Þjóðviljinn - 12.08.1983, Page 19
BLAÐAUKI
Föstudagur 12. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Úr öldinni okkar árið 1905
Sunnlenzkir bændur ríða hundruðum saman til Reykjavíkur
Mótmæla ritsíma-
samningnum einróma
og ganga fylktu liði á
fund ráðherra
Sunnudaginn 1. ágúst tóku Reykvík-
ingar eftir því, að óvenjulega margir
bændur komu til bæjarins og voru sumir
komnir langt að. Kvisaðist brátt, að
bændur væru komnir til fundar, er boð-
aður hafði verið með sendimönnum og
bréfum af andstæðingum ritsíma-
málsins, sem þá var efst á baugi. Pótti
gestakoma þessi þegar miklum tíðind-
um sæta og bjuggust menn við, að það
mundi fyrirboði enn meiri viðburða.
Landmenn fyrstir
Pað var seint á sunnudag að allstór
flokkur ntanna, flestir með tvo til
reiðar, reið hvatlega ofan Laugaveginn
og stefndi beina leið inn í portið hjá
Jóni Þórðarsyni. Þar snöruðust komu-
menn af baki og var þar kominn Eyjólf-
ur í Hvammi á Landi við tólfta mann.
Þeir höfðu lagt af stað snemma um
morguninn og riðið heiman frá hálfhirt-
um túnum. Fóru þeir í einum áfanga á 9
eða 10 stundum til Reykjavíkur.
Síðar um kvöldið komu Holtamenn
og Ashreppingar. Snemma morguns á
ntánudag komu Rangvellingar og þann
daginn og þriðjudagsnóttina komu Ár-
nesingar, Borgfirðiúgar, Mýramenn,
Nesjamenn, Kjósarmenn og Kjalne-
singar. Var þá komið til Reykjavíkur
hálft þriðja hundrað bænda úr fimm
sýslum landsins, allt frá Markarfljóti
vestur til Hítarár á Mýrum.
Aðalfundurinn hefst
Klukkan 11 á þriðjudagsmorgun
hófst aðalfundurinn í Bárubúð. Fund-
arstjóri var kjörinn Jens Pálsson, pró-
fastur í Görðum, en skrifari Ágúst
Jónsson, amtráðsmaður í Höskuldar-
koti. Utanbæjarmenn höfðu einir at-
kvæðisrétt á fundinum. Fjöldi Reykvík-
inga sótti þó fundinn einnig sem
áheyrendur.
Framsögumaður í ritsímamálinu var
Vigfús Guðmundsson, bóndi í Haga, en
í landsréttindamálinu Jón Jónsson,
kennari í Hafnarfirði. Stóðu umræður í
hálfa aðra klukkustund, en þá voru
bornar fram tillögur þær sem
undirbúningsnefndin hafði samið.
Voru þær samþykktar með öllum
greiddum atkvæðum.
Á lyktanir
fundarins
Tillögurnar voru svohljóðandi:
a) Bændafundurinn í Reykjavík skorar
alvarlega á alþingi að afstýra þeim
stjórnarfarslega voða, sem sjálfs-
stjórn hinnar íslensku þjóðar stend-
ur af því, að forsætisráðherra Dana
undirskrifi skipunarbréf Islandsráð-
herrans.
b) Bændafundurinn í Reykjavík skorar
á alþingi mjög alvaríega að hafna
algerlega ritsímasamningi þeim, er
ráðherra íslands gerði s.l. haust við
stóra norræna ritsímafélagið.
Jafnframt skorar fundurinn á þing
og stjórn að sinna tilboðum loft-
skeytafélaga um loftskeytasamband
milli fslands og útlanda og innan
lands eða fresta málinu að öðrum
kosti, því að skaðlausu, og láta rjúfa
þing og efna til nýrra kosninga.
Tillögur þessar voru samþykktar
með samhljóða 230-240 atkv., og voru
það allt bændur utan Reykjavíkur.
Liðinu fyikt
að stjórnarráðinu
Áður en menn skildust var ákveðið
að ganga á fund ráðherra klukkan þrjú.
Hittust fundarmenn aftur við Bárubúð
og skipuðu sér í fylkinguog varnefnd-
in í broddi hennar. Gekk fylkingin síð-
an af stað eftir Tjarnargötu, Kirkju-
stræti, Pósthússtræti, Austurstræti og
inn á Lækjartorg. Var fylkingin þá svo
löng, að hinir síðustu voru á móts við
búð Gunnars Einarssonar, er hinir
fremstu voru komnir að Godthaab.
Hafði sjaldan meira fjölmenni sést á
götunum í einu. Var numið staðar
neðan við stjórnarráðshúsið, nteðan
nefndarmenn gengu á fund ráðherra.
Dvaldist þeim inni hjá honum um
stund, en múgurinn söng á meðan „Eld-
gamla ísafold" og fleiri ættjarðarljóð.
„Niður með
stjórnina“
Þegar nefndarmenn komu aftur, sté
séra Jens Pálsson fram og skýrði frá
svörum ráðherra. Hafði hann lýst yfir,
að hann gæti við hvorugri áskoruninni
orðið. Við þessa fregn setti menn
hljóða andartak, en síðan kallaði Þor-
steinn l horarensen, bóndi á Móeiðar-
hvoli, hátt og skýrt:
Niður með þá stjórn, sem lítilsvirðir
þjóðarviljann.
Niður með ráðgjafann.
Mannfjöldinn tók þegar undir. kall
þetta, og kvað það við nokkrum
sinnum.
Að svo búnu var aftur snúið niður á
Austurvöll. Þar flutli Jens Pálsson ræðu
og skýrði ýtarlega frá svörum ráðherra.
Uin undirskriftamálið hafði Itann sagt,
að hann teldi íslendingum enga hættu
stafa af því. þótt forsætisráðherra Dana
skrifaði undir skipunarbréf íslands-
ráðgjafa.
Um ritsímamálið kvað hann það vera
sannfæringu sína. að ritsími á sjó og
landi væri tryggari og ódýrari en loft-
skeyti. Hann kvaðst ekki sjá neina
ástæðu til þingrofs og kosninga af
þeim sökunt.
Að ræðu prófasts lokinni hrópaði
mannfjöldinn aftur „niður með stjórn-
ina" sent fyrr og „niður með danska
valdið". Lúðraflokkur tók síðan að
leika og var sungið undir. Var oftast
sungið vers það úr íslendingabrag, sem
hefst á orðunum: „En þeir fólar, sem
frelsi vort svíkja", því að það þótti eiga
best við.
Aö lokunt kvaddi Guðmundur Finn-
bogason sér hljóðs. Þakkaði hann
bændum skörungsskapinn að sýna, að
þeir vildu ekki selja frumburðarrétt
sinn eins og Esaú. Síðan tvístraðist
flokkurinn. Nokkrir unglingar úr
Reykjavík vildu þó hafa nteira gaman
af og réðust inn í anddyri alþingishúss-
ins og gerðu þar hávaða. Lögreglan tók
þar á móti þeim og hurfu þeir þá þegar
aftur. Samkoman fór annars
prúðmannlega fram.
Stjórn Þjóðræðisfélagsins hélt bænd-
um skilnaðarhóf í Bárubúð um kvöldið
og stóð það fram yfir miðnætti.
Skcmmtu menn sér vel við ræður og
söng. Morguninn eftir riðu bændur úr
bænum og fylgdu bæjarmenn þeim fjöl-
mennir á leið.
(Úr Öldinni okkar, tímabilið 1901-
1930, sem Iðunn gaf út.)
NYT0LVA
FYRIRÞASEM
HAFAVANIST
IBMS/34
OGVHJA
MEIRAAF
ÞVÍGÓÐA!
System/36
VÖXTUR ÁN VERKJA!
IBM kynnir aukna mögulelka
meö System/36
Nýja tölvan frá IBM, System/36, er hin fjórða I
rööinni af almennum fyrirtækiatölvum, sem
IBM hefur framleitt sérstaklega fyrir minni og
meðalstór fyrirtæki. Hinar þrjár eru S/32, S/34
og S/38.
Af þeim þrem sem fyrir eru má segja að IBM
S/34 sé lang vinsælust, enda hefur hún
uppfyllt flestar kröfur sem íslensk fyrirtæki hafa
gert til tölvuvinnslu.
Þeirsem notið hafa þjónustu IBM S/34 hafa þvi
vanist góðu og vi|ja þvi vitanlega meira af slíku.
IBM System/36 er því i reynd viðþót við S/34
með auknum möguleikum til stækkunar, fleiri
skermum og prenturum, meiri afköstum og
ýmsum nýjungum í hugþúnaði t.d. svokallað
„Office system'.
Þá er þaö gifurlegur kostur, að öll þjálfun
starfsfólks við S/34 kemur nú að fullum notum
við IBM System/36. Og fjöldi þaulreyndra
notendaforrita er fyrir hendi.
IBM System/36 tölvan er eins og að fá gamlan
vin til aðstoöar, - reyndan og ráðagóöan með
nýtisku starfsaðferöir í pokahorninu.
Skaftahlíð 24 Simi 27700 105 Reykjavík
ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI