Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. ágúst 1983 ÞJÍHE)VIL‘JlNN SÍÐÁ Í5 ‘
í tilefni af „klippt og skorið“
Friðar- og utan-
ríkismál Samtaka
um Kvennalista
77/ ritstjórnar Þjóðviljans.
í „klippt og skorið" dálki Þjóðviljans í gœr, 18. ágúst, virðist það
vefjast fyrir Arna Bergmann hver sé stefna Kvennalistans í friðarmál-
um. Þar sem Arni virðist nokkuð áhyggjufullur í þessum efnum er
honutn hér með send stefnuskrá Kvennalistans til upplýsingar. Og þar
sem Árni virðist jafnframt hafa áhyggjur afþvíað stefna Kvennalistans í
friðarmálum skili sér ekki til þeirra sem blöð lesa, þá vœri þjóðráð að
birta þann hluta stefnuskrár Kvennalistans sem um þessi efni fjallar í
heilu lagi í Þjóðviljanum, lesendum þess blaðs til upplýsingar.
Einnig vœri það ráð að birta viðtalið í Information við Guðrúnu
Agnarsdóttur, alþingismanh, sem Árni vitnar til, í heild sinni, þvíþótt
Árna gangi miður vel að rýna íþað þáer ekkiþar með sagt að sama gildi
um lesendur Þjóðviljans.
Með þökk fyrir birtinguna,
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
þingmaður Samtaka um Kvennalista.
„ísland er hluti af samfélagi
þjóðanna og okkur ber að axla þá
ábyrgð sem því fylgir. f því samfé-
lagi er gæðum jarðar misskipt og
réttlæti fótum troðið. íslendingum
ber að taka afstöðu á alþjóðavett-
vangi gegn misrétti og kúgun í
hvaða mynd sem er.
Við viljum að íslendingar veiti
þá þróunaraðstoð sem þeim ber
samkvæmt samþykktum Sam-
einuðu þjóðanna og hagi ávallt
aðstoð sinni í samræmi við þarfir og
aðstæður fbúa á hverjum stað.
Vinna verður sérstaklega að úr-
bótum á aðstæðum kvenna og
barna í þriðja heiminum. Það er
staðreynd að auðævi jarðarbúa
nægja til að útrýma skorti ef þau
eru réttilega notuð.
Nú er svo komið að lífi og um-
hverfi er ógnað af vígbúnaði sem á
engan sinn líka í veraldarsögunni.
Gjöreyðingarhættan er raunveru-
leg og vofir yfir okkur öllum. Fjár-
munum er sóað í vígbúnað meðan
hungruð börn hrópa á mat. Konur
vernda líf og viðhalda því og þess
vegna höfum við næma skynjun á
þeirri ógn sem mannlífinu stafar af
síaukinni söfnun tortímingar-
vopna. Okkur konum ber því
frumskylda til þess að sporna við
þessari geigvænlegu þróun.
í áratugi ‘hefur Islendingum ver-
ið skipt í tvær andstæðar fylkingar
með og á móti aðild að hernaðar-
bandalagi, með og á móti veru er-
lends hers í landinu og stjórnmála-
flokkar hafa notað það blygðunar-
laust sér til framdráttar. A sama
tíma hefur vígbúnaður stórveld-
anna margfaldast og ógnar nú öllu
lífi á jörðinni. Spurningin er ekki
eingöngu um þátttöku okkar í
hernaðarbandalagi eða dvöl hers
hér á landi, spurningin er um líf eða
dauða. íslenskar konur verða því
að sameinast í baráttu fyrir afnámi
allra hernaðarbandalaga, afvopn-
un og friði.
Við viljum að íslensk stjórnvöld
taki afstöðu gegn vígbúnaði bæði
heima fyrir og á alþjóða vettvangi,
því ógnarjafnvægi leiðir ekki til ör-
yggis. Við viljum að stjórnvöld
beiti áhrifum sínum hjá alþjóða-
samtökum til eflingar friði og al-
þjóðlegri réttarvernd.
Við viljum tryggja að kjarnorku-
vopn verði aldrei leyfð á fslandi.
Við viljum að íslensk efnahagslög-
saga verði friðuð fyrir kjarnorku-
vopnum og umferð kjarnorkuknú-
inna farartækja. Við mótmælum
harðlega losun kjarnorkuúrgangs
og eiturefna í hafið vegna þeirrar
hættu sem öllu lífríki og þar með
fiskistofnum er búin með slíku at-
hæfi.
Við viljum draga úr umsvifum
erlends hers meðan hann er hér á
landi því aukin hernaðarumsvif
hvar sem er í heiminum auka á víg-
búnaðarkapphlaupið. Við viljum
strangt eftirlit með starfsemi hers-
ins. Við viljum að stjórnvöld skýri
undanbragðalaust frá framkvæmd-
um og herbúnaði Bandaríkjahers
hér. Við viljum minnka áhrif hers-
ins í íslensku efnahagslífi svo tryggt
verði að afstaða til hans mótist ekki
af efnahagshagsmunum. Við vilj-
um að íslenskt atvinnulíf sé óháð
veru hersins.
Við styðjum hugmyndir um að
ákveðin svæði verði lýst kjarnorku-
vopnalaus og njóti alþjóðlegrar
viðurkenningar, því við teljum það
viðleitni til afvopnunar á jörðinni
allri. Á þeim grundvelli viljum við
að íslensk stjórnvöld stuðli að því
að Norðurlöndin í heild verði lýst
kjarnorkuvonalaust svæði.
Við styðjum friðar- og mannrétt-
indabaráttu hvar sem er í heimin-
um. Rödd íslands á að hljóma í
þágu friðarins. Það eitt er í sam-
ræmi við sögu þjóðarinnar og
þannig teljum við að framtíð barna
okkar sé best tryggð.
Við viljum vinna með öllum
þeim konum og körlum sem telja
vitfirrt vígbúnaðarkapphlaup og
ábyrgðarlausa umgengni við lífríki
og náttúruauðlindir jarðar vera
mestu ógnir sem steðja að mann-
kyninu í dag. Hvort tveggja er af
mannavöldum og hvort tveggja má
stöðva. Að þessu viljum við
vinna.“
Mikil aðsókn að iðnsýningunni um helgina_
Á þrettánda þúsund gestir
„Við erum ákaflega ánægðir
með þessa fyrstu helgi og aðsóknin
fór eiginlega fram úr öllum vonum.
Við teljum að það skipti hér miklu
máli að okkur tókst að halda að-
göngumiðaverðinu niðri og menn
vita að þeir þurfa ekki að eyða pen-
ingum inni á svæðinu,“ sagði
blaðafulltrúi Iðnsýningarinnar,
Sigurjón Jóhannsson er við hittum
hann að máli inni í Laugardalshöll
Þá um kaffileytið var orðin tals-
verð örtröð á sýningunni og því
ljóst að það er ekki aðeins um helg-
ar sem fólk flykkist þangað.
„Við erum núna að ganga frá
aukningu á skemmtiatriðum á
sýningunni og við vonumst til að
þessi mikli áhugi haldist. Ef svo fer
sem horfir náum við markmiðinu,“
sagði Sigurjón.
Það voru á 13. þúsund gestir sem
höfðu komið í höllina á sunnudags-
kvöldið. Talað hefur verið um að
æskilegt væri að fá um 50 þúsund
manns á sýninguna, eigi hún að
bera sig. Eingöngu innlend fyrir-
tæki sýna á sýningunni sem haldin
er í tilefni 50 ára afmælis Félags ísl.
iðnrekenda.
-þs.
Athugasemd við
grein Steingríms
Steingrímur
Aöalsteinsson
skrifan
Máég
œmta?
Steingrímur Aðalsteinsson of-
túlkar skrif mín í grein í Þjóðvilj-
ann sl. föstudag þegar hann segir
að gagnrýnendur viðhorfa Þjóð-
viljans til Austur-Evrópu skuli
„víkja af slóðum Alþýðubanda-
lagsins og mynda sinn eigin
söfnuð“.
Að vonum talar Steingrímur í
þessu sambandi um „hrokafullan
úrskurð" og „mikilmenni".
Það er að sjálfsögðu ekki í mínu
valdi, að úrskurða menn inn og út
úr Alþýðubandalagi, liggur
meiraðsegja utan míns áhugasviðs.
Hins vegar höfðu gagnrýnendur
Þjóðviljaskrifa gefið fyllsta tilefni
til að rifja upp félagafrelsi uppá ís-
landi. Þeir höfðu látið að því liggja
að þolinmæði þeirra væri á þrotum.
Þannig skrifar Eyjólfur Friðgeirs-
son: „Og ef ckkert lát verður á af-
stöðu Þjóðviljans þarf þessi hópur
að taka til alvarlegrar íhugunar
stuðning sinn við Alþýðubandalgið
og Þjóðviljann“. Trúlega blöskrar
Steingrími klofningsviljinn? Og
Haukur Már slær á sömu strengi;
segir að margir flokksmenn og
áskrifendur að Þjóðviljanum séu
búnir að fá sig „fullsadda af skrif-
um Arna Bergmanns“. Það er því
misskilningur hjá Steingrími þegar
hann heldur því frani að ég eða
Þjóðviljinn hafi verið að vísa þeim
félögum útá kaldan klaka; utan Al-
þýðubandalagsins.
Tilvitnuð ummæli og skrif þeirra
Hauks Más og Eyjólfs Friðgeirs-
sonar gáfu fyllsta tilefni til að
minna á að það er enginn að kúga
þá til eins né neins. Og ég gat bók-
staflega ekki látið hj á líða að minna
á félagafrelsið í landinu: „Hins veg-
ar er ekkert eðlilegra en þeir sem
aðhvllast slíkt kerfi myndi með sér
félagsskap um það áhugamál sitt“.
Varla getur þetta talist „yfirþyrm-
andi“ eða „hrokafullur úrskurður“
í ljósi þess sem viðmælendur hafa
látið í skína.
Orð mín eru enginn úrskurður
og þarafleiðandi hvorki „yfirþyr-
mandi“ né „hrokafullur úr-
skurður“. Þetta er öllu heldur sak-
leysisleg niðurstaða. í mesta lagi
stráksleg, en lá beint við.
Óskar Guðmundsson.