Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 17
m' XMionttnmu
NtJUtfi
Tíðnisvið 138-174 MHZ
Sendiafl 25 W
Rásir 1-80
■^v •«*
Föstudagur 12. ágúst 19^’ÞJÓjÖVÍLjíNN'- SÍÐÁ 17
þann sem óskaði eftir símtali. Mið-
stöð gæti síðan hringt í viðkomandi
bílnúmer sem óskað væri eftir, án
þess að aðrir kæmust inná þá línu.
Þá taldi Ólafur það mikið öryggis-
atriði við bílasímann að hann hefði
eitt allsherjar öryggisnúmer, og
gæti miðstöð því kallað upp alla
bílasímnotendur, ef eitthvað alvar-
legt væri á seyði. Einstaka aðilar
eru þó undanþegnir því að fara í
gegnum miðstöð þegar bílasíminn
er notaður, svo sem lögregla, vega-
gerð og rafveita.
Aðspurður, um reynslu annarra
þjóða af bílasímum, sagði Ólafur
að mest samstarf hefði átt sér stað
við hin Norðurlöndin og sýndu
niðurstöður kannana þaðan að um
5% bílaflotans væru útbúin með
bílasímum. Þar bæri mest á fólki
tengdu atvinnulífinu en hérlendis
kvaðst hann eiga von á mjög blönd-
uðum hóp notenda. Ætti hann von
á að margir úti á landi fögnuðu
þessari nýjung, td. héraðslæknar,
dýralæknar, hópferðabílstjórar og
aðrir þeir sem mikið þurfa að vera
á ferðinni en samt þarf að vera
hægt að ná í- ef mikið liggur við.
Sagði hann að ef ntiðað væri við
útlönd mætti búast við 5-800 tækj-
um hér eftir nokkur ár en reynslan
af svipuðum nýjungum hér á landi
gæfi þó ástæðu til að ætla að þau
yrðu útbreiddari. Sanit undirstrik-
aði Ólafur, að lokum, að bíla-
síminn yrði aldrei almennur á ís-
landi, til þess væri hann of dýrt
sport. -áþj
Ólafur Indriðason, deildarverkfræðingur hjá
Pósti og síma, í einni af bifreiðum stofnunarinnar
sem búin er bílsíma. Það getur verið handhægt að
hafa svona „apparat" þegar regnið streymir
linnulaust úr háloftunum eins og verið hefur hér á
höfuðborgarsvæðinu í sumar. A innfelldu mynd-
inni sést hvernig tækið lítur út, en það er lítið og
handhægt og auðvelt að koma því fyrir í bíl.
Myndir: -eik.
SonaY hfi
Baldursgata 14 Keflavík
sími 92-1775
Örbylgjutalstöðvar
fyrir báta/skip
55 rásir í skipabandi
Móttakari leitar
rásirnar (njósnari)
Sendiorka 25 W
VOLTIHF.
Vatnagöröum 10
Sími 85854
- 85855
Önnumst viðgerðir
Rafvéla
og
Raftækja
ásamt raflögnum
til sjós og lands.
HEILDSALA OG SMÁSALA
Á RAFVÖRUM.
■ BLAÐAUKI i ....
Bíla-
sírií
„Þaö veröur hægt aö fara aö
notfæra sér þessa þjónustu
meö haustinu", sagöi Ólafur
Indriöason hjá Pósti og símaer
Þjv. leitaöi upplýsinga hjá hon-
um um nýjasta fyrirbærið í sím-
amálum hérlendis, bílasímann
svokallaða.
Kvað Ólafur þessi tæki þegar
vera komin í verslanir hérlendis og
væri hægt að fá þau hjá innflytjend-
um. Kostuðu þeir um 100 þús.
krónur. Stofngjald bílasíma væri
svipað og að fá venjulegan síma,
eða uþb. 3500 kr. og síðan yrði árs-
fjórðungsgjaldið um 6-700 kr. og
samtalsgjald per mínútu 10 kr. fyrir
þá fyrstu og síðan 6 kr. eftir það.
Sagði Ólafur að varðandi notk-
un bílasímans, þá skipti engu máli
hvort hringt væri úr „venjulegum"
síma í bíl, eða milli tveggja bíla,
alltaf þyrfti að fara í gegnum mið-
stöð. Yrði afgreiðslan staðsett í
Reykjavík og fengi hún ákveðið
símanúmer sem gilti fyrir allt
landið, líkt og 02 hjá landssíman-
um. Yrði framkvæmdin þannig að
pöntun á símtali teldist sem eitt
skref og síðan yrði hringt til baka í
Almennur
áhugi
Bílasíminn viröist vekja
áhuga hjá íslendingum og aö
sögn innflytjenda er mikiö spurt
um þessi tæki. Virðast margir
vera að bíða eftir því aö bílasím-
inn komist í gagnið áöur en þeir
láta til skarar skríða. Þó mun
eitthvaö vera um það nú þegar
aö almenningur og stærri fyrir-
tæki séu búin aö koma fyrir bíl-
asíma í farartækjum sínum.
Að sögn innflytjenda virðast
fyrirspurnir dreifast nokkuð jafnt
yfir landið, en mest ber á aðilum
sem þurfa mikið að vera á ferðinni,
vinnu sinnar vegna. Kostnaður við
bílasímann er unt 100 þús. kr. og
fer mjög lítið fyrir tækjunum og
auðvelt er að setj a þau í bíla. Sæmi-
legustu skilyrði eiga að vera fyrir
bílasímann hvar sem er á landinu,
þó munu vera dauðir blettir á
Austurlandi, sunnan Egilsstaða,
svo og á Vestfjörðum. Eitthvað
standa þau þó til bóta fyrir vestan,
því væntanleg er fjarskiptastöð í
Flatey á Breiðafirði, sem bæta mun
skilyrði á sunnanverðum Vest-
fjörðum. -áþj