Þjóðviljinn - 02.09.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 2. september 1983
...að fínna fjor tök stinn ...
Mótí
hesta-
íþróttum
Fyrir nokkru var haldið Revl-
on mótið í hestaíþróttum og var
veður skínandi gott og þátttaka
mikil í öllum greinum. Stigahæsti
knapi mótsins var Gunnar Arnar-
son, enda var hann í úrslitum í
öllum greinum.
Hinn frægi gæðingur Goði frá
Ey var þarna sigursæll og annar,
hestur sem vakti athygli var Fróði
Gunnars Dungal sem Gunnar
Arnarson reið. í tölti sigraði
Trausti Þór Guðmundsson, á
Goða frá Ey, í fjórgangi sigruðu
þeir einnig, en í fimmgangi sigr-
aði Sigurbjörn Bárðarson á
Glaði. I gæðingaskeiði var það
svo Gunnar Arnarson á Funa frá
Seljabrekku sem sigraði.
Bridge
Oft verður undirritaður var við
„klaufahátt" hjá ýmsum spilurum.
Eða hver hefði áhuga á að lenda í
sporum sagnhafans í spilinu í dag
(sem kom fyrir í Sumarbridge, ekki
fyrir ýkjalöngu ):
K10876 6 DG6 ÁD73 ÁDG9
52
ÁD98732 105
ÁK 8732
84 43 KG4 10954 KG105 962
Sagnir gengu þannig:
Norður Austur Suður Vestur
1 spaði Pass 1 grand Dobl
Pass Pass Pass
Nú, það þarf víst ekki að fjölyrða
um spilamennskuna. Út kom spaði,
hjartatía til baka, gosi og drottning,
meiri spaði og hann tekinn á nokkra
slagi, meira hjarta og Vestur lagði
upp. 1 grand spilað og 7 niður á hætt-
unni gerði 2000 til a/v. Sagnhafi fékk
engan slag.
Villan í spilinu er sú, að sitja í 1
grandi dobluðu, þegar líkur eru á
„flótta" í láglit. Og flestir „vanir" spil-
arar taka nú mark á stöðum sem
þessum.
Vonandi hefur sagnhafi dagsins
lært sína lexíu af þessu spili og verður
ekki eins auðveld „bráð“ fyrir veiði-
mennina í spilafólögunum í vetur.
Spjallað
við
Árna Óskarsson
Hátíð um
frið og
framtíð
Heilmikil friðarhátíð er ráð-
gerð 6.-11. september og verður
alla dagana heilmikið um að vera
á ýmsum stöðum í bænum, en
hápunkturinn verða rokkhljóm-
leikar í Höllinni þann 10. þar sem
Crass, Egó, Megas, Ikarus og
Tolli og bjartsýnishljómsveitir
Kukl og Vonbrigði koma fram.
Við hringdum í Arna Óskarsson
sem er einn aðstandenda og
spurðum útí þetta:
„Þessi hugmynd vaknaði í
vor“, sagði hann, „meðal ýmissa
tónlistarmanna og fólks í kring-
um þá og það var ákveðið að
halda hljómleika undir þessu
slagorði - Við krefjumst fram-'
tíðar- til að vekja athygli á þeirri
gereyðingarhættu sem vofir yfir
okkur öllum. Þeir vildu reyna að
útvíkka þessa umræðu og ná til
fleiri; ná til ungs fólks og knýja
það til að velta þessum málum
örlítið fyrir sér. Síðan vatt þetta
upp á sig og nú eru þessir hljóm-
leikar einungis liður í stórri hátíð.
Við höfum í hyggju að halda
sérstaka Hirosima-vöku þar sem
sýndar verða myndir frá Hiro-
sima sem japanska friðarhreyf-
ingin hefur safnað og búið til eina
vídeómynd úr, og væntanlega
verður eitthvað spjallað með.
Svo verður önnur vídeódagskrá
sem við nefnum „Kjarnorkuárás
á London og Reykjavík", þar
verður sýnd ensk mynd sem sýnd
var í sjónvarpinu fyrir skömmu
og margir muna eflaust eftir og
fjallar um hugsanlegar afleiðing-
ar af kjarnorkuárás á London.
Við höfum líka útbúið kort af
Reykjavík þar sem sýndar eru af-
leiðingar kjarnorkuárásar hér.
Við fáum í heimsókn fulltrúa
frá erlendum hreyfingum: einn
kemur frá evrópsku friðar-
hreyfingunni og annar frá sam-
tökum amerískra lækna sem berj-
ast á móti kjarnorkuvopnum.
Það verða væntanlega fundir með
þessu fólki og við ráðgerum einn-
ig dagskrá þar sem þeir myndu
flytja ávörp og síðan yrði lesið
upp og ýmsar aðrar uppákomur
hafðar í frammi. Svart og sykur-
laust leikhúsið verður alla daga
með uppákomur út um allan bæ -
þau geta birst hvar og hvenær
sem er...“
- Segðu mér frá Crass - eru
þau eitthvað sérstök?
Árni Óskarsson: Það var ákveðið að halda hljómleika undir þessu slag-
orði - Við krefjumst framtíðar-til að vekja athygli á þeirri gjöreyð-
ingarhættu sem vofir yflr okkur öllum.
„Þau eru mjög sérstök. Þetta
er engin venjuleg hljómsveit. Það
verður 11 manna hópur sem kem-
ur hingað og þetta er fólk sem
Ieggur aðaláherslu á að berjast
gegn stríði og hvers kyns ofbeldi,
hljómsveitin barðist til dæmis
ötullega gegn Falklandseyja-
brjálæðinu. Þeir kenna sig við
anarkisma, og rokkið er í þeirra
augum einungis ákveðinn miðill
til að koma ákveðnum boðskap á
framfæri. Fyrir þá sem finnst
þessi músik þeirra leiðinleg gefa
þeir út blöð og eru með margs
konar útgáfustarfsemi í gangi.
Þeir spila pönk, og halda sig við
ýmsar grundvallarhugmyndir
þess í sambandi við stíl og ýmis-
legt andóf gegn hefðbundnum
markaði rokksins. Miðað við það
að þeir auglýsa ekkert og veita
aldrei nein blaðaviðtöl eru þeir
mjög vinsælir - lögin þeirra rjúka
alltaf um leið á toppinn á óháðu
vinsældalistunum.“
Við eigum þannig von á góðum
hljómleikum. Egóið virðist vera
gott núna því þeir voru rétt að
enda að slá í gegn á þingi nor-
rænna hljómplötuútgefenda í
Noregi, þeir áttu salínn, segja
heimildarmenn. Þarna úti á þess-
ari ráðstefnu vakti mikla athyglil
hve mikið hefur verið að gerast
hér í rokkmúsík undanfarið og
það var ákveðið að láta ísland
hafa vissan forgang í því að koma
sinni rokktónlist á framfæri á hin-
um Norðurlöndunum. Og í Höll-
inni verða allar bestu hljóm-
sveitirnar...
-gat* 1
Gætum tungunnar
Rétt er að segja: Ég hlakka til, þú hlakkar til, drengurinn
hlakkar til, við hlökkum til, þið hlakkið til, þau hlakka til.
(Ath.: ég hlakka eins og ég hlæ.)
Sagt var: Þar voru fulltrúar tveggja samtaka.
Rétt væri: ... fulltrúar tvennra samtaka.
Betur færi þó: ... fulltrúar frá tvennum samtökum.
(Ath.: Eintala af orðinu samtök (eitt samtak, samtakið) er ekki
til.)
Hunda-
sýning
á laugar-
daginn
Hundaræktarfélag íslands efn-
ir til hundasýningar í Félagsgarði
í Kjós á laugardaginn kemur.
Þetta er sjötta sýningin sem fé-
lagið stendur fyrir og taka ein-
ungis hreinræktaðir hundar þátt í
henni. Dómari sýningarinnar
verður Jcan Lanning frá Bret-
landi, en hún hefur tvívegis áður
dæmt á sýningu HRFI.
Hundasýningin hefst kl. 9 á
laugardagsmorguninn. Fyrstir
verða sýndir poodle-hundar, síð-
an nokkrir hundar þar sem aðeins
eru einn eða tveir af hverri teg-
und, þá írskir setterar, en á sýn-
ingunni í fyrra bar einmitt sigur
úr býtum írski setterinn Naddur,
sem er í eigu Júlíusar Vífils Ing-
varssonar söngvara. Eftir hádeg-
ið keppa íslenskir fjárhundar,
golden retriever og labradorar
retriever, en úrslit verða kynnt og
verðlaun afhent milli kl. 17.30 og
18. Hlýðnisýning verður á vegum
hlýðninefndar HRFÍ kl. 11.30 til
12.
Á sýningunni á laugardaginn
verður m.a. valinn besti hundur
sýningar, besti hundur tegunda,
besti hvolpurinn og sitthvað
fleira í samræmi við það sem tíðk-
ast á sýningum sem þessari.
Sýningarfulltrúi er Sigríður
Pétursdóttir frá Ólafsvöllum, for-
maður sýningarnefndar er Ragn-
ar Kristjánsson prentari.
Aeinu
þinginu um
daginn
- Ég held að þetta gæti gengið
með tilliti til nauðsynlegra
Samræmingar- og aðhalds-
aðgerða á sviði framsækinna
stjórnsýslumála.
- Já ef að málsaðilar gera með
sér drög að samkomulagi um víxl-
verkandi áfangaþróun til auk-
innar samræmingar sjónarmiða
og samráðs um hagstæða niður-
færslu þensluhraðans í ákvarð-
anatöku.
- Það er ljóst.
(Ljósm. Leifur).