Þjóðviljinn - 16.09.1983, Page 7
Föstudagur 16. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Stórátak í uppbyggingu
fjölsóttra
ferðamannastaða
Samkvæmt fjárhagsáætlun
Ferðamálaráðs fyrir yfirstandandi
ár verður varið 2.2. milj. kr. til
umhverfismála og endurbóta á fjöl-
sóttum fcrðamannastöðum víðs
vegar á landinu. Hér er um að ræða
meira fjármagn en nokkru sinni
fyrr hefur verið varið til þessara
verkefna.
Verkefnin, sem fyrir lágu, voru
mörg og var því ljóst, að ekki væri
hægt að sinna þeim öllum. Nokkur
voru talin brýnni en önnur og því
ákveðið að sinna þeim fyrst. Hér á
eftir verða talin þau verkefni, sem
lokið er við.
Herðubreiðarlindir: Stærsta
verkefnið var bygging á yatnssnyrt-
ihúsi og kaup á sorpbrennsluofni.
Hornstrandir: Keypt hafa verið
salerni og sorpbrennsluofnar, sem
settir hafa verið upp í samvinnu við
Ferðafélag ísafjarðar.
Mývatnssveit: Haldið var áfram
göngustígagerð í Dimmuborgum,
en það verk hófst á sl. ári og ætti
það að verða til þess að vernda
þetta einstæða náttúruundur og
auðvelda ferðafólki að skoða sig
um. Einnig var samþykkt að setja
upp auglýsinga- og aðvörunarskilti
í Námaskarði. Eru þessar fram-
kvæmdir gerðar í samvinnu við
Skútustaðahrepp.
Flatey á Breiðafirði: Gert hefur
verið tjaldsvæði og sett upp salerni
við það. Er framkvæmdin gerð í
samvinnu við Flateyrarhrepp.
Landmannalaugar: Keypt hafa
verið tvö salerni og einn sorp-
brennsluofn. Mikill fjöldi ferða-
fólks kemur þangað árlega og þurf-
ti því að bæta aðstöðu ferðafólks
þar. Var það gert í samvinnu við
Náttúruverndarráð og Ferðafélag
fslands.
Dettifoss: Sett hefur verið upp
salerni og ruslagrindur og svæðið
verið hreinsað. Fyrirhuguð er gerð
göngustíga í samvinnu við Náttúru-
verndarráð.
Breiðamerkurlón: Ferðamála-
ráð greiðir kostnað við reglulega
hreinsun svæðisins.
Gullfoss: Ferðamálaráð greiðir
fyrir eftirlit með svæðinu í kringum
fossinn og salernum.
Grýta: Veitt var fjárhagsaðstoð
vegna lagfæringa á umhverfi Grýtu
í Hveragerði.
Auglýsingar: Með auglýsingum í
fjölmiðlum hafa ferðamenn verið
hvattir til góðrar umgengni um
landið.
Edda/Norröna: Ferðamálaráð
hefur í sumar, í samvinnu við fleiri
aðila, rekið auglýsingaskrifstofu í
ferjunum báðum. Eru þar gefnar
upplýsingar urn færð á vegum,
náttúruverndun, ferðamöguleika
o.fl.
Frekari úrbætur:
Fyrirhugað er að vinna áfram að
umhverfismálum á þessu hausti og
um leið undirbúningi að fram-
kvæmdum, sem gætu hafist næsta
vor. Verkefnin eru nánast óþrjót-
andi og víða er skjótra úrbóta þörf.
Eitt þeirra er uppbygging ferða-
þjónustu í Þjórsárdal í samvinnu
við fleiri aðila.
- mhg
Réttadagar í næstu viku
Fyrir nokkrum dögum birtum við skrá yfir þær
réttir sem fyrirhugað var að yrðu í þessari viku, eða
allt fram á n.k. iaugardag. Hér kemur þá framhald-
ið:
Fossvallaréttir við Lækjarbotna, sunnudagur 18.
sept.
Kaldárréttir við Hafnarfjörð, sunnudagur 18. sept.
Kirkjufellsréttir í Haukadal, Dal., sunnudagur 18.
sept.
Mælifellsréttir, Skagafirði, sunnudagur 18. sept.
Skrapatunguréttir í Vindhælishreppi, sunnudagur
18. sept.
Fellsendaréttir í Miðdölum, mánudagur 19. sept.
Hafravatnsréttir í Mosfellssveit, mánudagur 19.
sept.
Húsmúlaréttir við Kolviðarhól, mánudagur 19.
sept.
Kaldárbakkaréttir í Kolbeinsstaðahreppi, mánu-
dagur 19. sept.
Nesjavallaréttir í Grafningi, mánudagur 19. sept.
ÞingvallaréttiríÞingvallasveit, mánudagur 19. sept.
Þórkötlustaðaréttir við Grindavík, mánudagur 19.
sept.
Þverárréttir í Eyjahreppi, Snæf., mánudagur 19.
sept.
Arnarhólsréttir í Helgafellssveit, þriðjudagur 20.
sept.
Gjábakkaréttir í Þingvallasveit, þriðjudagur 20.
sept.
Kjósarréttir í Kjósarsýslu, þriðjudagur 20. sept.
Kollafjarðarréttir á Kjalarnesi, þriðjudagur 20.
sept.
LaugarvatnsréttiríLaugardal, þriðjudagur20. sept.
Mýrdalsréttir í Kolbeinsstaðahreppi, þriðjudagur
20. sept.
Klausturhólaréttir í Grímsnesi, miðvikudagur 21.
sept.
Langholtsréttir í Miklaholtshreppi, miðvikudagur
21. sept.
Selflatarréttir í Grafningi, miðvikudagur 21. sept.
Selvogsréttir í Selvogi, miðvikudagur 21. sept.
Skaftártunguréttir í Skaftártungu, miðvikudagur
21. sept.
Svarthamarsréttir á Hvalfjarðarströnd, miðviku-
dagur 21. sept.
Vatnsleysustrandarréttir á Vatnsleysuströnd, mið-
vikud. 21. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, fimmtudagur 22. september
Ölkelduréttir í Staðarsveit, fimmtudagur 22. sept-
ember.
Stóðréttir:
Skarðsréttir í Skagafirði, sunnudagur 18. septemb-
er.
Reynistaðarréttir í Skagafirði, sunnudagur 18. sept-
ember.
Silfrastaðaréttir í Skagafirði, sunnudagur 18. sept-
ember.
Laufskálaréttir í Hjaltadal, laugardagur 24. sept-
ember.
Auðkúluréttir í Svínadal, sunnudagur 25. septemb-
er.
Undirfellsréttir í Vatnsdal, sunnudagur 25. sept-
ember,
Víðidalstunguréttir í Víðidal, sunnudagur 25. sept-
ember.