Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. ágúst 1983 Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki MEINATÆKNIR Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða meinatækni nú þegar, eða eftir nán- ara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða. Útvegum húsnæði sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 95-5270. Hjúkrunarforstjóri. Kennarar Eftirtaldar kennarastöður eru lausar til um- sóknar við grunnskólann á Akranesi. Við Brekkubæjarskóla: Kennsla yngri barna, heil staða. Stuðningskennsla og almenn kennsla, heil staða. Upplýsingar í síma 93-1938. Við Grundarskóla: Kennsla yngri barna, heil staða. Upplýsingar í síma 93-2811. Umsóknarfrestur er til 23. þ.m. Skólastjórar Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögðum skv. 98. gr., sbr. 109 og 110. gr. laga nr. 75/1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, líf- eyristr. gjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagj. atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, sókn- argjald, sjúkratryggingargjald, gjald íframkv.sjóð aldr- aðra, útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistrygginga- gjald, iðnlánasjóðsgj. og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrst. og verslunarhúsn., slysatrygg. v/ heimilis. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjald- hækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. norður- landasamningi sbr. I. nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 16. ágúst 1983. Skrifstofustörf Viljum ráða starfsfólk til framtíðarstarfa við skrifstofu- störf. Störfin fela í sér vinnu við útreikninga og bók- haldsstörf. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Starfsmanna- stjóra. Umsóknarfrestur til 25. þessa mánaðar. SAMBANO ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD wm ^ Starfsfólk óskast Frá 1. sepíember vantar starfsfólk aö Garöa- skóla, Garðabæ, til ræstingar pg ganga- vörslu hálfan eöa allan daginn. Á skrifstofu skólans eru veittar nánari upplýsingar í síma 44466. Bæjarritarinn í Garðabæ. Endurreisn laxa- stofna og fram- leiðsla fiskafóðurs Fiskirœktar- mál í Sovét- ríkjunum: Sovétmenn hafa uppi miklar áætlanir um að efla fiskeldi og auka fiskirækt bæði í fersku vatni og söltu. Hér á eftir er lýst tveim af þessum áætlunum, og er það M.K. Spítsjak sem segir frá, en hann er aðstoðarforstjóri Vísinda- og tæknideildar sovéska sjávarútvegs- ráðuneytisins. „Losos“ áœtlunin Það er ógleymanleg sjón að sjá laxa ganga til hrygningar. Ég hef oftar en einu sinni séð, hvernig hin- ar ýmsu laxategundir koma í marg- litu „brúðarskarti" í stórum torfum utan af hafi og ganga upp í árnar. Þeir komast yfir hina mestu örðug- leika og neyta hinstu krafta til að komast á þá staði, þar sem þeir fæddust fyrir nokkrum árum og fæða af sér nýtt líf og deyja. Seiðin fara fljótlega til hafs, vaxa þar upp og snúa aftur í heimaárnar til að endurtaka þar söguna. Þannig hefur það verið og þann- ig verður það. En laxastofnarnir hafa minnkað. Þeir hafa verið veiddir takmarkalaust á norður- hluta Kyrrahafs og í ósum ánna, sem þeir voru vanir að hrygna í, hefur verið komið fyrir óyfirstígan- legum hindrunum. Nokkrir alþjóð- legir samningar, sem takmörkuðu veiðar á þessum verðmætu fiskum, stöðvuðu hrunið. En það er ekki nóg að hægja á þróuninni. Það er þörf á því að endurreisa stofnana í þeirri mynd, sem þeir voru og jafn- vel að margfalda þá. En hvernig á að fara að því? í „Losos“ áætluninni er forvitni- leg setning: Fæðubirgðir í Kyrra- hafinu geta tryggt allt að 500 þús- und tonna veiði á ári hverju. Það er næstum 4-5 sinnum meira en veitt er í dag. En það þýðir ekki að treysta eingöngu á fæðubirgðir og samninga því miður. Hér er þörf á aðstoð mannsins. Og þar hefur ver- ið farin sú leið að fara út í fiskeldi. Austurströndin á að verða að umfangsmiklu laxabúi. Þar eru þegar starfandi fiskeldisstöðvar, sem ala lax. Þær verða endurskipu- lagðar á grundvelli nýjustu Iíffræði- tækni. Skammt utan Vladivostok er verið að koma upp fyrstu laxa- framleiðslusamsteypu í landinu. Verið er að hefja byggingu tveggja verksmiðja, sem útbúnar eru hinni nýjustu tækni í Khabarovsk-héraði og á Sakhalin. Á næstu árum á að reisa tvær samsteypur enn, á Kamt- sjatka og Sakhalin. En þótt hinn fullkomnasti tækni- búnaður sé fyrir hendi til að tryggja eldi verðmætra fiskistofna, útilok- ar það alls ekki náttúrulega hrygn- ingu Iaxins. Auk þess hefur Sjávar- útvegsráðuneyti Sovétríkjanna gert áætlanir um að gera verulegar umbætur á þessari og næstu fimm ára áætlun til að bæta hrygningar- aðstæður í ánum sjálfum - þar með verður leiðin til heimahaganna orðin greiðfærari. Tímahringur laxanna breytist. Seiðin verða að fara 3-4 mánuðum síðar til hafs en áður. Þann tíma munu þau vera á beit í sérstökum „högum“. Þá verður að gefa þeim fóður. En það er ekkj mikið sem þarf að eyða til þess. Með því að bera tilbúinn áburð á „hagana" aukast verulega hinar náttúrulegu fæðubirgðir, þ.e. plöntu- og dýra- svif. Þetta hefur í för með sér augljós- an hagnað: Seiðin, sem eru að vaxa upp og þroskast, verða rándýrum í hafinu auðveld bráð, og fyrirbyggj- andi aðgerðir vernda seiðin að vissu leyti fyrir sjúkdómum. Lax- arnir eiga að skila sér miklu betur í heimaárnar. I stað 3-4% eiga að skila sér allt að 30%. Og þetta er ekki bara eitthvað sem verið er að gera ráð fyrir. Seiði ketulax voru alin í tvo mánuði áður en þeim var sleppt til hafs og bar það þann árangur, að tíu sinnum fleiri seiði skiluðu sér aftur og ketu- laxastofninn jókst verulega. Einnig hafa verið gerðar áætlan- ir með vinnslu laxanna. Vísinda- menn við Sjávarútvegs- og Haf- rannsóknastofnunina við Kyrrahaf hafa fundið upp aðgerð til að fá fram virk lífræn efni úr svili fisk- anna, sem nú fer næstum allt til spillis. „Premix “-áœtlunin Eitt meginvandamálið í sam- bandi við þróun laxaræktar, styrju- ræktar eða tjarnareldis seiða er fóðrið. Það er gleðiefni, að stórt stökk hefur verið tekið fram á við í þessum efnum innan ramma áætl- unarinnar „Premix“. Bætiefna- blanda er blanda lífrænna virkra efna, sem bætir fóðrið og eykur líf- fræðileg áhrif þess á dýrin. Hvað varðar fiskeldi, þá er fóðurvandamálið efst á baugi, einkum byrjunarfóður. Það verður að gefa ungviðinu gott fóður. Það eru fyrirtæki Innflutnings- ráðuneytis Sovétríkjanna, sem sjá um framleiðslu fóðurs. Þörf sjávar- útvegsins á sviði fóðurs er u.þ.b. 3% af allri framleiðslu fyrirtækj- anna, öll önnur framleiðsla fer í fugla-, svína- eða annað fóður. Þar að auki er fiskafóður allt öðru vísi heldur en fóður fyrir húsdýr, bæði h vað snertir stærð og uppbyggingu. Það þarf jafnvel sérstakan útbúnað til þess að framleiða fiskafóður. Fóðurkögglar ög fóður, sem framleitt er af verksmiðju, sem framleiða fóður fyrir önnur dýr en fiska, er of stórgert. Þess vegna verða seiðin að bíða þolinmóð á meðan blotnar í kögglunum og þeir leysast upp í smærri köggla, sem fiskarnir tæta enn í sundur. Það gefur auga leið, að með þessu móti fer mikið fóður til spillis. Einu seiðin, sem geta gleypt fóðurkögg- ul, sem er 0.3 mm í þvermál, en minni eru ekki tii, eru laxaseiðin. Fyrir seiði annarra fiska passar korn eða réttara sagt ögn, sem er 40-80 mikron í þvermál. Sérhver slík ögn verður að vera nákvæmlega samsett og hver fisk- tegund þarf sína samsetningu. T.d. verður þessi litla ögn að innihalda 48-50% dýraeggjahvítu og 16% fitu, ef á að gefa silungum hana. En það er ekki allt. Það er nauðsynlegt að bæta gerjunarefni í, en alls ekki því, sem fuglar og kálfar þurfa. Þetta tókst. I fyrsta skipti í heiminum. Árið 1981 varfiskunum í Volgoretsensk-búinu gefinn um visst skeið fóðurskammtur, sem í voru efni, sem ekki höfðu verið notuð áður og var fóðrið framleitt í tækjum, sem sérfræðingar Sjávar- útvegsráðuneytisins höfðu hann- að. Og afleiðingin var sú, að það fengust nokkur tonn af fiski löngu áður en ætlað var. Árangurinn af þessum tilraunum var tekinn mjög fljótt í gagnið. Þegar ári sfðar hóf starfsemi verk- smiðja í Rostoy-við-Don og- var það fyrsta verksmiðjan í heimin- um, sem framleiddi eingöngu sérs- takt fóður fyrir fiska. Við þessa fyrstu verksmiðju eru að bætast verksmiðjur af þessu tagi í Dnepr- opetrovsk og í nágrenni Tashkent og í bígerð er að staðsetja tvær í viðbót í Belgorodskhéraði og Krasnodarskhéraði. Þær munu fra- mleiða yfir 300 þúsund tonn af fóðri á ári og í upphafi tólftu fimm ára áætlunarinnar munu þær anna allri eftirspurn byrjunarfóðurs á innanlandsmarkaði. Auk þess er verið að hefja í verk- smiðjunni í Rostov-við-Don fram- leiðslu á heilsufóðri og fóðri, sem inniheldur hormóna, sem örva vöxt fiskanna. Þetta fóður verður í hylkjaformi, sem flýtur á vatninu, en venjulega sekkur fóðrið. Það er margt, sem stendur fyrir dyrum fyrir utan byggingu verk- smiðjanna. Það þarf að finna end- anlega uppskrif að fóðri fyrir allar tegundir eldisfiska. Það þarf að finna leiðir til að geyma fóðrið, en það þránar fljótt vegna þess hversu mikil fita er í því. Og að lokum þarf að .finna út þá fóðrunartækni, sem best gefst, vegna þess að nauðsyn- legt er að gefa fóður á 10-15 mín- útna fresti fyrstu dagana. Þess vegna er þörf á sjálfvirkum fóðrur- um, sem vinna eftir vissri forskrift. Hönnuðir við sjávarútvegsráðu- neyti Sovétríkjanna settu saman slíka fóðrara, sem stóðust tilraunir vel. Það stendur til að hefja fjölda- framleiðslu á þeim þegar á þessari fimm ára áætlun og verður það gert hjá íyrirtækjum Ráðuneytis vél- smíði fyrir kvikfjárrækt og fóður- framleiðslu. „Nauka i zhizu“ - APN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.