Þjóðviljinn - 16.09.1983, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNNFöstudagUr" 16. September 1983
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Sigurður
Rannveig
Alþýðubandalagiö
Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Fyrsti fundur bæjarmálaráös ABH á
nýbyrjuöu starfsári veröur haldinn
í Skálanum Strandgötu 41,
kl. 20.30 mánudaginn 19. sept.
Dagskrá:
1) Nýtt miöbæjarskipulag fyrir Hafnarfjörð. Kæra RT vegna breikkun-
ar Lækjargötu. Rannveig Traustadóttir og Sigurður Gíslason skýra
máliö.
2) Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund 20. n.k.
3) Önnur mál.
Áríðandi er aö allir nefndarmenn ABH mæti á þennan fund bæjarmála-
ráðs. Þá skal minnt á aö fundir ráösins eru opnir öllum félagsmönnum.
Fjölmennum.
Stjórn Bæjarmálaráðs ABH
Alþýðubandalagið
Selfossi og Hveragerði
Sameiginlegur fundur Alþýöubandalagsfélaganna á Selfossi og í
Hveragerði um laga og skipulagsmál veröur haldinn aö Kirkjuvegi
7, Selfossi, miövikudaginn 21. september kl. 20.30.
Adda Bára Sigfúsdóttir og Olafur Ragnar Grímsson mæta á
fundinn og kynna tillögur laga- og skipulagsnefndar og svara
fyrirspurnum.
Félagar eru hvattir til að mæta vel.
Stjórnir félaganna
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Starfshópar
Á næstu dögum og vikum taka til starfa á vegum Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík starfshópar um margvíslega málaflokka.
Markmið starfshópana er að móta tillögur ABR sem lagðar verða
fyrir landsfund Alþýðubandalagsins 17.-20. nóvember.
Starf hópanna er opið öllum félagsmönnum og hvetjum við sem
flesta aö taka þátt í starfinu. Fundir hópana veröa auglýstir í flokksdálki
Þjóöviljans nú á næstu dögum.
Eftirtaldir hópar munu starfa:
Starfshópar um laga- og skipulagsmál:
Umsjón: Arthúr Morthens og Guöójörg Siguröardóttir
Starfshópur um utanríkis- og friðarmál:
Umsjón: Helgi Samúelsson.
Starfshópur um húsnæðismál:
Umsjón: Einar Matthíasson.
Starfshópur um efnahags- og kjaramál:
Borghildur Jósúadóttir.
Starfshópur um menntamál:
Umsjón: Stefán Stefánsson
Starfshópur um sjávarútvegsmál:
Umsjón: Ólafur Sveinsson
Starfshópur um örtölvumál:
Umsjón: Þorbjörn Broddason
Starfshópur um náttúruverndarmál
Fundir ofanskráöra hópa veröa auglýstir næstu daga. Allar frekari
upplýsingar veita umsjónarmenn og skrifstofa ABR.
Stjórn ABR
Alþýðubandalagið Reykjavík
Starfshópur um menntamál
Fyrsti fundur starfshóps um menntamál veröur miðvikudaginn 28.
september kl. 20.30 aö Hverfisgötu 105.
Nánar auglýst síðar.
Umsjónarmenn
d .UcWWo t,- ,
GRUNNSKOLANAM
FYRIR FULLORÐNA
Tilkynning til þeirra sem hættu námi eftir
barnaskóla eða í fyrri hluta gagnfræðanáms.
Námsflokkar Reykjavíkur starfrækja deild
sem ætluð er fullorðnum er vilja fara yfir eða
rifja upp námsefni til grunnskólaprófs.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í slíku
námi eru beðnir að hafa samband við Náms-
flokkana þriðjudaginn 20. sept. milli kl. 17 og
19.
NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR
Landsþing samvinnustarfsmanna:
HúsnæðismáÖn sérmál
næsta aðalfundar SIS
Sjötta landsþing Sambands ísl.
samvinnustarfsmanna var haldið í
Bifröst 3. og 4. sept. sl. Var þar
sérstaklega minnst 10 ára afmælis
samtakanna. Fráfarandi formað-
ur, Þórir Páll Guðjónsson, setti
þingið en þingforsetar voru þeir Jó-
hann Steinsson, Reykjavík og Gísli
Gunnlaugsson, Búðardal.
Við þingsetninguna fluttu þeir
ávörp Bo Carlberg frá Samtökum
norrænna samvinnustarfsmanna,
Hörður Zóphoníasson frá stjórn
SÍS, Jón Eggertsson frá ASÍ, Jó-
hannes Bekk Ingason frá Nemend-
asambandi Samvinnuskólans,
Ólafur Friðriksson frá Félagi
kaupfélagsstjóra og Þórður J.
Magnússon frá Félagi lífeyrisþega.
Að kvöldi fyrri fundardagsins
var haldin afmælishátíð þar sem
fluttar voru ræður og ávörp og LSÍ
færðar góðar gjafir svo sem safn
bóka um samvinnumál frá Sam-
bandinu og fáni með merki Lands-
sambandsins frá fyrrverandi
stjórnarmönnum þess. Þá var
starfsmanni LÍS og fyrsta for-
manni, Reyni Ingibjartssyni, færð-
ur að gjöf frá samtökunum, áletr-
aður pennahnífur með þökkum
fyrir mikil og fórnfús störf í þágu
þeirra um 10 ára skeið.
Kjaramál
Meðal mála, sem þingið ályktaði
um voru kjaramál og var svohljóð-
andi ályktun samþykkt:
Sjötta þing LÍS „vill marka þá
stefnu að LÍS, starfsmannafélög og
stéttarfélög vinni sameiginlega að
samningum um kaup og kjör og
öðrum hagsmunamálum samvinn-
ustarfsmanna við Vinnumálasam-
band samvinnufélaganna og beinir
því til væntanlegrar stjórnar að
hefja viðræður við verkalýðshreyf-
inguna um samvinnuleiðir í þessu
efni. - Þingið bendir á að efla beri
gagnkvæman skilning aðila á þeim
hagsmunamálum hreyfinganna,
sem hæst ber hverju sinni. - Þingið
hvetur samvinnustarfsmenn um
allt land til að auka virkni sína
innan stéttarfélaganna og koma
þannig á framfæri hagsmunalegri
þekkingu sinni“.
Ný samvinnuverkefni
í ályktun um þau segir m.a. að
brýnt sé „fyrir samvinnuhreyfing-
una á landinu að huga stöðugt að
nýjum samvinnuverkefnum og
vera tilbúin að takast á við ný
svið“. Sérstaklega sé brýnt nú „að
huga að húsnæðismálum og þeim
vanda, sem þar blasir við, ekki síst
hjá ungu fólki og öldruðu. Þingið
telur sérstaklega áhugaverða í
þessu sambandi hugmyndina um
stofnun húsnæðissamvinnufélaga,
sem störfuðu á sama hátt og hlið-
stæð félög á Norðurlöndum, sem
þar eru víða leiðandi í því að leysa
húsnæðisþörf fólks. Þessi félög
eiga húsnæðið, en íbúarnir og fé-
lagsmennirnir búseturétt, sem er
ákveðinn hluti af verðmæti íbúðar-
innar hverju sinni. Þessi búsetu-
réttur veitir eiganda hans tryggingu
fyrir húsnæðinu svo lengi, sem
hann dvelur í því. - Þingið hvetur
til þess að sem fyrst verði myndað-
ur starfshópur með þátttöku aðila
frá LÍS, Sambandinu o.fl. aðilum
innan samvinnuhreyfingarinnar
um húsnæðisvandann og nýjar
leiðir til lausnar og þessi starfshóp-
ur skili tillögum sínum til næsta að-
alfundar SIS. Æskilegt væri að
þetta mál gæti orðið sérmál aðal-
fundarins. Þar verði mótaðar til-
lögur um aðgerðir í þessum málum
næstu 3 til 5 ár“.
Fiskirækt o.fl.
„Landsþingið telur að fiskirækt
sé kjörið samvinnuverkefni, ekki
síst í sveitum landsins, og beinir því
til deildarstjórna í kaupfélögum og
sveitarfélaga að mynda samvinn-
ufélög á tilteknum svæðum um
fiskirækt, sem síðan nytu viðskipta
og fyrirgreiðslu af ýmsu tagi í gegn-
um kaupfélagið á félagssvæðinu.
Hlutverk Sambandsins á svo að
vera það, að vera hér til ráðgjafar
og stuðnings.
Einnig þarf að huga meira að
stofnun framleiðslusamvinnufé-
laga í ýmsum smáiðnaði, þar sem
félagsmenn eru eigendur og stjórn-
endur. Þau framleiðslusamvinn-
ufélög, sem hér hafa starfað, hafa
sýnt að þessi þáttur í samvinnu-
starfinu á mikla framtíð fyrir sér, sé
vel að honum hlúð“.
Ákveðið var að næsta fram-
kvæmdastjórn LÍS yrði skipuð
fulltrúum af Norðurlandi og eru
þeir þessir: Birgir Marinósson, Ak-
ureyri, formaður, Júlíus Thorar-
ensen, Akuréyri, Gylfi Guðmars-
son, Akureyri, Kári Sigurðsson,
Húsavík og Guðjón Finnbogason,
Sauðárkróki. Auk þeirra sitja svo í
aðalstjórn næstu 2 árin: Gunnar
Sigurjónsson, Katrín Maríasdóttir,
bæði í Reykjavík, Gylfi Pálmason,
Bifröst, Jón Kristjánsson, Egils-
staðakauptúni, Kristjana Sigurðar-
dóttir, ísafirði og Matthías Péturs-
son, Hvolsvelli. - mhg
Pökkunardagur I Verðpc
Verðkr.
iAustmat hf:
Nýjungar í kjöt-
yöruframleiðslu
Ennþá er engin kísilm-
álmverksmiðja risin á Reyðarfirði
og má hamingjan vita hvenær hún
kemst á laggirnar. Aftur á móti
starfar þar ágætis fyrirtæki, sem
nefnist Austmat hf. og hjá því vinna
10 manns.
Austmat hf. er kjötiðnaðarfyrir-
tæki og framleiðir það margskonar
unnar kjötvörur. Meðal kjötvöru-
tegunda Austmats hf. eru nokkrar,
sem hvergi eru framleiddar annars-
staðar á landinu. Má þar t.d. nefna
hreindýraspekkpylsu, (sbr. með-
fylgjandi mynd) og English Count-
ry Pork Sausages en hráefnið í
þeim rétti er svínakjöt, grísaspekk,
mjöl, salt og krydd. Og hver fær nú
ekki vatn í munninn?
- mhg
Samkeppni hjá Húsnœðisstofnun:
Vinnu- og snyrtirými
Húsnæðisstofnun ríkisins cfnir
til hugmyndasamkeppni um vinnu-
| og snyrtirými í íbúðum. Markmið-
1 ið með samkeppni er að fá fram
‘ nýjar hugmyndir um form,
innréttingar og jafnframt samteng-
ingu þcssara vistarvera.
Heildarverðlaunafé er kr. 140
þúsund og fyrstu verðlaun verða
ekki lægri en krónur 60 þúsund.
Heimild til þátttöku hafa allir ís-
lenskir ríkisborgarar og útlending-
ar, sem verið hafa búsettir hér á
landi í tvö ár eða lengur.
Keppnisgögn eru afhent hjá
trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi
Jenssyni, framkvæmdastjóra
Byggingarþjónustunnar, Hallveig-
arstíg 1, Reykjavík. Tillögum ber
að skila til trúnaðarmanns eigi síð-
ar en þriðjudaginn 22. nóvember
kl. 18.00.
í dómnefnd eiga sæti: Anna
Guðmundsdóttir, kennari, ritari
dómnefndar, Grétar J. Guð-
mundsson, verkfræðingur, Guðni
Pálsson, arkitekt, formaður dóm-
nefndar, Klaus Holm, arkitekt, og
Kristín Guðmundsdóttir, hfbýla-
fræðingur.
Landssamband lífeyrissjóða
Spariféð sé verndað
Stjórn Landssambands lífeyris-
sjóða hefur skorað á stjórnvöld að
standa vörð um verðmæti sparifjár
og bendir á að skerðing lánskjara-
vísitölunnar rýri eignir lífeyrissjóð-
anna og muni bitna á lífeyris-
greiðslum frá sjóðnum.
í frétt frá stjórn Landssambands
lífeyrissjóða segir að lífeyrissjóð-
irnir hafi á undanförnum árum ver-
ið meginuppspretta sparnaðar á ís-
landi og hafi þeir gegnt veigamiklu
hlutverki í fjármögnun íbúðar-
húsnæðis. Muni svo verða enn um
skeið. Bent er á að af þessum
sökum sé það mikilvægt að
stjórnvöld sjái til þess að fjármagn
sem safnist hjá sjóðunum, rýrni
ekki í verðbólgunni eins og reyndin
hafi verið á til skamms tíma.
Stjórn Landssambands lífeyris-
sjóða bendir á að fé til útlána
myndist aðeins við það eitt að
sparnaður aukist. Skerðing láns-
fjár sé örugglega ekki leiðin að því
marki. . - v.