Þjóðviljinn - 02.09.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. september 1983 ÞJÓÐVILJINN" - SÍÐA 3
Leikárið að hefjast í Iðnó
Ný andlit
og gamlir
kunningjar
Hart í bak, Gísl eftir Behan, tvö ný erlend verk og fyrsta
leikrit Sveins Einarssonar, - þetta er framlag Leikfélags
Reykjavíkur til menningarneyslu í höfuðborginni í vet-
ur. Æfingar eru þegar hafnar á tveimur verkum og Hart
í bak verður frumsýnt sunnudaginn 14. september, en
þá hefði höfundurinn Jökull Jakobsson, orðið fimmt-
ugur.
Leikararnir í Iðnó komu úr
sumarfríi fyrir rúmri viku og hófu
æfingar á tveimur fyrstu verkunum
á dagskrá vetrarins. Hart í bak er
fyrsta viðfangsefnið. Það leikrit var
á sínum tíma tímamótaverk í ís-
lenskri leikritun, sagði Stefán
Baldursson leikhússtjóri á blaða-
mannafundi, og náði gífurlegum
vinsældum þegar það var fyrst sýnt
í Iðnó árið 1962. Alls urðu sýning-
arnar 205 sem mun vera metað-
sókn að íslensku leikriti. Leikmynd
þá gerði Steinþór Sigurðsson og
tengir saman þessar uppsetningar
því hann stjórnar hömrum og
penslum líka í þetta skipti. Leik-
stjórinn nú er Hallmar Sigurðsson,
tónlistin er í höndum Eggerts Þor-
leifssonar og aðalhlutverk leika
Jón Sigurbjörnsson (Jónatan),
Soffía Jakobsdóttir (Áróra), Krist-
ján Franlín Magnúss (Láki) og
Edda Backmann (Árdís) en hin
síðarnefndu eru nýlega útskrifuð
úr Ieiklistarskólanum og verma
fjalir Iðnó í fyrsta sinn.
Einn leikari í viðbót er nýlaus úr
Ieiklistarskólanum: Pétur Einars-
son (Finnbjörn) sem hefur verið
skólastjóri þar og kemur nú fram í
fyrsta sinn eftir nokkurt hlé. Auk
þessara leika hlutverk Jón Hjartar-
son, Þorsteinn Gunnarsson, Lilja
Þórisdóttir, Karl Guðmundsson og
Hanna María Karlsdóttir.
Guð gaf
mér eyra
í október er fyrirhugað að hefja
sýningar á þriggja ára bandarísku
verðlaunaleikriti sem í þýðingu
Úlfs Hjörvars hefur hlotið nafnið
Guð gaf mér eyra, heitir á frum-
málinu Children of a lesser god.
Höfundurinn er Mark Medoff.
Þetta leikrit fjallar um heyrnalausa
stúlku og samband hennar við
kennara sinn. Aðalhlutverkin eru í
höndum Sigurðar Skúlasonar og
Berglindar Stefánsdóttur sem er
sjálf heyrnarskert, en það er skil-
yrði höfundar fyrir uppsetningu að
hlutverk stúlkunnar sé leikið af
leikara sem reynt hefur hlutskipti
heyrnalausra og skertra. Sigurður
hefur verið „fenginn að láni“ ofan-
úr Þjóðleikhúsi, m.a. vegna þess
að hann ólst upp við táknmál
heyrnarskertra. Það táknmál er
notað í sýningunni jafnframt töl-
uðu máli og hafa aðrir leikarar
þurft að tileinka sér það, enda voru
æfingar á verkinu hafnar strax í
vor. Þeir eru Lilja Þórisdóttir, Karl
Ágúst Úlfsson, Sigríður Hagalín,
Harald G. Haraldsson og Valg-
erður Dan. Leikstjóri er Þorsteinn
Gunnarsson, leikmyndin í höndum
Magnúsar Pálssonar.
Gísl
Áramótaverkefni LR er gamall
kunningi, Gísl eftir Brendan Be-
han. Það var áður sýnt í
Þjóðleikhúsinu fyrir um 20 árum í
þýðingu Jónasar Árnasonar sem
nú er notuð aftur nær óbreytt.
Leikritið er um aldarfjórðungs-
gamalt og þótti nýstárlegt þegar
Íiað kom fram. Þjóðfrelsisbarátta
ra er bakgrunnurinn, en þung-
lamaleg alvara þó víðs fjarri og
mikið sungið: „Það er ekkert
unaðslegra/ en að iðka krikketleik/
þegar blessuð sólin brosir/ gegnum
breskan kolareyk...“ Leikstjóri er
Stefán Baldursson, leikmynd gerir
Grétar Reynisson, um tónlistar-
stjórn sér Sigurður Rúnar Jónsson.
Meðal helstu leikenda eru Gísli
Halldórsson og Margrét Helga
Jónsdóttir.
Ballerína
eignast barn
Fjórða verkefni leikársins er nýtt
sænskt leikrit eftir Lars Norén sem
mun nú einna fremstur norrænna
höfunda. Það heitir á sænsku
Underjordens leende; íslenskt
vinnuheiti er Bros úr undir-
heimum. Ballerína eignast barn,
vill ekkert af því vita, fer á
geðsjúkrahús eftir fæðinguna og
leikritið gerist þegar hún kemur
heim. Höfundurinn hefur mjög
sérstæðan stíl, var okkur sagt á
kynningarfundinum í Iðnó, og er
ótrúlega nærgöngull við persónur
sínar, leikara og áhorfendur.
Kjartan Ragnarsson leikstýrir en
leikmynd gerir Finninn Pekka
Ohjama, sá sem hér var í hittifyrra
og gerði leikmynd við sýningu
Nemendaleikhússins á Prests-
fólkinu.
Sveinsstykki
Sveins
Sveinn Einarsson er gamalkunn-
ur leikhúsmaður en ekki skrifað
fyrir fjalirnar fyrren nú svo vitað
sé. Eftir hann verður lokaverkefni
leikársins og er enn nafnlaust.
Leikritið fjallar um velstæða
reykvíska fjölskýldu; átök þriggja
kynslóða. Leikstjórinn er enn
nafnlaus einsog verkið en leik-
mynd gerir Steinþór Sigurðsson.
Auk þessara verka ætla Leikfé-
lagsmenn að taka til sýninga þrjú
verk frá fyrra leikári, Guðrúnu
eftir Þórunni Sigurðardóttur, Úr
lífi ánamaðkanna og Forseta-
heimsóknina sem á að sýna í
Austurbæjarbíói á miðnætursýn-
ingum. Fyrsta sýning í Austur-
bæjarbíói verður 1. október nk.
Samvinna við
Leikbrúðuland
Iðnó verður ekki með sérstakt
barnaleikrit í vetur en þess í stað
hefur tekist samvinna með
Leikbrúðulandi þeirra Hallveigar
Thorlacius, Helgu Steffensen og
- Ég hef fengið fjölda áskorana
um að draga uppsögn mína til
baka, sagði Skúli Thoroddsen
starfsmaður Dagsbrúnar í viðtali
við Þjóðviljann í gær, en hann hef-
ur ritað stjórn Dagsbrúnar upp-
sagnarbréf.
- Ég hef gert stjórn Dagsbrúnar
grein fyrir ástæðum þessarar upp-
Bryndísar Gunnarsdóttur um
brúðusýningar í húsinu. Þetta
verður um klukkustundarsýning
sem var frumsýnd á leiklistarhátíð í
Finnlandi í sumar og skiptist í 4
þætti: Ástarsaga úr fjöllunum eftir
bók Guðrúnar Helgadóttur við
tónlist Atla Heimis Sveinssonar,
Ævintýrið um Búkollu við tónlist
Jóns Ásgeirssonar og tveir þættir
eftir aðstandenur Leikbrúðulands,
Risinn og Eggið. Leikstjóri þessar-
ar sýningar er Þórhallur Sigurðs-
son.
Sala áskriftarkorta á fastar sýn-
ingar er þegar hafin og hvetja
leikhúsmenn áhugafólk að kaupa
kortin sem fyrst. Á síðasta leikári
seldust um 1500 kort sem þýðir að
7500 sæti eru seld fyrirfram.
Fastir leikarar í Iðnó eru nú 18,
sá átjándi er Aðalsteinn Bergdal
sem nú hefur verið ráðinn á árs-
samning.
-m
sagnar og ég lít svo á að þær séu
ekki óbreytanlegar. Það er undir
stjórninni komið hvert verður
framhald þessa máls.
- Að svo komnu vil ég ekki tjá
mig frekar um þetta mál á þessu
stigi, sagði Skúli Thoroddsen
starfsmaður Dagsbrúnar að
lokum. " _ób
Skúli Thoroddsen Dagsbrún
Fjöldi áskorana boríst