Þjóðviljinn - 23.08.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Side 1
MÐVIUINN Breskur stjórn- málafræðingur heldur því fram að stöðugleiki Sov- ét-kerfisins byggist á því að það hafi staðið við loforð sín. Sjá 7 ágúst 1983 þriðjudagur 188. tölublað. 48. árgangur Næsti álfundur í Sviss 6. september Nálgaðist svolítið í restina segir Guðmundur G. um fundinn með alúsvissurum i London Eina samkomulagið sem náðist á fundi íslensku viðræðunefndarinnar og fuil- trúa Alusuisse um álmálið í London á föstudag var að halda annan fund í Sviss eftir hálfan mánuð. „Við vonumst til að geta þá náð bráða- birgðasamkomulagi, þetta er ekki búið“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson einn íslensku nefndarmannanna í samtaii við Þjv. í gær. „Þetta er þannig upp byggt“ sagði Guðmundur, „að í fyrstu er stefnt að bráð- birgðasamkomulagi um að semja, og verði þá miðað við að ljúka samningum fyrir 1. apríl 1984. Við viljum að í bráðabirgðasamkomulaginu verði orkuverðið hækkað eitthvað sem skref í upphafi." - Nú segir iðnaðarráðherra á föstudag að árangurinn af þessum fundi ykkar sé lítill sem enginn, en Jóhannes Nor- dal formaður nefndarinnar daginn eftir að í jákvæðum og gagnlegum viðræðum hafi miðað í áttina. Er þetta meiningarmunur? „Nei, það held ég ekki. Fundurinn stóð langt fram á föstudagskvöld og menn nálg- uðust svolítið í restina“ sagði Guðmundur. Skv. heimildum Þjv. strönduðu viðræðurnar á föstudag fyrst og, fremst á hækkun orkuverðs, sem er „lykillinn að öðrum atriðum í samningunum" að sögn heim- ildarmanns nákomins viðræðunefndinni. -m Sjá 5 Á Egilsstöðum er rekið myndarlegt heimiii fyrir þroskahefta, Von- arland. Þar var blaðamaður á dög-, unum. Öryggisverðir bandaríska sendiráðsins kærðir fyrir árás í sumar Réðust að tveimur Islendingum Flýðu inn í sendiráðið — Verndaðir af sérréttindum Lögreglan í Reykjavík hefur nú til rannsóknar fólskulega árás sem tveir íslendingar, annar þeirra lögreglumaður, urðu fyrir í Þing- holtunum skammt frá bústað ör- yggisvarða bandaríska sendir- áðsins í byrjun júlí sl. Það voru öryggisverðir sendiráðsins og Eng- lendingur sem réðust að íslending- unum og veittu þeim beinbrot og ýmsa aðra áverka. Vitni urðu að þessari árás og hefur Bretinn við- urkennt sinn þátt í henni en banda- rísku öryggisverðirnir sigla í skjóli sérréttinda sendiráðsstarfs- manna. Flýðu þeir inn í sendiráð Bandaríkjanna áður en lögregla kom á vettvang. Heimildarmaður Þjóðviljans um þessa árás segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem bandarískir öryggisverðir sendiráðsins hér ráðist að íslendingum, en þessar árásir hafi ekki orðið að kæru- máli fyrr en nú þegar vitni varð loks að atburðum. Þá hefur einnig orðið uppvís umfangs- mikil leynivínsala frá bandaríska sendir- áðinu í gegnum áðurnefnda öryggis- verði eins og skýrt var frá í síðasta helg- arblaði Þjv. Rannsókn á því máli náði þó aldrei lokastigi að sögn Vilhjálms Möller þar sem öll viðbrögð lögreglu mótist af þeim sérréttindum sem sendi- ráð og starfsmenn þeirra njóta. ~lg- Sjá 20. Verslun og opinber- ar framkvæmdir tútna út á Græn- landi á meðan und- irstöðuatvinnuveg- irnir hafa mátt sitja áhakanum. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: Sjá 3 Einar Matthíasson, Pétur J. Eiríksson, Ingi Valur Jóhannsson, Sigtryggur Jónsson, Ögmundur Jónasson og Stefán Ólafsson eftir blaðamannafundinn í gær: Munum ganga eftir því sem stjórnmálaflokkarnir hafa þegar lofað. Ljósm. Leifur. aðgerðarleyslnu U num ekki „Við erum fjölmennur hópur óháður stjórnmálaflokkum, sem unir ekki lengur aðgerðarleysinu í húsnæðismálum hér á landi. Við höldum, að ráðamenn og aðrir landsmenn, sem sjálfir sluppu vel út úr sínum húsnæðismálum hér á árum áður, skilji alts ekki hvað er að ske nú - þ.e. að gjaldþrot biasir við fjölda manna. Við viljum efla umræðu um málið og við ætlum að sjá til þess að eitthvað verði gert í málinu.“ Þannig hljóðaði boðskapur 6 manna, sem í gær boðuðu blaða- fólk á sinn fund til þess að kynna þann félagskap, sem þeir eru full- trúar fyrir. Hópurinn kallar sig „Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum", samanstendur af þriðja tug manna, sem þekkja mál- in af eigin raun, og boða nú til al- menns borgarafundar n.k. miðvikudag í Sigtúni klukkan 6. Þeir hvetja allt áhugafólk um málið til þess að sækja fundinn. „Stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að nú skyldi lánuð 80% af íbúðarverði eða -byggingu og að lánstíminn yrði stórlengdur. Þetta er nákvæmlega það sem við biðjum um að verði efnt,“ sagði einn fund- arboðenda. ast

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.