Þjóðviljinn - 12.08.1983, Page 14

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Page 14
14 SÍÐA - Í»JÓÐVILJINN Fö^tuddgur 12. ágdst 1983 IBLAÐALKI Vinnum sem hagsmunafélag Alltsem rafeindamadurinn þarf ISRAS sími 24310 Skúlagata 63 segir Jónas Bjarnason Nafn FR kemurfljóttuppíhug- anum, þegar taliö berst að CB- talstöövum, oft manna á meðal kallaðar FR-talstöðvar, en notkun þeirra varfyrst heimiluð hérlendis af Pósti og síma árið 1964. Uppúr 1968 komst fyrst einhver hreyfing á notkun stöðvanna og 22. febrúar 1970 er Farstöðvaklúbbur Reykja- víkurstofnaður. Vöxturfélags- ins hefursíðan verið mjög ör, og má segja að það hafi þróast í fjórum áföngum, í það félag sem það er ídag. Fyrst var það Farstöðvaklúbbur Reykjavíkur, síðan Farstöðvaklúbbur Rvíkur og nágrennis, þvínæst Félag farstöðvaeigenda, og fjórða skrefið varsvo Félag farstöðva- eigenda á íslandi, sem er landsfélag. Til að kynnast FR aðeins betur heimsótti Þjv. Jón- as Bjarnason, framkvæmda- stjóra, í bækistöð landsstjórn- arinnar í Síðumúla 2. ITT/STC, ELECTRONIC SERVICES Stærstu birgðir í heimi. Meira en 40000 heiti. Fljót afgreiðsla. Ódýr þjónusta. FR-13, Jónas Bjarnason, í viðbragsstöðu við talstöðina í aðalbækistöðvum FR í Síðu- múia 2. (Mynd: -eik). „Fclagið hefur þróast uppí það, að í dag eru 23 FR-deildir starf- andi, sem hver um sig hefur sjálf- stæða stjórn, og félagatalan er komin yfir 8 þúsund. Þar sem deildir eru ekki starfandi, sökum strjálbýlis, starfa umboðsmenn og eru þeir í dag um-30 talsins. Fulltrú- ar deildanna koma saman einu sinni á ári til ársþings, þar sem kjörnir eru tíu menn í landsstjórn, sem fer með málefni félagsins á milli þinga.“ - Hver hafa helstu baráttumál félagsins verið í gegnum árin? „Þegar félagið byrjaði voru eng- ar reglur til um úthlutun rása, tíðni- sviðið óskipulagt, og einungis 19. des. 1979 fékkst samþykki yfir- valda til að fjölga uppí 40 rásir, á 27Mhz tíðnisviðinu, með óskertu sendiafli. Áfangi þessi er merkur að því leyti að með þessu varð ís- land fyrsta landið í Evrópu til að heimila þegnum sínum notkun 40 rása í almenningstíðnisviðinu. Við þökkum þennan árangur því, að fé- íagið hefur staðið ákaflega vel saman sem heild, andstætt því sem td. hefur verið á hinum Norður- löndunum. í Danmörku eru starf- andi yfir 100 smáklúbbar og hefur þeim veist erfitt að vinna saman og því ekki náð þeim árangri sem tek- ist hefur hér heima. Endanlegan árangur teljum við svo hafa náðst 3. feb. sl. með auglýsingu frá sam- gönguráðuneytinu um skipulag almenningstíðnisviðsins." - Eruð þið með í alþjóðlegri sam- vinnu? „Já. Það var farið út í samvinnu við Evrópusamtök farstöðva- eigenda, sömuleiðis alheims- samtök farstöðvaeigenda, og hefur sá góði árangur sem við höfum náð, hér heima, vakið mikla at- hygli og verið notaður sem rök í baráttu þessara samtaka." - Hvernig hefur samvinnan verið við stjórnvöld? „FR öðlaðist fljótt þá viður- kenningu hjá stjórnvöldum að fé- lagið fékk leyfi til að nota eigið kallnúmerakerfi. Það er sérstakt að því leyti að fyrir utan okkur hef- ur einungis FÍB slíkt leyfi. Þann 30. des. 1981 var skrifað undir sam- starfsskipulag við Almannavarnir ríkisins og þar fyrir utan er félagið víða um landið með daglega sam- vinnu við bæði löggæslu og hjálpar- sveitir. Sömuleiðis höfum við gott samstarf við Öryrkjabandalag ís- lands og njóta öryrkjar sérstakrar fyrirgreiðslu í félaginu. Nain sam- vinna er einnig við FÍB, td. um verslunarmannahelgar og hófst það starf strax árið 1979. Einnig eigum við gott samstarf við Slysa- varnafélagið og Landhelgisgæslu og má í því sambandi nefna að öll gæsluskipin eru með FR númer“. - Hverjir eru helstu þættir í starfsemi FR? „Starfsemi félagsins er mikið til í föstu formi. Flvað útgáfumál varðar er árlega gefið út félagatal sem jafnframt er handbók. Einnig erum við með sérritið Rás 6, þar sem fjalað er um málefni félagsins og farstöðvaeigenda almennt. Að auki er töluverð útgáfustarfsemi innan einstakra deilda, í formi fréttabréfa frá svæðunum. Annarri fastri starfsemi er hagað eftir að- stæðum í hverri deild, en stór hluti starfseminnar eru námskeið ými- skonar og kynnisferðir, og er þá bæði um tæknileg og félagsleg atr- iði að ræða.“ - Hvað með félagsstarfsemi „í léltari dúr“? „Á vegum landsfélagsins er haldin árshátíð, sumarhátíð, og gengist er fyrir ferðalögum. Þá er mikil starfsemi úti í deildum og halda margar þeirra sínar eigin árs- hátíðir, ásamt smærri manna- mótum.“ - Að lokum. Hvernig eru fram- tíðarhorfurnar? „Þegar er hafinn síðari hluti framkvæmda á baráttumálum félagsins, en það er niðurfelling op- inberra gjalda af stöðvum, barátta fyrir auknu úrvali á þessum tækjum og breytingar á reglum hvað þau varðar. Sömuleiðis fyrir opnun alls 27Mhz tíðnisviðsins fyrir einhliða- bandsmótun (SSB) og auknu afli. Þá er afstaða félagsins mjög einörð gagnvart niðurfellingu á banni við þessum stöðvum í tilkynninga- skyldu fiskiskipa. Félagið mun ennfremur leitast við að vinna sem hagsmunafélag í tíðnisviðinu svo sém hingað til hefur verið.“ -áþj FR-1620, Kristinn Björnsson í heimilt að nota 6 rása talstöðvar. Fijótlega eftir stofnun fékk félagið úthlutað rás til einkanota. Árið stöðinni. (Mynd: -eik) 1975 var farið á fullu_ útí baráttu fyrir fleiri rásum og fullkomnari stöðvum og með reglugerðinni frá

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.