Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1983 Grænlenskur smábær líkist í fljótu bragði dönskum smábæjum í einu og öllu. Síðhærðir leðurjakkatöffarar hangsa á sínum stað, skammt fráerfeiknarlegur stórmarkaðurþarsem höndlað er með varning frá ólíklegustu heimsálfum - en gangi maður nokkurhundruðmetrafrá honum, rambarmaðurkannski framásérgrænlensktfyrirbæri: ( veiðimenn að selja fugla, seli og blárefi. Andstæðurnar eru þannig enn til á Grænlandi, þótt veiðimönnum fækki óðum, og Siumut, stjórnar- flokkurinn, ætlar sér að varðveita þau sérkenni sem þær skapa. Efna- hagur Grænlands er í miklum nauðum staddur, eins og efnahag- ur annarra ríkja þriðja heimsins og grænlenska landstjórnin fékk mik- inn mótbyr, árið 1981, þegar hún hugðist móta nýja atvinnustefnu. Það var stefnt að því að móta sjálf- stæða grænlenska atvinnustefnu með markvissum aðgerðum og viðbrögðin létu ekki á sér standa: „Sprenging í Landsþinginu: sósíal- ískt Grænland" var fyrirsögnin á frásögn annars af tveimur viku- blöðum Grænlendinga af skýrslu stjórnarinnar um atvinnumál. Síð- an upphófust heitar deilur um mál- ið og stjórnin sá sig tilneydda að hopa. fas gg tm ■ • 1 1 ** * Pr- ÉÍH ** r 1 «..... T Mm ' A Æ ■ >’ i w y IIÍJ IDúpskur smábær eða grænlensk verstöð? Grænlensk atvinnustefna og hin danska fortíð Og ekki aðeins hopa. Þessar ráðagerðir stjórnarinnar voru aftur dregnar fram í kosningunum um vorið af stjórnarandstöðunni, At- assut, og leiðtogi Siumut, Jonathan Motzfeldt, afneitaði þeim algjör- lega þegar hann sagði í útvarpinu að þetta væri bara „gamalt lík sem lægi snoturlega í sinni kistu“. Sá sem ber ábyrgð á atvinnuáætl- uninni er Lars Emil Johansen atvinnumálaráðherra og hann er ásamt þeim Motzfeldt og Moses Olsen einn sterkastur leiðtogi í Siu- mut. Hann er í vinstriarminum og stundum hefur slegið í brýnu með honum og formanninum. „Ég styð áætlunina af fullri einurð“, segir hann: „ég hef lagt nafn mitt við þetta og starfað með þessum hópi. Ég skal að vísu viðurkenna að skýrslan er á heldur vondu máli. Við hefðum getað verið ögn frum- legri en að vera sífellt að þrástagast á orðum eins og „eignarnám" eða „fjárfestingarskylda". Allt rifrildið stóð um svona orð. Framleiðsla og þjónusta Nefndarálitið gengur út frá þeirri meginskoðun að fram- leiðslugeirinn á Grænlandi sé allur úr lagi færður, skældur og skakkur, og muni halda áfram að vera það ef stjórnvöld grípi ekki til sinna ráða. í því kemur fram að verslunargeiri og byggingar og aðrar framkvæmd- ir fái f sinn hlut óeðlilega hátt hlut- fall af gróða vegna skorts á sam- keppni, fjarlægðar frá umheimin- um, smárra eininga og annarrar sérstöðu. Það er sem sé umtalsvert misvægi á milli eigin framleiðslu, út- og innflutnings. Haldi svo fram sem horfir halda verslunar- og framkvæmdageiri áfram að tútna út, en veiðar, sjávarútvegur og fiskiðnaður leggjast af. Þetta verður að breytast, segir í álitinu, ef takast á að byggja á auð- lindum landsins, eins og Siumut setur á oddinn í stefnu sinni. Beina verður gróðanum annað - með „eignarnámi" og „fjárfestingar- skuldbindingum“ í fyrstu og síðan með því að útdeila gróðanum í samræmi við þörf og möguleika fyrir framleiðslu á einstökum svæðum, en ekki á grundvelli eignarréttarins. Þetta er reyndar farið að minna nokkuð á sjálfan sósíalismann. Marxismi? Lars Emil segir að í sínum flokki tíðkist ekki titlatog eins og „marx- isti“ eða „sósíalisti" og vill sem minnst af slíkum merkimiðum vita. Hins vegar segir hann það ekkert Iaunungarmál að marxísk greining henti afar vel til að átta sig á því sem hefur verið að gerast í atvinnu- málum á Grænlandi. Auðurinn hefur, segir hann, safnast á fáar hendur í kjölfar Grænlandspólitík- ur Dana á árunum 1960-70. Sú pól- itík átti að miða að því að Græn- land stæði jafnfætis öðrum hlutum danska ríkisins í skóla-, heilbrigðis- og öðrum ámóta málum. Gagnrýn- endur hafa hins vegar þóst sjá í þessu átaki danskan imperíalisma að leggja grunninn að stórfelldum fjárfestingum danskra einkaaðilja á Grænlandi. Mikill innflutningur Og gróðinn fór allur í verslunar- og framkvæmdageirann eins og fyrr segir en aðeins lítill hluti fór í að byggja upp atvinnulíf á grunni hinna feiknarlegu auðlinda sem er að finna í Grænlandi. Alls kyns op- inberar framkvæmdir og uppbygg- ing á verslun gerðu það að verkum að innflutningur varð feiknarlega mikill. Lars Emil sér hins vegar ekki fram á að hægt sé að draga úr honum; hann segir að það sé póli- tískur barnaskapur að halda að fólk sé tilbúið að taka á sig verri lífskjör og að það grafi undan grænlensku þjóðarstolti ef heima- stjórn hefur í för með sér verri lífs- kjör - þ.e. minna af alls kyns mun- aðarvarningi sem fluttur er inn. Hins vegar er þessi óhagstæði vöruskiptajöfnuður stærsta pólit- íska og efnahagslega vandamálið á Grænlandi að mati Lars Emils, og jafnframt stærsta hindrunin í vegi fyrir sjálfstæði sem yrði annað og meira en nafnið tómt. „Við öðlumst ekki sjálfstæði“, segir hann, „með heimastjórn, ræðum 1. maí og mótmælafundum. Við náum því um leið og við aukum útflutninginn, styrkjum iðnað heima í héraði, þróum nýjar aðferðir í fiskvinnslu og aukum á fjölbreytnina í fiskiðnaði með því að veiða eitthvað fleira en bara rækju og þorsk. Þá ættu að skapast fleiri atvinnutækifæri, betri vörur, meiri hagnaður fyrir samfélagið í heild og meira jafnvægi í inn- og útflutningi". En nú hefur þessi „grænlenska atvinnustefna“ sem sé verið kistu- lögð og Siumut-menn eru farnir að tala meira um að auka sjálfstjórn hinna einstöku héraða: suður- strendingar með sinn fjárbúskap, fiskimenn á vesturströndinni og veiðimenn í austri og norðri - allir eiga þeir að þróast með eigin hætti Lars Emil Johanesen atvinnumála- ráðherra: marxisminn getur verið góður tii síns brúks. sem hentar aðstæðum á hverjum stað. „Við höfum nú fyrstu fjögur heimastjórnarárin, einkum ein- beitt okkur að fiskveiðunum", segir Lars Emil atvinnumálaráð- herra. Það hefur gengið allvel að hans sögn og hann vill nú nota gróðann af því tilað reyna að byggja upp breiðara atvinnulíf. Hann segist hreint ekkert hafa á móti gróða; hins vegar vilji hann gjarnan að samfélagið í heild njóti góðs af honum. Og þá er brýnast að eitthvað af þessum gróða haldist í landinu en fari ekki beint til Dan- merkur, svo hægt sé að fjárfesta í nýjum framkvæmdum. (-gat byggði á Information). Ofvöxtur hefur hlaupið í grænlenska verslun... ..meðan atvinnulífið hefur setið á hakanum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.