Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 15
'Fimmtuda- "S.' águst 1983 ÞJÓÐVILJlK'N - SÍE)Á 15 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar Þulur velur og kynnir 7.25 Leikfimi Tónleikar 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. Jóhanna Kristjánsdóttir talar. Tónleikar 8.30 Mylsna. Þáttur fyrir morgunhressa krakka. Stjórnéndur: Ása Helga Ragn- arsdóttir og Þorsteinn Marelsson. 8.40 Tónbilið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sólmyr- kvi i Súluvík" eftir Guðrúnu Sveins- dóttur Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). 10.35 Verslun og viðskipti Umsjónarmað- ur: Ingvi Hrafn Jónsson 10.50 Áfram hærra. Þáttur um kristileg málefni. Umsjón: Ásdís Emilsdóttir og Gunnar H. Ingimundarson og Hulda H. M. Helgadóttir. 11.05 Vinsæl dægurlög. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Hún Antonía mín“ eftir Willa Cat- her Þýðandi: Friðrik A. Friðriksson. Auð- ur Jónsdóttir les (15). 14.30 Miðdegistónleikar Filharmóníu- sveitin i New York leikur „Carmensvítu" nr. 1 eftir Georges Bizet. Leonard Bern- stein stj. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guð- mundsson. 15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.209 Siðdegistónleikar Dezsö Ránki leikur Píanósónötu eftir Igor Stravinsky/ Gidon Kremer og Andrej Gavrilow leika Fiðlusónötu op. 134 eftir Dmitri Sjostak- ovitsj. • 17.05 Dropar Síðdegisþáttur i umsjá Arn- þrúðar Karlsdóttur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Árni Böðvarsson sér um þáttinn. 19.50 Við stokkinn Magnea Matthíasdóttir heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Bé einn. 20.45 Flokkur útvarpsleikrita eftir Jökul Jak- obsson. Jón Viðar Jónsson flytur inn- gangsorð. I. leikrit: „Gullbrúðkaup“ Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Helga Valtýs- dóttir, Róbert Arnfinnsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Leikritiö var áður flutt '64, '65 og '70. 21.35 Einsöngur: Jón Þorsteinsson syngur lög eftir Hallgrím Helgason og Sigvalda Kaldalóns. Hrefna Eggertsdóttir leikur á píanó. „Austurstræti", Ijoð eftirTómas Guðmunds- son Helga Þ. Stephensen les. Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræðan Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Jökull Jakobsson. Útvarp kl. 20.45 Gullbrúðkaup Útvarpið mun á næstunni flytja fjögur leikrit eftir Jökul Jakobs- son. Verður hið fyrsta þeirra, Gullbrúðkaup, flutt kl. 20.45 t kvöld. Hinna verður getið síðar. Á undan flutningi Gull- brúðkaups flytur Jón yiðar Jóns- son, leiklistarstjóri Útvarpsins, stuttan inngang um útvarpsleikrit Jökuls. Gullbrúðkaup, fyrsta útvarps- leikrit Jökuls, ef undan er skilinn þáttur, sem fluttur var í barna- tíma 1962, var síðast flutt í Út- varpi 1970. Aðalpersónurnar í leiknum eru öldruð hjón, sem dvelja ein í íbúð sinni. Gamla konan rúmföst, fáir koma, til- breytingarlítið líf. Einn daginn lítur þó inn ungur nraður, ná- granni þeirra hjóna. Meira segj- unr við ekki. barnahorn Ætli ég fái ekki greiðslufrest út á ...kortið, sem ég er með hérna í vasanum? Kreditkort - Greiðslukort hafa sitt aö segja að fyrir nokkru varstofnað hérfyrir- tæki með nafninu „Kredit- kort“, einmitt í þeim tilgangi, að auðvelda fólki þessa þjón- ustu. Mérþykirverrfarið, að erlenda orðið skuli hafa orðið ofan á í nafngiftinni". Það mun hverjum manni eigin- legt að bera hönd fyrir höfuð sér þegar að honum er veist, og enda þótt ádrepan sé borin fram af hógværð og að mörgu leyti rétt- nræt skal þess nú freistað að færa nokkur rök fyrir að nafnið kre- ditkort hafi verið skásti kosturinn þegar fyrirtæki okkar var gefið nafn. Eins og Árni bendir rétti- lega á er orðið kredit ekki af ís- lenskunr stofni. Á hitt má þó kannski benda, að það er tekið upp úr Orðabók Menningarsjóðs - sem Árni Böðvarsson ritstýrði - án þess að þar sé á neinn hátt gefið til kynna að það sé varasamt eða háskalegt orð. Einnig má um það deila hversu góð íslenska er að nota síðari liðinn - kort, sbr. ýnrislegt annað af svipuðu tagi, svo senr nafnskírteini, ökuskír- teini, bókasafnsskírteini, nafn- spjald o.fl. Þetta var okkur fullljóst. En hinsvegar vafðist fyrir okkur að finna tækilegt, íslenskt orð. Árni Böðvarsson leggur til að nota orðið greiðslukort, „enda nrun það hafa verið tíðkað". Okkur fannst sá kostur ekki viðunandi, því að orðið greislukort er alls ekki sömu merkingar og kredit- kort.Þaðer ekki greitt með kort- inu, heldur er það skilríki um að eiganda þess megi veita greiöslu- frest. Hinsvegarernaumast hægt' að kalla þetta greiðslufrestskort, einfaldlega vegna þess að orðið er alltof langt og óþjált, og borin von að það mundi nokkurntíma ná neinni útbreiðslu. Eflir heilmikla leit að íslensku nýyrði gáfumst við upp og á- kváðum að nota tökuorðið kre- ditkort í nafni fyrirtækisins, álitunr það betra en að nota ann- aðhvort kauðalegt eða villandi heiti. Þá bendunr við á, að latn- esku orðin debet og credit hafa lengi verið notuð í bókhaldi hér á landi, eins og raunar um allan heim. Má segja að þau hafa unnið sér þegnrétt í flestum tungu- málum. Kreditkort s.f. hefur umboð á íslandi fyrir erlenda fyritækið Eurocard, senr er í samvinnu við Mastercard í Bandaríkjunum og Access í Bretlandi. í áðurnefndum þætti um dag- legt mál leggur Árni Böðvarsson til að nota orðið Evrókort í stað Eurocard. Þarna gætir nokkurs misskilnings hjá íslenskufræð- ingnum. Eurocard er nafn á fyrir- tæki, er vörumerki eins og Husq- uarna eða Chevrolet, og því út í hött að fara að íslenska það. Það er von okkar að þessar lín- urskýri málstað okkar og sýni, að nafn fyrirtækisins ber alls ekki að skoða senr tilræði við íslenska tungu. Við völdum einfaldlega þann kostinn, sem okkur fannst bestur. Því að eitthvað varð barn- ið að heita. Stjórn Kreditskorts sf skrifar: Fyrir nokkrum vikum gerði Árni Böðvarsson umsjónar- maður þáttarins Daglegt mál orðið kreditkort að umtalsefni ogsagðim.a.: „Égerilla sáttur við þetta orð, - kredit- kort, - vegna þess að fyrri hlutinn er framandlegur í mál- inu - kre og dit, nú eða kred og it. Er eiginlega hér um að ræðagreiðslufrestskort, kort, sem veita kaupandanum til- tekinn frest að greiða upp- hæðina, sem hann var að kaupafyrir. Mörg fyrirtæki veita viðskiptavinum sínum slíka þjónustu, en ég held að þau ættu að sjá sóma sinn í því að nota betra og íslensku- legra orð en kreditkort, og þá veit ég ekkert annað betra en greiðslukort, enda mun það hafa verið tíðkað þó að t.d. lánakort hefði eins komið til greina. Hinsvegar kann það að Einn fyrir mömmu, einn fyrir pabba, einn fyrir verkfrœðinginn JOOOC Grimmsævintýrið: Herra Korbes Hani og hæna komu sér saman um að fara í ferðalag sér til skemmt- unar og heilsubótar. Haninn smíð- aði þeim fallegan vagn með fjórum hjólum rauðmáluðum og beitti fyrir hann fjórum músum. Þau settust síðan upp í vagninn og óku af stað. Þegar þau höfðu ekið um stund, mættu þau kisu. Hún spurði þau, hvert ferðinni væri heitið. Hænan varð fyrir svörum og sagði: „Halda skal í happaleitir til herramanns er Korbes heitir. “ „Lofið mér þá að fara með ykk- ur,“ sagði kisa. - „Pað er guðvel- komið“ svaraði hænan, „sestu uppí vagninn, en gáðu að þér að detta ekki úr honum.“ Nú kom myllusteinn, síðan egg og önd og títuprjónn og seinast saumnál, og öll fengu þau að vera með í förinni. En þegar þau komu þangað sem herra Korbes bjó, var hann ekki heima, karlinn. Mýsnar komu nú vagninum fyrir í vagn- skýlinu og bjuggu þar um sig. Han- inn og hænan flugu upp á bjálka. Kötturinn bjó um sig á arinhell- unni, öndin í þvottaskálinni. Eggið vafði handkiæðinu utan um sig. Tít- uprjónninn stakk sér í stólsetuna, en saumnálin í koddann, og myllu- steinninn hengdi sig upp yfir dyrun- um. Nú kom herra Korbes heim og ætlaði að kveikja upp í arninum. En kötturinn þyrlaði öskunni framan í hann. Hann hljóp þá fram í eldhús til að þvo af sér öskuna, en þá tók öndin að busla og skvetta á hann vatninu. Hann þreif nú handklæðið og ætlaði að þurrka sér en þá braut hann eggið, svo að hvítan úr því fór í augun á honum og blindaði hann. Nú settist hann á stólinn til að hvíla sig, en þá stakk títuprjónninn hann í rassinn. Hann var nú orðinn fok- vondur og fleygði sér upp í rúm, en saumnálin stakkst þá í hnakkann á honum. Hann stökk á fætur með háhljóðum og ætlaði að flýja, en þegar hann kom í dyrnar, datt myllusteinninn ofan á skallann á honum, svo að hann steinrotaðist. En þess er getið til, að herra Kor- bes hafi verið fjarskalega vondur maður. RUV®

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.