Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. ágúst 1983 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvaemdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttjr. Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Vfðir Sigurðsson. í Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjórnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Augiýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f.. Vegarnesti til Lundúna •íslendingar hafa lengi státað sig af því að eiga vatnsafl í ríkum mæli sem ódýra orkulind. Þrátt fy.rir þennan þjóðar- auð hefur svo hrapallega verið staðið að nýtingu hans að svo er komið að við notum á heimilum um landið allt dýrasta rafmagn á Norðurlöndum. DV upplýsir í gær að fjögurra manna heimili í Reykjavík borgi nú rúmlega þrefalt meira rafmagn en sambærilegt heimili í Osló. Samt sé taxtinn fyrir heimilisrafmagn í Reykjavík með þeim lægstu á íslandi. Og samt byggja Norðmenn raforkuframleiðslu sína á vatnsafli. • Þetta er bein afleiðing af því að Landsvirkjun selur tvo þriðju hluta af orkuframleiðslu sinni til erlendrar stóriðju á einum þriðja af framleiðslukostnaðarverði. Og þetta er óbein afleiðing af því að sú orkusölustefna sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur fylgt fram með fulltingi Framsóknarflokks á síðari árum hefur leitt til fjárfestingarmistaka í virkjunar- framkvæmdum. • Þetta samhengi sem leiðir til þess að almenningur á Is- landi greiðir hærra verð fyrir raforku en nokkursstaðar þekkist annarsstaðar á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað er öllum orðið vel kunnugt. „Álverið í Straumsvík hefur á undanförnum árum verið mesti styrkþegi landsins og er það enn. Þungur skattur hefur verið Iagður á alla lands- menn svo hægt væri að borga niður verðið á orkunni til álversins,“ segir í forystugrein Tímans. •En hverjir hafa lagt þennan skatt á landsmenn? Það eru sömu mennirnir og nú búa sig undir að gera samninga við Alusuisse í þriðja sinn. Það eru sömu mennirnir og sömdu af sér 1966 og 1975. Það eru Steingrímur Hermannsson og Jóhannes Nordal. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn og núver- andi forysta Framsóknarflokksins. Og nú feta þeir í eigin fótspor frá 1975 og fara til Lundúna að semja við Svisslend- ingana í kyrrþey. •Tímamönnum er órótt þessa dagana. Margt er svo óhugg- ulega líkt og 1975. Þrátt fyrir kröfur þeirra um fyllstu upplýs- ingar“ um gang álviðræðna hefur málið verið sveipað sömu þögninni og 1975, skorið á allt upplýsingastreymi til almenn- ings og stjórnarandstöðu eins og 1975, og álmálið allt lokað inni í nefnd sem skipuð er með svipuðum hætti og 1975. Ekki að undra að Tímamenn kvíði málalokum. • Það liggur alveg ljóst fyrir að eigi að hætta að skattleggja landsmenn til þess að greiða orkuna til Alusuisse niður verður að nást fram amk. þreföldun orkuverðsins, úr 6.5 mill í 20 mill. Alþýðubandalagið lagði fram frumvarp þessa efnis á þinginu í vor, þar sem gert var ráð fyrir tvöföldun strax með einhliða ákvörðun, og að þreföldunarskrefið yrði stigið einhliðaum næstuáramót, ef ekki næðust fram samn- ingar þar um. Ekkert er vitað um markmið ríkisstjórnarinn- ar í þessum efnum, nema yfirlýsing forsætisráðherra um að við hefðum ekki efni á því að selja orkuna til Alusuisse mikið undir 17-18 mill. • Ef hætta á að skattleggja landsmenn vegna Alusuisse verður amk. að nást fram þreföldun á orkuverði til núver- andi verksmiðju Alusuisse. Það er því áhyggjuefni þegar því er haldið fram í Tímanum að rætt hafi verið um tvöföldun og síðan „umtalsverða hækkun á tilteknu tímabili eins og það sé nægilegt“. Öllum er kunnugt að það er sérstakt áhugamál ríkisstjórnarinnar að álverið verði stækkað. Sé stækkun ál- versins inn í myndinni frá byrjun duga engin 20 mill til þess að standa undir framleiðslukostnaðarverði frá nýrri virkjun. Nýjar virkjanir verða að koma til sögunnar eigi að stækka álverið og „þá má ekki standa þannig að stækkun álversins að hún verði nýr baggi á landsmönnum“, eins og Tíminn hefur réttilega bent á. Eigi landsmenn að sleppa undan Alusuisse-skattinum vegna orkusölu til álversins eins og það er í dag þarf 20 mill, og eigi þeir að sleppa undan Alusuisse- skatti af orkusölu frá nýrri stórvirkjun vegna stækkunar álversins þarf 25 mill til nýja hlutans. Þessar tölur er því gott að hafa til viðmiðunar þegar samningamenn snúa aftur heim frá Lundúnum. klippt Aö bjarga heiminum Danska blaðið Information birti fyrir skemmstu viðtal við Guðrúnu Agnarsdóttur þing- mann Kvennalistans um viðhorf og viðfangsefni hennar nýja flokks. Yfirskriftin er „Aðeins konur geta bjargað heiminum frá því að farast“. Það er nú svo. Við skulum vona að einhver geti sinnt því þarfa verkefni, ekki mun af veita. Það er í ætt við þennan heimsskilning, sem Guðrún held- ur því svo fram, að það sé „vald- apólitík karla sem hefur gert víg- búnaðarkapphlaupið nausynlegt. Það er partur af þeirra innbyrðis baráttu". Því miður minnir þetta með dapurlegum hætti á þá trú verkalýðsflokka fyrir 1914, að öll stríð séu yfirstéttinni einni að kenna (og er reyndar mikið til í þvfl - og töldu sósíalistar þá, að það væri næsta einfalt mál að koma í veg fyrir styrjaldir : ekki þyrfti annað en verkalýðurinn risi upp og neitaði að berjast. Það gerði hann ekki, eins og menn vita. Því miður. Stórt og smátt Nema hvað : ætlunin var reyndar sú fyrst og fremst að vitna til eins hluta viðtalsins í In- formation sem hljóðar svo : „Kvennaflokkurinn er sprott- inn upp af friðarhreyfingunni, sem hefur þó aldrei haft meiri- háttar áhrif á íslandi (Þetta er, vel á minnst, túlkun hins danska blaðamanns.). Því er ekki að undra þótt friðarmálin skipti miklu máli fyrir hinn nýja flokk. Menn vilja algjöra afvopnun, en það þýðir við íslenskar aðstæður að fjarlægður er bandarískur her frá Keflavík. En Guðrún Agnarsdóttir leggur áherslu á það, að flokkur sinn óski ekki eftir því að taka þátt í hinni staðbundnu og oft æs- ifengnu umræðu um bandarísku herstöðina. „Herstöðvaumræðan (segir hún) hefur um margra ára skeið afskræmt fullkomlega djúptækari umræðu um stefnu í öryggismál- um og um afvopnun. Okkar afstaða er miklu róttæk- ari. Takmarkið er að lögð séu niður öll hernaðarbandalög og öllum vopnum hent á ruslahauga. Við viljum blátt áfram frið, og það felur að sjálfsögðu í sér, að við í leiðinni verðum að losna undan nærveru Bandaríkja- manna hér og berjast fyrir kjarn- orkuvopnalausum svæðum.“ Flótti fram á við? Þetta er dálítið kyndugt: vegna þess hve kvennalistinn er „miklu róttækari" en herstöðvaandstæð- ingar, og vegna þess hve mikið menn hafa æst sig upp út af her- stöðinni, þá er ekki talin ástæða til að blanda sér í umræðuna. Þarna sýnist vera á ferðum það, sem Frakkar kalla víst „flótta fram á við“. Það er að segja : menn ætla ekki að stíga það skref sem næst er, af því það er svo ómerkilegt miðað við Lokatak- markið. Þetta kemur fram í mörgum myndum : einn getur til dæmis ekki skrifað grein um af- stöðu sína til máls, af því hann verður eiginlega að skrifa heila bók um það (sem svo aldrei kem- ur). Annar getur ómögulega lagt sig niður við að vinna með venju- legum vinstriflokki að hvunn- dagsverkefnum vegna þess, að hann er svo önnum kafinn við að hugsa um Heimsbyltinguna. Og svo framvegis. Þó er ekki víst að afstaða Guð- rúnar Agnarsdóttur sé einmitt slíkur flótti. Eftir að hún hefur lýst því hve smá Keflavíkurstöðin sé miðað við kjarnorkustríðið tekur hún það fram að „á leiðinni" verði menn að gera eitt og annað. Væri nú gaman að fá á hreint, hver hlutur hinum ýmsum friðarmálum er í raun og veru ætl- aður í hugðarefnaskrá Kvenna- listans. -áb. Félagsleg trygging hugmyndafrœði Júrí Andropof, ritari mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hélt á dögunum ræðu á fundi með gömlum flokks- mönnum. Hann minnti þar á nauðsyn umbóta í efnahagslífi, aukins aga og aðhalds í uppeldi æskunnar og þar fram eftir göt- um. Einn kaflinn hljóðar svo í þýðingu APN.: „Við tölum réttilega um hug- myndafræðilega tryggingu fram- kvæmda í efnahagsmálum. En ekki hefur minni þýðingu, ef ekki meiri, félagsleg trygging hug- myndafræðilegs starfs. Allar teg- undir óreiðu, slakrar stjórnunar, lögbrota, sóunar fjármuna, mútustarfsemi spilla störfum þús- unda hugmyndafræðinga. Af því leiðir, að til að bæta hugmynda- fræðilegt starf stöndum við fram- mi fyrir víðfemu og margslungnu viðfangsefni og lausn þess krefst öflugra aðgerða á öllum sviðum. Og þetta á ekki aðeins við um Júrí Andropof : hvað sagði hann? hugmyndafræði, sérhvert mikil- vægt viðfangsefni krefst raunhæf- rar lausnar, þar sem tekið er tillit til andlegra, efnislegra og skipu- lagslegra þátta“. Um sósíalískan aga sagði Júrí Andropov: „Kjarnin í sósíalísk- um aga er að sérhver helgi sig viðfangsefni sínu. Það er vissu- lega erfiðara heldur en að skrá þá sem koma of seint til vinnu við dyr fyrirtækisins. En þetta er megin atriði. Þeta veltur að sjálf- sögðu á vel skipulögðu hug- myndafræðilegu, pólitísku og upplýsandi starfi. En þetta starf veður að byggjast á nútímalegri skipulagningu vinnunnar, skyn- samlegri niðurröðun startstólks- ins, nægum efnislegum og tæknilegum birgðum, fullkomn- un á öllum sviðum siðferðislegrar og efnislegrar einbeitingar.... aðeins samhæfing andlegra, efn- islegra og skipulagslegra þátta getur hafið starfiðáháttmenning- arstig - sem er besta tryggingin fyrir aga í framleiðslustörfum". Þetta er sjálfsagt fróðleg ræða - en hitt væri gaman að vita, hvort nokkur maður skilur slíkan texta. Hætt er við að hér vanti eitthvað í ætt við „hugmynda- fræðilega fullkomnun málfars- legrar og pólitískrar einbeiting- ar,“ svo að líkt sé eftir texta þess- um. -áb. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.