Þjóðviljinn - 27.08.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Page 6
6 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 27. - 28. ágúst 1983 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. I Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsíngastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir: Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðión Sveinbiörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Óiöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. r itst Jór nargrci n úr aimanakinu Herstöðvarmál og atvinnumál • Nokkur skrif hafaaðundanförnu orðið,m.a. í Helg- arpósti og svo Víkurtíðindum, sem koma út í Keflavík, um gróða af framkvæmdum fyrir herinn, sem hefur m.a. verið notaður til að reisa mikið stórhýsi íslenskra aðalverktaka á Höfðabakka í Reykjavík. Karl Steinar, Guðnason alþingismaður kemur svo inn í dæmið með grein í Helgarpósti í gær. • Karl Steinar er í dálítið erfiðri aðstöðu: annarsvegar hefur hann fullan hug á að mæla með sem mestum umsvifum á vegum hersins og þá líka með flugstöðinni nýju og Helguvíkurframkvæmdum. Á hinn bóginn vill hann kvarta yfir því að „vera Varnarliðsins hefur orðið sveitarfélögunum í kring byrði á síðustu árum“. í þess- um flækjum öllum lendir hann til dæmis í því, að lofa þægilegheitin í vallarvinnunni en andmæla um leið þeirri skoðun, sem viðruð hafði verið í Helgarpósti, að umsvif hersins hafi tafið iðnþróun á Suðurnesjum. Nið- urstaðan af öllu saman verður svo sú hjá þingmannin- um, að ef hersetugróðinn verður eftir á Suðurnesjum þá sé öllu borgið. • Athyglisverðust í pistli þessum er klausa um að atvinnulífið á Suðurnesjum standi ekki traustum fót- um. Karl Steinar segir: „Eða hvar stæðum við ef t.d. Andropof semdi við Reagan um að leggja herstöðina í Keflavík niður - hvað ætti þá að gera við fólkið sem vinnur hjá Varnarliðinu?“ • Eingmanninum dettur bersýnilega ekki í hug að velta því fyrir sér, hve ömurlegt er að dandalast með slíkar spurningar. Né heldur finnst honum ástæða til að and- mæla nýjum framkvæmdum fyrir herinn sem munui smala enn fleira fólki til Suðurnesja og gera þau ennj háðari snúningshraða hinnar bandarísku hernaðar-' maskínu. En það væri ekki annað en rökrétt framhald af þeirri stefnu sem Karl Steinar og hans líkar í stjórn- málum hafa fylgt, að ef Bandaríkjamenn kæmust að þeirri niðurstöðu að herstöðin væri úrelt eða skiptu henni út fyrir einhvern niðurskurð hjá Rússum - þá hæfist upp ný Variðlandherferð sem grátbændi herinn að vera áfram - í nafni atvinnuöryggis. -ÁB. Hugtök og hugsjónir • Tvær talskonur Sjálfstæðiskvenna, Bessí Jóhanns- dóttir og Halldóra J. Rafnar, gera grein fyrir því í gær í Morgunblaðinu hvernig á því stendur, að Sjálfstæðis- konur vildu ekki taka þátt í friðarfundi, sem konur úr öllum öðrum stjórnmálaflokkum stóðu fyrir í gær. • Verða þær ýmsar formúlur undarlegar: dagurinn var ekki hlutlaus, sögðu þær, of lítill fyrirvari. En einna athyglisverðust er samt svofelld formúla, sem höfð er til varnaðar kvennasamtökum Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins: • „Pólitísk samtök kvenna ættu ekki að láta friðarhug- takið afvegaleiða sig frá þeim hugsjónum sem flokkar þeirra berjast fyrir“. • Taki menn eftir, að hér er friðurinn orðinn eins og eitthvert leiðinlegt og afstrakt hugtak - en sú Nató- stefna, sem Sjálfstæðiskonur virðast setja öllu ofar, er orðin það hnoss sem fær að gegna nafni hugsjónar. Oft má af máli þekkja manninn hver helst hann er. -áb. Frá leik Víkinga og spænsku meistaranna Real Sociedad í Evrópu- keppni meistaraliða í fyrra. Víkingar eru aftur í sömu keppni í ár en eru óheppnari með mótherja, mæta ungversku meisturunum. Þá grætur gjaldkerinn Ágúst eraðljúka,haustiðnálg- ast, sumir segja að það hafi kom- ið strax í vor. Með haustinu lýkur hinu stutta keppnistímabili ís- lenskra knattspyrnumanna, það sér fyrir endann á fjögurra mán- aða baráttu um meistaratitla og önnur hnoss sem fengur þykir í. Vegna veðurs, vallarskilyrða og fleiri ástæðna er leiktímabilið hér eitt það allra stysta sem um getur. Haustkoman hefur þó fleira í för með sér en lokauppgjör á ís- landsmeistaramóti. Frá því KR- ingar brutu ísinn fyrstir árið 1964 og tóku þátt í Evrópukeppni meistaraliða hafa íslensk lið ávallt sent lið í þá keppni og frá 1969 í öll þrjú Evrópumótin, meistaraliða, bikarhafa og UEFA-bikarkeppnina. Að taka þátt í Evrópukeppni er eins og að spila í happdrætti. Öllu máli skiptir hver mótherjinn er og þar sem sigurlíkur íslenskra liða í Evrópumótum eru ekki beint miklar vonast menn alltaf eftir því að dragast á móti ein- hverjum af frægustu knatt- spyrnuliðum álfunnar. Það er mikil reynsla og upplifun innifal- in í slíku og gjaldkerar knatt- spyrnudeildanna eru manna fegnastir, erlendu stjörnurnar eru líklegar til að laða að sér áhorfendur og þar með peninga í kassann. En því miður, ekki eru allir mótherjar í Evrópukeppni frægir og vinsælir. íslensk lið hafa oft dottið í lukkupottinn, hingað hafa komið mörg af frægustu fé- lögum Evrópu, Liverpool, Ben- fica, Real Madrid, Köln, Hamb- Viðir Sigurðsson skrifar urger, Celtic, og svo mætti lengi telja. Oftar hafa þó andstæðing- arnir verið lítt þekktir, miðlungs- lið frá miðlungsþjóðum, lítt spennandi fyrir knattspyrnuá- hugamenn en einum of sterkir til að íslensku liðin eigi möguleika á að komast áfram í keppninni. Pá grætur gjaldkerinn og sér fram á fjárhagslegt hrun, aðeins tryggir aðdáendur viðkomandi félags og slangur af öðrum mæta á völlinn og félagið hefur reyrt sér skulda- bagga á bak. Þrjú lið íslensk taka þátt í Evr- ópumótum í ár, Akranes, Vík- ingur og Vestmannaeyjar. Eitt þeirra, bikarmeistarar Ákurnes- inga, duttu í lukkupottinn fræga, leika gegn Evrópubikarmeistur- um Aberdeen frá Skotlandi, en af hinum tveimur er aðra sögu að segja. Víkingar fá ungverska mótherja, Eyjamenn austur- þýska. Lið frá Austur-Evrópu draga sjaldan að sér mikla að- sókn, því hafa Eyjamenn einkum fengið að kenna á því þetta er í fjórða skiptið á sex árum sem þeir leika gegn liði af þeim slóðum í Evrópukeppni. Að auki verða þeir að leika heimaleiki sína á höfuðborgarsvæðinu, fjarri sín- um dyggu stuðningsmönnum í Eyjum. Mikið fjárhagslegt tap. Er ekki hætta á að íslensku fé- lögin hreinlega gefist upp á þátt- töku þegar svona tekst til ár eftir ár? Það er nokkuð ljóst að ein- ungis Skagamenn eiga raunhæfa möguleika á að reikna með að sleppa taplausir út úr ævintýrinu þetta árið. íslenskir knattspyrnu- áhugamenn hafa orðið kröfu- harðari með árunum - þeir sitja heima í auknum mæli ef andstæð- ingarnir í Evrópuleikjunum eru ekki í allra hæsta gæðaflokki. Benfica-ævintýrið frá 1968 endurtekur sig ekki, það koma aldrei aftur 19.000 manns á Evr- ópuleik á Laugardalsvelli. Hvernig er hægt að koma fé- lögunum til hjálpar þannig að þátttaka í Evrópumótum kom- andi ára haldist tryggð? Þetta er ekki eingöngu bundið við knatt- spyrnuna, í handknattleiknum hafa svipuð vandamál komið upp undanfarin ár. Það yrði mikill sjónarsviptir fyrir íslenska knatt- spyrnu ef Evrópuleikjunum fækkaði eða þeir hreinlega legðust af. í þeim fær fjöldi knatt- spyrnumanna stærsta og eftir-' minnilegasta tækifæri síns ferils, margir sem aldrei komast í lands- lið fá möguleika á að spreyta sig gegn erlendum andstæðingum og hljóta af ómælda reynslu og lífs- fyllingu. Skyldi ekki vera hægt að stofna sérstakan styrktarsjóð fyrir félög sem farið hafa illa, fjárhagslega, útúr þátttöku í Evrópukeppni? Sjóð, með ströngum en réttlátum úthlutunarreglum, sem veitt væri úr árlega. í hann gæti runnið viss prósenta af aðgangseyri á 1. deildarleikjum í knattspyrnu og handknattleik og jafnvel fleiri íþróttagreinum. I hann gætu fleiri aðilar borgað en sjálf íþrótta- hreyfingin og þeir sem leiki stunda. Hótel, flugfélög og aðrir sem árlega hagnast á Evrópuþátt- töku meðan íþróttafélögin tapa mættu verja örlítilli prósentu af sínum hagnaði til að tryggja á- framhald hennar. Allt er þetta spurning um fjár- magn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Aðgerða er þörf, að öbreyttu ástandi hljóta félögin að fara að draga saman seglin. En, á meðan ekkert verður gert verða knattspyrnuáhugamenn að halda áfram að leggja allt sitt af mörkum, það gera þeir best með því að mæta á heimaleiki íslensku félaganna í Evrópumótum hvort sem andstaeðingurinn er heimsfrægur á íslandi eða bara í sínu heimalandi. -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.