Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNi Miðvikudagur 21. september 1983 Friðarstarf lækna og einstæðra foreldra Fjöldi lækna koma á fyrirlestur dr. Christine Cassel í Lögbergi, en hún Svart og sykurlaust, leikhópurinn kom hingað til lands sem sérstakur fulltrúi bandarískra læknasamtaka kunni setti svip á friðarvikuna sem sem berjast gegn kjarnorkuvá. haldin var hér á landi 6. til 11. sept- ember. Samtök lækna gegn kjamorkuvá álykta Kjarnorkuvá ■ er stærsta heUbrigðis- vandamálið Guðjón Magnússon kjörinn formaður samtakanna Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir var kjörinn formaður Samtaka gegn kjarnorkuvá á fyrsta stjórnarfundi samtakanna fyrir skömmu. Samtök lækna gegn kjarnorkuvá voru stofnuð 12. september sl. eins og fram hefur komið í fréttum. Segir í frétt frá samtökunum að þau hafi verið stofnuð vegna þess að læknar telji yfirvofaiidi kjarnorku- vá vera eitt stærsta heilbrigðis- vandamál sem mannkynið standi andspænis. A fundinum var svo- felld ályktun samþykkt: „Við erum hér saman komin vegna þess að við neitum að viður- kenna að til þess þurfi að koma að beitt verði kjarnorkuvopnum. Við höfnum því, að tæknin sé notuð til að framleiða kjarnorku- vopn í stað þess að bæta lífsgæði. Við trúum því ekki, að hægt sé að leysa stjórnmálaágreining með kjarnorkuvopnum. Við trúum því statt og stöðugt, að það sé á valdi mannsins að stjórna þeirri tækni sem hann hefur skapað. Til áherslu bendum við á: 1. Kjarnorkustyrjöld milli stór- veldanna myndi leiða til meiri hörmunga en mannkynið hefði nokkru sinni upplifað. Eftir slíka styrjöld myndu læknar ekki geta veitt hinum sjúku og slösuðu heina hjálp, sem að gagni kæmi. Það er blekking, að almanna- varnir gætu bjargað verulegum fjölda mannslífa og dregið að ráði úr áhrifum kjarnorku- styrjaldar. Jafnvel þó að kjarnorkuvopn verði ekki notuð, dregur hinn gífurlegi kostnaður vígbúnað- arkapphlaupsins til sín fjár- magn, sem sárlega vantar til heilbrigðismála og almennra mannlegra nauðþurfta. 5. Læknar bæði geta og eiga að beita sér fyrir því að hindra kj arnorkustyrj öld. “ í lögum Samtaka gegn kjarnork- uvá segir m.a.: „Tilgangur samtakanna er að fræða og dreifa upplýsingum til heilbrigðisstétta, almennings og stjórnmálamanna um áhrif kjarn- orkuvá á heilbrigði og heilbrigðis- þjónustu. Markmiðið er að vekja alla til umhugsunar og aðgerða gegn yfirvofandi tortímingarhættu vegna kjarnorkuvígbúnaðar og stuðla að allsherjarafvopnun. Samtökin eru óháð starfandi stjórnmálahreyfingum en skulu Friðarhópur einstæðra foreldra stofnaður: Krefjumst framtíðar fyrir börnin okkar! segir m.a. í ályktun frá hópnum Friðarhópur einstæðra foreldra var stofnaður miðvikudaginn 14. september sl. Segir í frétt frá hópn- um að þeir sem hafi áhuga á að starfa í Friðarhópi einstæðra for- eldra geti haft samband við Svavar í síma 22570, Mörtu í síma 35253 og Aðalheiði í síma 21809. - Hópurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum tekið okkur saman, nokkrir einstæðir foreldrar og á - kveðið að stofna friðarhóp til að leggja okkar af mörkum í barátt- unni fyrir friði og útrýmingu kjarn- orkuvopna. Ýmsir hópar hafa ver- ið að myndast, erlendis og hér- lendis, að undanförnu, þar sem fólk úr ýmsum stéttum hefur tekið sig saman um að reyna að bægja þeirri ógn frá dyrum sem fjölgun kjarnorkuvopna hefur í för með sér. Okkur finnst það standa okkur nærri sem uppalendum að taka virkan þátt í slíku friðarstarfi. Sú ógnarstefna sem felst í sí- aukinni kjarnorkuhervæðingu hlýtur að tortíma heiminum ef al- mennir borgarar reyna ekki að koma vitinu fyrir stjórnmálamenn í þessum efnum. Þegar þær gífur- legu fjárhæðir sem varið er til her- væðingar í heiminum eru bornar saman við tölur um fjölda þeirra sem deyja úr hungri dag hvern, ekki síst barna, verður manni spurn hvort ráðamenn séu með öllum mjalla. Við Islendingar getum ekki setið þegjandi hjá þar sem stjórnvöld okkar eru á ýmsan hátt samsek í hernaðarglæpnum með því að hafa herstöð annars risaveldisins í landinu. Auknar hernaðarfram- kvæmdir sem hér eru boðaðar ýta enn undir þá þörf að efla þá krafta sem berjast fyrir afnámi herstöðva og fyrir friðlýsingu hafsvæða. Við tökum undir þá kröfu, að Norður- lönd verði um aldur og ævi kjarn- orkuvopnalaus. Sannar lýðræðis- þjóðir verða að taka frumkvæði í þessu efni. Sjónarmið stórveld- anna tveggja mega ekki endalaust ráða ferðum með kenningunni um ógnarjafnvægi. Uppsetning fleiri kjarnorkuflauga í Evrópu er nýr glæpur .gagnvart mannkyninu. Baráttumál einstæðra foreldra hér á landi hafa um árabil verið að efla hag þeirra sem einir hafa for- ræði bama sinna og jafnframt að gera börnum þeirra kleift að kom- ast sem best af. Þetta hefur allt ver- ið gott og blessað. En séð í stærra samhengi er þetta allt til lítils ef dagar mannkynsin's eru brátt taldir og engin trygging fyrir því að börn okkar eigi sér framtíð. Hvert ein- asta barn sem fæðist í þennan heim fær í vöggugjöf þrjú tonn af TNT sprengiefni. Það þarf ekki neina spádómsgáfu til að sjá fyrir framtíð þeirra barna, ef slík vitfirring á að fá að halda áfram. En við viljum tryggja þeim framtíð. Við heitum því á alla einstæða foreldra, að þeir taki höndum saman um að krefjast framtíðar fyrir börn okkar - með því að krefjast afvopnunar og af- náms hemaðarbandalaga, að ísland taki ekki þátt í auknum kjarnorku- vígbúnaði og segi sig úr NATÓ.” Hírósímavakan 8. september sl. Það var Sigurður Skúlason leikari sem las fyrir áheyrendur í Hallgrímskirkju. eiga aðild að International Physici- ans for the Prevention of Nuclear War (IPPNW)“. f stjórn voru kosnir: Ásmundur Brekkan, prófessor, Guðjón Magnússon, áðstoðar- landlæknir, Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður, Högni Óskarsson, geðlæknir og Skúli Johnsen, borg- arlæknir. í varastjórn: Atli Árnason, aðstoðarlæknir, Katrín Fjeldsted, yfirlæknir, Ólafur Mixa, heimilslæknir og Sig- urður Björnsson, krabbameins- læknir. -v. Læknafélag íslands Gegn kjarnorku- vopnavígbúnaði Á fundi í Læknafélagi íslands sem haldinn var dagana 19. og 20. september sl. var eftirfarandi á- lyktun samþykkt: Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn í Reykajvík 19. og 20. september iýsir því yfir að hinn stöðugi kjarnorkuvopnavíg- búnaður þjóða heims sé ógn gegn mannkyninu og auki hættuna á gjöreyðingu nútíma menningar og mannlegs lífs. Læknum er skylt að vinna gegn sífelldri hættu á notkun kjarnorkuvopna þar sem kjarnorkuhernaður stríðir gegn öllum þeim viðhorfum er marka starf þeirra. Læknafélag fslands telur rétt að auka fræðslu heilbrigðisstétta og almennings um læknisfræðilegar afleiðingar nútíma kjarnorkustríðs enda get- ur heilbrigðisstéttin alls ekki veitt þá hjálp sem að gagni kemur í kjarnorkustríði. Læknastéttin bendir á að eina raunhæfa leiðin til árangurs ríkra almannavarna á þessu sviði er að vinna að stöðvun kjarnorkuvíg- búnaðar og síðan að eyðileggingu allra kjarnorkuvopna. Skorar Læknafélag íslands á ís- lenska ríkið að vinna eftir þessari meginreglu á alþjóðavettvangi. Jafnframt fagnar fundurinn stofnun „Samtaka íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá“. Friðarganga var farin 6. ágúst í sumar frá Keflavík til Reykjavíkur. Þúsundir manna söfnuðust saman í lok göngunnar og mynduðu friðar- keðju á milli sendiráða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.