Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Þjóðviljinn - 02.09.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.09.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. september 1983 x Helstu atriði úr máli Karls Jörgensens Hver þorir að opna munirnm: ,9 Um miðja næstu viku, eða 7.- 8. september, fara fram réttar- höld í Danmörku yfir Karli Jörg- ensen, hafnarverkamanni frá Es- bjerg. A sama tíma verða mót- mælaaðgerðir vegna ákærunnar og vegna meðhöndlunar á hon- um, en hann hefur sætt einangrun í 6 mánuði. Meðal þeirra sem þá munu tala er varaformaður Danska verkamannasambands- ins, Ib Schelde, en að því sam- bandi á Karl Jörgensen aðild. Því hér verður ekki aðeins dæmt í máli Karls, heldur í máli sem varðar verkalýðshreyfinguna. Marga rekur vafalaust minni til verkfalls danskra hafnarverka- manna s.I. vetur. Verkfallið stóð frá áramótum og fram í miðjan febrúar, en það beindist gegn nýrri reglugerð íhaldsstjórnar- innar um takmarkanir í greiðslu dagpeninga vegna atvinnuleysis eða ónógrar vinnu. Séð var fyrir að reglurnar mundu bitna sér- staklega á hafnarverkamönnum, enda brugðust þeir hart við í öll- um heistu hafnarbæjunum. Meðan á verkfallinu stóð var vörum oftlega ekið til Þýskalands undir lögregluvernd, og þá gegn mótmælum hafnarverkamanna. Við margar mótmælastöður voru verkfallsmenn hrelldir og meiddir af sérstökum lögreglu- sveitum, sem börðu fólk með kylfum og slepptu á það hundum. Undir lok verkfallsins varð „Næsta vika getur skipt sköpum fyrir verkamanninn Karl og einnig fyrir danska verkalýðs- hreyfingu.” stórbruni í vörugeymslu við höfn- ina í Esbjerg. Viku síðar voru tveir hafnarverkamenn hand- teknir og sakaðir um íkveikju. Eftir nokkra einangrun játuðu þeir á sig sökina. Um mánuði eftir handtöku þeirra drógu þeir Karl Jörgensen, leiðtoga í verk- fallinu, inn í málið, er annar þeirra gaf upp að Karl hefði gefið þeim „grænt ljós“. Karl Jörgensen er miðaldra maður. Hann var meðal hægfara leiðtoga verkfallsins í Esbjerg. Vinnufélagar hans segja hann mjög andsnúinn ofbeldi. Karl Jörgensen í viðtali hjá danska útvarpinu. Karl var handtekinn og færður í einangrun hinn 17. mars. Eftir taugaáfall við yfirheyrslur var hann fáeinum vikum síðar lok- aður inni á geðveikrahæli, en þar hefur hann dvalið síðan. Forsaga handtöku hans tengist tilraunum lögreglu og ríkisstjórn- ar til þess að fæla fólk frá þátt- töku í verkfallsaðgerðum. Ann- ars vegar með þeim aðgerðum lögreglunnar að meiða fólk og niðurlægja. Hins vegar að hætti ráðherra sem létu frá sér fara að verkfallsmenn væru glæpamenn. Þeir hafnarverkamenn sem ját- uðu á sig íkveikjuna voru ekki nógu feitur biti fyrir lögregluna. Mannorð þeirra var ekki nægi- lega óflekkað til þess að hægt væri að tengja íkveikjuna verkfallinu. Enda hafði lögreglan í fórum sín- um segulbandsupptöku af sam- tali annars þeirra við eiturlyfja- sala nokkurn, þar sem einhver Jörgensen var nefndur. Síðar kom í ljós að fornafnið var ann- að. Aftur á móti má telja að þannig hafi nafn Karls verið dreg- ið inn í myndina. Það er þó staðreynd að Karl ók ásamt öðrum íkveikjumanna og fleiri félögum í bíl þar sem sá síðarnefndi sagðist helst vilja brenna fyrirtækið til kaldra kola. Karl mun þá hafa svarað því til, að hann skyldi þá a.m.k. sjá um að fá bensínið borgað! Aðferðir lögreglunnar til þess að fá svör, sem „réttvísin“ óskar, eru allkunnar. Þar er því beitt að rjúfa svefn fanga, snúa á þá og spotta með ýmsum ráðum, ein- angra þá eða leyfa heimsóknir að geðþótta lögreglunnar, og gefa loforð um vægari dóm ef sökin er játuð eða óskað svar fæst. í bréfi frá öðrum brennuvarg- anna til vinnufélaga sinna í Es- bjerg í ágústbyrjun, lýsir hann því hvernig lögreglan þvingaði hann til að benda á Karl: að lögreglan hafi í viðurvist kærustu sinnar sagt að hann gæti sloppið fyrr ef hann nefndi nafn Karls; að sífellt hafi verið klifað á að hann væri bara peð og að leiðtogarnir væru með allt sitt á þurru. Ákæran Karl Jörgensen hefur neitað öllum ákærum. í apríl upplýsti lögreglan að Karl væri fangelsað- ur fyrir grun um aðild að í- kveikju. Það var hann enn í júní þegar verjandi hans útskýrði í blaðaviðtali hvers vegna yfirvöld krefðust einangrunar, þrátt fyrir að rannsókn málsins væri lokið. Hann sagði: dómarinn hefur metið gögnin í málinu og telur að Karl verði dæmdur á þeim grund- velli. Hann tók ennfremur fram að sannarlega lægju ekki önnur sönnunargögn fyrir en vitnis- burður þeirra sem játuðu ík- veikjuna, en verjandinn telur að þeir hafi e.t.v. bréflega getað samræmt framburð sinn. Þessi vitnisburður var sem fyrr segir síðar að hluta til dreginn til baka. f kæru ríkissaksóknara sem kom fram um þær mundir sem annað vitnanna dró úr vitnisburði sínum, er talið vfst að Karl hafi gefið grænt ljós. Ennfremur er þar talið að vegna sérstakra aðstæðna beri Karl Jörgensen ábyrgð í þessu máli, þ.e. í krafti þess að hafa verið talsmaður hafnarverkamanna. Þar með var grunur vinnufé- laga Karls staðfestur: hér er um að ræða árás á verkalýðshreyfing- una í heild; tilraun til þess að gera talsmenn verkafólks hrædda og varnarlausa. Verkalýds- hreyfingin Lögfræðilegur ritari Danska verkamannasambandsins, Poul O. Jörgensen, segir að á grund- velli þeirra upplýsinga, sem fram til þessa eru kunnar, hljóti lög- reglan að misnota vald sitt. Hann trúir því ekki að Karl Jörgensen hafi lagt á ráðin um íkveikjuna, og telur ekki gerlegt að saksækja mann fyrir það eitt að segja, að hans vegna megi kveikja í drasl- inu. Þvílíkt orðalag sé afar al- gengt. Það var ekki fyrr en opinber ákæra kom fram og samúðin með Karli óx, að verkamannasam- bandið fór að blanda sé í málið. Nú er svo komið að það hefur verið sett á dagskrá komandi þing Danska verkamannasambands- ins í september. Aðildarfélög þess tóku fyrr við sér. Þegar í júní var stofnað til undirskriftarsöfnunar til þess að krefjast þess að Karli yrði sleppt og ákærur látnar niður falla. Fyrir miðjan ágúst höfðu safnast 30.000 undirskriftir. Umfang mótmælanna hefur breyst allmikið síðan félagar Karls hófu að upplýsa um málið í marslok s.l.. Hér er ekki aðeins um að ræða að koma í veg fyrir réttarmorð og leysa Karl Jörgen- sen undan margra ára fangelsis- vist. Honum er stefnt sem verk- fallsleiðtoga og talsmanni vinnu- félaga sinna. Næsta vika getur skipt sköpum fyrir verkamanninn Karl. Hún getur einnig skipt sköpum fyrir verkalýðshreyfinguna. Því hver þorir að stíga í pontu og hvetja menn til dáða þegar svo er kom- ið, að sá hinn sami getur þurft að bera ábyrgð á alls óskyldum at- burðum? 31. ágúst 1983. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir. Heimildir: Dagblaðið Information, vikublaðið Klassekampen. Ársgamalt dilkakjöt 20 prósent verðlækkun Ríkisstjórnin hefur í samráði við Stéttarsamband bænda og Fram- leiðsluráð landbúnaðarins ákveðið að lækka verð á dilkakjöti af fram- leiðslu haustið 1982 um 20%. Þessi lækkun er gerð þannig að niður- greiðslur úr ríkissjóði á hvert kg dilkakjöts verði auknar um 10 kr. og munu framleiðendur lækka sitt verð til jafns við þessa hækkun niðurgreiðslna ríkissjóðs. Ríkisstjórnin vill með þessari verðlækkun draga úr framfærslu- kostnaði, en þessi nýja niður- greiðsla lækkar framfærsluvísitö- luna um 1%, þannig að einnig dregur úr hækkun lánskjaravísi- tölu. Jafnframt dregur þetta úr birgðasöfnun dilkakjöts, þannig að geymslukostnaður lækkar og flýtir fyrir uppgjöri við bændur. Ákvörðun þessi kom til fram- kvæmda 1. september 1983. Þrjú ár eru nú liðin síðan Gdansk samkomulagið var gert í Póllandi þar sem m.a. var kveðið á um að stofna mætti frjáls verkalýðssamtök í landinu. Áskorun frá miðstiórn Alþýðusambands íslands Samstaða fái að starfa í Póllandi í samráði við upplýsingaskrif- stofu pólsku verkalýðssamtakanna Samstöðu hefur miðstjórn ASÍ samþykkt eftirfarandi áskorun: „Hinn 31. ágúst eru liðin 3 ár frá því að pólsku verkafólki tókst að knýja valdhafa í Póllandi til að koma til móts við kröfur sínar og gera svonefnt Gdansk samkomu- lag. Samkomulagið var gert í kjöl- far víðtækra verkfalla sem hófust í Lenin skipasmíðastöðinni í Gdansk og náðu á skömmum tíma til landsins alls. Eitt atriðanna í samkomulaginu var, að pólskt verkafólk fékk rétt til þess að mynda frjáls, óháð verkalýðssamtök, Samstöðu, Soli- darnosc. Öllum er kunnugt hvað síðan hefur gerst. Er Samstaða hafði starfað í rúmlega 15 mánuði stóðust pólsk stjórnvöld ekki lengur mátið. Herstjórn tók öll völd og herlög voru sett til þess að koma á „eðlilegu" ástandi. Starf- semi Samstöðu var bönnuð og fé- lagsmenn ofsóttir fyrir störf sín í hreyfingunni og beittir ofbeldi, fangelsaðir og dæmdir. Herlögin leiddu til dauða um 50 manna. Herlög hafa nú verið afnumin í Póllandi, enda á síðustu mánuðum sett ný lög sem gera herlögin óþörf. Samstaða starfar enn sem verka- lýðssamtök þó leiðtogar hennar hafi verið þvingaðir til að starfa með leynd. Verkafólk hefur nær alfarið neitað að starfa í þeim verkalýðssamtökum sem fylgja ríkisstjórninni að málum. Mótmæli og mótmælaaðgerðir halda áfram. Aðgerðirnar 1. maí sýndu skýrt og greinilega að pólska þjóðin hefur ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir frelsi og lýðræði og fyrir réttinum til að mynda frjáls og óháð verka- lýðssamtök. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá Gdansk samkomulaginu krefjumst við - að Gdansk samkomulagið sé haldið; - að allir pólitískir fangar verði látnir lausir; - að Samstaða fái að starfa sem lögleg samtök.“

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 197. tölublað (02.09.1983)
https://timarit.is/issue/223844

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

197. tölublað (02.09.1983)

Aðgerðir: