Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. september 1983 við Bjarna Bæk. seu. Kunoy, ellKá ar Kirkja. H.J^ Kvivik. Norskur fiðlari spilar og ALDREIAFTUR hann er þaðan, fæddur árið unga aidri. 1953 og hefur leikið á fiðlu frá Tónlist sú er Svein flytur Heldur í horfinu með hœnsnin Það er náttúrlega ekki von að Keflvíkingum, með öll sín miklu og vaxandi hernaðarumsvif, gef- ist mikill tími til þess að sinna bústörfum, allra síst mjöltum, sem eru býsna bindandi störf, enda virðast þeir ekki eiga neina kú. Aftur á móti áttu þeir þó 36 kindur 1981 og nákvæmlega jafnmargar ári síðar. Hross áttu Keflvíkingar 149 árið 1981 en höfðu þokað þeim upp í 171 árið 1982. Hænsni eru þær skepnur í Keflavík, sem mest eru áberandi. Árið 1981 voru þau 4200 og, merkilegt nokk, nákvæmlega jafn mörg árið eftir. Heyöflun fer hrakandi í Keflavík þótt hrossum hafi fjölgað lítillega. Heyskapur- inn nam 1610 rúmm. 1981 en fór niður í 1180 rúmm. 1982, dregst saman um 430 rúmm. Fyrir kart- öflum vottar í Keflavík. Upp- skeranvarl9hektokg. 1981 og 24 hektokg 1982. - mhg. Dátarnir hans Trampe Svo virðist sem Trampe hafi óttast að þverúð dönsku stjórnarinnar í þjóðfrelsis- málum íslendinga á Þjóðfund- inum kynni að leiða til nokk- urs ókyrrleika, jafnvel upp- þots. Til þess að brynja sig gegn því fékk hann sendan út hingað hóp hermanna. Komu þeir til Reykjavíkur skömmu eftir að Þjóðfundurinn hófst. Dátar þessir voru 25 að með- töldum foringjanum, P.C. Reffiing. Auðvitað hafði þessi dáta- heimsókn þær afleiðingar einar að hleypa illu blóði í fslendinga, enda þótt þeir hygðu á engan hátt til neinna æsinga og hentu auk heldur gaman að þessu herliði Trampes. Dátarnir höfðu bæki- stöð í yfirréttarhúsinu en vopnað- ur vörður var á rölti framan við húsið nót sem nýtan dag. En þeg- ar borin von virtist vera að þeir fengju æft hernaðarkúnstir sínar á lslendingum, en iðjuleysið reyndist þeim hinsvegar enginn hollustugjafi, þá tók Reffling það til bragðs að láta þá dunda við að endurreisa „batterí" Jörundar hundadagakonungs. Unnu þeir að þessum hervörnum næstu mánuði. - mhg. Frumsýning á Lokaœfingu í Fœreyjum Hinn 31. ágústs.l. frumsýndi Þjóðleikhúsið leikritið Loka- æfíng eftir Svövu Jakobsdóttur í Norræna húsinu í Færeyjum, og var það liður í ísiandsviku sem þar var haldin með kvikmynda- sýningum, hljómleikum og sýn- ingu á íslenskum vefnaði. Sýningin hefur vakið athygli í Færeyjum, og hefur Þjóðviljan- um borist úrklippur úr nokkrum færeyskum blöðum þar sem farið er lofsamlegum orðum um sýn- inguna. I Dimmalætting segir að það hafi verið mikill heiður fyrir Nor- ræna húsið í Færeyjum að fá að frumflytja þetta verk Svövu, og hafi leikararnir, þau Edda Þórar- insdóttir, Sigurður Karlsson og Sigrún Edda Björnsdóttir staðið sig vel. Segir gagnrýnandinn að í leikritinu sé varpað fram mörg- um áleitnum spurningum, og gamansemi skorti ekki þótt al- varan taki yfirhöndina er á líði leikinn. Þá telur gagnrýnandinn leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur vera athyglisverða. Karsten Hoydal segir í grein í 14. september að leiksýningin hafi verið stórviðburður, og að Svava Jakobsdóttir hafi með verki þessu skrifað innilegt og lærdómsríkt verk um eitt stærsta Bergþóra Árnadóttir Þann 21. þessa mánaðar er væntanlegur til landsins, norski fiðiuleikarinn Svein Nymo, til þess að leika með söngsveitinni „Aldrei aftur“. Svein Nymo er þekktur í heimalandi sínu og reyndar víða um Skandinavíu, en hann hefur unnið mikið fyrir út- varp og sjónvarp og komið fram á fjölmörgum hljómp- lötum. Auk þess hefur hann * unnið talsvert með leikhópum í Tromsó í Norður-Noregi, en Mjólkurdagar á Akureyri Efnt verður til Mjólkurdaga á Akureyri, á vegum Mjólkurdagsnefndar, 23.-25. sept. n.k. og verða þeir í íþróttahöilinni. Verða þeir með hiiðstæðu fyrirkomulagi og áður. Er þetta í fyrsta sinn sem farið er út fyrir höfuðborgina með alhliða kynningu á mjólkurvörum. Anddyri íþróttahallarinnar og svæðinu að áhorfendapöllum verður skipt niður í sýningarbása og verða þar mismunandi kynn- ingar alla sýningardagana. Sér- stök myndbandasýning verður í einu herbergi. Sýndar verða allar helstu mjólkurvörur sem eru á mark- aðnum og gefnar bragðprufur. Seldir verða kynningarpakkar á hagstæðu verði: mismunandi ost- Pálmi Gunnarsson Svein Nymo 114.SEPTEMBÍH Framur íslendskui sjónleikur 3. septe dagur þey9a' mí lei ---------- UL ll.-.Qr*™ “• 11 0TftOVjt*°*en Johannéáen. Sandvik D*®°y aund kl. 12. H. Foaaú er vorðin á okkara deguzn. um yrkisUkuligum ajón má leikurin haldast at arringi. . V Uvarsam- u i okkara tlö. ' Briet Heðinsdóttir hevði sett sjónleikin á pall. Birgir Engilberta Leikttstarviðburður segja gagnrýnendur vandamál okkar tíma. Segir hún Lokaæfingu vera eitt áhugaverð- asta leikritið sem sýnt hafi verið í Færeyjum um langan tíma. Dagny Joensen ritar grein í Sosialurinn þar sem hún segir að þótt tungumálaerfiðleikar hafi nokkuð háð áhorfendum þá hafi hér engu að síður verið um leikverk að ræða er gæfi áhorf- endum næg tilefni tilumhugs. unar. Hins vegar hefði hin góða leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur bætt úr þeim vanda sem tungu- málaerfiðleikarnir sköpuðu. Segir hún margt í uppsetningu Bríetar vera algjöra nýjung á fær- eysku leiksviði. Þá segir hún að leikararnir hafi einnig heillað áhorfendur með listagóðum leik sínum og hafi leikur þeirra fengið áhorfendur til að taka til endur- skoðunar ýmsar spurningar. um umhverfi nútímans og hvaða möguleika maðurinn hafi til að rjúfa þann vítahring sem við höfum öll meðtekið þegjandi... Leikritið Lokaæfing verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í haust. Tryggvi Húbner flokkast helst undir vísnatón- list. Söngsveitina „ALDREI AFT- UR“ skipa þau Bergþóra Árna- dóttir, Pálmi Gunnarsson og Tryggvi Húbner. Fyrstu tón- leikar þeirra Sveins Nymo og „ALDREI AFTUR“ verða í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudagskvöldið 22. septem- ber, og hefjast kl. 21.00, en síðan er áætlað að halda út á lands- byggðina. Svein Nymo mun dveljast hérálandi til 10. október næstkomandi. ar, G-vörur, Emmess-ís. Einnig bæklingar með mataruppskrift- um og verður þeim dreift ókeypis á staðnum. Gert er ráð fyrir veitingum og verða það einkum mjólkurvörur. Mjólkurdagarnir hefjast kl. 17.00 og verður íþróttahöllin opin til kl. 21.00. Á laugardag og Poppbókina- vantar myndir! sunnudag verður opið frá kl. 13- 21. Föstudaginn 23. sept. verða settar á markaðinn 2ja ltr. mjólk- urumbúðir með nýjum skreyting- um í tilefni mjólkurdaganna. Á þeim verður greint frá sögu mjólkuriðnaðarins á íslandi og helstu framleiðsluvörum hans nú. - mhg. Poppbókin svokallaða, upps- láttarrit Jens Kr. Guðmunds- sonar um poppmúsík á ís- landi, er nú komin á lokastig. í rauninni vantar ekki nema nokkrar myndir til að bókin >geti farið í prentun. Þess vegna heitir Poppbókin á hvern þann sem á í fórum sín- um myndir af íslenskum popp- urum að lána þær til birtingar íbókina. Teiknaðar myndir eru ekki síð- ur vel þegnar en ljósmyndir. Vit- að er að Bubbi, Ragnhildur og fleir popparar voru vinsælt við- fangsefni í teiknikennslu grunns- kólannas.l. vetur. Gamlarmynd- ir eru einnig kærkomnar. Það er nauðsynlegt að brugðist sé skjótt við og myndunum verði komið til bókaútgáfu Æskunnar Laugavegi 56 eða að þær séu sendar í pósthólf 14,121 Reykja- vík, helst í gær eða fyrr. Það mun- ar um hvern dag á þessum ár- stíma. Ollum myndum verður aftur skilað eftir notkun. (Fréttatilkynning)»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.