Þjóðviljinn - 23.08.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Qupperneq 15
Þríðjudágur 23. ág'ust T983 ÞJÓtíVILjir<JN ý SÍÐA‘ 19 RUV 6> Þriðjudagur 23. ágúst 7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Daaskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Áslaug Jensdóttir talar. Tón- leikar. 8.30 Mylsna. Þáttur fyrir morgunhressa krakka. Stjórnendur: Ása Helga Ragnars- dóttir og Þorsteinn Marelsson. 8.40 Tónbilið. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sólmyrkvi í Súluvík“ eftir Guðrúnu Sveinsdóttur Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar. 10.35 „Áður fyrr á árunum" Ágústa Björns- dóttir sér um þáttinn, 11.05 íslenskir einsöngvarar og kórar. 11.30 Úr Árnesþingi Umsjón Gunnar Krist- jánsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þorsteinsson. 14.00 „Hún Antonía mín" eftir Willa Cather Friðrik A. Friðriksson þýddi. Auður Jóns- dóttir lýkur lestrinum (20). Þriðjudagssyrpa, frh. 15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar William Bennett og Grumieaux-tríóið leika Flautukvartett í C-dúr K.285b eftir Wolfgang Amadeus Mozart / Beaux Arts-tríóið leikurn Tríó í d-moll op. 49 eftir Felix Mendelssohn. 17.05 Spegilbrot Þáttur um sérstæða tónlist- armenn síðasta áratugar. Umsjón: Snorri Guðvarðsson og Benedikt Már Aðalsteins- son (RÚVAK). 18.05 Tónleíkar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn I kvöld segir Karl Ágúst Úlfsson börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Sagan: „Búrið" eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur Höfundur les (8). 20.30 Kvöldtónleikar a. „Beatrice et Bene- dict", forleikur eftir Hector Berlioz. Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur. Douglas Gamley stj. b. Fiðlukonsert eftir William Walton. Zino Francescatti og Fílharmóniusveitin i New York leika. Leonard Berstein stj. c. „Dauðinn og dýrðarljóminn", tónaljóð eftir Richard Strauss. Fílharmóníusveitin í Berlín leikur. Herbert von Karajan stj. - Kynnir Guðmundur Gilsson. 21.40 Útvarpssagan: „Strætið" eftir Pat Barder Erlingur E. Halldórsson les þýðingu sína (5). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Skruggur. Þættir úr íslenskri samtíma- sögu. Kvennaframboð fyrr á öldinni Um- sjón: Eggert Þór Bernharðsson. Lesari með umsjónarmanni: Þórunn Valdimarsdóttir. 23.25 „Kvöldklukkur" Don-kósakkakórinn syngur rússnesk þjóðlög. Serge Jaroff stj. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Ruve 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augýsingar og dagskrá 20.35 Vekjaraklukkurnar sjö Teiknimynda- flokkur fyrir börn. 20.45 Fjármál frúarinnar Annar hluti. Fransk- ur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum. Árum saman hefur frú Thérése Humbert og fjölskylda hennar lifað óhófslffi á lánum meðan hún bíður þess að fá greiddan arf eftir vellauðugan ættingja vestanhafs. Þýð- andi Ólöf Pétursdóttir. 21.40 Mannsheilinn 7. Geðveiki I lokaþætti þessa breska fræðslumyndaflokks er m.a. rakin sjúkdómssaga manns sem þjáðist af geðveiki í tuttugu ár. Þýðandi og þulur Jón 0. Edwald. '22.35 Dagskrárlok Útvarp kl. 20,30 Kvöld tónleikar Tónlistin, sem flutt verður á kvöldtónleikum Útvarpsins í kvöld,er svo sannarlega ekki af verri' endanum. Þar verður í fyrsta lagi fluttur forleikur eftir Hector Berlioz, Beatrice et Ben- edict. Flytjandinn er Sinfóníu- hljómsveit Lundúna undir stjórn Douglas Gamley. Þá kemur fiðlukonsert eftir William Walt- on, Zino Francescatti og Fil- harmoníusveitin í New York leika undir stjórn Leonards Bern- stein. Loks er „Dauðinn og dýrðarljóminn“, tónaljóð eftir Richard Strauss. Filharmoníu- sveitin í Berlín leikur en Herbert von Karajan stjórnar. Kynnir er Guðmundur Gilsson. -mhg frá lesendum Svo má brýna deigt járn að bíti Elínborg Kristmundsdóttir skrifar: „Hefurðu séð hvernig sælan er lit?“, stendur í einhverju gömlu bullandi ástarkvæði, en það er nú svei mér ekkert ástarkvæði, sem ég ætla nú að rabba um. En hafið þið séð hvað þessi „sterka“ íhaldsstjórn okkar er bláskínandi hrædd? Hvenær sem þeir sjást í Sjónvarpi, sem er nú ekki mjög oft, - eru líklega tregir til að sýna sig, - þá eru þeir gráir og gulir í gegn og skjálfandi á báðum beinunum, eins og þar stendur. Þó að þeir sitji þá sést það ef vel er tekið eftir. Og svör- in, sem þeir gefa, eru svo þunn, að ekkert, bókstaflega ekkert, er hægt að fá út úr þeint. Þó svarar Albert frekar hressilega eða „það er bara svona og á að vera svona“, sem ekki er hægt að skilja á annan veg en: „Þetta kemur ykkur ekkert við og þegið þið svo“. Stjórnin er svo hrædd að hún þorði ekki fyrir nokkurn mun að sjá framan í Alþingi og þó þykist hún hafa mikinn meiri hluta þar. Skyldi hún vera að reyna að smíða einhverja hlekki, sem hún telur að muni duga, þegar þar að kemur? Þeir eru svo blá-skínandi hræddir að þeir eru búnir að koma sér upp vopnaðri storm- sveit, að hætti illræmdustu ein- ræðisherra. Já, „illur á sér ills von“, stendur einhversstaðar. Þessi stjórn sagðist ætla að taka hressilega á hlutunum og gerði það líka í fyrstu. En hvað fólst svo í þessum fyrstu aðgerðum? Illska, hrein og bein mann- vonska. Traðka á þeim, sem lak- ast eru settir en hlynna að þeim betur stæðu. Ef svona aðgerðir heyra ekki undir mannvonsku þá skil ég ekki hvað það orð þýðir. Og það er svo sem lofað meiru af slíku, draga úr öllum félags- legum aðgerðum, hækka allt verðlag í landinu en halda niðri laununt manna.Manni verður á að halda að mennirnir séu svo- lítið geggjaðir. Engin furða þó að þeir séu svolítið hræddir við þessi verk sín, og þeir eiga svo sannar- lega skilið að verða hræddari og hræddari með hverri vikunni, sem líður. Það er annars skrítið að sjá þessi síðustu viðtöl, sem komið hafa á skjáinn. Þeir eru farnir að mæta tveir eða eða fleiri saman, ætli þeir búist við handalögmáli? Og þegar síðasta spurningin var lögð fyrir Steingrím, hvort þessar síðustu hækkanir myndu ekki koma illa við láglaunafólkið í landinu, þá svaraði hann óvenju hressilega: „Jú, auðvitað“, og það sáust greinilega brosglampar í augunum á honum, „en þá er bara að herða ólina betur". Hvaða bölvaða ól, Steingrímur? Það er greinilegt að þú þarft ekki að herða neinskonar ól að þér sjálfunt. „Og skammastu þin svo“, stendur í ljóðinu. Og viðtalið við Jóhannes Nor- dal. Það var nú blátt áfram grát- broslegt. Við sveitafólkið mynd- um nú segja að hann hafi verið auntkunarlega kindarlegur á svipinn. Jú, hann ætlar að byggja smá Seðlabankahús fyrir eigin peninga Seðlabankans. En hvaðan eru þeir peningar Jó- hannes? Hefur þú unnið fyrir þeim með súrum sveita? Nei, ætli þeir séu nú ekki frá þjóðinni teknir, þegar allt kemur til alls? Já, svona er allt skítugt og rotið hjá ykkur. Engin furða þótt þið séuð hræddir. Hreint ógeðslegt er að sjá framan í smettin á þessum útlend- ingum þegar þeir koma af fund- um með stjórninni eðaálnefnd- inni. Þeir blátt áfram ljóma. Auðséð að þeir hafa fengið öllurn sínum óskum framgegnt. Það virðast vera eingöngu útlend- ingasleikjur í þessari ríkisstjórn. Og meðal annarra orða. Hver tók sér það vald að gera Geir Hallgrímsson að utanríkisráð- herra? Það er opinbert leyndar- niál að maður þessi hefur oft sýnt Elínborg Kristmundsdóttir að honum er nánast nautn að því að selja sneið á sneið ofan af landi okkar og landsgæðum, fyrir eins og eitt fallegt bros frá Kana eða álfursta. Hjá honum heitir það víst íslensk gestrisni. Og þessi maður var ekki einu sinni kosinn á þing í síðustu kosningum. Mér finnast þetta vera hrein svik við þjóðina. Islensk alþýða er seinþreytt til vandræða, en svo má brýna deigt járn að bíti um síðir. Er það virki- lega ætlun þessarar ríkisstjórnar að egna þjóðina til beinnar upp- reisnar? Ég vil vara við slíku, það gæti orðið alvarlegt mál. íslensk alþýða er hvorki huglaus né deig, jafnvel ekki hrædd við nokkrar byssur, það sýndi hún í barátt- unni við Breta. Ég vil því beina því til þessarar „sterku íhalds- stjórnar hvort ekki væri rétt að fara nú að draga inn klærnar og hætta öllum fasistískuni til- burðum en reyna heldur að stjórna í samráði við þjóðina en ekki gegn henni. íslandi verður aldrei til lengdar stjórnað með ofbeldi og rangind- um, það mun sýna sig þegar frá líður. Hún Unnur Ösp er átta ára. Hún teiknaði þessar myndir af vinkonum sínum, Siggu og Dagnýju. Af hverju er Dagný að skæla? Við vitum ekki hvað þessi strákur heitir en fiskurinn sem hann heldur á heitir karfi og er rauður. Það er ekkert gaman að stinga sig á honum því hann hefur fullt af broddum og þeir eru eitraðir. Þó að broddarnir séu eitraðir er karfinn sjáffur hins vegar fínn matur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.