Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Stephen Cohen í New Statesman Loforðin haldin Á10 ára fresti eöa svo skýtur upp kollinum nýrri sögusögn um Sovétríkin á Vesturlöndum. Nýjasta nýtt í þeim efnum er goösögnin um „kreppuna og mistökin" og aö Sovétríkin hafi frá árinu 1917 tekist aö sigrast áöllum hernaðarvandamálum en mistekist aö sama skapi allt sem leysa þurfti innanlands. Þessi sögusögn erorðin ærið sterk, bæöi meöal hægri og vinstri manna á Vesturlöndum og ef hún væri ekki hættuleg myndi maður bara hlæja að henni, skrifar Stephen Cohen, prófessor í stjórnmálafræði viö Princeton háskólann, sérfræð- ingur í málefnum Sovétríkj- anna, nýlega í breska blaöiö New Statesman. Óraunhœf sögusögn Stephen Cohen segir, að þessi sögusögn liggi að baki þeirri hug- mynd Reaganstjórnarinnar að efna til nýs hernaðarkapphlaups í því skyni að koma Sovétstjórninni á kné. Það kapphlaup mun leiða til þess, segir Reaganstjórnin, að ráðamenn Sovétríkjanna verða að eyða meira og meira af fé sínu í hernaðartól og mannvirki, en æ minna til innanlandsneyslu og slíkt sé almenningur ekki tilbúinn að þola. Nógu slæmt sé ástandið fyrir heima þótt ekki eigi enn að klípa af því nauma fé. Stephen Cohen telur marga þætti hafa stuðlað að því, að slíkar goðsögur komast á kreik, einnig meðal vinstri manna. Einn þátt- ■ anna er sá, að menn hafi ofmetið árangur Sovétmanna á þriðja ára- tugnum og síðan aftur eftir Spútnik ævintýrið 1957. Annar þáttur er sá, að margir telja svipað ástand ríkja meðal almennings í Sovét og í Pól- landi. Og loks nefnir Stephen Co- hen, að pressan á Vesturlöndum hafi á síðasta áratug útmálað bágt ástand almennings í Sovétríkjun- um, en aldrei nefnt þá þætti, sem í raun styrkja kerfið. Fréttaflutning- urinn er býsna einhliða: dökku hliðarnar eru dregnar fram en hitt látið liggja á milli hluta. Hvers vegna er Sovétkerfið stöðugt - þrátt fyrir allt? Innbyggður sáttmáli Nú er það bæði satt og rétt, segir Cohen, að leiðtogar Sovétríkjanna þurfa nú að glíma við minnkandi iðnaðarframleiðni, vaxandi korn- innflutning og sívaxandi erfiðleika í olíuframleiðslunni. En hinu megi ekki gieyma, að þjóðarfram- leiðsla Sovétríkjanna fjórfaldaðist milli 1950 og 1980, að uppskera þessa árs verður að líkindum hin besta á síðasta 4urra ára tímabili, að það er ódýrara fyrir Sovétríkin að kaupa korn en að framleiða meira heimafyrir og að olíuútflutn- ingur Sovétríkjanna til Vestur- landa hefur nýlega vaxið um 40 prósent. Alvarlegasta goðsögnin er þó sú, segir Cohen, að Sovétkerfinu hafi gersamlega mistekist að uppfylla óskir íbúanna. Því er slegið föstu, að kerfið hafi svo firrt íbúana, að þeir annað hvort láti sér algjörlega á sama standa eða bíði í upp- reisnarstöðu og kerfið standist aðeins vegna hernaðarmáttar síns og undirokunar þegnanna. Stephen Cohen segist hafa rann- sakað þetta kerfi um langt árabil og mikið ferðast um landið og talað m.a. við andófsmenn og hann hafi ekki getað fundið neitt það sem styrki þessa goðsögn. Hann bendir einnig á, að menn væntu þess ekki að finna slíkt ástand í langlífum þjóðfélagskerfum - flest kerfi koma sér upp einhverjum „við- haldsþáttum" ef svo má að orði komast. Öll varanleg stjórnmála- kerfi, jafnvel kerfi sem eru eins undirokandi og hið sovéska kerfi getur verið, hafa innibyggðan ein- hvers konar sáttmála milli stjórn- valda og þegnanna - einhver loforð og væntingar eru haldin, jafnvel þótt í annarri mynd sé en upphaf- íega var ætlast til. Uppfylltar vœntingar Síðan spyr Stephen Cohen: hvaða hugmyndafræðilegu merk- ingu hefur þá Sovétkerfið fyrir íbú- ana? Cohen segir Ijóst, bæði af hinni opinberu hugmyndafræði og skoðanakönnunum í Sovétríkjun- um, að hin hugmyndafræðiíega merking sé mun meira bundin væntingum borgaranna í gegnum tíðina heldur en staðföstum marx- ískum bókstaf. Heima fyrir hafi So- vétstjórnin uppfyllt væntingar um að landið verði aldrei varnarlaust framar (ekki varnarlaust eins og 1941), þjóðernishyggja er Sovét- mönnum í blóð borin, þeir óttast stjórnleysi, vilja að ríkið sjái um þá frá vöggu til grafar og að sérhver kynslóð hafi það örlítið betra en hin fyrri. Hefur Sovétkerfið brugðist þess- um væntingum? spyr Stephen Co- hen og svarar síðan: Kerfið hefur uppfyllt, kannski einum um of, væntingar um öryggi þjóðarinnar og væntingar um lög og reglu. Síð- ustu 40 árin hefur rússnesk þjóðernis- og föðurlandshyggja verið samofin hinni marx-lenínísku hugmyndafræði Sovétríkjanna, og aldrei sterkar en nú. Þrátt fyrir mikilsverða ágalla og mikla gagn- rýni hefur velferðarkerfið ekki brugðist á mörgum sviðum: allir eiga rétt á framhaldsskólagöngu, heilsugæsla er mikil, lífeyrisréttur er fyrir hendi og matur og húsnæði greitt niður fyrir alla borgara. Og þrátt fyrir mikla spillingu og ýmis konar forréttindi ákveðinna hópa í þjóðfélaginu og þrátt fyrir það, að einkaneysla hefur á síðustu árum vaxið hægar en áður, lifa venjulegir Sovétborgarar betra efnislegu lífi en nokkurn tíma áður, segir Cohen. Sleppum sjálfsblekk- ingu Stephen Cohen segir, að þegar menn tali um kostnaðinn við þetta kerfi eða beri saman hið rýra vel- ferðarkerfi Sovétríkjanna og lífs- hætti við amríska stílinn, séu þeir að drepa málinu á dreif. Það sem skipti máli, pólitískt, sé, að hver Sovétmaður veit, að velferðarkerf- ið í Sovétríkjunum var ekki til í landi þeirra fyrir 50 árum - þá var ólæsi hins vegar mikið og hungurs- neyðir algengar. Því lítur hinn al- menni Sovétmaður á þessa hluti sem mikið framfaraspor - Kommúnisminn hafi haldið loforð sín, a.m.k. að verulegum hluta. Á hinn bóginn skipta framfara- spor næstu kynslóð minna máli en þá kynslóð, sem upplifði breyting- arnar. Félagslegur hreyfanleiki er ekki eins mikill í Sovétríkjunum nú og á síðustu áratugum og efnahags- stöðvun og hernaðarútgjöld stang- ast á við væntingar um meiri einka- neýslu. Kannski kentur að því að þessi vandamál skyggja á sáttmál- ann milli stjórnvalda og almenn- ings, og ennfremur önnur vanda- mál á borð við drykkjusýki og þjóðerniskennd hinna ólíku þjóða, sem ríkið byggja. Ef fólk ætlar hins vegar að draga þá ályktun að það muni gerast í næstu framtíð eða að það gerist óhjákvæmilega, lítur fólk alveg framhjá aðlögunar- möguleikunt og nýsköpunarþrótti kerfisins, fyrir nú utan stuðning þjóðarinnar. Því mjög margir styðja hina opinberu íhaldsstefnu, sem stendur breytingum fyrir þrifum. Nýlega lét sovéskur flóttamaður í Bandaríkjunum þau orð falla, að hann væri mjög hlessa á þeirri skoðun að næstum allir í Sovétríkj- ununt væru á móti kommúnisma og hötuðu Sovétkerfið. Hann kallaði þessa skoðun sjálfsblekkingu. Við eigum að spyrja hvers vegna þetta kerfi er svo stöðugt, þrátt fyrir allt, í stað þess að velta vöngum yfir „kreppunni" í Sovétríkjunum. Svarið við þeirri spurningu mun leiða okkur á braut mun viturlegri stefnu í þeirra garð, segir Stephen Cohen. (ast - þýtt úr New Statesman, 5. ágúst 1983)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.