Þjóðviljinn - 23.08.1983, Page 3
Þriðjudagur 23. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 3
Þröstur
fram-
kvœmda-
stjóri hjá
Dagsbrún
Þröstur Ólafsson hefur •ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri
Dagsbrúnar frá og með 22.
þessa mánaðar, eins og fram
kemur í frctt og athugasenvd
frá Guðmundi J. Guðmunds-
syni formanni félagsins ann-
arsstaðar á síðunni.
Guðmundur sagði í samtali
við blaðið að verkefni Þrastar
sem framkvæmdastjóra yrðu
fólgin í því að hann hefði yfir-
umsjón með rekstri félagsins
og væri ábyrgur fyrir honum
gagnvart stjórn þess. Hann
bæri einnig ábyrgð á bókhaldi
og fjármálum og yrði starfs-
maður við alla samningagerð
félagsins. Þá yrði hann hag-
fræðilegur ráðunautur Dags-
brúnar. Jafnframt væri hon-
um falið að gera tillögur til
stjórnarinnar um endurskip-
ulagningu á rekstri skrifstofu
félagsins og verkskiptingu
starfsmanna, svo og tillögur
um starfshætti.
Aðspurður um launkjör,
sem gerð hafa verið að um-
talsefni í fjölmiðlum, sagði
Guðmundur að framkvæmd-
astjórinn fengi 32 þúsund
krónur á mánuði í laun og af-
notagjald af síma. Hann fengi
ekki greidda fasta yfirvinnu
né bílastyrk.
Þröstur Olafsson er hag-
fræðingur frá Vestur-Berlín
og hefur fjölþætta starfs-
reynslu. Hann hefur verið
starfsmaður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, unnið
hjá Landsbankanum, verið til
aðstoðar við undirbúning
samninga um tíma á skrifstofu
Dagsbrúnar, fulltrúi Magnús-
ar Kjartanssonar í iðnaðar-
ráðuneytinu, framkvæmda-
stjóri Máls og menningar og
aðstoðarmaður fjármálaráð-
herra í tíð Ragnars Arnalds.
„Það er trúa mín að Dagsbrún
hafi fengið góðan sérfræðing,
sem stendur sérfræðingum
viðsemjenda okkar fyllilega á
sporði", segir Guðmundur J.
Guðmundsson í tilskrifi sínu
til Þjóðviljans, „Og Verka-
mannafélagið Dagsbrún hafi
fengið frábærlega duglegan og
hæfan starfsmann“.
-ekh
Vöruskiptajöfn-
uðurinn
Óhagstæður
um 1,3
miljarða kr.
Fyrstu 7 mánuði ársins var vöru-
skiptajöfnuður óhagstæður um 1,3
miljarða kr. og er það 350 milj.
króna meira en sömu mánuði í fyr-
ra. Hafa verður í huga í sambandi
við þennan útreikning að gengið er
fallandi.
Kröfur húskaupenda/byggjenda:
Hærrí lán og
lengri lánstími
„Svo mjög hefur nú sigið á ógæfu-
hliðina hjá því fólki, sem þarf að
koma þaki yfir höfuðið, að ekki
verður lengur unað við aðgerðar-
leysi. Á þriðja tug manna, sem
þekkja þessi mál af eigin raun, hef-
ur að undanförnu komið saman til
þess að bera saman bækur sínar og
safna upplýsingum um ástandið al-
mennt. Þessar athuganir hafa leitt í
Ijós, að þörf er á skjótum
aðgerðum eigi að forða fjölda
manna frá bráðu gjaldþroti.“
Þetta er úr fréttatilkynninug.
sem „Áhugamenn um úrbætur í
húsnæðismálum" dreifðu í gær til
blaðafólks. Talsmenn þessa hóps
sögðu ástæðurnar fyrir þessu fram-
taki vera þær, að þegar verðtrygg-
ing lána hefði verið tekin upp, var
fyrra kerfi að öðru leyti látið standa
óbreytt. Áður át verðbólgan óð-
fluga upp skuldir og skattaafsláttur
var verulegur þegar staðið var í
húsakaupum/byggingum. Nú
hækkar allt, nema kaupið, skatta-
afsláttur er óverulegur en fólk á
samt að greiða íbúðarverð á
tveimur árum. „Auðvitað getur
þetta ekki gengið,“ sagði einn tals-
mannanna.
En hvað vill þá þessi hópur?
Hverra aðgerða er að vænta frá
honum?
„Við viljum, að húsnæðislánin
verði hækkuð og að lánstími allra
lána verði lengdur. Við viljum í
raun ekki annað en það, sem allir
stjórnmálaflokkar lögðu fram fyrir
kosningar. Ur því að stjórnmála-
flokkarnir töldu vera hægt fyrir
kosningar að setja fram stefnu í
þessum dúr, þá hlýtur að vera hægt
að framkvæma hana. Eða hvað?“
Þessari spurningu er vísað áfram
til stjórnvalda.
Um aðgerðir í framtíðinni svör-
uðu menn því til, að þær yrðu að
ráðast af undirtektum á fundinum
á miðvikudaginn og vilja fólks.
Fara þeir fram á afnám
lánskjaravísitölunnar?
„Alls ekki. Við teljum rétt að
borga til baka það sem við fáum að
láni. Annað er siðleysi. Ungt fólk í
dag vill ekki taka þátt í slíku. Við
biðjum bara um, að greiðslubyrðin
sé viðráðanleg. Við viljum hærri
lán og lengri lánstíma.“
Hvað þá með verkamannabú-
staðakerfið? Stjórnarsinnar halda
því fram, að svo mjög hafi gengið á
hið almenna húsnæðislánakerfi
vegna verkamannabústaðakerfis-
ins. Á þá ekki að draga úr því?
„Við viljum að það komi skýrt
Fulltrúar námsmanna í stjórn
Lánsjóðs leggja til að úthlutað
verði óskertum námslánum og
treysta á að nægilegt fé verði veitt
til LIN. Þeir telja að annað stæðist
ekki lög. Þctta kom m.a. fram á
blaðamannafundi sem samtök
námsmanna héldu i gær til kynn-
ingar málstað sínum. Á fundinum
kom einnig fram að fjárhagsvandi
sjóðsins nú sé síður en svo nýnæmi
hcldur tilkominn vegna þess að
ekki er tekið mark á áætlunum
sjóðsins um verðlagsþróun og
gengis. Þetta hefur hingaðtil verið
leiðrétt að hausti með aukafjár-
veitingum eða lánshcimildum, og
námsmenn vonast til að svo verði
cinnig nú.
Á fundinum kom fram að ef
fram, að við viljum engan niður-
skurð á þeim lánum, sem þó eru
þegar fyrir hendi. Það gildir jafnt
um verkamannabústaði sem önnur
byggingaform.
Raunar höfum við enga afstöðu
tekið til þess hvers konar húsnæðis-
form væri heppilegast: séreigna-
form, leiguíbúðaform, verka-
mannabústaðir eða annað. Um-
ræðan um það verður að ráðast af
fundinum og því sem gerist í fram-
haldi af honum.“
Aðrir athyglisverðir punktar,
sem komu fram á blaðafólksfund-
inum, voru til að mynda þeir, að
stjórnvöld stefna að 90% láni af
framfærsluáætlun í stað hinna lög-
boðnu 100% yrði að útvega
sjóðnum meira fjármagn en nú hef-
ur verið gert, eða 168 milljónir í
stað 135. Ráðamenn væru ekki
sjálfum sér samkvæmir í umræðum
þessi mál. Því var ennfremur mót-
mælt sem Geir Hallgrímsson hélt
fram í Morgunblaði sl. föstudag að
aukafjárveiting til Lánasjóðs nú
væri veitt í kjölfar samningafunda
milli fulltrúa í stjórn Lánasjóðs og
fjármálaráðherra. Einungis hefði
verið um kynningarfundi að ræða,
enda enginn samningsréttur fyrir
hendi hjá námsmönnum og ekki
um neitt að semja, til þess væru
námslán oflág. Ráðstöfunartekjur
meðallánþega hjá LÍN væru á síð-
asta ári um 70.000, en meðallaun
Enn á fólk að greiða húsbyggingar
sínar á tveimur árum og fær varla
frið til þess að ljúka þeim.
fótunum hefði verið kippt undan
tilveru fjölda fólks í þessu landi, en
samt væri eins og ráðamenn og ótal
„óbreyttir" skildu ekki upp né nið-
ur í málum. „Það er eins og fólk
verði alltaf að finna á eigin skrokki
til þess að skilja hlutina," orðaði
einn þeirra þetta. „Það fólk, sem
búið er að koma sér upp húsnæði.
heldur í alvöru að þetta sé ennþá
leikur einn. Við verðum að fá fólk
til að skilja að svo er alls ekki.“
þeirra verkamanna sem lægst laun
hefðu um 100.000 þegar skatt-
greiðslur væru dregnar frá.
Fjárþörf Lánasjóðs ísl. náms-
manna árið 1984 er áætluð um
1.100 milljónir, en engin svör hafa
enn borist við tilkynningu sjóðsins
um það mál.
Fulltrúar námsmannasamtak-
anna, Bandalags ísl. sérskóla-
nema, Sambands ísl. námsmanna
erlendis og Stúdentaráðs H.Í.,
lögðu áherslu á að um væri að ræða
lán sem greidd væru til baka sam-
kvæmt lánskjaravísitöku, og næmi
meðalendurgreiðsla á ári eftir nú-
gildandi lögum um 14.000 kr.
Fundur verður í stjórn Lána-
sjóðsins á fimmtudag og er þá
ætlunin að móta stefnu sjóðstjórn-
ar um úthlutun haustlána. -m.
Námsmenn um námslán:
Farið að lögum!
Fjárþörf LIN næsta ár rúmur miljarður
Frétt—og athuga-
semd við frétt
í síðasta helgarblaði Þjóðviljans
birtist stórfrétt undir fyrirsögninni
„Deilur innan Dagsbrúnar". Frétt
þessi er sett upp í „hasarderuðum“
stíl og birtar eru myndir af for-
manni og varaformanni félagsins
og Þresti Ólafssyni. Og það sem
mér þykir sárast í þessu tilfelli: af
tveim nýlátnum heiðursmönnum,
þeim Eðvarði Sigurðssyni og Sig-
urði Guðgeirssyni. Ég tel þessa
myndbirtingu ósmekklega og nán-
ast slys. Báðir voru þessir menn
allra manna lagnastir að setja niður
deilur.
Þeir voru miklir vinir allra
þeirra stjórnarmanna Dagsbrúnar,
sem nú hafa skiptar skoðanir á
rekstri félagsins. Ég vildi biðja
Þjóðviljann um að blanda minn-
ingu þeirra ekki í þann ágreining.
í þeim örfáu orðum sem ég átti
við blaðamann Þjóðviljans lagði ég
áherslu á að ég teldi að þessi á-
greiningur okkar stjórnarmanna
Dagsbrúnar ætti ekki erindi í dag-
blöð og hefði ekki komið þangað
fyrir minn tilverknað enda væri það
síðasti staður til að leysa ágreining.
Af vangá hefur þetta megininntak
orða minna fallið niöur hjá
blaðamanninum. Oft eru skiptar
skoðanir innan stjórnar Dagsbrún-
ar og ekkert viö það að athuga. En
nýlunda er að það sé blaðamatur.
Ég óskaði sérstaklega eftir því við
Þjóðviljann að ekki væri verið að
nafngreina stjórnarmenn og hvern-
ig hver og einn hefði greitt atkvæði,
en blaðamaður hefur þá ósk mína
að engu. Stjórnarmenn í Dagsbrún
eru allt skínandi góðir menn og ég
held að við séum allir góðir félagar,
þótt við séum stundum á önd-
verðurn skoðunum. En þó skiptast
skoðanir ekki eftir neinum á-
kveðnum reglum.
Þröstur Ölafsson hefur nú verið
ráðinn framkvæmdastjóri Dags-
brúnar. Og þótt Þröstur hafi aldrei
verið óskabarn Þjóðviljans, þá er
trúa mín að þar hafi Dagsbrún
fengið sérfræðing, sem stendur
sérfræðingum viðsemjenda okkar
fyllilega að sporði. Og Verka-
mannafélagið Dagsbrún hafi feng-
ið frábærilega duglegan og hæfan
starfsmann.
Guðmundur J. Guðnnmdsson
formaður Verkamannafél.
Dagsbrúnar.
Þess skal getið að fangamark féll
niður á eftir umræddri grein í Sunn-
udagsblaði, en þar átti að standa
ekh, einkennisstafir Einars Karls
Haraldssonar.
Aths. ritstj.
Við þurfum ekki mörg orð um
Iðnsýninguna.
Þúsundir gesta gefa henni
bestu meðmæli.
Komið og dæmið sjálf...
Tískusýningarog skemmti-
aðriði daglega.
IÐNSYNING
19/8-4/9
í LAUGARDALSHÖLL
FELAG ISUENSKRAIÐNREKENDA 50 ARA