samgöngur og önnur fjarskipti séu í lagi. Það stendur og fellur með þeim!“ -áþj

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.