Þjóðviljinn - 23.08.1983, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1983
Bridge
Hér er einn gamall bridgebrandari
(ættaður frá USA, að sjálfsögðu..):
D5
G10
97542
K873
64
D962 '
ÁKG10975
AKD987632
G54
8
ÁK987632
Á10
D32 '
Og hvað haldið þið að Mike Cassel
í Austur hafi sagt? - Jú, hann sagði
sjö lauf, sem allir við boröið skildu
auðvitað. Hann var að biðja félaga
sinn um laufaútspil, ef n-s færu í 7
spaða við 7 hjarta fórninni. Suður
doblaði og doblaði aftur 7 hjörtu,
skiljanlega.
- Sjö hjörtu voru aðeins fjóra niður
1100 stig til n-s. Alslemma í spaða er
hinsvegar borðleggjandi og hún hefði
gefið 2210. Já, hann var slunginn
þessi...
Skák
Karpov að tafli - 188
Áttunda skákin í einvígi Kortsnojs.
og Karpovs var að því leyti sérstæð,
að Karpov neitaði í upphafi hennar að'
taka í hönd Kortsnojs, svo sem venja
hafði verið í upphafi hverrar skákar.
Ýmsir tilburðir Kortsnojs og aðstoðar-
manna hans voru lítt til þess fallnir að
kæta skap heimsmeistarans og þeg-
ar „jógúrtdeilan" margfræga náði há-
marki fannst Karpov komið nóg. Kort-
snoj virtist brugðið því hann tefldi
byrjunina afar veikt og lenti í miklum
erfiðleikum. Karpov gaf engan grið
og vann sinn fyrsta sigur á sannfær-
andi hátt:
£
Karpov - Kortsnoj
26. Hd7M Hb8
(Ekki 26. - Bxd7.27. Dxf7+! Hxf7 28.
Hxf7 mát!)
27. Rxf7! Bxd7
28. Rd8+!
- Kortsnoj gafst upp. Hann verður
fljótlega mát.
í þessum sal má snæða í rólegheitum og láta stjana við sig
Veitingahöllin:
Matur ofan í 1000 manns
Stefán Ólafsson eigandi
Múlakaffis og Veitingahallar-
innar bauö okkur í mat til sín
um daginn í Veitingahöllinni
sem er í Húsi verslunarinnar,
þessu ólánlega stórhýsi sem
gnapir hálf yfirgefiö í Kringlu-
mýrinni þar sem reglustiku-
spekingar ætla að gera
miðbæ.
Áður en við borðuðum sýndi
Stefán okkur staðinn og það er
alveg óhætt að segja að hann sé
allur hinn veglegasti og aðstaða
starfsfólks til fyrirmyndar. Þarna
eru í raun þrír staðir í gangi með
sameiginlegri aðstöðu: þarna er
það sem á útlensku heitir kaffi-
tería, þar sem gestir geta ýmist
fengið sér mat eða kaffi og
meððí , þarna eru líka mikil
umsvif í að búa til mat fyrir fyrir-
tæki úti í bæ og sagði Stefán að
þeir sérhæfðu sig í því að hafa
matinn sem allra nýjastan og
heitastan þegar hann kæmi á þar
til gerðum bökkum til starfs-
manna fyrirtækjanna úti í bæ. Og
ekki bar á öðru en að þarna væri
eldhúsið hraðar hendur þegar við
vorum þarna á ferð. í þriðja lagi
er svo lítill og huggulegur veit-
ingastaður og eldhúsinu er þann-
ig komið fyrir að kokkarnir sem
útbúa matinn ofan í gesti þar, eru
fjarri iátunum við bakkana og
kokka í ró og næði.
Stefán sagði okkur að í þessu
eldhúsi væri hægt að búa til mat
handa þúsund manns, þarna
væru 40 manns í vinnu og það hafi
einungis tekið tvo og hálfan mán-
uð að gera allt í stand. Á þriggja
mánaða fresti er skipt algjörlega
um matseðil á veitingastaðnum
og mikið er þar um rétti sem
kokkarnir hafa sjálfir búið til. Og
við fengum einmitt að bragða á
tveimur slíkum: í forrétt fengum
við svonefnt „Laxafiðrildi", sem
var mikill snilldarréttur, og eftir
það kom innbakað lambainnlæri,
borið fram með ljúffengu græn-
meti, ekki síður sætt í góm.
Sem sé allt hið ánægjulegasta.
Yfirkokkur á staðnum er Diðrik
Ólafsson fyrrum landsliðsmark-
maður í fótbolta og víkingur, fram
kvæmdastjóri er sonur Stefáns,
Jóhannes Stefánsson, sem menn
þekkja úr handboltanum, yfir-
þjónn er Hörður Haraldsson. í
veitingasalnum hangir mikið
glerverk eftir Leif Breiðfjörð, sá
sem stjórnaði uppsetningunni á
staðnum var Helgi Hjálmarsson
arkitekt en allt er þetta hannað af
Svissurum. Og lýkur hér að segja
af Veitingahöllinni.
-gat
Góða kvöldið
- ég er hérna frá
hlustendakönnun
Ríkisútvarpsins..
Á hvað eruð þið að horfa?
Eldhúsið hraðar hendur að störfum -
snarheitum oní bakka.
Diðrik yfirkokkur og Jóhannes framkvæmdastjóri skella ýsunni í