Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Biskup Islands segir frá sjötta heimsþingi Al- kirkjuráðsins. Sjá 9. ágúst 1983 fimmtudagur 184. tölublað 48. árgangur Endurnýjun veiðiflotans er stórverkefni næstu ára, og stjórninni má ekki takast að spilla því að það verði íslenskt verkefni, segir Hjörleifur Guttormsson. Framsóknar- flokkurinn hafn- ar bráðabirgða- lögum um skerð- ingu námslána. íþróttasamning- ar fyrirtækja eru umræðucfni í grein Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann bendir ásamhljóm þeirra við álsamningana. Óheppnin elti ís- lendinga í lands- lciknum við Svía í gærkvöldi. Þeir fengu á sig ódýr mörkíbyrjun og töpuðu 4:0 Verður gróði Laxárvirkjunar afhentur Alusuisse? s Oánægja á Akureyri Laxárvirkj un græddi 40 millj ónir króna af 60 millj ón króna veltu fyrstu Samkvæmt síðustu reikning- um Laxárvirkjunar sem kynnt- ar hafa verið í bæjarstjórn Ak- ureyrar var nettóhagnaður virkjunarinnar á fyrstu sex mánuðum þessa árs 40 milljónir króna af 60 milljón króna veltu. Laxárvirkjun hefur veriðsjálf- stætt fyrirtæki í eigu Akureyrar- bæjar og ríkisins, en sameinast nú Landsvirkjun. Hún hefur fylgt gjaldskrárhækkunum Landsvirkj- iexmánuði ársins. unar í aðalatriðum og með sama áframhaldi hefði hreinn gróði af henni orðið á annað hundrað mill- jónir króna í ár, og miðað við hækkunarkröfur Landsvirkjunar til almenningsveitna 150 milljónir króna á næsta ári. Um hundrað milljónir hefðu þá á næsta ári kom- ið í hlut Akureyrarbæjar. Ymsir sem um málið hafa fjallað á Akureyri hafa bent á að með þessum gífurlega hagnaði af orku- sölu frá Laxárvirkjun hefði hún auðveldlega getað eígnast meiri- hluta í álven við Eyjafjörð, eða tryggt Akureyringum stóran eignarhlut í Blönduvirkjun. Nú renna eignir Laxárvirkjunar til Landsvirkjunar auk 90 jnilljón króna bankainnistæðu Laxarvirkj- unar í útibúi Landsbanka íslands á Akureyri. Gegn þessu framlagi fá Akureyringar 5.5% eignaraðild að Landsvirkjun og 0.9% af arði, ef einhver er, í rekstri Landsvirkjun- ar. Það er mörgum svíður þó sárast á Akureyri er að líkur benda til að hinn gífurlegi rekstrarhagnaður af Laxárvirkjun muni ekki koma þjóðinni að miklum notum, heldur verði hann notaður til þess að Slökkviliðsmaður að störfum við Hraðfrystihús Hellissands sem eyðilagðist af eldi í gær. Þarna var kafflstofan, þar sem flest starfsfólkið var statt þegar eldurinn kom upp. (Mynd Leifur). standa undir orkusölu Landsvirkj- unar til Alusisse langt undir kostn- aðarverði. Fróðlegt er að velta því fyrir sér að Laxárvirkjun, sem var dýrari en ýmsar stórvirkjanir á Þjórsár- svæðinu, hefði getað látið Akur- eyringum í té raforku á 3-5 sinnum lægri prís en Landsvirkjunarverði án þess að tapa á viðskiptunum. Hinn mikli gróði á orkusölu á Landsvirkjunarverði þessarar smá- virkjunar til almennings sýnir hins- vegar að þau viðskipti geta staðið undir endurnýjun og uppbyggingu. Það er hið lága orkuverð til stór- iðju sem veldur öllum erf- iðleikunum. e.k.h. Hraðfrystihús Hellissands hf: Gjöreyði- lagðist í eldi Atvinnulíf lamast á staðnum Um tiu leytið í gærmorgun kom upp eldur í Hraðfrystihúsi Hellis- sands hf. á Hellissandi. Gífurlegt tjón varð á húsinu og er það talið gjörónýtt. Slökkvilið Hellissands, Olafsvíkur og Grundarfjarðar unnu við slökkvistarfið og var búið að ráða niðurlögum eldsins að mestu, klukkan eitt. Hraðfrysti- húsið var stærsta atvinnufyrirtæki á staðnum og mun því atvinnulíf á Hellissandi lamast verulega. Þegar Þjóðviljafólk kom á stað- inn, klukkan rúmlega tvö, rauk enn úr húsinu og voru slökkviliðs- menn að störfum. Vinna hófst í húsinu sl. mánudag eftir mánaðar sumarfrí og kemur þessi stöðvun sér því enn ver fyrir verkafólk sem var að hefja vinnu eftir fríið. „Þetta var lífæðin í plássinu" sagði fólk „og erfitt að sjá fyrir núna, hvernig hægt verður að koma atvinnulífinu í gang á ný.“ Um 70 manns voru við vinnu þegar eldurinn kom upp en á veturna vinna þar um 100 manns. „Eldurinn kom upp í frystivéla- salnum" sagði Andrés Jónsson verkstjóri. „Fólkið var flest í kaffi í kaffistofu sem var á efri hæð.“ „Við fundum lykt fyrst en þegar komið var að var salurinn alelda. Vélstjórinn var staddur í verk- stæðinu. Eldurinn breiddist gífur- lega fljótt út. Það er varla að nokkru hafi verið bjargað í aðal- húsinu en í því voru m.a. tvær mót- tökur, vélasalur, vinnslusalur, um- búðageymsla, flokunarsalur og frystigeymsla", sagði Andrés. Ólafur Rögnvaldsson skrifstofu- stjóri, sonur framkvæmdastjóra frystihússins, sagði að um 20 tonn af fiski liefðu verið í húsinu og nokkur þúsund kassar af frystum fiski í frystigeymslu. Allt brann þetta til kaldra kola. Frystiklefinn var nýbyggður svo og kaffistofan. _____________EÞ Sjá 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.