Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 27. - 28. ágúst 1983 Sterk hreyflng andspœnis ráðvilltri ríkisstjóm í vikunni varð stórmerkur at- burður á íslandi. Þúsundir manna sem hafa á herðum sér fjárskuld- byggingar vegna húsbygginga eða íbúðakaupa á síðustu árum hafa myndað hreyfingu sem krefst þess að þeim verði hlíft við gjaldþroti og eignamissi. Mikið fát hefur gripið ríkisstjórnina þegar hún stendur frammi fyrir þessari áhrifamiklu hreyfingu og þarf að efna stóru orðin um úrbætur í lánamálum fyrir kosningar, og loforðin um 80% lán. Krukk í lánskjaravísitöl- una og fyrirmæli til bankanna um skuldbreytingar til skamms tíma munu duga skammt til þess að friða þá hreyfingu sem upp er risin. í ályktun hins fjölmenna borgara- fundar sem haldinn var í Sigtúni sl. miðvikudag segir að einu raunhæfu úrbæturnar í húsnæðismálum séu: - að lán verði veitt til lengri tíma, - að lán verði mun hærra hlutfall af húsnæðiskostnaði en nú er, - að þessar aðgerðir séu afturvirk- ar þannig að þær nái til þeirra, sem keypt hafa eða byggt íbúðar- húsnæði sl. þrjú ár. Trúnaðarbrestur Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum fara ekki fram á af- nám verðtryggingar á lánum. Þeir vilja borga til baka það sem þeir fá að láni en vilja gera það á viðráðan- legum kjörum á tveimur til þremur áratugum. Þegar farið var að fylgja fram hávaxtastefnu og verðtrygg- ingarstefnu 1979 átti lengri lánstími að fylgja í kjölfarið. Þetta var aldrei efnt og vísar hver á annan um ástæður. Ekki vantar þó að eftir þessu hafi verið leitað, en bankarnir sögðu: Ekki við; lífeyris- sjóðirnir sögðu:Ekki við; og flokk- arnir sögðu: Ekki við, þegar á átti að herða. Það kom líka greinilega í ljós á fundinum í Sigtúni að fólki finnst ósamræmi milli orða og at- hafna stjórnmálaflokkanna í hús- næðismálum. Fundarmenn höfðu enga þolinmæði til þess að hlýða á þingmann Alþýðuflokksins lesa upp úr flokkssamþykktum um hús- næðismál og einn ræðumanna kvað alla flokka hafa svikið í húsnæðis- málunum. Anœgjuleg afstaða Samt er ánægjulegt til þess að vita að Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum hafa ekki áhuga á að sækja sér úrbót í þann hluta húsnæðislánakerfisins, - sem er í viðunandi horfi og svarar kröfum tímans. Alþýðubandalagið hafði forgöngu um það innan ríkisstjórn- ar Gunnars Thoroddsen að upp- fylla kröfur verkalýðshreyfingar- innar um félagslegt íbúðarhús- næði. Með góðum stuðningi mið- stjórnar Alþýðusambandsins tókst að standa við þau loforð sem gefin höfðu verið og gera margfalt átak í húsnæðismálum þeirra sem lægst hafa launin í þjóðfélaginu. Húsnœðis- lánakerfið ekki sökudólgur Með stuðningi í ársskýrslu Hús- næðisstofnunar ríkisins komst Svavar Gestsson fyrrv. félagsmál- aráðherra að eftirfarandi niður- stöðum um nýju húsnæðislögin og þróun húsnæðislánakerfisins frá 1980 í DV grein nýverið: „1. Heildarlán opinbera kerfisins hafa hækkað um 15,1% frá 1977 til 1981 en um 12,3% frá 1980. 2. Lán Byggingarsjóðs verka- manna hækkuðu um 324% frá 1980 til 1981. 3. 25% lána Byggingarsjóðsríkis- ins fóru til kaupa á eldra hús- næði 1981, en 6% af útlánagetu sjóðsins fóru í þessi lán árin 1975 og 1976. 4. Fjölmargir nýir lánaflokkar hafa verið teknir upp. 5. Engum hefur verið neitað um lán á árinu 1981 né síðar og stafar samdrátturinn í nýbygg- ingalánum af því að eftirspurn- in hefur minnkað. 6. Það var ekki síðasta ríkisstjórn sem tók ákvörðun um að þrí- skipta nýbyggingalánunum. Sú ákvörðun var tekin í tíð ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar, 1975. 7. íbúðalán sem hlutfall af bygg- ingarkostnaði hafa ekki lækk- að heldur haldist svipuð og áður. 8. Heildarlán til íbúðabygginga hafa aukist og er þá átt við lán banka, sparisjóða og lífeyris- sjóða auk lána Húsnæðisstofn- unar. 9. Samdráttinn í íbúðabyggingum er ekki hægt að skýra með tekj- ulækkun á árinu 1981 að mati Þjóðhagstofnunar. 10. Skýringuna er að finna í há- vaxtastefnunni og framkvæmd hennar. Það er kjarni málsins. Það eru engin rök til þess að finna sökudólginn í húsnæðis- lánakerfinu.“ Hávaxtastefnan Það er hávaxtastefnan og fram- kvæmd hennar sem er að sliga hús- byggjendur og íbúðakaupendur í dag. Ofan á það að lán hafa ekki verið hækkuð né lánstími lengdur sem neinu verulegu nemur bætist nú afnám verðtryggingar á laun í tvö ár með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Le”ngi getur vont versnað og það sér hver mað- ur og finnur á sjálfum sér að for- senda fyrir almennri verðtryggingu fjárskuldbindinga hlýtur að vera ve.rðtrygginglauna. Annarshrynur kerfið til grunna eins og nú er að verða reyndin. Ríkisstjórnin hefur sjálf komið sér í vanda með því að klípa sem nemur einum og hálfum mánaðar- launum af fólki á fyrstu sex mánuð- um stjórnartímabilsins (þremur mánaðarlaunum á einu ári!). Á bakinu hefur hún svo stóru orðin stjórnarflokkanna um 80% lán úr kosningabaráttunni. „Stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að nú skyldu lánuð 80% af íbúðaverði eða -byggingu og láns- tíminn stórlengdur. Það er ná- kvæmlega það sem við biðjum um að verði efnt,“ segja formælendur Áhugamanna um úrbætur í hús- næðismálum. Áhugaleysi flokkanna Á Alþingi í vetur reyndist ekki vera áhugi á því að stíga skref í átt til úrbóta fyrir þá sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Frumvarp Svav- ars Gestssonar félagsmálaráð- herra þess efnis dagaði uppi vegna áhugaleysis. Hinsvegar lofuðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur öllu fögru en ekki fyrr en eftir kosningar. í stjórnarmyndar- viðræðunum í vor kom þó í ljós sama áhugaleysið þegar rætt var um það af hálfu Alþýðubandalags- ins að sækja þyrfti fé í almenna húsnæðislánakerfið. Alþýðu- bandalagið lýsti yfir því í kosninga- baráttunni, að það myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn nema að bankar og lífeyrissjóðir yrðu lögskyldaðir til þess að leggja meira af mörkum til húsnæðislána og lánin yrðu lengd. Flokkurinn lýsti sig einnig reiðubúin til þess að leggja á sér- stakan skatt í því skyni að leysa vanda ungra húsbyggjenda og íbúðakaupenda, sem nú verða að koma yfir sig húsnæði á allt öðrum kjörum en tíðkast hafa síðustu ára- tugi. Áður breytti verðbólgan lán- um í styrki til húsbyggjenda og þeir sem nutu þeirra kjara standa í sið- ferðilegri skuld við þá sem nú koma á eftir og verða að borga til baka það sem þeir fá lánað í jafngildum krónum. Slík skattheimta hefði því verið réttlætanleg. Núverandi ríkisstjórn getur ekki miðað við sína almennu stefnu og gripið til skattheimtu í því skyni að sækja fé til húsnæðislána. Hallinn á fjárlögum er víst ærinn og varla verður bætt á hann svo neinu nemi. Bankarnir bera sig illa því hin óverðtryggðu afurðalán til atvinn- uveganna setja rekstur þeirra í mínus. Og lífeyrissjóðirnir verða ekki samningsfúsir ef að líkum lætur. Staða ríkisstjórnarinnar er því þröng. Þessvegna eru tillögur uppi um að afnema einfaldlega ' verðtryggingu lána og hverfa frá þeirri stefnu sem verið hefur við lýði sl. 3 ár. Sú leið er hinsvegar ekki einföld og mun mæta and- stöðu í kerfinu. Ríkisstjórnin á því framundan crfiða glímu við eigin loforð andspænis hreyfingu sem ekki mun láta staðar numið fyrr en þau hafa verið efnd. stjórnmál á sunnudegi Einar Karl „Stjórnartlokkarnir lofuðu fyrir kosningar að nú skyldu lánuð að verði efnt.“ - Frá borgarfundinum í Sigtúni. Ljósm. Leifur. 80% af íbúðarverði eða byggingu og lánstíminn yrði stórlengdur. Þetta er nákvæmlega það sem við biðjum Haraldsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.