Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. ágústJ983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Alviðrœðurnar í Lundúnum Lítill sem enginn árangur Enn einum viðræðufundi milli íslenskra stjórnvalda og Alusuisse er iokið án sýnilegs árangurs. íslenska samninganefndin nær engri viðspyrnu og virðist jafnvel vera að hrekjast út í samninga um 10-20 millsí raforkuverðshækkun til ÍSAL í núverandi stærð þegar 20 mills þarf til að greiða framfærslukostnað. Þá vekja athygli mótsagnakennd ummæli íslensku samningamannanna. „Mjög staðir“ Fundur aðila var haldinn í Lundúnum allan föstudaginn 19. ágúst, en ekkert varð úr fram- haldsviðræðum á laugardag, sem þó voru ráðagerðir. Engin frétt- atilkynning var gefin út af aðil- um, en í viðtali við ríkisútvarpið á föstudagskvöld sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra, að enginn árangur hafi orðið af fundinum og væru Alusuisse- Af viðræð- umarí London: IU h*í l«W. u «4*lumn luodarul h««blM klui»*n l Hrrkvðldl S*rrvun**»ÖU*r l SAMKOMULAG í SJáNMÁLI? t“ ,r~" m//// ” "rnsasr .ntlndirur hrdu >tort i Nrlndir ^JMM ^ K,- , l *-.-i - ■ S£=Sí£ 2L • • , 'r/ ' /'"Lr' 'Z’ '•»„ /»" -u [ >'*,> ..'V Ir ffj^S^Nord»leftÍLjllÍðtg4ur 1 Inndon: ÍMiðaði að samkomulagi' en samningar tókust ekki I.A. , fl..l.'i.nr k,.-u ,t'i’»'*'i-i» Mótsagna- kennd ummæli íslensku samninga- mannanna 99 eða Samkomulag ísjónmálf menn „mjög staðir“. Ríkjandi væri ósamkomulag um fjölmörg atriði, ekki síst um orkuverðið. Sami tónn var upp í viðtali við Morgunblaðið á laugardag, þar sem m.a. var haft eftir iðnaðar- ráðherra: „Fundurinn gekk erfið- lega og árangurinn er lítill sem enginn. Þessari tilraun lýkur í kvöld...Svisslendingarnir vilja ekki borga það orkuverð sem við teljum okkur þurfa að fá og fyrr en þeir eru búnir að sýna nægjan- legan lit í sambandi við það, get- um við ekki farið að ræða aðra hluti í samningunum...“,er haft orðrétt eftir Sverri. Þessi ummæli iðnaðarráðherra eru einkar athyglisverð þegar þau eru borin saman við það sem fjölmiðlar, m.a. Morgunblaðið og DV hafa eftir formanni viðræðunefndar Jóhannesi Nor- dal og Guðmundi G. Þórarins- syni alþingismanni. Af þeim verður ljóst að íslensku samning- amennirnir hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með að ekki tókst að ná saman amk. bráða- brigðahækkun raforkuverðs á þessum fundi. Þetta er þriðji fundurinn sem engum sýnilegum árangri skilar, en bæði Jóhannes og Guðmundur höfðu látið að því liggja strax fyrir fundinn í júlí að von væri á samkomulagi, og sama viðhorf endurspeglaðist í fréttum Morgunblaðsins fyrir fundinn þá og nú fyrir helgina. Laugardagsfundurinn ? Athyglisvert er að Morgun- blaðið kýs að taka meira mark á Jóhannesi Nordal en iðnaðarráð- herra, eins og fram kemur í við- tali við Jóhannes á útsíðu í sunnu- dagsblaði Moggans. Blaðið geng- ur svo langt að láta líta svo út sem framhaldsfundur hafi verið á laugardagsmorguninn, en í raun lauk fundi aðila á föstudags- kvöld: „Eins og sést af ummælum Jóhannes Nordal tókst hinsvegar að þoka málum áfram áður en viðræðum lauk fyrir hádegi á laugardag", segir Morgunblaðið og hefur eftir Jóhannesi: Allt í einum pakka „Okkur miðaði verulega áfram varðandi flest umræðuefnin..." Þá hefur blaðið eftir honum: „...að allir þættir væru samtengd- ir... “ Af því er m. a. 1 j óst að Alus- uissemenn halda stíft við formúl- una „Allt í einum pakka“ og að hækkun raforkuverðsins án ann- arra skuldbindinga af íslands hálfu, sem Sverrir Hermannsson virðist gera að skilyrði fyrir viðræðum um aðra þætti, hefur ekki hlotið náð fyrir augum Alu- suisse. Það eru því vonsviknir menn sem koma heim frá álviðræðun- um í Lundúnum og óbjörguleg staða sem ríkisstjórnin hefur sett sig í. En næsti samningafundur verður í Sviss og um hann segir Jóhannes Nordal við DV: „Við ættum að komast lengra áleiðis_“ / pálmalundinum Ekki er það að efa ef dæma má af ummælum Guðmundar G. Þórarinssonar. DV sendi sérstak- an fréttamann á eftir íslensku ál- nefndinni til Lundúna. Hann sendi litríka frásögn af árangurs- litlum viðræðum „undir laufkrónum trjánna“, þar sem samninganefndirnar „reiknuðu stíft í sólarhitanum" og dr. Jó- hannes Nordal gekk á milli borða „annað veifið“ eins og kennari í bekk. Hvar er fyrirstaðan? Aðalviðtalið er hins vegar við Guðmund G. Þórarinsson full- trúa Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni. Viðtalið lýsir einkar glöggt inn í hug þessa full- trúa fslands, sem er fyrst og fremst að berjast við eigin fortíð í þessu áhrifaríka máli. Þótt Sverr- ir iðnaðarráðherra sjái engan ár- angur útúr viðræðufundinum í Lundúnum er þessi fulltrúi Fram- sóknarflokksins svo gott sem bú- inn að ná samningum og kiófesta milljónir dollara fyrir Lands- virkjun. „Þetta verður fyrsta skrefið í endanlegum samning- um“, segir Guðmundur. „Það hefur sannast sem ég sagði alltaf að það væri hægt að semja.“ Og jþetta virðist vera létt verk ef marka má ummæli Guðmundar: „Samningsaðilar okkar (þ.e. Alusuisse. Þjv.) vilja reyna að leysa þessi mál...Samningsaðilar okkar eru ekki þær ófreskjur sem að minnsta kosti Þjóðviljinn hef- ur lýst.“-Þá vita menn það. En nú væri fróðlegt að fá upplýst hvar fyrirstaðan er þá? Á hverju stranda samningar við þessa góðviljuðu herramenn? Það skyldi þó ekki vera, að Guð- mundur G. Þórarinsson sé bara of seinn að reikna og standi á gati hjá Nordal og Möller „undir laufkrónum trjánna?“ — Einar Karl. Fyrirlestur og kvikmynd Sjóminjasafnið í Mariehamn Bergþóra Ama í tónleika- ferð Söngkonan og lagasmiðurinn Bergþóra Árnadóttir er nú á tón- leikaferð um Austurland. Hún mun syngja á vinnustöðum á vegum verkalýsðfélaganna á Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Seyðisfirði og síðan fer hún norður til Húsavíkur og syngur á vinnu- stöðum þar. Áætlað er að halda tónleika á öllum þessum stöðum og er dagskráin sem hér segir: þriðju- daginn 23. ágúst í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 25. íEg- ilsbúð, Neskaupstað, föstudaginn Bergþóra Árnadóttir syngur á vinnustöðum og tónleikum á Höfn í Hornafirði, Neskaupstað, Seyðis- firði og Húsavík. 26. í Herðubreið, Seyðisfirði og mánudaginn 29. ágúst í Félagsheim ili Húsavíkur. Á efnisskrá eru m.a. lög af væntanlegri plötu Bergþóru, Afturhvarfi. Allir tón- 1 eikarnir hefjast kl. 21.00. í kvöld kl. 20.30 heldur Göte Sundberg, forstöðumaður Sjóminjasafns Álandseyja í Mariehamn, fyrirlestur með kvikmynd um sjóminjasafnið og siglingar Álendinga frá fyrri tímum og fram til dagsins í dag. Sjóminjasafnið í Mariehamn er sérsafn um flest það er að segl- skipum og siglingum á þeim lýtur og mjög merkilegt á sínu sviði. Svo sem kunnugt er hafa Álendingar verið rniklir sægarpar og eru enn, en skipafloti þeirra hefur breyst með tímanum og í dag sigla þeir ekki lengur á seglskipum um heimsins höf eins og þeir gerðu fyrr og raunar lengst allra Norður- landabúa eða allt fram um síðustu heimsstyrjöld. Þeim sem komið hafavfcl Marie- hamn hefur eflaust orðið tíðlitið til tígulegs seglskips, sem liggur þar bundið og er nú einungis sýningar- skip og minnismerki um hinn stolta og tígulega seglskipaflota Álend- inga, en það er seglskipið Pom- mern. Kvikmyndin, sem sýnd verður, er um seglskipið Passat og siglingu þess milli Englands og Álandseyja árið 1938, og er myndin um 20 mín- útna löng. Fyrirlesarinn, Göte Sundberg, er eins og áður sagði forstöðumað- ur sjóminjasafnsins, en var áður skólastjóri sjómannaskóla Álands- eyja sem er meðal virtustu sjó- mannaskóla á Norðurlöndum. Hann var sjómaður árum saman - og meðal annars á seglskipum. Fyrirlesturinn um sjóminjasafn og siglingar Álendinga er öllum op- inn og aðgangur ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.