Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1983
BLAÐAUKI
i
Viðtal við
Ólaf J. Sveinsson
loftskeytamann.
Ályklinum Í55ár
Ólafur J. Sveinsson heitir tæp-
lega áttræður loftskeytamaður hér
í bæ, til heimilis að Dunhaga 13, en
ættaður úr Skaftafcllssýslu vestur.
Foreldrar hans voru Eyrún Guð-
mundsdóttir og Sveinn Þorláksson,
skósmiður og síðar símstöðvar-
stjóri í Vík í Mýrdal. Olafur hefur
gert garðinn frægan í fjarskipta-
heimi íslendinga um hálfrar aldar
skeið og vel það. Hefur hann verið
loftskeytamaður í 55 ár og komið
víða við á þeim tíma; átta ár var
hann á togurum, síðan sjö ár á far-
skipurn og heil 32 ár hjá loft-
skeytastöðinni í Reykjavík, áður en
hann fór á eftirlaun. Enn er hann
þó ern og sprækur og hefur ekki
látið sig muna um að fara afleys-
ingartúra, á frökturum Eimskipa-
félagsins, síðustu sjö árin. Blm.
Þjóðviljans heimsótti Ólaf á dögun-
um og fór þess á lcit, að hann segði
frá einhverju því sem á daga hans
hefði drifið á löngum starfsferli.
„Það er ekki til neins að vera að
tala við mig. Ég hef aldrei lent í
neinu sem heitið geta svaðilfarir,
þó svo ég hafi verið hálft stríðið í
millilandasiglingum. en ég fór í
land 1942.“
- Á hvaða skipi sigldir þú í stríð-
inu?
„Ég var á gamla Selfossi, áður
' Wíiremós, og við sigldum áfalla-
laust í gegnum Atlantshafið þessi
fyrstu ár stríðsins. í byrjun sigldum
við á Norðurlöndin en síðar á Eng-
land, áður en Ameríkusiglingarnar
hófust. Einhvernveginn gekk þetta
nú allt saman, við sigldum ma. til
Stettin sem var á yfirráðsvæði
Þjóðverja þegar stríðið byrjaði.
Þeir voru þá búnir að loka sundun-
um á milli Noregs og Danmerkur,
en við vorum lóðsaðir í gegn af
HANDIC 224S 40 rása CB talstöðin með AM og FM
mótun er sérstaklega tær í sendingu og móttöku.
Mjög fyrirferðalítil. Mál að framan 4x14 cm.
Rafeindatæki
Stigahlíð 45-47 Sími 91-31315
Metrabylgjutalstöðvar
í sérflokki
Bjóðum metrabylgj utalstöðvarnar frá YAESU MUSEN til rétthafenda í VHF tíðnisviðinu 150
-174 MHz. Fjögurra ára reynsla á íslandi hjá stofnunum, fyrirtækjum og atvinnubílstjórum.
Beinn innflutningur frá verksmiðju tryggir hagkvæmt verð. Tveggja ára ábyrgð fylgir hverri
stöð. Leitið upplýsinga.
Hljóðtækni,
Hörgshlíö 24, 105 Reykjavík, sími 91-22247.
Ólafur J. Sveinsson: Ég er vestur- skaftfellingur en fór ungur á sjóinn
og hef alltaf kunnað vel við mig á sjó. Mynd -eik
þýskum leiðsögumönnum, án þess
að nokkuð bæri til tíðinda.“
- Hvers konar fjarskiptasam-
bandi var beitt á þessum árum?
„í þá daga var morsið eingöngu
notað því talsambandið kom ekki
til sögunnar fyrr en eftir stríð.
Samtöl milli skipa á stríðsárunum
fóru eingöngu fram á Ijósamorsi og
lykillinn var ekki notaður nema
fyrir neyðarsendingar. Þetta var
mjög sérstakt ástand, það var alveg
þögn í loftinu, nema þegar SOS var
sent út og þá heyrðust þær sending-
ar oft yfir 400-500 km vegalengd."
- Hvernig brugðust þið við SOS-
köllunum?
„Við gátum svosum lítið sent
ekkert gert, annað en að skrifa
þetta niður, en stöðvar í landi
heyrðu líka þessar neyðarsending-
ar. Þjóðverjar og Énglendingar
lögðu út sprengjuduflakeðjur með-
fram strandlengjum sínum, til að
hindra sigiingar óvinveittra skipa,
og ég tel nú líklegt að Norðmenn,
og Englendingarnir líka, hafi haft
mörg björgunarskip staðsett við
ströndina, til að aðstoða bágstödd
skip.“
- Lentuð þið á Selfossi einhvern-
tímann í því að bjarga skipum sem
voru í nauðum stödd?
„Nei, þetta var nú aldrei það ná-
lægt okkur að við lentum í ein-
hverju slíku, enda var Selfossinn
vélvana skip, og gekk aðeins 8-9
mílur í rjómalogni og lítið í mót-
viðri. Hann var líka fljótlega af-
sagður þegar „Convoyinn“, eða
skipalestirnar, byrjuðu til Ame-
ríku árið 1940.“
- Varst þú í þeim siglingum?
„Ég sigldi allt árið 1940 og fram
til 1942 á Ameríku, og þá heyrði
maður oft SOS til og frá um sjóinn,
því kafbátar Þjóðverja réðust stöð-
ugt að flutningaskipunum og
reyndu að granda þeim. Við vorum
td. aðeins 250 mílum sunnar af
landinu en Heklan þegar henni var
sökkt af þýskum kafbát árið 1941."
- Urðuð þið einhverntíma fyrir
kafbátaárásum?
„Nei það var nú aldrei, sem bet-
ur fer, en ég man eftir sögu sem
íslendingur einn sagði mér, -sá var
á norskum fraktara á þessunt
árum, um það hvernig kafbátarnir
unnu. Þannig var að skipunum í
„Convoyinn“ var safnað saman
við Nova Scotia og Sidney og síðan
var siglt í gegnum „Belle lsle“
sundið milli Nýfundnalands og La-
brador, þegar ekki var ís á sundinu.
/T\magimus
FJARSKIPTATÆKI
Fjarskipta-
tæki
fyrir einkaaðila, sérleyfis-,
vöruflutninga- og
leigubíla.
Skipatæki hf
SÍÐUMÚLA 2 - 105 REYKJAVÍK
símar 84388 og 84725.