Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 16
ÞlOÐVIUINfA Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Þriðjudagur 23. ágúst 1983 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Tveir af þremur skuttogurum Ólafsvíkinga seldir til Vestmannaeyja Dæmalaust staðið að málum segir Bárður Jónsson formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls „Salan á þessum tveimur skuttogurum burt úr plássinu mun setja stórt strik í atvinnumálin hér í Olafsvík. 25 sjómenn missa þá atvinnuna. Fólk hér trúir því ekki að þetta muni gerast, en sú er orðin reyndin. Viðbrögð bæjarstjórnar voru aumleg og allt of seint á málum tekið ef stöðva átti þessar sölur, sérstaklega á b/v Lárusi Sveinssyni“, sagði Bárður Jensson formaður Verka- lýðsfélagsins Jökuls 1 samtali við Þjóðviljann í gær. Lárus Sveinsson SH-126. Leystur úr slipp eftir 9 mánuði með fyrirgreiðslu heimamanna og síðan seldur burt jafnharðan. Tveir af þremur skuttogurum heimamanna hafa nýlega veriö seldir til útgerðaraðila í Vestmann- aeyjum, þeir Guðlaugur Guð- mundsson SH-97 og Lárus Sveins- son SH-126. Lárus mun landa í síð- asta sinn á Ólafsvík í þessari viku. Það eru aðilar á Olafsvík sem keyptu Guðlaug á sínum tíma frá ísafirði, en útgerð togarans hefur gengið illa. Lárus Sveinsson hefur hins vegar setið fastur í slipp í Njarðvíkum vegna skulda lengstan hluta þessa árs. Útgerðaraðilinn, Hraðfrystihús Ólafsvíkur sem á stærstan hluta í togaranum sótti fast eftir aðstoð þingmanna kjör- dæmisins til lánafyrirgreiðslu til að koma togaranum aftur til veiða. Þá hafði áhöfnin beðið í 9 mánuði eftir togaranum og réðu sig hvergi í fasta vinnu á meðan. Þegar búið; var að leysa togarann úr siippnum var hann hins vegar umsvifalaust seldur til Vestmannaeyja, öllum á óvörum. Þáttaskil í atvinnumálum Verkalýðsfélagið á staðnum sendi bréf til bæjarstjórnar Ólafs- víkur þegar fréttist af sölunni og skoraði á bæjarstjórnina að bregð- ast hart við og kanna hugsanlegar leiðir til að koma í veg fyrir sölu togarans. Benti stjórn verka- lýðsfélagsins á í bréfi sínu að þátta- skil hefðu orðið í atvinnumálum bæjarfélagsins með tilkomu togar- ans á sínum tíma og skuttogaraút- gerð væri enn forsenda þess að jafnvægi ríkti í atvinnumálum á staðnum. í svari bæjarstjórnar Ólafsvíkur til verkalýðstélagsins sl. töstudag kom fram að eftir viðræður bæjar- stjórnar og eigenda togarans væri ljóst að eigendur teldu sér ekki fært að gera skipið áfram út vegna mik- ils fjármagns- og rekstrarkostn- aðar. Bæjarstjórn væri ljóst að með sölu togarans væri atvinnuöryggi á staðnum teflt í hættu og léti í ljós von um að úr rættist. Urgur í fólki „Mér finnst alveg dæmalaust hvernig staðið er að þessum málum öllum. Útgerðin fær aðstoð þing- manna til að losa skipið úr slipp til að selja það síðan öllum að óvörum og bæjarstjórn lætur aðeins í ljós vonir, en grípur til engra aðgerða,“ sagði Bárður Jensson. Við sem áhorfendur getum ekki séð hvernig Eyjamenn eiga að geta gert þetta skip betur út en við hér heima. Veiðarnar hafa gengið alveg þokk- alega, og framkoma gagnvart skipshöfninni er forkastanleg. Það er urgur í fólki hér vegna þessa máls, og ég fæ ekki séð að veitt verði heimild fyrir nýjum togara hingað þegar útgerðaraðilar hér selja togara byggðariagsins jafn- harðan til annarra útgerðar- plássa“, sagði Bárður. ->g- Tveir íslendingar hart úti í viðskiptum sínum við öryggisverði bandaríska sendiráðsins Brotnir og lemstraðir Málið í rannsókn segir Vilhelm Möller fulltrúi lögreglustjóra í þessu húsi við Þingholtsstræti í Reykjavík halda til öryggisverðir banda ríska sendiráðsins sem er við næstu götu fyrir neðan. Þar innanhúss hefur verið dreifimiðstöð leynivínsölu og átök og barsmíðar átt sér stað. Mynd - Leifur. „Það er óvíst með hvaða hættiL þessir öryggisverðir tóku þátt í þessum slagsmálum. Það mál er. í rannsókn sem ekki er enn kominn á lokastig“, sagði Vil- helm Möller aðalfulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík er Þjóðviljinn spurði hann út í rannsókn á átökum sem áttu sér stað í Þingholtunum í byrjun júlísl. milli Englendings, örygg- isvarða bandaríska sendi- ráðsins í Reykjavík og tveggja ísiendinga sem báðir slösuðust nokkuð og hafa kært málið til lögreglunnar. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans var ráðist á íslendingana aðfar- arnótt 2. júlí sl. af starfsmönnum sendiráðs Bandaríkjanna og þeir skildir eftir í blóði sínu. Þessi at- burður átti sér stað í Þingholts- stræti talsvert frá baklóð sendi- ráðsins bandaríska við Laufásveg. Auk Bandaríkjamannanna sem eru öryggisverðir sendiráðsins og hermenn í landgönguliði flotans tók breskur maður búsettur hér á landi þátt í árásinni og liggur játn- ing hans fyrir. Að sögn heimildar- manns blaðsins var þessi árás alger- lega tilhæfulaus og nánast óskiljanleg. Ibúi sem býr gegnt sendiráðinu var vitni af því er sendiráðsmenn- irnir drógu annan íslendinginn meðvitundarlausan af götunni og upp á gangstétt þar sem þeir spörk- uðu í höfuð hans. Báðir íslending- arnir urðu fyrir töluverðum meiðslum í þessari árás, hlutu við- beinsbrot, rifbrot og fingurbrot auk annarra áverka. Þögn vegna Bush? Öryggisverðirnir flýðu inn í sendiráð Bandaríkjanna rétt áður en lögreglan kom á vettvang. Var verknaðurinn strax kærður til lög- reglu og er málið enn í rannsókn. Ekki hefur verið skýrt frá þessarl árás fyrr og hefur það m.a. verið tengt komu George Bush varafor- seta Bandaríkjanna hingað til lands nokkrum dögum eftir að á- rásin átti sér stað. Vilhelm Möller sagði aðspurður í gær að upptök þessa máls mætti rekja til Englendingsins sem verið hefði ölóður. Bandarísku sendi- ráðsstarfsmennirnir hefðu reynt að stilla hann, sleppt honum síðan og þá hefði sá enski rokið á íslending- ana. Þegar þeir höfðu hann undir sóttu Bandaríkjamennirnir í þá og úr hafi orðið heilmikið tusk. Mál þetta væri enn í rannsókn hjá lög- reglunni. Enn væri óljóst með hvaða hætti öryggisverðirnir hefðu tekið þátt í slagsmálunum að því er Vilhelm sagði og hann sagðist ekki geta svarað því hvort þeir hefðu verið yfirheyrðir vegna þessa máls. Ekki fyrsta árásin Heimildarmaður Þjóðviljans skýrði svo frá að annar Islending- anna sem fyrir árásinni varð sé lög- regluþjónn sem hafi vegna starfa síns og sambanda getað aflað vitna og upplýsinga um umrædda sendi- ráðsstarfsmenn. Hafi þá komið í ljós að umrædd árás væri ekki sú fyrsta né eina sem þeir hefðu staðið að hérlendis. Fyrir ári hefðu þeir barið mann það illa að hann missti rænu. Gerðist þetta í íbúð þeirra. Var maðurinn dreginn út úr húsinu og troðið undir bíl sem var lagt í bflastæði gegnt sendiráðshúsinu. Aðili að þeirri árás hefði síðan yfir- gefið landið. Það hefði háð fram- gangi kærumála á hendur öryggi- svörðunum að engin vitni hefðu verið að árásum þeirra fyrr en þeirri síðustu í júlí sl. Langvarandi Ieynivínsala Þá sagði heimildarmaður Þjóð- viljans að í framburði vitna hefði komið fram að umfangsmikil og langvarandi leynivínsala hefði átt sér stað í gegnum þessa starfsmenn sendiráðsins, eins og skýrt var frá í síðasta helgarblaði Þjóðviljans. Lægju- játningar nokkurra sölu- manna sem eru íslenskir borgarar arar fyrir. Vilhelm Möller aðalfulltrúi lög- reglustjóra sagði í samtali við Þjóð- viljann að lögreglan hefði fram- burði um að þarna hefði áfengi far- ið út úr sendiráðinu. Eins og málið hefði komið til lögreglunnar væri þaðekki umfangsmikið. Rannsókn hefði aldrei náð lokastigi en samt fullnægjandi til að gera athuga- semdir til ráðamanna sendiráðsins. Öll viðbrögð lögreglu mótist af þeim sérréttindum sem sendiráð og starfsmenn þeirra njóta, og því ekki um frekari rannsókn málsins að ræða, eftir að ráðamenn sendi- ráðsins hefðu tilkynnt til lögreglu að slíkt atvik myndi ekki henda aft- ur. -«g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.