Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Þjóðviljinn - 02.09.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.09.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 ÍþrÓtt i r' Surasson Rætt við Hörð Helgason, þjálfara Skagamanna: „Þetta léttiraf okkur vissri spennu en við erum ekki farniraðfagnasigri algerlega ennþá. Það eru tveir leikir eftir og við viljum vinna þetta endanlega sjálfir“, sagði Hörður Helgason, þjálfari 1. deildarliðs Akurnesinga í samtali við Þjóðviljann í gær. Þessu svaraði hann til þegar við spurðum hann hvort fagnaðarhátíð Skagamanna hefði hafist þegar KR-ingar töpuðu fyrir Keflavík í fyrra- kvöld. Htht Bikarmeistarar, og að öllum líkindum íslandsmeistarar: íþróttabandalag Akraness. Hörður Helgason er ystur til hægri í efri röð. Á leið uppúr öldudal” Fór að þjálfa af því að hann kunni þýsku! Hörður Helgason er ungur þjálf- ari, 34 ára gamall, og þjálfaraferill hans er ekki langur. Samt sem áður er nánast öruggt að hann skilar Skagamönnum tveimur mestu verðlaunagripum íslenskrar knatt- spyrnu á þessu fyrsta heila ári sínu sem 1. deildarþjálfari, bikarinn í höfn og íslandsmeistaratitillinn hefur verið hrifsaður með öllum fingrum nema kannski litlaputta. Við báðum Hörð að rekja feril sinn fyrir okkur. „Ég hef spilað knattspyrnu frá því ég man eftir mér, er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og lék með Fram í öllum yngri flokkum alltaf í markinu, allt uppí meistara- flokk. Þar urðu leikirnir fáir, Þor- bergur Atlason í markinu og ég oft- ast á varamannabekknum. Síðan flutti ég á Akranes og spil- aði þar af og til i nokkur ár en náði aldrei að festa mig í liðinu." - Hvenær vaknaði áhuginn á þjálfun? „Það kom nú allt af hálfgerðri tilviljun. Árið 1979 var hér vestur- þýskur þjálfari, Klaus Hilpert, og þar sem fáir skildu þýsku lenti það á mér að túlka fyrir hann. Ég var hættur að leika sjálfur að mestu og Klaus bað mig um að aðstoða sig. Ég var síðan með honum á öllum æfingum og í undirbúningi fyrir leiki. Á þessu lærði ég heilmikið en áður hafði maður auðvitað tekið eftir því sem aðrir þjálfarar voru að gera, ég skrifaði t.d. heilmikið nið- ur þegar George Kirby var hér fyrst án þess að vera neitt að velta þjálf- un alvarlega fyrir mér. Reyndar hafði ég þjálfað 5. flokk hjá Fram þegar ég var 17-18 ára en ég man nú mest lítið eftir því. Síðan, þegar George Kirby hætti með liðið í júní 1980 tók ég við því og kláraði keppnistímabilið. Ég tók við 2. deildarliði Völsungs á Húsavík og þjálfaði það sumarið 1982, fyrir milligöngu Jóns Gunn- laugssonar sem kom Húsvíkingum í samband við mig. Ég lærði mikið á því sumri og hafði gaman af. - Nú hefur verið mikil stígandi í leik ÍA síðari hluta sumars, þið haf- ið fengið 11 stig úr síðustu sex leikjunum og sigrað í bikarkeppn- inni. Hver er ástæðan? „Við hófum æfingar seint miðað við önnur lið og erum að komast í toppform nú seinni hlutann á með- an önnur lið eru mörg komin yfir toppinn hjá sér. Stífar æfingar hóf- ust ekki fyrr en í mars, ég er ekki nógu kunnugur því hvernig þetta er hjá öðrum 1. deildarfélögum, en svona eftir því sem ég hef heyrt þá virðast sum keyra einum of mikið á sínum leikmönnum of snemma. Strákarnir eru einfaldlega búnir að fá nóg þegar líður á sumarið, leikgleðin er ekki sú sama og þá er til lítils barist. Ég er hræddur um að þetta hafi einungis verri áhrif og skemmi fyrir“. - Hvernig fínnst þér knattspyrn- an í 1. deiidinni í sumar? Erum við á uppleið? „Menn eru að tala um að knatt- spyrnan sé leiðinleg, það hafi allt verið betra hér áður fyrr. Þetta gengur í bylgjum, ég tel að við sé- um að komast uppúr öldudal og því á uppleið. Knattspyrnan í sumar er skemmtilegri en oft áður, flest lið leggja áherslu á opnari leik og þar af leiðandi hefur mörkum fjölgað. Hins vegar er alltaf svo, að þegar mikið er um leiki verða miðlungs- leikirnir margir, en þeim góðu fjölgar líka“. - Eru leikirnir kannski of margir? „Það er erfitt fyrir okkur að halda svona mikilli breidd. Leikirnir eru kannski ekkert of margir en ef við ætlum að halda góðri aðsókn eru þeir það. Við erum það fámenn að við fáum aldrei topp áhorfendafjölda á hvern leik, fólk verður að velja og hafna“. - Er 1. deildin sterkari í heiid en í fyrra? „Ég fylgdist nú ekki nógu vel með síðasta sumar en nokkur lið hafa komið mér mjög á óvart í ár, einkum nýju félögin, Þór og Þrótt- ur. Þau hafa oft leikið mjög vel, átt að vísu misjafna leiki, en staðið sig betur en ég átti von á. Þau geta bæði spilað skemmtilega knatt- spyrnu og svo er reyndar um flest 1 ið 1. deildarinnar". - Aftur upp á Skaga. Hver er skýringin á þessum mikla knatt- spyrnuáhuga á Akranesi og þessum eldmóði sem einkennir stuðnings- menn IA umfram aðra? „Þetta á allt sínar rætur að rekja til ársins 1951 þegar ÍA verður fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að verða íslandsmeistari. Gamla gull- aldarliðið lifir í minningunni enn þann dag í dag og það var byrjunin. Síðan hafa Akurnesingar yfirleitt verið með gott lið. Meðan 1. deildarliðið er gott skapast áhugi hjá yngri strákunum, þeir sjá góða knattspyrnu og læra af, leika sér með bolta og þykjast vera þessi og þessi leikmaður. Þannig heldur þróunin áfram. Hvað stemmninguna varðar þá er áhuginn hér einsdæmi. Hingað hafa flutt leikmenn frá Reykjavík, Akureyri, Keflavík og víðar og sest hér að, og þeim ber öllum saman um að þeir hafi aldrei kynnst öðru eins.“ - Gullaldarliðið gamla, hafa knattspyrnumenn síðari ára mátt gjalda þess, eru menn á Akranesi alltaf að miða við það? „Nei, það held ég ekki, ég hef aldrei orðið var við afbrýðisemi yngri leikmanna í garð hinna görnlu og held að þeir hafi ekki þurft að gjalda þess á neinn hátt. Við höfum reyndar átt fleiri gull- aldarlið en þetta eina, meistaralið- ið 1970 og síðan árin 1974-75, þá ríkti sannkölluð gullöld. Ég vona bara að enn ein gullöldin sé að renna í garð“. - Ertu bjartsýnn á það? „Við erum með „stabílt" lið í dag með talsverða leikreynslu en það eru einnig ungir menn á leiðinni. Það er mikilvægt að þeir komi inní liðið smátt og smátt, einn til tveir á ári. Umskiptin verða of mikil ef 5-6 nýir eru að koma í byrjun árs. Við höfum verið heppnir að þessu leyti, mannabreytingar hafa yfir- leitt verið rólegar og gerst á löngum tíma. Ef það heldur áfram er engin ástæða til að ætla annað en bjartir tímar séu framundan“. - Nokkur lokaorð? ,,Ég vil ítreka að í okkar augum er íslandsmeistaratitillinn enn ekki í höfn. Við eigum eftir tvo leiki og ætlum okkur að standa okkur vel í þeim. Síðan er það Aberdeen í Evrópukeppni bikarhafa og það er stefnan hjá okkur að standa uppi í hárinu á þeim (and)Skotum!“ -VS Enn skalla Framarar Framarar hafa gert mikið af skallamörkum í 2. deildinni í knatt- spyrnu í sumar og í gærkvöldi bætt- ust tvö í það safn þegar þeir blá- klæddu unnu öruggan sigur á Njarðvíkingum, 3-0, á Valbjarn- arvelli. Steinn Guðjónsson skallaði bolt- ann í netið hjá Njarðvík eftir 23 mínútur eftir sendingu Kristins Jónssonar. Tíu mínútum síðar var Steinn felldur og dæmd vítaspyrna sem Hafþór Sveinjónsson skoraði úr. Fram sótti og sótti, Sverrir Ein- arsson skaut í samskeytin og Krist- inn í slá áður en Guðmundur Torfason skoraði þriðja markið á 78. mínútu, með skalla eftir auka- spyrnu Hafþórs. Miklir yfirburðir Fram og sigurinn gat orðið enn stærri. Fram hefur 22 stig, KA 21, FH 18, Frarn og KA eiga eftir 2 leiki en FH 3. Tvö þessara liða leika í 1. deild að ári. -VS með tvö Lárus Guðmundsson skoraði tvö mörk þegar lið hans, Waterschei, vann góðan sigur, 3-0, á Kortrijk í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu. Fyrra markið var sérlega glæsilegt, þrumufleygur af 25 m færi beint í bláhornið uppi. Pétur Pétursson skoraði einnig, gerði eitt marka Antwerpen sem sigraði Gent 4-2. Það var einnig leikið í V.Þýska- landi í fyrrakvöld. Ásgeir Sigur- vinsson lék með Stuttgart og stóð sig mjög vel í 3-0 sigri á Dortmund. Dússeldorf vann Núrnberg, 2-1. Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev léku báðir með Dússeldorf en hvorugum tókst að skora. -VS Norskir og enskir íslandsmeistarar Víkings í hand- knattleik drógust á móti norsku meisturunum Kolbotn í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða. Fyrri leikurinn fer fram í Noregi. FH leikur gegn enska liðinu Liverpool í IHF-keppninni og ætti ekki að vera í miklum vandræðum þar. KR-ingar taka þátt í Evrópukeppni bikarhafa og sitja hjá í 1. umferð. Næstsíðasta umferðin Stuttu lent — skoraði sigurmarkið Breiðablik og KR berjast um sigurinn í 1. deild kvenna Bryndís Einarsdóttir kom sá og sigraði þegar Breiðablik vann Akr- anes 3-2 í 1. deild kvenna í Kópa- vogi í gærkvöldi. Hún var að koma beint frá Kaupmannahöfn, af flug- vellinum á knattspyrnuvöllinn, kom inná þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og skoraði tvö marka Breiðabliks, annað var sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok. Skagastúlkurnar skoruðu fyrsta markið á 15. mínútu, Laufey Sig- urðardóttir nýtti sér misskilning varnarmanns og markvarðar Breiðabliks. Ásta B. Gunn- laugsdóttir jafnaði tíu mínútum síðar eftir frábæra sendingu Erlu Rafnsdóttur. ÍA komst aftur yfir eftir 10 mín- útur í síðari hálfleik. Kristín Aðal- steinsdóttir tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs, gaf háan bolta inní og þrumuskalli Laufeyjar hafnaði í markinu. Laufey rakst á Guðríði Guðjónsdóttur markvörð og lá sú síðarnefnda óvíg eftir en harkaði þó af sér og lék leikinn á enda. Bryndís jafnaði sérlega glæsilega skömmu síðar. Hún fékk langa sendingu fram, sneri á varnarmann út við hliðarlínu og skaut þrumu- skoti sem markvörður ÍA átti ekki möguleika á að verja. „Gull af marki“. Fjórum mínútum fyrir leikslok dró svo ein úr Skagavörninni Bryndísi hreinlega í jörðina innan vítateigs og úr vítaspyrnunni skoraði Bryndís, öryggið uppmál- að. Mikil harka var í leiknum og voru bæði liðin staðráðin í að gefa ekkert eftir. Sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var en það voru „æðarkollurnar“ sem börðust betur. Bryndís var best í liði Breiðabliks, en Laufey hjá ÍA. Breiðablik hefur nú 14 stig en KR 12 þegar tvær umferðir eru eftir en þessi félög mætast í síðasta leik mótsins. Ónnur lið eiga ekki mögu- leika á sigri. Víkingur vann Víði 2-0 á Vík- ingsvellinum í gærkvöldi. Helga Bragadóttir skoraði í fyrri hálfleik en Jóna Bjarnadóttir í þeim síðari. Sigurinn var nokkuð sanngjarn en Víðisstúlkurnar áttu nokkur hættu- leg skyndiupphlaup. Lið Víðis var jafnt en Dýrleif og Alda voru best- ar hjá Víkingi. Þar með er öruggt orðið að Víðir fellur í 2.deild. -MHM Næst síðasta umferðin í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu verður leikin um helgina. Breiðablik mætir Þrótti á Kópavogsvellinum í kvöld kl. 18.30, og á morgun verða þrír leikir. ísfirðingar taka á móti Valsmönnum í einum af úrslita- leikjum fallbaráttunnar og Víking- ur mætir Þór á Laugardalsvellin- um. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. Loks hefst viðureign ÍÁ og ÍBV á Akranesi kl. 14.30 og þar dugar Skagamönnum jafntefli til að tryggja sér endanlega meistaratitil- inn. í 2. deild leika KA og Einherji á Akureyri í kvöld kl. 18.30. Þrír leikir verða svo á morgun og hefj- ast allir kl. 14. Víðir-Fylkir, Völsungur-KS og FH-Reynir. í úrslitakeppni 4. deildar mætast Stjarnan-Víkverji og Leiftur- Hvöt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 197. tölublað (02.09.1983)
https://timarit.is/issue/223844

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

197. tölublað (02.09.1983)

Aðgerðir: