Þjóðviljinn - 02.09.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA:— ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. september 1983
DIOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, yerkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Eramkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttjr. _____ _
Jlitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
tlmsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baidur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigúrðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. ?
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjórnsson.
LJósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Handrita- dg prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsing.ar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúia 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prdnt.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Barátta Samstöðu
í Póllandi
• Um þessar mundir er þess minnst að þrjú ár eru liðin
síðan pólsku verkafólki tókst að knýja stjórnvöld til að
viðurkenna rétt samtaka launafólks til að semja á frjáls-
an hátt um kaup og kjör. Barátta Samstöðu var háð á
þeim lýðræðisgrundvelli, sem framsækin fjölda-
hreyfing hlýtur ávallt að hafa í heiðri, þegar réttur
alþýðunnar til að ráða sjálf örlögum sínum er æðsta
hugsjón hreyfingarinnar.
• Landsfundur og flokksráð Alþýðubandalagsins hafa
ávallt lýst yfir eindregnum stuðningi við baráttu verka-
fólks í Póllandi og krafist viðurkenningar á fullum rétti
Samstöðu. Alþýðubandalagið hefur harðlega gagnrýnt
að stjórnvöld í Póllandi reyndu með herlögum, öðrum
þvingunum og stuðningi Sovétríkjanna að brjóta Sam-
stöðu á bak aftur. Þegar herlögin voru sett varð Al-
þýðubandalagið fyrst allra hér á landi til að efna til
útifundar til að mótmæla þeirri aðför stjórnvalda að
lýðræðislegum samtökum alþýðunnar.
• Þjóðviljinn lýsir því yfir eindregnum stuðningi við
ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti fyrir nokkrum
dögum. Niðurlag þeirrar ályktunar gerir Þjóðviljinn
einnig að sínum orðum:
„Aðgerðirnar 1. maí sýndu skýrt og greinilega að
pólska þjóðin hefur ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir
frelsi og lýðræði og fyrir réttinum til að mynda frjáls og
óháð verkalýðssamtök.
Nú þegar þrjú ár eru liðin frá Gdansk-
samkomulaginu krefjumst við:
- Að Gdansk-samkomulagið sé haldið.
- Að allir pólitískir fangar verði látnir lausir.
- Að Samstaða fái að starfa sem lögleg samtök“.
• Um leið og þessi samþykkt ASÍ er áréttuð er rétt að
hugleiða að lýðræðið í okkar eigin landi stendur svo
höllum fæti að sömu dagana og minnst er afmælis Sam-
stöðu eru öll stærstu samtök launafólks á íslandi, sem,
samtals eru með 80.000 félaga, knúin til að birta í öllum
blöðum áskorun til ríkisstjórnarinnar um að íslensk
alþýða fái á nýjan leik þann frjálsa samningsrétt, sem
gerræðislög nýrrar ríkisstjórnar tóku frá fólkinu í
landinu.
• Samtök íslenskrar alþýðu hafa nú ekki frekar en
Samstaða í Póllandi rétt til að semja á frjálsan hátt um
kaup og kjör. Lýðræðisréttur alþýðunnar hefur einnig
hér verið fótum troðinn með gerræði ríkisstjórnar sem
ekki virðir grundvallarforsendur í lýðræðislegu samfé-
lagi frjálsra manna.
i
/ ;
Islensk skipasmíði
• Þjóðviljinn gefur út í dag sérrit um íslenska skipa-
smíði. Þar kemur skýrt fram að fjölskrúðugir mögu-
leikar felast í þessari meginstoð iðnaðarins í landinu. Á
undanförnum árum hefur verið unnið kappsamlega að
því að styrkja þróunarmöguleika þessarar atvinnu-
greinar.
• í grein í Þjóðviljanum fyrir skömmu vakti Hjörleifur
Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, athygli á
þeim hættum sem núverandi stjórnarstefna býr ís-
lenskri skipasmíði. Hjörleifur benti á, að vegna afstöðu
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins stefndi í það að hið mikla undirbúningsstarf á
undanförnum árum til að koma fótum undir sam-
keppnishæfan skipaiðnað hérlendis hefði verið unnið
fyrir gýg.
• Sérrit Þjóðviljans í dag sýnir hinn mikla vaxtarkraft
sem felst í íslenskum skipaiðnaði. Það yrði hrópleg
afturför ef núverandi ríkisstjórn myndi fórna þessari
atvinnugrein vegna skammsýni og rangrar atvinnu-
stefnu. Því verður á næstu mánuðum að safna liði til
verndar íslenskum skipaiðnaði. ór ^.
Titringur fyrir
landsfund
Frá því er skýrt á yfirlætis-
lausan hátt í Morgunblaðinu i
gær, að Sjálfstæðisflokkurinn
muni halda landsfund 3.-6. nóv-
ember. Hinir ýmsu armar flokks-
ins eru þegar komnir í hár saman
af því að reiknað er með að Geir
Hallgrímsson formaður flokksins
muni segja af sér því embætti.
Mogginn hefur enn ekkert
skýrt frá átökunum innan flokks-
ins um æðsu embætti, en vonar-
peningur hinna ýmsu hagsmuna-
aðila hefur flengriðið um héruð
landsins til að afla fylgis fyrir
formannskosninguna. Morgun-
blaðið þegir þunnu hljóði um
þessa viðburði innan Sjálfstæðis-
flokksins. Hins vegar er tæpast
skrifuð frétt öðruvísi en hermt sé
frá logandi átökum innan Al-
þýðubándalagsins. Og þar er
mikið nýjabrum og hugmynda-
flugið frjótt eins og vænta má.
Þessi taktik, að skrifa um upp-
diktuð átök á örðum bæjum þeg-
ar hvað mest gengur á heima
fyrir, byggist á gamalkunnu
innanmeini, nefndu „frústra-
sjón“ á framandi tungu.
Dallas má fara
að vara sig
Átökin í Alþýðubandalaginu
skarast við átök innan Dagsbrún-
ar í Morgunblaðinu. Allt er þetta
skrifað í hasarderuðum Dallas-
stíl, þannig að samsetningurinn
er spennandi aflestrar.
Mogginn hefur löngum skipt
Alþýðubandalaginu uppí tvær
stríðandi fylkingar sér til hægðar-
auka: „verkalýðsarm" og
„menntamannaarm". Nú hefur
Mogginn klifað á þessari arma-
skiptingu í svo mörg ár að hann
hefur ekki einu sinni sjálfur trú á
að lesendur gíni við flugunni.
Þess vegna eru komnar í Stak-
steinari nýjar nafngiftir: „Dags-
brúnararmur" og „Þjóðvilja-
armur“.
Armahlaup
Samkvæmt Morgunblaðinu
skipta menn um arma í Alþýðu-
Viöskiptaráðherra
skemmtir bja
oli
Jty
nóyei
Vet
ös»tt»
utvvva
dvvtVve
'ttvvta
Abövv
SVVV‘a/
Ur
etv1
komandi vetri, samkvæmt heim
ildum Mbl. Þá hefur venMeitað
eftir þvi við þmgmenn flokksi _
úr Reykjavik að þeir vfla regi
„f
Jjví verið
Ólafur Ragnar
Kin., M.æ-hefur
bandalaginu hratt og iðulega.|
Þannig hefur Þröstur Ólafssonl
hlaupið úr Þjóðviljaarminum r
Dagsbrúnararminn, en Skúli
Thoroddsen úr Dagsbrúnararm-
inum í Þjóðviljaarminn. Og
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
samkvæmt Staksteiijari komið
sér fyrir í nýju skjóli Þjóðvilja-
armsins. Svavar Gestsson reynir
svo að hafa þessa arma góða með
því að senda Guðmund J. til
Nýju-Jórvíkur í Bandaríkjunum
en Ólaf Ragnar inná alþingi.
Mogginn er reyndar ekki alltof
viss um þessar trakteringar
Svavars við samherjana, því að
frá er sagt í fréttaskýringu að
Guðrún Helgadóttir hafi fengið
beiðni um að hverfa í þingfrí til að
Ólafur Ragnar geti sest í stól
hennar! En eins og kunnugt er er
Guðrún Helgadóttir landskjör-
inn þingmaður og varamaður
hennar heitir Kjartan Ólafsson -
og Ólafur Ragnar gæti að sjálf-
sögðu ekki tekið sæti hins lands-
kjörna þingmanns! En Mogginn
er farinn að ryðga í þingræðis-
reglunni sem von er, styðjandi
ríkisstjórn sem gefur þinginu
langt nef og löggjafarsamkoman
hefur ekki komið lengi saman.
Gamlar lummur
„Verkalýðsarmurinn hyggst
endurheimta stöðu sína“, segir
- >//
Mogginn í fréttaskýringu sinni í
gær. En þeir sem blaðið telur
vera „verkalýðsarm“ Alþýðu-
bandalagsins eru samkvæmt
sömu heimild komnir til Stykkis-
hólms og Nýju-Jórvíkur.
Burtséð frá þessum skemmti-
legu uppákomum í Alþýðu-
bandalaginu, hafa borist fregnir
af tíðum ferðum forystumanna
hinna ýmsu arma í Sjálfstæðis-
flokknum til Stykkishólms og
Akureyrar, Þórshafnar og Þor-
lákshafnar. Og þeir sem þyngstir
eru á sér hjá íhaldinu hafa látið
sér nægja að skreppa til Keflavík-
ur og einn hyggst fara til Hafnar-
fjarðar. Þeir sem nú eru tíðast
orðaðir við formennskukjörið á
landsfundi íhaldsins eru: Ragn-
hildur Helgadóttir, Gunnar
Schram, Matthías Á. Mathiesen,
Þorsteinn Pálsson, Davíð Odds-
son (sem er að afla fylgis á Skúla-
götu), Friðrik Sophusson, Birgir
Isleifur Gunnarsson, Jónas Har-
alz auk annarra fulltrúa peninga-
hyggjunnar. Hins vegar þykir
okkur á Þjóðviljanum okkar
kandidat líiclegastur eins og
endranær: Geir Hallgrímsson.
-óg
Minkur í hænsnabúi
„Hvernig er unnt að tryggja
friðinn", spyr Morgunblaðið í
flokksdálki Sjálfstæðisflokksins í
gær. Svarið fæst með myndbirt-
ingum, þar sem Einar Karl Har-
aldsson Þjóðviljaritstjóri skipar
heiðurssess.
100 daga kjara-
skerðingar
í auglýsingu frá samtökum
launafólks sem birtist í gær, þegar
ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks hefur setið að
völdum í 100 daga, kemur fram
hvers vegna þúsundir heimila í
landinu' ramba nú á barmi gjald
þrots.
Þar kemur m.a. fram að lág-
tekjufólk, sem var 96 stundir að
vinna fyrir matarreikningi fyrir
einu ári, þarf nú að vinna 141
klukkustund fyrir sama matar-
reikningi! Átímabilinu 1. febrúar
til 1. ágúst hækkaði matarreikn-
ingur vísitölufjölskyldu um 57%,
opinber þjónusta um 47% og
lánskjaravísitalan um 46%. Sam-
kvæmt síðustu kjarasamningum
vantar 36% á laun 1. september.
Uppí þessi ódæmi kjaraskerð-
inga og árása á heimilin í landinu
hefur ríkisstjórnin skammtað
eftirfarandi: 8% 1. júní, væntan-
lega 4% 1. október og rúsínan í
góðverkum ríkisstjórnarinnar
eru svo 2% í svokallaðar „mild-
andi aðgerðir". -óg