Þjóðviljinn - 27.08.1983, Page 28

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Page 28
DJQÐVHHNN Helgin 27. — 28. ágúst 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 í stýrið á Draupni er skorið krossmark en slíkt var algengt áður. Dæmi eru til að það hafi verið víðar í skipum t.d. í austurtrogi. Undirrituð ásamt Ásgeiri Erlendssyni, vitaverði á Bjargtangavita og Bjarna Jónssyni. Perlan að Hnjóti Egill Olafsson, bóndi oð Hnjóti í safni sínu, ásamt Vigdísi sem opnaði safnið formlega í júní sl. Egill hefur safnað gömlum munum frá því hann var 15 ára. Fyrir u.þ.b. 40 árum hóf ungur maðurfrá Hnjóti í Örlygshöfn við Patrekskfjörð, að safna ýmsum gömium munum sem tengdust atvinnusögu byggðarlagsins. Maðurinn heitir Egill Ólafsson og var þá 15 ára. Allar götur síðan hefur Egill safnað gömlum munum. Hann bjó til vísi að minjasafni á heimiii sínu að Hnjóti, en auðvitað nægði það húsnæði ekki, svo farið var að huga að byggingu safnahúss fyrir munina. í júní sl. opnaðiVigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, safnið formlega í nýja húsinu. Það var hátíðleg stund þegar safnið að Hnjóti var opnað. Ekki bara athöfnin sjálf heldur vegna þess hve safnið er einstakt í sinni röð. Fórnfýsi Egils og atorka eru ein- stök, þess verður gestur í safninu fljótlega var. Það er ekki nóg með að þar sé að finna fjölda gamalla muna sem gaman er að sjá, uppsetning þeirra er svo smekkleg og mun- ar þar ekki minnst um, hve vel hlutirnir eru merktir með heitum og hvernig notkun þeirra er útskýrð með myndum á veggjun- um. Fyrir fólk af þeirri kynslóð sem ekki man hlutina í notkun, er þetta tvennt ómetanlegt og opnar sýn inn í atvinnu og líf liðinna kynslóða. Á efri hæð nýja safnahússins er fyrir komið hlutum sem notaðir voru innandyra en á neðri hæðinni eru ýmsir munir sem tengjast sjávarútveg og hlunnindum lands- ins. Þar er einnig áraskipið Draupnir, úr Bjarneyjum sem róið var á mörgum stöðum kringum Breiðafjörð. Nákvæm skýringar- mynd af heitum á öllu innanborðs er við hlið skipsins, teiknuð af Bjarna Jónssyni. Bjarni teiknaði í allt 46 skýringarmyndir sem settar eru upp við hlið þeirra muna sem útskýrðir eru á myndunum. Bjarni teiknaði allar skýringarmyndir í hið mikla verk Lúðvíks Kristjánssonar, íslenskir sjávar- hættir. Það verk hóf hann 1964. Á meðan á þeirri vinnu stóð, kvaðst Bjarni hafa skroppið af og til vestur að Hnjóti, því þar var að finna ýmsa muni sem tengdust sjáv- arútvegi sem hvergi voru til annars staðar. Hluti af myndunum úr bókum Lúðvíks eru á safninu að Hnjóti. Bjarni hefur einnig teiknað skýringarmyndir við íslenska þjóð- búninginn sem mun koma út í Orðabók menningarsjóðs í vetur. Þær myndir eru við íslenska búninginn í safninu. Bjarni kvaðst eiga eftir að teikna fleiri myndir fyrir safnið og er það vel, því þær auka gildi munanna. Við athöfnina í sumar afhenti Egill Ólafs- _ son Vestur-Barðastrandar.sýslu safnið form-í lega. Skyldi það bera heitið Minjasafn Egils Ólafssonar. f safnstjórn eiga sæti tveir til þrír menn úr sýslunefnd og Egill Ólafs- son sem ersjálfkjörinn, svo og afkoinendur hans eftir hans dag. Sýslunefnd sér um rekstur safnsins í samráði við Þjóðminja- safn. Aðdragandi þess að safnahúsið var byggt er sá, að Egill fékk styrk frá Þjóðminjasafni og hóf undirbúning bygg- ingar í samráði við þjóðminjavörð. Eftir það kom sýslunefnd inn í málið og 1976 var kjörin byggingarnefnd. í henni áttu sæti: Egill Ólafsson, Össur Guðbjartsson, Lág- anúpi, Kollsvík og Bragi Thoroddsen, Patr- eksfirði. Efnt var til hugmyndasamkeppni um útlit hússins og áttu sæti í dómnefnd: Davíð Davíðsson á Sellátrum í Tálknafirði og Þórður Jónsson á Látrum. 1. verðlaun í samkeppninni hlaut Magnús Gestsson, Ormsstöðum, Dalasýslu. Er útlit hússins mjög líkt byggingarlagi gamalla sjóbúða. Ekki er þéttbýlt, né fjölmennt, við sunn- anverðan Patreksfjörð en sú perla sem safnið að Hnjóti er, á eflaust eftir að laða að sér þá sem áhuga hafa á að kynnast broti úr sögu þjóðar sem brotist hefur úr ánauð til fullveldis, eins og Egill komst að orði við opnunina. Sá er ekki svikinn sem leggur leið sína að Hnjóti. Þegar þangað er komið, er stutt að fara að Látrabjargi, annarri perlu en annars kyns. EÞ. I Áraskipið Draupnir úr Bjarneyjum er í safninu í sinni upp- runalegu mynd. I safninu eru 46 skýringarmyndir eftir Bjarna Jónsson. Á þessum myndum er t.d. sýnt hvaða aðferð var notuð þegar sigið var í Látrabjarg. Sá búnaður er varðveittur á safninu. Texti E. Þ. Myndir: G.M.O.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.