Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. ágúst 1983 Slippstöðin var í fremstu röð meðal 20 skipasmíðastöðva í alþjóðlegu útboði. Hófleg endurnýjun í stað stökkanna Úr ályktun aðalfundar Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja 11. maí 1983: • Endurnýjun fiskiskipaflotans hefur á undanförnum ára- • tugum átt sér stað í gífurlegum stökkum. Það er mikið hags- munamál bæði sjávarútvegsins og skipasmíðaiðnaðarins að koma í veg fyrir, að slíkt endurtaki sig. Það verður best gert með því að halda áfram hóflegri endurnýjun hans. • Nokkur nýsmíði skipa er forsenda þess, að stöðvarnar geti veitt fiskiskipaflotanum nauðsynlega viðgerðarþjónustu. Útilokað er, að stöðvarnar geti starfað á grundvelli árstíða- bundinna viðgerðarverkefna einna saman. • Stóraukin framleiðni íslenskra stöðva á síðustu árum, sífellt vaxandi tækniþekking þeirra og lánafyrirgreiðsla, sem ís- lenskum stöðvum hefur verið gefin fýrirheit um, hefur í för með sér, að skip smíðuð hér á landi ættu að vera fyllilega samkeppnishæf í verði við skip smíðuð af erlendum keppi- nautum. • Raðsmíði fiskiskipa mun leiða af sér ódýrari skip og jafnvel skapa möguleika á útflutningi, ef hún fær að komast í fullan gang. Til þess þarf að lagfæra sambúðarörðugleika þeirra - lánastofnana og sjóða, sem hafa með höndum fjármögnun skipaiðanaðarverkefna. Jafnframt voru í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar gerðar margháttaðar ráðstafanir, fjárhagslegar og tæknilegar, til að bæta stöðu skipa- smíðastöðvanna innanlands og efla samvinnu og verkaskiptingu milli þeirra. Var svo komið á síðasta ári, að talsmenn skipasmíðaiðnaðarins innan Félags dráttarbrauta og skip- asmiðja töldu að aðstöðumunur þeirra og erlendra keppinauta væri að mestu jafnaður til að sinna ný- smíði og viðgerðum, þó að frátöld- um beinum opinberum styrkjum eins og í Noregi, Bretlandi og víð- ar. Á skammsýni að ráða? Ljóst er að það mikla undirbún- ingsstarf sem er að baki hjá ís- lensku stöðvunum nýtist ekki, nema þær hafi verkefni að vinna og geti skipulagt þau fram í tímann í stað stöðugrar óvissu og mótsagn- akenndra ákvarðana af hálfu stjórnvalda. Nú stefnir í það vegna afstöðu innflutning fiskiskipa á nýjan leik og stíflan bresti. í stað þess að láta til þess korna á að leyfa hóflega ný- smíði hér innanlands strax og byggja innlendu stövarnar upp tæknilega og rekstrarlega með eðli- legri aðstoð og aðhaldi þannig að þær verði vel í stakk búnar að leysa vaxandi verkefni að fáum árum liðnum. Það er ekki aðeins skipa- iðnaðurinn sem á hér mikið undir. Aðrar greinar iðnaðar, svo sem málntiðnaðar og rafiðnaðar hafa hér stórra hagsmuna að gæta, og fyrir sjávarútveginn og þjóðar- heildina er það tvímælalaust far- sælast að traust þróun verði tryggð í íslenskum skipaiðnaði, sniðin að aðstæðum á fiskimiðum okkar. Stjórnvöld þurfa að beita sér að því að stilla saman þá heildarhags- muni, sent felast í því að leysa ný- smíði og viðgerðir fiskiskipastóls^ ins hér innanlands. Ef allt væri með felldu ættu íslenskar skipasmíða- stöðvar einnig að geta flutt út fiski- skip og margháttaðar útgerðarvör- jurog búnaður að vera útflutnings vara, svo sem vísir er þegar að. Vegið að innlendum skipaiðnaði í ágústmánuði 1982 tókst að ná um það samstöðu í ríkisstjórn GunnarsThoroddsen að stöðva innflutning fiskiskipa um a.m.k. tveggja ára skeið. Þessi ákvörðun var tekin að tillögu Alþýðubandalagsins, sem áður hafði ítrekað flutt tillögur um að fiskiskip yrðu tekin af frílista og ráðstafanir gerðar af íslands hálfu til að bregðast viðóeðlilegri samkeppni vegna ríkisstyrkja til skipaiðnaðar í viðskiptalöndum okkar. Innflutningi stefnt gegn heimaiðnaði Þessi stefnumótun varðandi inn- flutning fiskiskipa náðist vonum seinna, og mánuðirnir og árin, á undan höfðu sjávarútvegs- og við- skiptaráðherra heimilað innflutn- ing margra togskipa og báta, sem sumpart eru ókomnir til landsins og á flotinn því eftir að stækka af þeim sökum. í þeim hópi eru pólsku togskipin þrjú sem Tómas Árnason viðskiptaráðherra heimil- aði innflutning á í október 1981 og í mars 1982 og Steingrímur forsætis- ráðherra var „búinn að gleyma" þegar um þau spurðist á ný í júní sl. Verð þessará báta miðað við doll- ara er nú innan við 10% hag- stæðara en íslensku raðsmíðabát- anna og greiðslukjörin til muna lakari. Með þessum skipainnflutningi var unnið gegn þeirri stefnu að treysta innlendan skipaiðnað, eins og kveðið var á um í stjórnarsátt- málanum. Markvisst var hins vegar leitast við að efla skipaiðnaðinn með samstarfi stjórnvalda og hags- munaaðila í iðnaði og sjávarútvegi á undanförnum árum. Þar var raðsmíðaverkefnið sem miðar að nýtískulegri endurnýjun bátaflot- ans stærsta átakið, en það komst á rekspöl á grundvelli ríkisstjórnars- amþykktar þá 20. október 1981, þrátt fyrir margháttaða fyrirstöðu Hjörleifur Guttormsson skrifar innan stjórnkerfis og fjármála- stofnana. Innlendur skipaiðnaður samkeppnisfær Reynslan af fyrsta raðsmíða bátnum, sem smíðaður var af skip- asmíðastöð Þorgeirs og Ellerts h/f á Akranesi samkvæmt þessari áætl- un er mjög góð. Þar er um að ræða Hafnarey SU 110 sem er í eigu Hraðfrystihúss Breiðdælinga á Breiðdalsvík. ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar, að mikið undirbún- ingsstarf til að koma fótum undir samkeppnisfæran skipaiðnað hér- lendis verði unnið fyrir gýg. Inn- flutningur fiskiskipa sem ráðherrar Framsóknarflokksins stóðu fyrir í síðustu ríkisstjórn minnkar að sjálfsögðu svigrúmið sem þörf var á fyrir innlendu stöðvarnar nú og næstu árin. Að því dregur hins veg- ar innan fárra ára, að stór verkefni verða á dagskrá við að endurnýja veiðiflota Islendinga. Meðalaldur fiskiskipastólsins er nú 17.5 ár, þar af bátaflotans um 20 ár og í sumum stærðarflokkum til muna hærri. Það er þetta stóra verkefni sem búa þarf íslenskan skipaiðnað undir að Íeysa með hagkvæmum hætti í stað þess að láta útlendinga um þau verkefni. Einnig skuttogaraflotinn þarfnast endurnýjunar, þótt í minna mæli sé, en 27 togarar eru nú orðnir 10 ára eða eldri, þ.e. um fjórðungur togaraflotans. Tryggja ber eðlilega endur- nýjun strax Mesta hættan af þeirri stöðvun- arstefnu gagnvart innlendum skip- asmíðaiðnaði sem virðist hafa yfir- höndina innan núverandi ríkis- stjórnar er sú, að hér skapist á næstu misserum mikill þrýstingur á Leita Akureyringar langt yfir skammt? Það er ekki aðeins raðsmíða- verkefnið sem nú er bannsungið af ríkisstjórninni. Sérstök ríkisstjórn- arályktun var gerð í byrjun júlí um að enga fyrirgreiðslu megi veita vegna nýsmíði togskipa. A Akur- eyri er deilt um það þessa dagana, hvort Slippstöðin eigi að fá það verkefni að smíða togara fyrir Út- gerðarfélag Akureyringa og það þrátt fyrir að stöðin reyndist í fremstu röð eða 3.-5. sæti í alþjóð- legu útboði, þar sem 20 skipa- smíðastöðvar kepptu um bitann. Það væri saga til næsta bæjar ef það gerðist nú, að útgerðarfélagið nyrðra gengi framhjá Slippstöðinni og iðnaðarmenn þar lentu á atvinn- uleysisskrá innan tíðar, en Japanir eða Norðmenn hrepptu verkefnið fyrr eða síðar. Það hefur vissulega oft reynst langt á milli iðnaðar- og sjávarútvegshagsmuna hérlendis, en afstaða stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa vekur vonir um að skynsemi ráði í þetta sinn. Og væri svo ekki ráð fyrir ríkis- stjórnina og viðskiptaráðherrann að reyna að gæta hagsmuna okkar út á við gagnvart undirboðum og ríkisstyrkjum keppinauta íNoregi, Bretlandi og jafnvel Japan? Reykjavík; 16. ágúst 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.