Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 5
Helgin 27. — 28. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Listasafn alþýðu:
Málverk,
grafík
og ljóð
Sigurður Þóris,
Ingibergs
\og Péturs
I dag, laugardag, kl. 14, opna
Ingiberg Magnússon og Sigurður
Þórir Sigurðsson, myndlistarsýn-
ingu í Listasafni alþýðu,Grensás-
vegi 16. í tengslum við opnun sýa-
ingarinnar kemur út Ijóðabók eftir
Pjetur Hafstein Lárusson, í djúpi
daganna, myndskreytt með grafík-
myndum Ingibergs sem eru á sýn-
ingunni. Sýningin verður opin
virka daga kl. 16-22 nema mánu-
daga og kl. 14-22 um helgar. Henni
lýkur sunnudaginn 11. september.
Á sýningunni eru 62 verk, flest
unnin á þessu ári. Sigurður Þórir
sýnir 20 málverk og 14 teikningar
og Ingiberg 25 grafíkmyndir úr
ljóðabókinni og 3 teikningar.
Að sögn þeirra félaga, Ingibergs
og Pjeturs, leituðu þeir stuðnings
ASÍ við útgáfu bókarinnar og var
hann veittur með því að ASf kaupir
hluta af upplaginu til að selja á sýn-
ingunni, auk þess sem þeir
aðstoðuðu við gerð prentsmiðju
samninga. Skilyrði ASI var að graf-
íkmyndirnar yrðu til sýnis í Lista-
safninu og fengu þeir þá Sigurð Þóri
í lið með sér. Þeir félagar kváðu
bókina ekki verða dýrari en venju-
legar ljóðabækur á markaðnum,
þrátt fyrir myndskreytingarnar.
Myndir Ingibergs bera sama
heiti og ljóðin í bók Pjeturs. Þær
eru mis mikið tengdar texta
ljóðanna, frekar viðbót við þau.
Pjetur Hafstein kvaðst yrkja um
lífið og dauðann. Sem dæmi úr
bókinni er hér ljóðið Raunsæi:
Hrapað úr skýjaborgum
lenti á rústum loftkastala
og læt mig dreyma
að dagdraumar rœtist
í svefni.
Pjetur hefur áður gefið út 10
ljóðakver. Ingiberg Magnússon
stundaði nám við Myndlista- og
jhandíðaskóla íslands í fimm ár og
hefur sýnt nokkrum sinnum áður.
Sigurður Þórir nam við MHÍ 1968-
70 og stundaði síðan nám í Kaup-
mannahöfn í fjögur ár. Hann hefur
einnig sýnt áður.
_______EÞ^
Fyrirlestur um
|V-íslendinga
|i fyrra stríði
James Edgar Rea prófessor I
kanadískri sögu við Manitoba-
háskóla I Winnipeg flytur opinber-
an fyrirlestur í boði heimspcki-
deildar Háskóla íslands á mánudag
kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði.
Fyrirlesturinn fjallar um þátt-
;töku Vestur-íslendinga í fyrri
heimstyrjöldinni og verður fluttur
|á ensku. Allir velkomnir.
ERT ÞÚ BÚIN(N)
AÐ FA MIÐA?
Listamennirnir þrír, f.v. Ingiberg Magnússon, Pjetur Hafstein Lárusson og Sigurður Þórir Sigurðsson. í
baksýn sjást málverk Sigurðar. Ljósm. eik.
Heimur
dýranna
og Salik
Nýlega kom út hjá bókaútgáf-
unni Bjöllunni bækurnar Heimur
Dýranna eftir Chris Grey og Salik
bækurnar (4 hefti) eftir Keld
Hansen.
Heimur Dýranna í þýðingu Ósk-
ars Ingimarssonar segir frá dýra-
tegundum í heiminum. Fjallað er
um umhverfi, lifnaðarhætti og út-
breiðsu dýra í öllum heimsálfum. f
bókinni er fjöldi litmynda, korta og
ítarleg efnisorðaskrá.
Salikbækurnar í þýðingu Björns
Þorsteinssonar og Guðrúnar
Guðmundsdóttur segir frá lifn-
aðarháttum Eskimóa á Grænlandi
fyrr á tímum. Salikbækurnar eru 4
og heita: Salik á«hérna heima, Salik
og stóra skipið, Salik og hvalurinn
og Salik og Arnaluk.
SINGER
GerS 7146
Elektrónisk
• Fríarmur
• Burðarhalda
• Létt í meðförum (framleidd úr
BurBarhalda Standur f. ketli
Með sjálfvirka flytjaranum má
sauma styrktan teygjusaum þ.e.
þrefaldan. Þessi saumur heldur vel
nýju teygjuefnunum og prjónuðum
efnum. Við höfum hagnýtt okkur
130 ára reynslu við þróun þessarar
vélar.
Innbyggður
lampi
Stilling f.
spennu á
yfirþræði
Ásmelltur
áli)
Elektronisk stýring
Sjálfvirkur hnappagatasaumur
Styrktir teygjusaumar
Allur helsti nytjasaumur
Einföld í notkun
Spólan sett í ofanfrá
Ásmelltur fótur
Nýjustu gerðirnar eru
SINGER FUTURA 2010
Elektronisk með minni fyrir 29
munstur, þræðara, stillanlegum
blindsaumsfæti.
afturábak
Borð eða fríarmur Rofi
eftir þörfum
Stilling á saumbreidd.
Elektroniskt fótstig
Nálarstilling
f. teygjusaum
sporlengd
SINGER 290 Automatic.
Elektronisk með hraðastillingu,
18 munstur.
Hentar sérstaklega vel til að bæta
og gera við.
Singer framleiðir
vandaðar saumavél-
ar við allra hæfi.
Gerð 7184
Einföld saumavél með blindsaumi,
fjölspora Zig-Zag og teygjanlegum saum,
sjálfvirkum hnappagatasaum og fríarmi.
Gerð 7110
Alhliða saumavél, styrktur teygjusaumur,
blindsaumur f. falda, fjölspora Zig-Zag,
sjálfvirkur hnappagatasaumur, nokkur
munstur f. útsaum, friarmur.
& RAFBÚÐ SAMBANDSINS Sinaer er alltaf spori
Ármúla3 Reykjavík S.38900 framar.