Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Asmundur Stefánsson um viðræðutilboð Vinnuveitenda: ___ Óttast helstefnu ríkisstjórnarinnar „Þessi yfirlýsing vinnuveitcnda sýnir augljóslega að þeir óttast hclstefnu ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendasambandið metur greinilega ýmislegt öðruvísi en við í launþegasamtökunum, en það er okkur hins vegar greini- lega sammála um það að einfaldar lausnir leysi engan vanda og ég hlýt að líta svo á að með sinni ályktun sé Vinnuveitendasambandið efnislega að taka undir ályktun ASI og BSRB frá 10. maí, þar sem áhersla var á það lögð að þjóðin yrði að vinna sig útúr vandanum með virkri atvinnu- stefnu“, sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins í samtali við Þjóðviljann í gærkvöld. Vinnuveitendasambandið sendi í gær frá sér ályktun þar sem boðað er að þjóðin verði að hefja nýja sókn til bættra lífskjara á grund- velli aukinnar verðmætasköpunar. „Til þess að kanna hvort.atvinnu- veitendur og launþegar geti með sameiginlegu átaki fundið leiðir til að styrkja og efla íslenskt atvinnu- líf svo raunverulegar leiðir finnist til bættra lífskjara vill Vinnu- veitendasamband íslands bjóða verkalýðshreyfingunni til viðræðna um þessi atriði", segir ma. í ályktun sambandsins. „Við erum að gera þarna tilraun sem er töluvert ný frá okkar hendi að rétta út höndina til verkalýðs- hreyfingarinnar og segja: Getum við ekki sest niður og rætt þetta eins og það er“, sagði Magnús Gunnarsson framkvæmdarstjóri Vinnuveitendasambandsins í sam- tali við Þjóðviljann. „Ályktun Vinnuveitendasam- bandsins er skýr krafa um fráhvarf frá stjórnarstefnunni. Ég hlýt að verða að skoða málið betur áður en ég get tjáð mig um það hvort for- sendur séu fyrir viðræðum á milli okkar og Vinnuveitendasam- bandsins“, sagði Ásmundur Stef- ánsson. - Ig. Hvað meinar Steingrímur? Blönduvirkjun háð Alusuisse! Forsætisráðherra þjóðarinnar, Steingrímur Her- mannsson, gaf í gær út yfírlýsingu. Fréttamaður út- varpsins spurði ráðherrann hvort ákveðið hefði verið að fresta Blönduvirkjun. Svar Steingríms var á þá leið að ríkisstjórnin ætlaði að iáta kanna vandlega hvaða verð fengist fyrir orku frá Blönduvirkjun í Ijósi þeirrar þróunar sem orðið hefði í sambandi við orkusölu til álversins. Þjóðviljinn reyndi án árangurs í gær að ná sambandi við forsætis- ráðherrann til að spyrja um nánari skýringar á þessum ummælum. Er það háð niðurstöðu í samningum við Alusuisse hvort ráðist verður í Blönduvirkjun? Hvaða verð þarf Alusuisse að greiða fyrir orkuna til að ráðherrann telji Blönduvirkjun arðbæra? Hvenær varð sú stefnu- breyting hjá stjórnvöldum að Blönduvirkjun væri háð samning- um við Alusuisse? Hingað til hefur Blönduvirkjun verið talin rétt- lætanleg vegna þarfa hins almenna markaðar. Því miður tókst ekki að ná í ráðherrann til að fá svör við þess- um spurningum. Þjóðviljinn mun áfram reyna að fá botn í ummælin. ór Þeir kynntu sjónarmið sem fram komu á ráðstefnu Norðurlandaráðs lesbía og homma. Frá v. Guðni Baldursson, Sten Petterson og Stig Áke Peterson báðir frá Svíþjóð. Mynd: - eik. Staða lesbía og homma á íslandi aðalumræðuefni á norrænni ráðstefnu: Jóhanna Bjamadóttir látin ! í fyrrakvöld lést í Reykjavík Jó- i hanna Bjarnadóttir, níutíu og fjögurra ára að aldri. Jóhanna var fædd 29. júní 1889, dóttir Bjarna bónda og hreppstjóra í Ásgarði, I Dalasýslu, og Salbjargar konu j hans. Jóhanna var alla tíð mikill stuðn- J ingsmaður Þjóðviljans. Hún var ■ gift Jóni Bjarnasyni blaðamanni og ! fréttaritstjóra við Þjóðviljann og ! bjóumskeiðaðSkólavörðustígl9, þar sem blaðið og Prentsmiðja ; Þjóðviljans voru til húsa um langt i ^rabil. Þar var hún húsmóðir Þjóð- ! viljamanna og alla tíð vann hún 1 blaðinu sem hún mátti. • Jóhönnu verður minnst síðar í I Þjóðviljanum. - ekh j - .. > Avísanamisferlið |í Eyjum: Rannsókn imiðar vel „ísland áratug á eftir” ,Það er óhætt að fullyrða að ísland er áratugum á eftir öðrum Sorðurlöndum í réttindamálum homma og lesbía. Astandið hér er »ngu líkt því sem þekkist í nálægum löndum“, sögðu þeir Sten Petterson og Stig Áke Peterson félagar í hagsmunafélagi samkynhneigðra í Svíþjóð á fundi sem Samtökin ’78 boðuðu með fréttamönnum í fyrradag. Aukatekjur Aukið tekjur ykkar um allt að dkr. 2000 á viku með léttri heima- og tómstund- avinnu. Hugmyndabæklingur með 100 tillögum á Iskr. 200 sendur án burðargjalds ef borgað er fyrirfram, en ann- ars með póstkröfu + burðar- gjaldi. Fullur skilaréttur innan 8 daga. Daugaard Trading Claus Cortsensgade 1, DK 8700 Horsens Danmark. Um helgina var haldin hérlendis 3. ráðstefna norðurlandaráðs les- bía og homma NRH og sóttu 19 fulltrúar ráðstefnuna frá öllum Norðurlöndum. Aðalumræðuefni á ráðstefnunni var staða lesbía og homma á fslandi. „Ekkert hefur verið gert að hálfu íslenskra yfir- valda til að bæta stöðu lesbía og homma hérlendis, hvorki með því að breyta lögum né vinna að við- horfsbreytingum", að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðstefnunni. íslensk lög veiti ekki vörn þeim sem verða fyrir misrétti fyrir það að þeir eru samkynhneigðir, t.d. varð- andi húsnæðis- og atvinnumarkað, í skólum, í fjölmiðlum og á al- mennum samkomustöðum. „Afstöðu íslensks samfélags til lesbía og homma verður að líkja við aðskilnaðarstefnu, apartheid. Ekki er um að ræða andvaraleysi, heldur er hér á ferðinni misrétti sem hlýtur að teljast ósamboðið þjóð er vill'kenna sig við lýðræði‘% segir í fréttatilkynningunni. Þá var á ráðstefnunni rætt um stöðu lesbískra kvenna, samvinnu á sviði bókmennta og kröfu um ábyrgð heilbrigðisyfirvalda áþvíað 0 Auglýsið í Þjóðviljanum <J hommar fái vörn gegn sjúkdómn- um áunnin ónæmisbæklun. Það kom fram í máli fulltrúa NRH á fréttamannafundinum að hommar óttast ekki útbreiðslu Aids á Norð- urlöndum líkt og gerst hefur í Bandaríkjunum, þar sem heil- brigðiskerfi og eftirlit sé með allt öðrum hætti á Norðurlöndum og því auðvelt ef vilji er fyrir hendi að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk- dómsins í þessum löndum. -lg- Rannsókn á hugsanlegu misferli aðalbókara hjá fógeta í Vestmannaeyjum miðar hratt hjá RLR. Málavextir eru þeir að Ríkis- endurskoðun gerði á sínum tíma athugasemd við veitta heimild starfsmanna hjá fógeta til að leysa út úr tolli tiltekinn varning, án þess að hefðbundin gjöld væru greidd. Það tengist málinu, að við sjóð- talningu hjá fógeta í ágúst síð- astliðnum, fundust ávísanir sem ekki höfðu verið færðar til bókar. Upphæð þessara ávísana mun nema rösklega 200 þúsundum króna og hafði aðalbókarinn ekki haft neina tilburði í frammi til þess að leysa þær út í banka. - hól PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN til starfa í nágrenni Reykjavíkur og úti á landi. Nánari upplýsingar verða veittar í starfs- mannadeild.,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.