Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21.' september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Heilbrigðisþjónustan á uppboðsmarkaði Hundruð starfsmanna bíða í milriHi óvlssu Um fátt er jafn mikið rætt á sjúkrastofnun- um og öðrum þjónustustofnunum heilbrigðis- kerfisins en útboðshugmyndir heilbrigðisráð- herra sem stjórnarnefnd ríkisspítalanna undir- býr nú af fullum krafti. Fulltrúi stjórnarinnar hefur verið á stofnun- um heilbrigðiskerfisins að kynna starfsfólki út- boðsmálin og á þeim fundum hefur slegið í brýnu milli starfsfólks og fulltrúa stéttarfélaga annars vegar og erindreka stjórnvalda hins vegar. Verkalýðshreyfingin hefur formlega mótmælt þessum hugmyndum um að setja þætti innan heilbrigðisþjónustunnar á upp- boðsmarkað, þar sem starfsfólki er hótað upp- sögnum í stórum hópum. Hér er sem fyrr á ferðinni gamla aðferðin að skera af undirstöðunni en yfirbyggingin fær að standa óbreytt þegar sparnaður er nefndur á nafn. Starfsmenn við þvottahús, ræstingar, eld- hús, viðhald og lager hafa fengið að heyra boð- skap stjórnarherranna, og hundruð starfs- manna, margir með áratuga starfsaldur hjá viðkomandi stofnunum bíða milli vonar og ótta hvert framhaidið verður. Slíka óvirðingu verð- ur þetta fólk að þola af hinum háu herrum. Þjóðviljinn leit við á tveim sjúkrastofnunum í gær og tók tali nokkra starfsmenn sem nú bíða í mikilli óvissu um hvert framhaldið verður á störfum þeirra. - Ig. Inga Ólafsdóttir t.h. og Linda Kristmundsdóttir starfsmenn í eldhúsinu á Kleppi. „Ekki hressar með stöðu mála“. Mynd - eik. Nær engri átt að færa alla matseldina burtu ✓ segir Inga Olafsdóttir starfsmaður í eldhúsinu á Kleppi „Við erum alls ekki hrcssar með þetta. Það fer ekki hjá því að menn hér almennt óttast að missa at- vinnuna. Ég veit satt að segja ekki hvað verið er að hugsa með þessum ráðstöfunum. Ekki hefur maður orðið var við óþarfa eyðslu eða bruðl á þessum vinnustað“, sagði Inga Ólafsdóttir sem vinnur í eld- húsinu á Kleppsspítala. Þær voru tvær eftir á seinni vakt- inni í gær, Inga og Linda Kristmundsdóttir sem er í sumaraf- leysingum en aðrir starfsmenn í eldhúsinu byrja kl. 7.30 og vinna til 16.30. Þær mæta aftur á móti til vinnu kl. 12 og vinna til kl. 20.00. „Mér finnst það ekki ná nokk- „Það er vissulega uggur í fólki hér útaf þessum útboðshugmynd- um. Sumir vilja meina að okkur elsta fólkinu verði ekki sagt upp störfum en ég á erfitt með að trúa því. Ég veit að ef nýir aðilar taka hér við þá verður okkur öllum sagt upp“, sagði Björg Jóhannsdóttir trúnaðarmaður ræstingarfólks á Vífdsstaðahæli, þegar Þjóðviljinn leit þangað í heimsókn í gærdag. Fulltrúi frá stjórnarnefnd ríkis- spítalanna hafði daginn áður mætt á vinnustaðinn og kynnt hugmynd- ir um útboð á ræstingarvinnu. Þar voru einnig mætt Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar og Gunnar Gunnarsson framkvstj. Starfsmannafélags ríkisstofnana en þau bæði lýstu furðu sinni á máls- meðferð allri og þeim hugmyndum urri átt að ætla að færa alla mats- eldina burt frá spítalanum. Stór hluti sjúklinganna hér eiga sitt heimili hér og hafa þörf fyrir eldhús á staðnum. Það fylgir því að hafa eldhús eins og á öðrum heimilum. Ég get ekki ímyndað mér hvernig gengi að eiga að fá allan mat af- greiddan á plastbökkum utan úr bæ. Hér eru mjög margir á sérfæði og síðan er ýmislegt óvænt sem allt- af vill koma uppá og þá erum við til taks og reynum að gera okkar besta hér í eldhúsinu", sagði Inga. Á Kleppi sem öðrum sjúkra- stofnunum er matur framreiddur 5 sinnum yfir daginn. Morgunverður kl. 7.30, þá hádegisverður, kaffi kl. að setja þjónustustörf í heilbrigð- iskerfinu á uppboðsmarkað. Veit ekki hvað mönnum dettur í hug Ég er búin að vinna hérna á hæl- inu í 32 ár og á nú kannski allt í einu von á því að fá uppsagnarbréf. Ég vil ekki trúa því að slíkt muni eiga sér stað, en maður veit aldrei hvað mönnum dettur í hug. Þetta kemur óneitanlega illa við fólk. Óvissan er mikil," sagði Björg Jóhannsdóttir. Hún sagði að mönnum fyndist það hreint út sagt hlægilegt að ætla að bjóða út eldhúsið á hælinu. „Það er alveg frábært að láta sér detta annað eins í hug. Annars er þetta það alvarlegt að maður getur ekki leyft sér að gera grín að þessu“, sagði Björg. 3.30 og léttur kvöldverður, og að síðustu kvöldkaffi. Mikill kvíði hjá starfsfólki Vissulega fylgir mikill kvíði þess- ari óvissu. Menn eiga sífellt von á uppsögn. Hérna í eldhúsinu vinna 10-15 konur og flestar með langan starfsaldur, ein eða tvær búnar að vinna hér í 18 ár. Það er ekki glæsi- legt fyrir fullorðnar konur að kom- ast inn á vinnumarkað, ég tala ekki um ef atvinnuleysi verður orðið að einhverju marki eins og lítur út fyrir að verða raunin“, sagði Inga. -Ig Björg Jóhannsdóttir trúnaðarmað- ur. „Alveg frábært að láta sér detta annað eins í hug.“ Mynd-eik. Milli 10-15 konur vinna við ræstingu og þvotta á Vífilsstaða- hæli, langflestar fullorðnar með ár- atugastarfsaldur að baki. „Eftir 32 ár er égmeð 11.800 krónur í kaup á mánuði. Það eru öll ósköpin. Ég veit ekki hvað tekur við hjá okkur þessum fullorðnu konum ef öllum hér verður sagt upp. Þetta er alvar- legt mál“, sagði Björg. - ig Björg Jóhannsdóttir trúnaðarmaður Sóknar á Vífilstaðahæli ,y41variegt mál” | Júlíana Bjarnadóttir t.v. og Aldís Magnúsdóttir við störf sin á Vífílsstaða- | hæli. „Alltaf byrjað á lægstlaunaða fólkinu.“ Mynd - eik. „Búið að ákveða i allt fyrirfram” segir Júlíana Bjarnadóttir í starfsmaður á Vífilstaðahæli I „Mér líst alveg hræðilega illa á | þetta. Ég held að það hljóti að vera < eitthvert baktjaldamakk þarna á > ferðinni. Það er greinilega búið að i ákveða þetta allt fyrirfram. Okkur i er síðan tilkynnt þetta eftir á. Þegar ; búið verður að gangafrá útboðum, 1 þá er ekkert annað eftir nema að J reka okkur“, sagði Júlíana Bjarna- dóttir starfsmaður á Vífilsstaða- I hæli sem við hittum að máli framan j við taugeymslu í kjallaranum. ; Liggur allt i á borðinu i „Ég er búin að vinna hérna í 39 j ár, og hafði það á orði við starfsfé- i lagana að bjóða þeim upp á ; kampavín þegar 40 árunum væri i náð. Það verður sjálfsagt ekki úr I því eftir þessum fréttum að dæma. í Því miður þá er ekki einu sinni •j hægt að gera grín að þessum hug- ! myndum. Þetta er það lágkúruleg- i asta sem þekkist. Alltaf byrjað á okkur lægst launaða fólkinu. Þetta er gamla sagan“, sagði Júlíana og vinnufélagar hennar tóku undir með henni. „Það hefur verið indælt að vinna hérna á hælinu, og ég er alveg fullviss að enginn starfsmaður hér vill okkur í burtu. Þeir sem ráða ríkjum fara hins vegar í kringum allt málið eins og köttur í kringum heitan graut. Láta eins og ekkert hafi verið ákveðið, þegar þetta liggur allt á borðinu." Júlíana sagði að formaður Sókn- ar Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hefði haldið uppi harðri vörn fyrir þeirra málstað á fundinum daginn áður. „Við erum ekki einar þar sem hún er og það hjálpar okkur ntikið, en stúlkurnar verða þá líka að standa á bak við hana og láta til sín heyra.“ Fyllsta óvirðing við starfsfólk „Hvað varðar reksturinn hérna þá hef ég ekki orðið vör við annað þessa áratugi sem ég hef unnið hér en þetta sé allt samviskusamt og heiðarlegt fólk sem starfar hér. Þeir eru fáir sem geta rekið eldhús með eins miklum myndarskap og forstöðukonan hér Mér finnst þetta ekki vera amiað en fyllsta óvirðing við þetta : miafólk að ætla að finna stórfelldar sparnaðarleiðir með því að segja því upp. Fólki sem hefur hér áratuga starfs- reynslu. Það er kannski hi gmynd- in að skipta alveg um svo hægt sé að ráða fólk eingöngu á byrjunarlaun. Við erum víst með svo hátt kaup sem erurn hér fyrir“, sagð: Júlíana Bjarnadóttir. -Ig- gHaustmói Taflfélags Reykjavíkur 1983 hefst aö Grensásvegi 46, sunnudaginn 25. september kl. 14. I aðalkeppninni verður þátttakendum skipt í flokka með hliðsjón af ELO-skákstigum. Tefldar verða 11 umferðir í öllum flokkum. Umferðirnar verða 3 í viku, á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Skráning þátttaken fer fram í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskrán- ing í aðalkeppnina verður laugardaginn 24. september kl. 14-18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugar- daginn 1. október kl. 14. Tefldar verða 9 um- ferðir eftir MONRAD kerfi og tekur keppnin 3 laugardaga, 3 umferðir í senn. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44-46 R. Símar 83540 og 81690.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.