Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 16
PIÚDVIUINN Fimmtudagur 18. ágúst 1983 Aðalsími Þjóðvíljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tll föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjóm Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Hœkkanir borgarráðs: 1900 krónur hjá einstæðum Það er mál manna, að brátt verði haldið uppboð á pyngjum landsmanna, það er nefnilega ekkert orðið eftir í þeim og leðrið eitt verður að duga til að mæta hækkunum næstu daga. Nýjustu tíðindi úr hækkanabúðunum eru þær, að borgarráð hefur samþykkt hækkan- ir á dagvistargjöldin og aðgang að sund- stöðum borgarinnar. Dagvistargjöldin hækka um 10 prósent hinn 1. september. Þá munu forgangshóparnir (einstæðir foreld- rar og námsmenn) verða að borga 1.900 krónur fyrir 8 tíma gæslu (nú 1.720). Til samanburðar má geta þess, að meðalag með einu barni er nú 1.553 krónur, en löngum hafa ráðamenn borgarinnar þó gætt þess, að hafa dagvistargjöldin á einstæðum mæðrum ekki hærra en meðlagið. Gjald fyrir gift fólk fyrir 8 tíma á dagvist- arheimili borgarinnar verður 1. september 2.830 krónur (nú 2.570), en gift fólk á skv. reglum að hafa 10 prósent plássana á dag- heimilum - biðin er þó æði löng oft. Leikskólagjald fyrir 4 tíma verður 1.170 (nú 1.060), fyrir 4‘A tíma 1.310 (nú 1.190), fyrir 5 tíma 1.450 (1.320) og fyrir 6 tíma 1.755 (nú 1.580). Holtaborg og Grænaborg eru einu leikskólarnir sem veita 6 tíma vist í borginni. mæðrum Dagmæðragjald mun ekki hækka fyrr en 1. október frekar en laun annarra lands- manna. Það gjald er jafnt dagheimilagjald- inu fyrir einstæða foreldra, en gift fólk borgar 2.570 krónur fyrir 8 tíma gæslu á dag. Aðgangseyrir að sundstöðum mun brátt kosta 24 krónur fyrir fullorðna og 12 krónur fyrir börn, en sú hækkun mun ekki enn gengin í gildi. Rallið: „Valdið sé í okkar höndum“ segir Jón Ragnarsson rallökumaður. „Aðalmálið með þetta rall, finnst mér það að ekki verði farið of geyst í þetta og öll yfirumsjón verði al- gjörlega í okkar höndum“, sagði Jón Ragnarsson hjá Bílaryðvörn og þekktur rallökumaður í gær þegar við leituðum álits hans á fyrirhug- aðri rallkeppni Frakkans. „Við Ómar tökum að vísu ekki þátt í þessu, megum ekki vera að því vegna Ljómarallýsins sem er að fara af stað - það er alveg nóg fyrir okkur, þetta eru 1800 km og ég held að þeir séu frekar fáir íslend- ingarnir sem ætla að vera með í hinu rallinu, Ljómarallýið nægir mönnum alveg. Ég held að Frakk- inn hafi staðið vel að þessu og ég hef heyrt vel af honum látið í út- löndum. Hins vegar er ég hræddur um að hann hafi verið eitthvað illa upplýstur og þess vegna hafi hann farið að auglýsa þetta svona snemma. Mér finnst að það hljóti að vera hægt að ná samkomulagi við stjórnvöld og Náttúruverndarráð í sambandi við svona röll - þetta er það víðáttumikið og stórt land að það er óþarfi að vera að aka um friðlýst svæði. Ég var t.d. algjör- lega mótfallinn því að keyra um Arnarvatnsheiði þegar var verið að skipuleggja rallið. Það hlýtur að vera hægt að finna svæði til að aka um sem allir geta sætt sig við. En aðalatriðið finnst mér það að fara gætilega og að allt svona sé undir ströngu eftirliti innlendra aðila og að þeir hafi úrskurðarvald um öku- leiðir", sagði Jón Ragnarsson að lokum. -gat Nýja sýruverksmiðjan í Gufunesi komin í fulla notkun Gula reyknum útrýmt og framleiðsla eykst Með tilkomu nýrrar sýruverk- smiðju sem formlega verður tekin í notkun við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi á morgun, verður hægt að framleiða hér innanlands svo til allan þann áburð sem þörf hefur verið fyrir, auk þess sem hinn hvimleiði guli reykur sem stóð upp af gömlu verksmiðjunni og angraði margan borgarbúann er nú að öllu horfinn. Framleiðslugeta Áburðarverk- smiðjunnar hefur verið um 40- 45.000 tonn á ári en mun með til- komu nýju verksmiðjunnar aukast í 70.000 tonn. Þar fyrir utan er reiknað með að flutt verði inn ár- lega um 3000 tonn af ýmsum áburðartegundum, aðallega þrífor- svati sem ekki er unnt að framleiða í verksmiðjunni í Gufunesi. Smíði hinnar nýju sýruverk- smiðju hófst 1. apríl á síðasta ári og var smíðinni að öllu lokið á 14 mán- uðum. Kostnaður við smíðina er allur fjármagnaður með erlendum lánurn. Vélar og búnaður sem er franskur með frönskum lánum sem framleiðandi útvegaði og inn- lendar framkvæmdir með bráða- birgðaláni frá Citybank í London sem síðar verður breytt í langtíma- lán. Bókfærður kostnaður við fram- kvæmdir er nú um 170 miljónir kr. en endanlegur kostnaðartölur liggja ekki fyrir. Nýja verksmiðjan til hægri, en vin- stra megin á myndinni sést gamla verksmiðjan sem nú hefur skilað sínum starfsdegi. Hún verður líkast til rifin. Á innfelldu myndinni má sjá forráðamenn Áburðarverk- smiðjunnar. Mynd -eik. Að sögn forráðamanna verk- smiðjunnar er bygging þessarar nýju sýruverksmiðju mjög hag- kvæm, þar sem framleiðslugeta eykst verulega en rekstrarkostnað- ur verður nær sá sami og á gömlu verksmiðjunni þar sem orkunýting nýju verksmiðjunnar er til muna betri en áður var. Töldu ráðamenn verksmiðjunnar að áburðarverð ætti að geta lækkað allt að 100% þegar fram í sækir vegna tilkomu nýju verksmiðjunnar. -lg- Reykjavíkurvikan: Sumarhátíð í Gerðubergi í kvöld Reykjavík á afmæli í dag og af því tilefni ætlar Æskulýðsráð Reykja- víkur að gangast fyrir sumarhátíð í Gerðubergi fyrir þátttakendur í sumarstarfi æskulýðsráðs í félags- miðstöðvunum, í Nauthólsvík og í Saltvík. Foreldrar mega líka koma. Þetta byrjar klukkan hálf átta. Þessi afmælisdagur er hápunktur Reykjavíkurvikunnar og byrjar á því að Davíð Oddsson borgarstjóri sendir Ljómarallara klukkan níu af stað. Klukkutíma síðar verður Lækjartorg blómum skrýtt, þarna verður bókabíllinn á sveimi og klukkan fimm um daginn byrjar svo útiskemmtun á Lækjartorgi í samvinnu við S.a.t.t. þar sem flutt verða m.a. lög um Reykjavík - þar koma fram hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, Jóhann Helgason, Bergþóra Árnadóttir og Stúdenta- leikhúslimir með atriði úr Reykja- víkurblús. Um kvöldið er svo síðasta sýning á „Reykjavík vorra daga“ eftir Óskar Gíslason. Hún verður sýnd í Iðnó kl. hálf níu og Pétur Péturs- son kynnir. Á sama tíma er erindi á Kjarvalsstöðum um Árbæjarsafn og sögu Reykjavíkur, það er Nanna Hermannsson borgarminj- avörður sem flytur. Listasafn A.S.f. sýnir á Gerðu- bergi um daginn og Borgarbóka- safnið á Kjarvalsstöðum og í Gerðubergi. -gat Hér málar Ásgrímur. Hann er hægt að skoða og fleiri fræga í myndinni Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason í kvöld kl. 20.30 í Iðnó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.