Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 15
Miðvikiidágur 21. septembcr 1983 ÞJÓÐVIL.ÍlNN - SÍÐA 15 ' * RUV0 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Stína Gísladóttir talar. Tón- leikar. 8.40 Tónbilið. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sagan af Frans litla fiskastrák" eftir Guðjón Sveinsson Andrés Sigurvinsson lýkur lestr- inum (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 Sjávarútvegur og siglingar Umsjónar- maöur: Ingólfur Arnarson. 10.50 Söguspegill Þáttur Haraldar Inga Har- aldssonar (RUVAK). 11.20 Blugrass og Bræðingur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Emerson, Lake & Palmer og Moody Blues syngja og leika. 14.00 „Ég var njósnari“ eftir Mörthu McKenna Hersteinn Pálsson þýddi. Kristin Sveinbjörnsdóttir les (12). 14.30 Miðdegistónleikar Philip Jones- blásarasveitin leikur „Canzon Cornetto" og „Courant Dolorosa" eftir Samuel Scheidt. / „Musica Dolce“-blásarasveitin leikur Kons- ert í d-moll eftir Joseph Bodin de Boismorli- er. 14.45 Nýtt undir nálinni Kristin Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Nicanor Zabaleta og Kammersveit Pauls Kuentz leika Hörpu- konsert í A-dúr eftir Karl Ditters von Ditters- dorf. / Fílharmóníusveitin í Berlín leikur Sin- fóníu nr. 8 í F-dúr eftir Ludwig van Beet- hoven. Herbert von Karajan stj. 17.05 Ferðamál í umsjá Birnu G. Bjarnleifs- dóttur. 17.25 Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu, ísland-írland. Hermann Gunnars- son lýsir fyrri hálfleik á Laugardalsvelli. 18.05 Tilkynningar. 18.30 Landsleikur, framhald. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Gunnvör Braga heldur á- fram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Sagan: „Drengirnir frá Gjögri" eftir Bergþóru Pálsdóttur Jón Gunnarsson les (7). 20.30 Athatnamenn á Austurlandi Umsjón- armaðurinn, Vilhjálmur Einarsson skóla- meistari á Egilsstöðum, ræðir við Jóhannes Stefánsson á Neskaupstað. 21.10 Einsöngur Dietrich Fischer-Dieskau syngur ballöður eftir Carl Loewe. Jörg Dem- us leikur á pianó. 21.40 Útvarpssagan: „Strætið“ eftir Pat Barker Erlingur E. Halldórsson les þýðingu sína (18). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar. 23.00 Kvöldtónleikar a. Aríur eftir Mússorgs- ký og Rimsky-Korsakoff. b. Sinfónía nr. 9 op. 70 ettir Sjostakovitsj. Sinfóniuhljómsveit útvarpsins í Helsinki leikur. Leif Segerstam stj. Einsöngvari: Martti Talvela. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.20 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Píanóið. Kanadísk heimildarmynd. Ant- on Kuerti pianóleikari og John Steinway hljóðfærasmiður kynna pianóið, gerð þess, sögu og tóna. Þýðandi og þulur Jón Þórar- insson. 21.10 Fontamara. Þriðji þáttur. Italskur fram- haldsmyndaflokkur í fjórum þáttum. Efni annars þáttar: Bændurnir í Fontamara eru sviptir áveituvatni og sviknir um nýtt jarð- næði. Þeir hyggja á hefndir en Berardo vill ekki taka þátt í ráðagerðum þeirra. Hann ætlar til Rómar að vinna sér inn fé fyrir jörð til að geta gengið að eiga Elviru. Forsprakkinn brennir bæ i eigu æðsta valdsmanns fasista í héraðinu. Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir. 22.05 Úr safni sjónvarpsins. Fjallferð. Göngur hafa löngum þótt ævintýraferðir og oft er glatt á hjalla í tjöldum og leitarmannak- ofum. Haustið 1976 fóru sjónvarpsmenn á fjall og fylgdust með haustsmölun bænda á Hrunamannaafrétti. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Áður sýnt i Sjónvarpinu haustið 1976. 23.05 Dagskrárlok. frá lesendum Vestmannaeyjahöfn Ojósm. -eik-). Haustmorgunn við höfnina Magnús frá Hafnarnesi skrif- ar: Það er haustlegt við höfnina. Þó er september aðeins að byrja. Sólin skín þó glatt á móberginu og Kletturinn er ennþá grænn og fagur. Bátarnir, sem ekki eru í róðri, halla sér hver að öðrum eins og þreytt gamalmenni. Svip- ur þeirra er uppgjafarlegur og maður gæti hugsað sér að þeir segðu hver við aðra. Nú verðum við ekki hreyfðir fyrr en í febrú- ar. Gamall og gráskeggjaður þul- ur með kaskciti á höfðinu er að lensa eina trilluna. Það hafði rignt mikið um nóttina. Það var enginn uppgjafartónn í honum er ég spurði: „A ekki að fara að ýta á hann?“ ,Jú, blessaður vertu, nú fer hann að koma á línuna“. „Hvar heldurðu að hann verði bestur?“ „í Skarðinu", sagði hann og þó sér um hendurnar á olíublautum tvisti. „Hvað segirðu unt Höfuð- daginn?“ spurði ég. „Höfuð- daginn?“. „Já“. „Hann breytir um tíðarfar, gengur til norðursins og kólnar. Þá kemur ýsan í síldar- hrognin undir sandi“. Margt er gott sem gamlir kveða. „Er þjóð- hátíðardosið horfið úr mönnum?" „Að minnsta kosti úr mér“, sagði hann dálítið snegglu- lega. Síðan kveð ég þennan gamla trillukarl, sem ætlaði að fá hann í Skarðinu og undir Sandi, og held áfram göngu minni um bryggjur. Víða er tómlegt um að litast, lundinn löngu farinn og lunda- pisjurnar drukknaðar í hokunum að sagt er. Þær höfðu ekki flogið á bæjarljósin eins og vant er og strákarnir urðu fyrir vonbrigð- um. Eitthvað hlaut að hafa gerst. Hann rigndi svo mikið í ágúst. Togararnir eru í túr. Það er mest karfi, sem þeir fá, karfi handa Rússum, enda herja þeir á Pak- istan. Kannski* eta þeir líka menn? Nei, fari það kolað, segi ég við sjálfan mig. í Friðarhöfninni er verið að skipa út hraðfrystum fiski á. Bandaríkjamarkað. Bandaríkja- menn líta ekki við karfanum. Máfurinn snöfflar í sorpinu því ekki er búið að leggja skolp- leiðsiur gegnum Eiðið. Það er ekki allt hægt að gera í einu, mal- bika og leggja skolpleiðslur, enda er staða bæjarsjóðs hrikaleg, að sagt er. Þó er hérna nóg að vinna og fólk hefur nóg að bíta og brenna, - ef það legur nótt við dag í vinnunni. Bómur skipsins sveiflast til og frá og maðurinn á lúgunni baðar út öllum öngum og hrópar: „Híf opp“. Verksmiðjuflauturnar skera þögnina. Það er kaffitími hjá fólkinu í hraðfrystistöðvun- um. Síðan byrjar vinnan aftur meðfullum krafti. Þannigerlífið, vinna og aftur vinna. Guöbjörg Jónsdóttir skrifar: Þann 10. ágúst sl. var alveg yndis- legt veður svo ég ákvað strax fyrir hádegi að láta verða af þvi að heimsækja kunningja í suðurbæn- um í Hafnarfirði. Þegar ég hafði lokið heimsóknunum lá leiðin í versl- anir Kaupfélagsins við Strandgötu. Ég fékk fljóta og góða afgreiðslu í matarbúðinni og fer þaðan við svo búið. Gegnt matarbúðinni er rafrnagnsvöru- og búsáhaldadeild Kaupfélagsins. Dlu heilli varð mér gengið inn og sá ég hillur á hverjum vegg með fullt af dóti og glysvam- ingi, auðvitað til þarfa og óþarfa. Ég gekk um verslunina án þess að sjá nokkra manneskju við afgreiðslu. Allt í einu hrasaði ég, féll á gólfið og hljóðaði upp yfir mig. Þá koma strax tveir drengir og afgreiðslukona og vilja allt fyrir mig gera. Það reyndist útilokað fyrir mig að standa á fætur Slysagildra vegna mikils sársauka í hægri fæti og það varð úr að fengjnn var sjúkrabíll og var mér ekið inn á Borgarspítala og sfðan á Landakotsspítala.Meiðsl- in reyndust vera lærbrot á hægra fæti og mun ég væntanlega, ef allt gengur vel, eiga í þessu a.m.k. í þrjá mán- uði, sem er óskaplega langur tími fyrir manneskju ámínum aldri. Þegar ég fór að hugsa um þefta slys og hvemig það bar að er ég sannfærð að að þama er um að ræða vonda slysagildru, sem þarf að laga skilyrðislaust og því fyrr þess betra. A meðan ég lá á gólfinu og beið eftir sjúkrabílnum, sem ók mér á Slysavarðstofuna, sá ég að gólfið í versluninni er mishátt en engin sjáanleg tilraun er gerð til að vara við þessu þegar gengið er inn í versl- unina, svo að teppalagt gólfið og tepplögð trappan niður á nassta pall renna saman í einn samfelldan flöt, sem ég varaðist ekki og því fór sem fór. Það má hver sem er lá mér þó að ég finni sárt fyrir þessu óhappi og sé - reið og sár út í þá stóm menn, sem búa til svona slysagildrur. Ég er viss um að þetta hefði ekki koinið fyrir ef handrið eða einhverskonar hindmn hefði vakið athygli á tröppunni. Ég vona að þessi frásögn mín verði til þess að hafa einhver áhrif á þá átt að koma í veg fyrir slys, sem ætti að vera hægt að sjá fyrir. Mér verður hugsað til þess hver borgi skaðann. Það kostar ekki lítið að liggj a á spítala í a. m. k. þrj ár vikur og láta flytja sig fram og til baka í sjúkrabílum. Sjálfsagt emþað trygg- ingamar sem borga, en það finnst mér ekki rétt, heldur ætti sá að borga, sem á sök á slysinu. Mér leið mjög vel þessar vikur sem ég var á Landakotspítala og bið guð að blessa lækni minn og allt lið, sem með honum hefur verið og allt starfsfólk á deildinni 2 B. Það er ekki hægt að þakka með orðum þann hlýhug og kærleiksfóm, sem þetta fólk hefur látið mér í té. Skák Karpov að tafli - 202 Það er dálítið merkilegt að flestir þeir sem fylgdust með ein- víginu í Baguio eftir sigur Korts- nojs í 31. skák voru þeirrar skoð- unnar að hrein úrslit fengust í næstu skák. Þrátt fyrir að Korts- noj hefði hlotið 3V2 vinning úr síð- ustu fjórum skákum voru margir í hópi sterkari skákmanna sem spáðu Karpov sigri í næstu skák! Hann átti jú að hafa hvítt en það var e.t.v. ekki allt málið. Ein- hvern veginn fannst mörgum komið að honum og þeir bættu við að löngu áður í einvíginu hafi Kortsnoj innst inni verið búinn að gefa upp þá von að öðlast heimsmeistaratitilinn. Karpov tók sér frí þegar tefla átti skákina, hélt til Manila þar sem hann fylgdist með Sovétríkjunum tapa fyrir Júgóslövum í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í körfuknattleik. Svo hófst skákin og varð snemma Ijóst að Karpov var aftur búinn að ná sínum fyrri síyrk: (Ekki 25. - Rfxd5 26. Rf5 + ! og vinnur). 26. Dxe5 Rfxd5 27. Bxb5 Ha7 28. Rh4! Bc8 29. Be2 Be6 30. c4 Rb4 31. Dxc5 Db8 32. Bfl Hc8 33. Dg5 Kh8 34. Hd2 Rc6 35. Dh6 Hg8 36. RO Df8 37. De3 Kg7 38. Rg5 Bd7 39. b4! I)a8 40. b5 Ra5 41. b6 - Hér fór skákin í bið og Korts- noj lék 41. - Hb7 í biðleik. Hann mætti ekki til leiks daginn eftir. Karpov stóð því uppi sem sigur- vergari í æsispennandi viðureign, en hetjuleg barátta Kortsnojs vakti aðdáun fjölmargra. Sá sterkari sigraði. Prinsessur og drottningar eru þær einu sem bókstaflega geta fætt frétt. Bridge Karpov - Kortsnoj 25. e5! dxe5 Leikur Ólafs Lár. og Boga Sig- urbjörnssonar frá Siglufirði í 3. umf. bikarkeppninnar var jafn og skemmtilegur til síðasta spils. Strax í 2. spili voru þó teikn á lofti, vísbending um það sem í vændum var: Norður S Dxx H AKx Jón hafði rétt sig í sætinu var T Dxx ekkert slegið af. Með jafna skift- L KDxx ingu og 29-31 punkt milli hand- anna. 6 grönd.. Suður Nú, hálfslemman er liðlega SAK 15%, Laufás þarf að vera réttur, M DGxx tígulkóngur að liggja og loks þarf T AGx laufið að skiftast 3-2. L 98xx Allt gekk þetta eftir og Ásgrímur, með suðurspilin vakti á grandi (13-15) og eftir að Siglfirðingar hrósuðu sigri, þegar Hrólfur Hjalta. og Jónas P. Er- lings. „lyktuðu" ekki leguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.