Þjóðviljinn - 18.08.1983, Side 9

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Side 9
Fimmtudagur 18. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 íslensku fulltrúarnir, sem sóttu sjötta heimþing Alkirkjuráðsins, talið frá vinstri: Hermann Þorsteinsson, sr. Dalla Þórðardóttir, Sólveig Asgeirsdóttir, herra Pétur Sigurgeirsson og sr. Bernharður Guðmundsson. (Ljósm. Tíminn GE) Biskup Islands segir frá heimsþingi Alkirkjuráðsins: Fríðarmálln og þríðji heimurinn „Jesús Kristur—líf heimsins“ var yfirskrift 6. heimsþings Alkirkjuráðsins, sem haldið var í Vancouver í Kanada dagana 24. júlítil 10. ágúst. Þingiðsóttu um 4.000 manns, þar af um 900 aðalfulltrúar frá þeim 302 kristnu kirkjudeiidum, sem aðild eiga að ráðinu. Þingið sóttu 5 fulltrúar íslensku þjóðkirkjunnar; herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, og séra Dalla Þórðardóttir, sóknarprestur á Bíldudal, sóttu þingið sem aðalfulltrúar, en auk þeirra voru áheyrnarfulltrúar þau sr. BernharðurGuðmundsson, fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar, Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, og Sólveig Ásgeirsdóttir, biskupsfrú. Við hittum biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, að máli éftir heimkomuna og leituðum upplýsinga um heimsþingið. Hvernig má vernda líf mannkynsins? Helgihald heimsþingsins fór fram í stóru samfundatjaldi, að sögn biskups íslands. Hafði það verið reist á háskólalóðinni og var tjaldið valið til samkomuhalds til að minna á, að kristnir menn eru á pílagríms- för gegnum lífið, líkt og þegar ísraelsmenn fóru yfir í eyðimörkina til fyrirheitna landsins. Biskup kvað setningu þingsins hafa verið mjög áhrifamikla. Við upphafsguðsþjón- ustuna var einn liðurinn sá, að fulltrúar hinna ýmsu kynþátta og þjóða gengu fram fyrir altarið með ýmis tákn um líf þeirra í heimalandinu. Sérstaka athygli vakti, þeg- ar kona frá Nígeríu kom fram fyrir altarið með körfu af ávöxtum, en jafnframt hélt hún á ungu barni sínu. Skyndilega, og að því er virtist án tilefnis, rétti hún barnið fram í hendur framkvæmdastjóra Alkir- kjuráðsins, dr. Philips Potters, sem tók hlý- lega á móti því. „Þetta augnablik í samfund- atjaldinu vakti óskipta athygli og hreif þá, sem þarna voru viðstaddir,“ sagði biskup íslands. „Það má taka þetta sem tákn um annað, sem gerðist á þinginu, því segja má, að þinghaldið allt hafi snúist um hvernig vernda mætti líf mannkynsins, sem í dag er ógnað á svo margan hátt.“ Alkirkjuráðið stofnað 1948 Alkirkjuráðið var stofnað árið 1948 í Amsterdam í Hollandi með þátttöku 147 kirkjudeilda kristinna manna, en nú eru aðildarkirkjurnar 302 frá rúmlega eitt hundrað löndum. Meðlimir þessara kirkjudeilda eru nú rúmlega 440 miljónir manna. Það má því segja, að hér sé um að ræða samstarf allra kristinna kirkjudeilda heimsins - að róm- versk kaþólsku kirkjunni undanskilinni, en hún hefur áheyrnarfulltrúa í Alkirkjuráð- inu og er samstarfsaðili að ýmsum störfum ráðsins. Biskup Islands kvað þinginu hafa borist kveðja frá Jóhannesi II páfa, þar sem hann lét í ljós fullvissu sína unt trúarlegan áhuga og samstöðu. í bréfinu minnti hann á orð Jesú til lærisveinanna „að þeir séu eitt“ (Jó- hannes, 17, 22). Páfabréfi lauk með tilvitn- un í orð Páls postula: „Kærleikur minn er með öllum yður í Jesú Kristi" (1. Kor. 16,24). Biskup íslands kvað bréf páfa hafa lýst samstöðu með starfi Alkirkjuráðsins og þótt enn væri Þrándur í Götu til fullrar þátt- töku rómversk-kaþólsku kirkjunnar virtist lokaskrefið til fullrar samstöðu allrar kirkju Krists nær lokastigi en áður. Konur, æskulýður og fatlaðir Áður en heimsþingið tók til starfa hafði verið haldið formót kvenna og æskulýðs- mót. Biskup kvað þessa tvo hópa hafa sett mikinn svip á þinghaldið; mikil aukning hefði orðið á þátttöku kvenna í störfum Alkirkjuráðsins, sem kom greinilega fram á þinginu. Þá kvað biskup fatlaða hafa tekið virkan þátt í störfum þingsins, en slíkt hefði ekki átt sér stað á undanförnum þingunt. Biskup gat þess, að í þeirn hóp er hann starfaði, hefði m.a. verið prestur frá New York, handalaus, en hann hefði notað fætur sína líkt og við notum hendur. Friðarmál efst á dagskrá Fulltrúar hinna ýntsu kirkjudeilda, sem þarna hittust, létu óspart í ljós þær hörrn- ungar, sem heimurinn á við að búa, og bar þar einkum á þeirn vandamálum, sem þriðji heimurinn býr við - hungur og skort á brýn- ustu lífsnauðsynjum, kynþáttamisrétti, ógnir af völdum tilrauna með kjarnorku- sprengjur og styrjaldir. Á það var minnst að frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa 137 styrjaldir verið háðar í heiminum og yfir 35 miljónir inanna týnt lífi í þeim. Friðarmálin bar hæst á þessu þingi. Sam- staða var um, að tilvera kjarnorkuvopna og ógnir af völdum þeirra stríddu gegn Guðs vilja. Þá kom einnig í ljós sú skoðun, að unt frið gæti 'ekki verið að ræða án réttlætis og algjörlega væri útilokað að aðskilja þessi hugtök í friðarstarfi. I ávörpunt framkvæmdastjórans, dr. Philips Potters, og formanns miðstjórnar Alkirkjuráðsins, Ted Scott, erkibiskups í Kanada, kom fram, að hin tvö megin hug- ntyndakerfi nútímans, kommúnismi og kapítalismi, hafi reynst ófullnægjandi til að mæta dýpstu þrá mannsins, þrátt fyrir ótrú- lega efnislega möguleika til lausnar á vand- amálum heintsins. Þá kom frarn, að kirkjan ætti einnig sök á því, hvernig komið væri, þar sem hún hefði reynt að aðlaga sig þessum kerfunt í stað þess að gagnrýna þau út frá kristilegu sjón- armiði. „Þegar lífi mannkyns er daglega ógnað,“ sagði dr. Philip Potter, „kallar fagnaðarer- indið á kirkjurnar að taka skýra og ótvíræða afstöðu, þannig að Guðs vilji um frið og réttlæti nái frarn að ganga." „Börn okkar þjáist ekki eins og við “ Biskup Islands kvað indíána, frumbyggja Kanada, hafa sýnt samstöðu nteð störfum þingsins, en indíánar eru margir á þessu svæði Kanada. Strax fyrsta daginn kveiktu þeir eld, helgan loga vináttunnar og þakk- læti til Guðs fyrir gjöf lífsins, sem átti að lýsa von þeirra um góðan árangur af þing- inu: að börn þeirra þyrftu ekki að þjást eins og þeir. Þriðji heimurinn Að sögn biskups íslands kom fram mikil gagnrýni á framkomu stórveldanna í kjarn- orkutilraunum og aðild þeirra að styrjald- arrekstri í ýmsum heimshlutum. Fulltrúar þingsins voru mjög hvattir til að hafa áhrif á stjórnir heimalanda sinna til þess að berjast gegn vitfirrtum vígbúnaði stjórnmála- manna, sern líkist því, „að 9 ára strákar séu að leik í sandkassanum" eins og einn ræðu- manna kornst að orði, dr. Helen Caldicott, barnalæknir. Dr. Helen er framarlega í friðarbaráttunni í Vesturheimi og hét hún sérstaklega á konur, sem fætt hafa af sér líf, að hjálpa ntannkyninu út úr vítahring víg- búnaðarins. Um friðarmálin í þriðja heiminum var m.a. þannigtilorðatekið: „Það verðureng- inn friður í Afríku nteð sívaxandi hervæðingu Rússa og Bandaríkjamanna þar. Það verður enginn friður nreðan milj- ónir deyja úr hungri í suðri, en ekki færri deyja úr ofáti á Vesturlöndum." A seinni hluta þinghaldsins mætti Des- mond Tutu, biskup í S-Afríku, en hann hafði þá fengið fararleyfi S-Afríkustjórnar. Biskup íslands sagði komu hans hafa vakið sérstaka athygli og fjölluðu ræöur hans einkunt unt ófremdarástand Apartheid- stefnunnar, þar sent blökkuntenn S-Afríku eru kúgaðir og Iátnir gjalda mikils óréttlætis þar í landi. „Það þykir jafn sjálfsagt að hneppa okkur í fangelsi og ykkur þykir að fara í steypibað," sagði Desmond Tutu rneðal annars. En þrátt fyrir allt mátti heyra í boðskap hans sterkar vonir um batnandi hag blökku- manna. „Við munum sigra,“ sagði hann og færði stuðningsmönnum blökkumanna í S- Afríku um allan heint hugheilar þakkir. Mismunandi skoðanir I fréttatilkynningu sem biskupsstofa hef- ur gefið út varðandi heimsþing Alkirkju- ráðsins, segir m.a.: „Verulegar untræður urðu unt mannrétt- indamál og ýmsar ályktanir samþykktar. Starfsreglur Alkirkjuráðsins eru þær, að heimakirkjan er fulltrúi þess í öllum málum og ráðið sem slíkt gengur ekki í berhögg við vilja þeirra aðildarkirkju, sem starfa í við- komandi löndum. Korn þetta ntjög fram, þegar rætt var um mannréttindabrot og víg- búnað stórveldanna. Bandarísku fulltrú- arnir voru mjög gagnrýnir á eigin stjórnvöld og studdu harðorð mótmæli gegn þeim - enda sýnir þetta best að við lifum í frjálsu landi, sagði einn þeirra. Hins vegar risu fulltrúar kirknanna í A-Evrópu mót gagn- rýni á framferði Sovétmanna. „Er það vitað mál, að slíkar samþykktir myndu hamla verulega starfi þessara kirkjudeilda og jafn- vel skerða frelsi okkar til þátttöku í alþjóð- legu kirkjustarfi - sem er líflína okkar,“ sagði einn þeirra í samtali við íslensku þátt- takendurna. Sú slagsíða, sem virðist vera á ályktunum Alkirkjuráðsins um alþjóðleg mál, verður því að skoðast í þessu ljósi. " Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, ásamt Desmond Tutu, biskup í Suður-Afríku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.