Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Bandarísk hernaðaríhlutun Stéttaátök hafa magnast svo í Belgíu á einni viku að ríkisstjórnin riðar til falls. Stéttaátök í Belgíu Kjaraskerðingaráform ríkisstjómarinnar virðast œtla að verða hennar banabiti ísl. í rúma viku hefur Belgía verið lömuð af verkföllum opinberra starfsmanna og síðustu dagana hafa hin almennu verkalýðsfélög einnig hótað verkföllum. Al- menningssamgöngur hafa lam- ast, póstþjónusta, járnbrautirog sporvagnar, og síðan á fimmtudag hefur verið allsherjar- verkfall meðal opinberra starfs- manna á öllum sviðum nema innan skólakerfisins og í flugsam- göngum milli ríkja. Ástæðan fyrir þessari skyndilegu verk- fallsöldu er niðurskurðar- og samdráttarstefna ríkisstjórnar- innar, sem hefur bitnað sérstak- lega harkalega á opinberum starfsmönnum. Hin hörðu stéttaátök sem blossað Hafa upp í Belgíu ógna nú ríkisstjórn Wilfried Martens og er talið mögulegt að hún kunni að neyðast til að segja af sér. Efnahagskreppan sem ríkt hef- ur í Evrópu undanfarin ár hefur bitnað harkalega á Belgíu, og hefur atvinnuleysi óvíða verið meira. Til þess að bregðast við kreppunni boðaði ríkisstjórnin róttækan niðurskurð og kjara- skerðingu. Fólust aðgerðir hennar meðal annars í niðurskurði ríkis- útgjalda um 5,4 miljarða króna. Verðlagsuppbætur sem áður höfðu verið greiddar á laun með 6 eða 12 mánaða fresti voru afnumdar. Dregið var úr orlofs- greiðslum og iðgjöldum ellilíf- eyrissjóðanna hækkuð. Þá voru þréttándu mánaðarlaunin, sem lengi hafa verið tíðkuð í Belgíu, afnumin. Kjaraskerðing Stéttarfélög opinberra starfs- manna segja að aðgerðir þessar muni fela í sér 10% kaupmáttar- skerðingu er bætist við 2% kaupmáttarskerðingu er varð á síðasta ári. Þá eigi samkvæmt niðurskurðinum að segja upp 2000 járnbrautarstarfsmönnum í viðbót við 5000 sem sagt var upp störfum á síðasta ári. Það kom því ekki á óvart að það skyldu verða járnbrautarstarfsmennirn- ir sem riðu á vaðið í þessari kjara- deilu. Það byrjaði með stuttu skyndiverkfalli járnbrautar- starfsmanna í Charleroi í suður- hluta landsins fyrir um 10 dögum. Verkföllin eru því ekki skipulögð af verkalýðsforystunni og þau voru ekki boðuð með fyrirvara. En í ljós kom að óánægjan meðal opinberra starfsmanna var svo djúp að ekki þurfti nema lítinn neista til að tendra bálið. f Belgíu eru tvö verkalýðssam- bönd, FGTB sem er tengt sósíal- istaflokknum og CSC, sem er tengt kristilega lýðræðisflokkn- um. FGTB hefur sett fram ákveðn- ar kröfur til ríkisstjórnarinnar sem felast í kjörorðunum: Hættið með Thatcherismann eða segið af ykkur! Stjórnarkreppa yfirvofandi Ein fyrsta gagnaðgerð ríkis- stjórnarinnar var að skipa fleiri þúsund hafnarverkamönnum við höfnina í Antwerpen að snúa ■ aftur til vinnu. Þar höfðu nokkur hundruð farskip verið lokuð inni og voru enn þegar síðast fréttist. Ríkisstjórnin taldi lokun hafnar- innar hættulega fyrir landið þar sem hún átti þá í viðræðum við stórt bandarískt skipafélag um hugsanlegan stórsamning, sem hætta var á að rynni úr höndum þeirra yfir til Rotterdam. Ríkisstjórnin tók þó skipun sína til baka á laugardaginn eftir að verkalýðsfélögin höfðu hótað að rifta öllum samingaviðræðum ef beita ætti þvingunum. Það háir ríkisstjórninni í þess- ari deilu að forsætisráðherrann, Wilfried Martens, er sjúkur eftir hjartaaðgerð, en embætti hans gegnir nú Jean Gol varaforsætis- ráðherra. Sænska blaðið Dagens Nyhet- er hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að ólgan sem breiðst hefur út í Belgíu sé nú orðin slík að vafasamt sé hvort ríkisstjórn- inni takist að ráða fram úr vand- anum og sé stjórnarkreppa þá yfirvofandi. Ætla Bandaríkin að taka að sér hlutverk ísraels í landinu? Með sprengju- og fallbyss- uskothríð frá herskipum upp á hálendið fyrir ofan Beirut hefur Reagan Bandaríkja- forseti og bandaríski herinn kastað enn meiri olíu á það ófriðarbál sem nú ríkir í Líb- anon og þar með valið versta kostinn af þeim illu kostum sem Bandaríkin stóðu frammi fyrir í þessu stríðs- hrjáða landi. Bandaríska herliðið í Líbanon er ekki lengurfriðargæslulið heldur virðast Bandaríkjamenn nú kjósa þann kostinn að taka við hlutverki ísraelsmanna í Líbanon með beinni hernaðaríhlutun í innri mál- efni landsins. Furðulegt má telja að Banda- ríkin skuli velja sér þetta hlutskipti þar sem fyrirsjáan- legt er að þau munu fá öll ar- abaríkin upp á móti sér með slíkri íhlutun þannig að möguleiki Bandaríkjanna til friðarumleitana á milli ísraels og arabaríkjanna verða að engu gerðir. Dagblað í Jórdaníu líkir hernað- aríhlutun Bandaríkjanna í Líbanon nú við það sem gerðist þar árið 1960, þegar franskar hersveitir gengu á land í Beirut til þess að veita hinum kristnu lið í baráttu þeirra við drúsa, sem þá nutu stuðnings hinna tyrknesku stjórn- arherra í landinu. Þá hafa jórdönsk blöð einnig minnst á þá atburði er gerðust fyrir 25 árum, þegar bandaríska stjórnin sendi her- sveitir til Líbanon til aðstoðar hægrisinnaðri stjórn falangista sem átti í stríði við uppreisnarmenn. Sú íhlutun olli uppþoti í öllum araba- heiminum, sem m.a. lýsti sér í að írakskonungi var steypt, en hann var hlynntur Bandaríkjunum, og jórdanska konungsdæmið átti í vök að verjast svo það varð að kalla á breska herinn sér til hjálpar. Þá var Nasser forseti Egyptalands hinn ókrýndi leiðtogi arabaríkjanna í nánu bandalagi við Sýrlendinga. Sundrung Araba Nú eru arabaþjóðirnar hins veg- ar sundraðar, og vanmáttugar til- raunir valdhafanna í Saudi-Arabíu til þess að halda aftur af Banda- ríkjamönnum hafa farið út um þúf- ur. Egyptaland, sem er voldugast arabaríkjanna er bundið af friðar- samningi sínum við ísrael án þess að lausn hafi fengist á hernámi ís- raelsmanna á jórdönsku landi og kröfum Palestínumanna um land og sjálfstæði. írak er djúpt sokkið í styrjöld við nágrannann í austri, fran, og ekki megnugt að hreyfa hönd til hjálpar. Eftir standa Jór- danía og Sýrland andspænis því sem brátt virðist mega kalla sam- eiginleg hernaðaríhlutun Banda- ríkjanna og ísraels. Heimildir í Jórdaníu hafa túlkað þróun mála þannig að síaukinni íhlutun Bandaríkjanna í Líbanon sé stýrt af ísraelskum hagsmunum, en ísraelsmönnum sé mikið í mun að eyðileggja alla möguleika Bandaríkjanna til sáttaumleitana á svæðinu. Þannig hafi stjórn ísraels ekki óttast neitt eins mikið og friðartillögur Reagans þar sem gert var ráð fyrir því að Israelsmenn skiluðu herteknu landi. Með því að eyðileggja möguleika Bandaríkj- anna til sáttaumleitana gætu hinir ísraelsku yfirgangsmenn best tryggt hagsmuni sína. Hvort sem ísraelskt ráðabrugg hefur legið þarna á bak við eða ekki, þá virðist sem Reagan-stjórnin hafi gengið í gildruna, og er þá ekki mikið eftir af sjálfstæðri stefnu Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum annað en nak- inn stuðningur við hina blygðunar- lausu útþenslustefnu valdhafanna í fsrael. Því geta þeir atburðir sem nú eiga sér stað í Líbanon haft al- varleg og víðtæk áhrif í öllum arabaheiminum, og aukið enn á þá ófriðarhættu sem ríkir í heiminum í dag. Grafið undan þjóðarsáttum í Líbanon sjálfu mun hernaðar- íhlutun Bandaríkjamanna ekki gera annað en að grafa enn frekar undir veikum möguleikum ríkis- stjórnar Amins Gemayels á að ná sáttum, en undirrót átakanna í Líb- anon að undanförnu er sprottin af vanmætti stjórnar Gemayels á að koma á þeim þjóðarsáttum sem áttu að vera forsenda stjórnar hans í upphafi. Hefur mönnum þótt sem Blásið í bandaríska herlúðra í Líbanon. Hermenn úr bandaríska flotanum hleypa af byssum sínum í Beirut td þess að minnast félaga þeirra sem fallið hafði í átökum undanfarinna daga. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna sem fylgdi í kjölfarið eykur enn á óriðarbálið og grefur undan möguleikum á friðsamlegri lausn deilumála í Mið-Austurlöndum. stjórn hans drægi æ meir hlut hinna kristnu á kostnað drúsa og mús- lima. Stjórn Jórdínu hefur hingað til veitt Gemayel virkan stuðning á þeim forsendum að bæði löndin búa við erlent hernám - en fari svo að stjórn Gemayels verði opinber leppstjórn Bandaríkjanna og fsra- els eins og margt bendir nú til, er hætt við að forsendur þess stuðn- ings muni bresta. Bandaríkin hafa notað fall tveggja bandaríska hermanna 'úr „friðargæsluliðinu" sem yfirskin hernaðaríhlutunarinnar. Slíkt yfir- skin verður ekki tekið alvarlega þegar ljóst er að Bandaríkin eru með þessum hætti að hverfa frá sáttastefnu í Mið-Austurlöndum og kynda undir ófriðarbáli sem innan tíðar gæti ógnað heimsf- riðnum sjálfum. ólg. í Líbanon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.