Þjóðviljinn - 02.09.1983, Blaðsíða 12
UODVIUINN
Föstudagur 2. september 1983
Aðalsiml Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Gerðardómsmálið vegna skattsvika ÍSAL
Klukkan gengur áAlusuisse
Alusuisse ber að tilnefna í alþjóða gerðardóminn um
fjárfestingardeilur ICSID fyrir 16. september
í aprílmánuði sl. sendi fjármálaráðuneytið
innheimtukröfu til ÍSAL vegna vangoldinna
skatta á grundvelli endurskoðunar á yfirverði á
hráefnum til ÍSAL1976 til 1979 og endurskoðun-
ar ársreikninga ÍSAL 1980 og 1981. Hljóðaði
krafa ráðuneytisins samtals uppá um tíu milljón-
ir dollara eða nær þrjúhundruð milijónir ísl.
króna, en þar af hafði tæpur helmingur þegar
verið skuldajafnaður á móti skattinneign ISAL
hjá ríkissjóði.
Alusuisse sá sér þann kost vænstan að leita til
gerðardóms samkvæmt álsamningunum frá 1966, og
féllst iðnaðarráðuneytið strax á það fyrir sitt leyti.
Var málið endanlega þingfest þann 16 júní sl. fyrir
ICSID gerðardóminum - Alþjóða gerðardóminum
um fjárfestingarmál - en hann starfar í tengslum við
Alþjóðabankann, sem aðsetur hefur í Washington.
Samkvæmt reglum dómstólsins ber þeim aðila sem
frumkvæði hefur að gerðardómsmeðferð að tilnefna
dómara af sinni hálfu í gerðardóminn ekki síðar en
þremur mánuðum eftir að málið er formlega skráð og
þingfest. Noti aðilar sér ekki þennan rétt, er það
forseti ICSID sem tilnefnir dómara fyrir þann aðila
sem ekki notar rétt til tilnefningar, en gagnaðili, í
þessu tilviki íslensk stjórnvöld, tilnefna síðan af sinni
hálfu.
Nú er klukkan semsagt að falla á Alusuisse og þá er
að sjá hvort núverandi ríkisstjórn kemur auðhringn-
um til bjargar og fellst á tillögu hans um „sérstakan
farveg" varðandi skattsvikamál ÍSAL með það að
markmiði að unnt verði að svæfa málið, eða leysa það
með samkomulagi þeirra „heiðursmanna", sem brátt
ræðast við í Zúrich, þann 6. þ.m. Yrði slík málsmeð-
ferð keimlík því sem gerðist við endurskoðun álsamn-
ingana 1975.
Lögfræðingar iðnaðarráðuneytisins og lögfræði-
legir ráðunautar innlendir og erlendir voru þess ein-
dregið hvetjandi sl. vor að íslensk stjórnvöld héldu sig
við ICSID gerðardóminn, og telja það fslandi veru-
lega í hag að Alusuisse þurfi að tilnefna af sinni hálfu í
dóminn á undan fslandi sem gagnaðila. -ekh
Athugun samþykkt í borgarráði Reykjavíkur
Verkamannabústaðir
á „f'rjálsum" markaði
„Ég er mjög andvígur því að
létta af forkaupsrétti á verka-
mannabústöðum. Hugsunin
með þeim er sú, að þarna sé
verið að létta undir með lág-
launafólki og það er að mínu
mati út í hött að leyfa sölu á
íbúðunum á frjálsum markaði.
Eigendur íbúðanna fengu þær á
sínum tíma á mjög góðum kjör-
um og það væri rangt ef þeir eða
erfingjar þeirra ættu að fara að
hagnast á þeim.“
Guðmundur Þ. Jónsson á sæti í
stjórn Verkamannabústaða
Reykjavíkur og ofangreind um-
mæli eru eftir honum höfð vegna
beiðnar frá borgarráði um að
stjórn verkamannabústaða athugi
hvort ekki megi létta af forkaups-
rétti á þeim verkamannabústaðaí-
búðum, sem hafa verið í samfelldri
eign í 30 ár. Borgarráð samþykkti á
fundi sínum hinn 9. ágúst sl. að
leggja þessa ósk fyrir stjórn verka-
mannabústaða, en Guðmundur Þ.
sagði að málið myndi fljótlega fá
afgreiðslu í stjórninni. Beiðni
borgarráðs felur í sér, að forkaups-
réttinum á þessum íbúðum yrði
aflétt frá og með 1. október nk.
Hér er um að ræða íbúðirnar
vestan Hringbrautar, þ.e. 170
íbúðir við Hringbraut, Ásvallagötu
og Brávallagötu, og íbúðirnar í
Holtunum, þ.e. 220 íbúðir við Há-
teigsveg, Meðalholt, Einholt, Stór-
holt, Stangarholt og Skipholt.
Samtals myndu því 390 íbúðir
koma til greina í þessari söíu, en
skilyrði er að þær hafi verið í 30 ára
samfelldu eignarhaldi.
„Þetta myndi kalla á, að fólk færi
að spekúlera með þessar eignir,“
sagði Guðmundur Þ. Jónsson enn-
fremur. „Efallirlandsmenn byggju
við þann kost að fá 80% húsnæðis-
stjórnarlán, eins og okkur hefur
reyndar verið lofað, horfði málið
kannski öðru vísi við að mínum
dómi. En því er nú ekki að heilsa
og eins og málin horfa við nú þegar
4 umsækjendur eru um hverja íbúð
sem losnar megum við ekki missa
eina einustu íbúð úr þessu kerfi".
í sama streng tók Guðrún Kr.
Óladóttir, varakona Kvennafram-
boðsins í stjórn Verkamannabú-
staða. „Ég er algjörlega á móti því
að létta af forkaupsréttinum og
finnst fáránlegt að Ieggja það til.
íbúðirnar eru byggðar á félags-
legum grundvelli til að hjálpa þeim
sem minnst mega sín og við verðum
að halda þessum grundvelli. Eins
og ástandið er nú kemur þetta að
mínu mati alls ekki til greina“.
ast
Kennarar undirbúa móttöku 6 ára barna í skólalífið. Mynd -Magnús.
Kennarar á námskeiði
Kennsla 6 ára
barna undirbúin
Nærri 60 væntanlegir kennarar 6
ára barna sitja nú á námskeiði á
vegum sem Fræðsluskrifstofa
Reykjavíkur stendur fyrir.
Skólatími 6 ára barna hefur verið
lengdur úr 1 kennslustund á viku á
nemanda, sem þýðir að skólatími
barnanna verður á bilinu 17 - 20
kennslustundir á viku og fer það
eftir nemendafjölda í deild á hverj-
um stað.
Það er talið mjög mikilvægt að'
vanda til skólabyrjunarinnar hjá
þessum yngstu skólanemum og
nálgast námsmarkmiðin á sem fjöl-
breyttastan hátt. Á námskeiði
kennaranna er fjallað um markmið
og leiðir í forskólakennslu, náms-
umhverfi, mynd- og handmenntir,
þroskaleiki lestrarkennslu og ýmis-
legt fleira. Fyrirhugað er að halda
framhaldsnámskeið eftir áramótin.
Þingflokkur Bandalags jafnaðarmanna:
Þessa dagana er víQtaekur
undirbuningurá mörgum
vigstöðum fyrir
friðarhatiöina i Reykjavik i
næstu viku, 6.-10. sept-
ember.
Þá skortir
„Ennþá hefur ríkisstjórn
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
ekki lagt fram neinar tillögur til
lausnar efnahagsvandanum, sem
treyst gætu samstöðu þjóðarinn-
ar“, segir i ályktun þingflokks
Bandalags jafnaðarmanna 31. sl.
mánaðar.
„Afnám samningsréttar, stjórn
án þingræðis, verðhækkanir og
launaskerðing eru viðbrögð
hugrekkið
manna, sem skortir hugrekki til að
ráðast á garðinn þar sem hann er
hæstur.
Viðbrögð þessi leysa ekki neinn
vanda og skapa andstöðu alls þorra
fólks, en ekki samstöðu með
stjórnvöldum. Nýsköpun í fjárfest-
ingarstjórn er eina úrlausnin sem
skapað getur tiltrú fólks á vilja
þessarar stjórnar til að leiða
þjóðina frá orðum til athafna."
íslenska skáksveitin í Chicago:
Sigraði Svisslendingana
Stefnir á 2. sætið í mótinu!
íslenska skáksveitin á
heimsmeistaramóti æskufólks í
Chicago sigraði Svisslendinga
auðveldlega í næst síðustu umferð
mótsins sem fram fór í gærkvöldi.
Jón L. Árnason og Elfar Guð-
mundsson sigruðu sína mótherja,
Jóhann Hjartarson gerði jafntefli
og skák Margeirs Péturssonar fór í
bið. Eru taldar líkur á jafntefli í
þeirri viðureign.
Fyrir þessa umferð í gærkvöldi
voru íslendingar í 3. sæti keppninn-
ar, næstir á eftir Kínverjum. Þessi
úrslit þýða hins vegar að íslenska
skáksveitin á góða möguleika á að
hreppa 2. sæti þessa heimsmeistara
móts, en Rússar eru líklega búnir
að tryggja sér gullverðlaunin.
Skákir þeirra Jóns L. og Elfars
fóru í bið í gærkvöldi en eftir hálfr-
ar klukkustundar bið ákváðu sviss-
nesku mótherjarnir að gefa
biðskákirnar eftir. Nái Margeir
Pétursson jafntefli hefur íslenska
sveitin sigrað Svisslendingana með
3 vinningum gegn 1 en sigri Mar-
geir verða úrslitin 3V2-V2. Islenskur
stórsigur.
Síðasta umferðin á þessu
heimsmeistaramóti æskumanna í
Chicago fer fram annað kvöld að
íslenskum tíma.
-v.
Munið friðarhátíðina 6.—10. september