Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 11
tV#* HV i - — .tr ,*V'W Helgin 27. - 28. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Bragi Ásgeirsson sýnir á Akureyri: Vona ég veröi ungur til dauöadags en er alltaf reiður Bragi við eina myndina úr grafíkmöppunni sem er til sölu í Listmunahúsinu. „Ég mála mikið af konum - þær eru fallegar“ segir hann. Ljósm. eik. Mér finnst sjálfsagt að vera með í að miðla list útiá landsbyggðinni" sagði Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður, í samtali við Þjóðviljann en hann opnar sýningu í Listsýningarsal Myndlistarskólans á Akureyri, Glerárgötu 34, í dag, laugardag 27. ágúst, kl. 15. Sýningin verðuropinvirkadagafrákl. 18 til 22 og laugardaga og sunnudagafrákl. 15 til 22. Henni lýkur 4. september. - Ég hef aldrei haldið vel skipu- ' lagða sýningu norðan heiða fyrr, segir Bragi. - Fyrir mörgum árum sýndi ég á Hótel Varðborg en myndirnar fóru illa í flutningunum og voru sýndar þannig, hálf skemmdar. Það er sj álfsagt að lyfta Akureyri upp sem listabæ. Ég fer norður og set sýninguna upp og verð við opnunina. Sýningin verð- ur með svipuðu sniði og sú sem haldin var í Listmunahúsinu í Reykjavík sl. vor. Þá var gefin út mappa með fimm steinþrykks- myndum eftir mig, 50 tölusett ein- tök til sölu fyrir almenning. Af þeim eru 25 þegar seldar. Mappan kostar 15 þúsund krónur. Mynd- irnar á sýningunni eru flestar unnar í steinþrykk, eða málm, örfáar tré- ristur verða með og nokkrar eru í sáldþrykk. Samtals80 myndir. Þær eru til sölu á viðráðanlegu verði. Verðið fer eftir því hve mörg ein- tök ég bý til af hverri. Mest bý ég til 25 eintök, oft 10-15 og stundum aðeins 3-5. Verðið er frá 1400 upp í 11-12 þúsund. Ég er að selja í fyrsta sinn myndir sem ég hef átt í 25 ár. Ég hef hent mörgum grafíkmyndum um dag- ana en sé eftir því núna. Þá var ég reiður, vanmetinn, ungur maður. - Ertu hættur að vera reiður ungur maður? Bragi brosir þessu sérstaka brosi sínu. Það umbreytir andliti hans sem stundum er hart og mikilúð- legt. Síðan segir hann: - Ég vona að ég verði ungur til dauðadags. Ég er alltaf reiður. - Af hverju? - Ég er geðríkur. Ég get ekki fellt mig við ládeyðu. Ég vil líf í kringum mig. Ég hef skömm á fólki sem situr á rassinum og brosir í all- ar áttir. - Finnst þér margir gera það? j - Flest fólk gerir það. Þannig hefur það verið frá því sögur hóf- ust. Það er hægt að gera miklu bet- ur. Það væri til lítils að lifa ef ekki væri hægt að gera betur. - Ertu cnnþá bjartsýnn? - Bjartsýnn og ekki bjartsýnn. Ég gefst aldrei upp. Held alltaf áfram. Bjartsýnis verðlaunin sem mér voru veitt eru ekki veitt fyrir yfirborðsbjartsýni. Ég ætla mér að gera eitthvað og framkvæmi það, hvort sem ég geri það grátandi eða hlæjandi. Ég ætla mér að ná markinu. - Vinnurðu mikið? - Ég vinn eins og brjálæðingur, segir hann og kímir en verður fljótt alvarlegur aftur. - í öllu mögulegu. Á veturna kenni ég fulla kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum. Ég er fyrsti íslendingurinn sem kenni grafík samfleytt, áður höfðu bara verið haldin námskeið. Ég byrj aði að kenna 1956 og hef kennt síðan mis mikið. Eitt árið kenndi ég frá níu á morgnana til tíu á kvöldin. Ég skrifa mikið og svo mála ég. Þetta verður síðasta sýn- ingin á eldri grafíkmyndum mín- um. í framtíðinni sýni ég nýjar myndir. - Það er mikið af konum í myndum þínum. - Já, ég hugsa mikið um konur. Konur eru fallegar. Þær eru miklu mýkri og líkami þeirra formfagurri en líkami karla. Ég er alltaf þar sem hættan er mest, segir hann og glott- ir. Brún, stór augun horfa stríðnis- lega út í fjarskann. „Konur skapa vissa spennu, taugastríð, sem er listamanninum nauðsynleg. Það þarf kjarkmiklar konur til að eiga samleið með listamönnum. f flest- um tilvikum held ég að erfitt sé að vera gift listamanni. Það er mikið taugastríð. Línurit þeirra fer upp og niður. Þeir verða að berjast með hnúum og hnefum, stundum ríkir, stundur bláfátækir. Flestir eru þeir ánægðir ef þeir geta bara unnið. Flestir miklir málarar hugsa lítið um peninga. Verðið á verkum þeirra hefur svo rokið upp eftir að þeir eru dauðir og aðrir notið þess. - Er málari jafn góður hvort sem hann er ríkur eða fátækur? - Margir hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af peningum, eru af efna- fólki komnir, t.d. Cézanne og Lautrec. Vel efnaðir listamenn lifa oft meinlætalífi. Fátækir listamenn vilja frekar lifa óhófslífi. - Er erfitt fjárhagslega að vera myndlistamaður á íslandi? - Ef maður hugsar bara um ánægjuna, ekki markaðinn, er lítil ágóða von. ísland er gott land fyrir myndlistamenn, góð birta, fallegt landslag. Málarar þurfa að geta unnið samfleytt. Þeir þurfa að vera heilsuhraustir og vinna tvöfaldan eða þrefaldan vinnudag til að endar nái saman. Ef þeim gengur of vel fjárhagslega, geta þeir lent í vítahring skatta. Það hafa sumir orðið að reyna. Efni til málaralistar er dýrara á íslandi en nokkru öðru Evrópu- Iandi sem ég þekki til. Það er í sama tollaflokki og kremdrulla fyrir kvenfólk. Ég vona að málaralistin sé varanlegri en þær skreytingar sem konur mála á sig, segir Bragi og brosir, „með fullri virðingu fyrir kvenfólkinu" bætir hann ákveðinn við og þar með ljúkum við viðtal- inu og vonum að Akureyringar njóti vel myndlistar Braga. EÞ Þaö er staöreynd, að Danfoss ofnhitastillareru orkusparandi og borga sig því upp á skömmum tíma. Auk þess veita þeir mikil þægindi með jöfnum óskahita í hverju einstöku herbergi. Fyrir nokkru var skipt um á öllum ofnum í Empire State byggingunni í New York, sem er 102 hæöir, og settir upp Danfoss ofnhitastillar. Erekkifull ástæöa til aö þú setjir upp ofnhitastilla hjá þér þótt starfsemin sé aöeins á einni hæö ? HÉÐINN SEUAVEGI2, REYKJAVÍK.SÍMI 24260

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.